Morgunblaðið - 10.08.2001, Side 20
LISTIR
20 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NORÐURÓP er félag sem hefur það
að markmiði að kynna óperur fyrir
almenningi og setja upp sýningar þar
sem ungu og efnilegu hæfileikafólki
er gefið tækifæri á að spreyta sig í
samkeppnisharðri listgrein og öðlast
dýrmæta reynslu. Jóhann Smári
Sævarsson er forsprakki Norðuróps
og stofnandi en hann hefur áratugs-
reynslu af óperusöng heima og við
óperuhús erlendis.
Fyrsta uppfærsla Norðuróps var á
Akureyri í fyrra, þegar félagið setti
upp barnaóperuna Sæma sirkus-
slöngu. Nú er Reykjanesbær vett-
vangur sýninga Norðuróps, en félag-
ið stendur fyrir hvorki meira né
minna en tveimur nýjum óperuupp-
færslum á næstu dögum, auk þess
sem flutt verður Requiem eftir Sig-
urð Sævarsson.
Dráttarbraut í nýju hlutverki
Vettvangur þessara viðburða er
nokkuð sérstakur því að sýnt verður í
gömlu dráttarbrautinni í Keflavík,
sem um skeið hefur verið notuð sem
rútubílaþvottastöð. Í kvöld verður
frumsýning á gamanóperu Puccinis
um Gianni Schicci. Þessi ópera er
mikill gleðileikur og farsi þar sem
ættingjar látins gamalmennis safnast
saman til að syrgja og ná örugglega
sínum hluta arfsins. Öllum að óvörum
kemur á daginn að gamli maðurinn
hefur arfleitt kirkjuna að öllu sínu
góssi. Þá eru góð ráð dýr, og ættingj-
arnir bregða á það ráð að ráða til sín
æringjann Gianni Schicci til að
bjarga málunum. Í þessari óperu er
ein vinsælasta sópranaría óperubók-
menntanna, „O, mio babbino caro“,
þar sem dóttir Schiccis biður elsku
pápa sinn um að leyfa sér að giftast
manninum sem hún elskar. Jóhann
Smári Sævarsson hefur þýtt og stað-
fært óperuna, en hún gerist í nútíma-
num norður á Akureyri. Leikstjóri
sýningarinnar er Jón Páll Eyjólfsson
og hljómsveitarstjóri er Garðar Cort-
es. Jóhann Smári syngur sjálfur tit-
ilhlutverkið en aðrir einsöngvarar
eru Garðar Thor Cortes, Elín Hall-
dórsdóttir, Sigríður Aðalsteinsdóttir,
Davíð Ólafssson, Dagný Jónsdóttir,
Hjördís Einarsdóttir, Manfred
Lemke, Smári Vífilsson, Steinn Erl-
ingsson og Ólafur Sveinsson.
Ný sálumessa frumflutt
Eftir hlé verður flutt nýtt verk, Re-
quiem eftir Sigurð Sævarsson, en
verkið var lokaverkefni hans í tón-
smíðum við Tónlistarháskólann í
Boston. Verkið hefur ekki heyrst hér
á landi áður en það er samið fyrir
hljómsveit, þrjátíu manna kór og tvo
einsöngvara. Í einsöngshlutverkum
verða Jóhann Smári og Jóhanna
Linnet. Stjórnandi í báðum verkun-
um verður Garðar Cortes.
„Þetta er stórkostlegt ævintýri,“
segir Jóhann Smári Sævarsson um
óperuveisluna í Reykjanesbæ, „við
erum búin að breyta dráttarbrautinni
í óperuhús og það voru ansi mörg
handtök sem fóru í þetta. Við erum
líka að brjóta óperuhefðina hérna því
að í stað hljómsveitar ætlum við að
nota sex hljómborð og slagverk í stað
hljómsveitar. Þetta virðist ætla að
ganga mjög vel upp, og ég held að við
séum að skrifa nýja síðu í óperusög-
unni með þessu.“
Engin helgispjöll
Að sögn Jóhanns Smára vann Sig-
urður hljómsveitarparta verksins inn
á hljómborð; tréblásturshljóðfærin
eru í einu hljómborði, strengirnir í
tveimur hljómborðum, harpa og
flauta eru saman í einu, málmblást-
urhljóðfærin í einu en slagverkið er
allt lifandi. „Þetta virðist ætla að
virka mjög vel, og við erum að vinna í
því núna að ná fram meiri dýpt í
dýnamíkinni og það er allt að koma.“
Hreintrúuðum óperuunnendum kann
að þykja það helgispjöll að flytja óp-
eru án ekta hljómsveitar en Jóhann
Smári er síður en svo smeykur við
það. „Við erum ekkert hrædd við
þetta. Við erum að setja verkin upp í
skipasmíðastöð, og okkur finnst þetta
ganga vel upp svona. Gianni Schicci
er svo skemmtilegt verk og músíkin
svo miklar stemmningar að þetta
virkar vel með þessum hljóðfærum.
Auðvitað er þetta ekki eins og hljóm-
sveit en nálægt því. Þetta sparar okk-
ur líka 50 manna hljómsveit; í staðinn
erum við með sex hljóðfæri, og það er
töluverður munur fjárhagslega.
Þetta er öðruvísi, en virkar mjög vel.
Við hefðum getað valið þann kost að
vera með mjög litla hljómsveit, en
hún hefði bara aldrei náð að fylla í
þetta rými eins og hljómborðin geta,
það er sautján metra lofthæð hérna!
Við vorum að hlæja að því um daginn
Morgunblaðið/Billi
Gianni Schicci (Jóhann Smári Sævarsson) útskýrir fyrir áhyggjufullum
ættingjum hvernig hann ætlar að redda þeim arfi.
Morgunblaðið/Billi
Sigurður Sævarsson tónskáld og Jóhann Smári Sævarsson óperusöngv-
ari fyrir framan dráttarbrautina í Keflavík.
Óperuverk-
takar í
framtíðinni
Norðuróp frumsýnir tvær óperur í drátt-
arbrautinni í Reykjanesbæ um helgina,
önnur er íslensk og að auki verður frum-
flutt sálumessa. Bergþóra Jónsdóttir
ræddi við forsprakkana.
hvað umræðan um óperuflutning í
Morgunblaðinu kom á réttum tíma
fyrir okkur.“ Þrjár sýningar verða á
Gianni Schicci og Requiemi Sigurðar
Sævarssonar; í kvöld, annað kvöld og
á sunnudagskvöldið.
Z ástarsaga í óperubúningi
1. og 2. september verða svo sýn-
ingar á óperunni Z ástarsögu sem
Sigurður Sævarsson samdi eftir sam-
nefndri bók Vigdísar Grímsdóttur.
Þar er lýst samskiptum þriggja
kvenna, elskendanna Önnu og Zetu,
og Arnþrúðar systur Önnu. Með hlut-
verk Önnu og Zetu fara Jóhanna
Linnet og Ingveldur Ýr Jónsdóttir en
Bryndís Jónsdóttir er í hlutverki
Arnþrúðar.
„Þetta er ekki grande opéra í tón-
listarsögulegum skilningi heldur ætl-
ast Sigurður til að nálægðin sé meira
eins og á ljóðakvöldi,“ segir Jóhann
Smári. Sagan gerist mikið til í hug-
arheimi þessara kvenna, og þarna
viljum við að hrátt umhverfi drátt-
arbrautarinnar fái að njóta sín vel.“
Jóhann Smári segir að samið hafi
verið við sérleyfishafann í Keflavík
um að rúturnar yrðu þvegnar úti
meðan á óperusýningum stæði. „Þeg-
ar við sjáum hvað þetta kemur vel út
langar okkur auðvitað að eiga húsið.
Það verður sennilega þyngra að fá
það gefins en lánað. Annars hefur
Norðurópi verið boðið húsnæði úti á
landi til afnota næsta sumar. Ætli við
endum ekki bara með að verða hálf-
gerðir óperuverktakar og búum til
svona ævintýri víðs vegar um landið.“
BERGLIND María Tómasdóttir
lauk prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1998 og lauk fram-
haldsnámi við Konunglega tónlist-
arskólann í Kaupmannahöfn sl.
vor, með smá viðdvöl í Tónlist-
arháskólanum í París. Berglind
María er félagi í íslenska tónlist-
arhópnum Atonal Future, sem
staðið hefur fyrir athyglisverðum
sumartónleikum í nokkur ár og
vakið athygli fyrir skemmtilega
uppfærslu nútímatónlistar. Það
sama var upp á teningnum á tón-
leikum Berglindar Maríu Tómas-
dóttur og Arne Jørgen Fæø í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, sl
þriðjudag, því þar gat að heyra
skemmtilegan og lifandi flutning
gamallar nútímatónlistar, tónverka
frá nýliðinni öld, með smá innskoti
rafrænnar framtíðar.
Fyrsta viðfangsefnið var Le
merle noir, svartþrastartónverk,
eftir Oliver Messiaen, en hann
kannaði söng fugla og notaði tón-
ferli fuglasöngsins í tónverk sín,
þótt tónverkin að öðru leyti lytu
lögmálum tónsmíðinnar, hvað
varðar formskipan og möguleika
hjóðfæranna. Þetta skemmtilega
og líflega verk var mjög vel flutt
af Berglindi Maríu og samleikara
hennar, píanóleikaranum Arne
Jørgen Fæø. Þrjár músikmínutur
fyrir sóló flautu eftir Alta Heimi
Sveinsson voru næst á efnis-
skránni og þar eftir skemmtilega
„virtúósiskt“ verk, Columbine, eft-
ir Þorkel Sigurbjörnsson, þar sem
vitnað er til þekktra stefja, er
tengjast fyrirbærinu Columbine og
vini hennar Harlekins. Verkið er í
þremur þáttum, sá fyrsti leik-
tæknilega mjög erfiður, og sérlega
vel saminn, annar, eins konar kan-
sóna með arpeggio undirleik
píanósins og lokaþátturinn fjörug-
ur „Saltarello“. Þarna sýndi Berg-
lind María að hún er orðin leikinn
flautuleikari.
„Tónsmíð fyrir vinstra heila-
hvel“ nefnist nýtt verk eftir Kol-
bein Einarsson, ungan tónsmið í
framhaldsnámi erlendis, sem því
miður er að engu getið í tónleika-
skrá.
Verkið er fyrir flautu og tölvu
og er tölvan að mestu notuð til
undirleiks við flautuna, þó fyrir
bregði skemmtilegum samleik í
allt of stuttu tónverki, svo stuttu
að vart væri nóg sem stutt „int-
ermezzo“ í stærra tónverki. Það
verður fróðlegt að fylgjast með
Kolbeini og hversu honum mun
vegna í gerð rafverka, því þetta
allt of stutta verk lofar góðu um
gott framhald.
Tónleikunum lauk með sónötu
fyrir flautu og píanó, eftir franska
tónskáldið Henri Dutilleux (1916).
þetta er ekta franskt og leikandi
létt verk, sem var einstaklega vel
flutt. Í heild voru þetta sérlega
skemmtilegir tónleikar og hefur
Berglind María Tómasdóttir sann-
að sig að vera frábær flautuleikari,
sem hvað best kom fram í afburða
góðum flutningi á verki Þorkels,
sem og í frönsku verkunum eftir
Messiaens og Dutilleux. Arne Jør-
gen Fæø er góður píanóleikari og
sýndi töluverð tilþrif í sónötunni
eftir Dutilleux, en að öðru leyti
átti hann svo sannarlega hlut í að
skapa þessum skemmtilegu tón-
leikum sannfærandi umgjörð, með
samstilltum leik sínum.
Jón Ásgeirsson
TÓNLIST
L i s t a s a f n S i g u r j ó n s
Ó l a f s s o n a r
Berglind María Tómasdóttir og
Arne Jørgen Fæø fluttu tónlist eftir
Messiaens, Atla Heimi Sveinsson,
Þorkel Sigurbjörnsson, Kolbein
Einarsson og Henri Dutilleux.
Þriðjudagurinn 7. ágúst , 2001.
Samstilltur
og lifandi
leikur
Í ANDDYRI Norræna hússins verð-
ur í dag, föstudag, opnuð sýning á 18
ljósmyndum sem eistneski ljós-
myndarinn Hendrik Relve hefur
tekið. Sýningin nefnist Forn tré í
Eistlandi, en sérkenni Eistlands, í
samanburði við önnur Evrópulönd,
eru hin nánu tengsl við tré. Menn
bera virðingu fyrir trjánum, gefa
þeim nöfn og hafa í heiðri gamlar
sagnir um einstök tré.
Hendrik Relve fæddist í Tallinn
18. júlí 1948. Hann hefur skrifað á
annað hundrað greinar um skóg-
rækt, náttúru- og umhverfisvernd.
Þá hefur hann tekið þátt í mörgum
ljósmyndasýningum með náttúru-
lífsmyndum frá Eistlandi og gefið út
átta ljósmyndabækur. Hann hefur
hlotið verðlaun sem ýmis dagblöð og
tímarit veita árlega fyrir greinar um
náttúruskoðun og ljósmyndir. Sam-
band finnskra líffræði- og landa-
fræðikennara veittu honum silfur-
verðlaun fyrir fræðsluefni um
náttúrufræði 1999 og árið 2001 var
hann heiðraður með Hvíta krossin-
um, heiðursverðlaunum Eistneska
lýðveldisins.
Sýningin er sett upp í tengslum
við Menningarhátíð Eystrasaltsríkj-
anna á Norðurlöndum sem stendur
yfir frá 1. september til 1. nóvember
í ár. Sýningin í Norræna húsinu, sem
stendur til 23. september, verður op-
in daglega kl. 9–17, nema á sunnu-
dögum frá kl. 12–17. Aðgangur er
ókeypis.
Hin fornu tré Eistlands
RAGNAR Leósson og Gabríel
Filippusson opna ljósmynda-
sýningu í Gallerý Man á Skóla-
vörðustíg 14 í kvöld, föstudags-
kvöld, kl. 20. Ragnar sýnir 14
s/h portrett-myndir teknar á
Íslandi í lok síðasta veturs, í
stærðunum 30 x 40cm og
40x50cm og Gabríel sýnir 12 s/h
af afrískum kynjaplöntum, í
stærðinni 30 x 40cm.
Sýningin er opin á virkum
dögum frá 10–18, laugardaga
10–17 og sunnudaga 13–17 og
stendur til 21. ágúst.
Ljósmynd-
ir í Man SIGURÐUR Flosason saxófónleik-
ari og Gunnar Gunnarsson orgelleik-
ari halda tónleika í Ísafjarðarkirkju
á morgun, laugardag, kl. 17. Þeir
munu annarsvegar leika sálma af
geisladiski sínum Sálmar lífsins og
hins vegar sálma af nýuppteknum
geisladiski sem koma mun út fyrir
jól, en sá diskur er helgaður að-
ventu- og jólasálmum frá ýmsum
tímum.
Í sömu ferð munu þeir koma fram
í helgihaldi í þremur kirkjum í Ísa-
fjarðarprófastsdæmi. Laugardaginn
11. ágúst í Mýrakirkju kl. 20.30,
sunnudaginn 12. ágúst í Hnífsdal kl.
11 og í Súðavíkurkirkju sunnudaginn
12. ágúst kl. 14.
Sálmar lífsins
á Vestfjörðum