Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 29
heimi viðskiptanna. Hann var afar
vel greindur og einstaklega heiðar-
legur viðskiptamaður og starf sitt
vann hann með listrænu yfirbragði.
Honum varð auðið að ná fram fag-
mannlegri leikni til orðs og æðis í
samskiptum við viðskiptavini og
starfsfólk sitt þar sem byggt var á
heiðarleika og trúverðugleika sem
meginstoðum í öllum samskiptum.
Get ég með stolti sagt um vin minn
Mikael að hérlendis sem erlendis
naut hann mikillar virðingar fyrir
fagmennsku sína og heiðarleika sem
varð honum drjúgt veganesti til
vegsauka og velfarnaðar á löngum
og farsælum starfsferli hans. Mér
fannst Mikael alltaf vera vinsælasti
maðurinn í hópnum hvort heldur við
vorum erlendis eða staddir hér
heima.
Mikael víkkaði sjóndeildarhring
sinn og víðsýni með því sækja kynn-
ingarfundi, ráðstefnur og sýningar
hérlendis og erlendis eftir því sem
aðstæður leyfðu. Stundum slóst hans
glæsilega eiginkona, Hrönn Björns-
dóttir, með í för. Það er ekki ofsagt
að Hrönn og Mikael voru glæsileg
hjón og tignarlegir fulltrúar lands
okkar á erlendri grundu. Í útlöndum
eignaðist Mikael fjöldan allan af vin-
um, sem báru verðskuldaða virðingu
fyrir mannkostum þessa reglusama
og háttprúða göfugmennis. Sérstök-
um kveðjum og þökkum fyrir sam-
starfið er komið á framfæri frá Klaus
Binkowski, útflutningssölustjóra
GROHE, Hendrich Drews, fram-
kvæmdastjóra Villeroy&Boch og
Alfred Münch framkvæmdastjóra
hjá Metabo í Þýskalandi.
Þeir sem kynntust Mikael urðu
þess fljótt áskynja, að þar fór vand-
aður og úrræðagóður maður, sem
talaði aldrei illa um nokkurn mann.
Hann geislaði af velvild til allra.
Honum var gjarnt að tala vel um fólk
og málefni. Öfund og hroki voru ekki
til í hans viðmóti. Hann var ekki
maður sem skaraði eld að sinni köku.
Fyrir þá sem áttu hann að vini var
hann eins og sólskinsdagur sem
stráði birtu allt í kringum sig. Hann
kærði sig ekki um vegsemd og virð-
ingu, sem fengin væri með öðrum
hætti en þeim að orð og verk færu
saman.
Næstum allan sinn starfsaldur
vann Mikael fyrir KEA á Akureyri,
lengst af sem deildarstjóri bygginga-
vörudeildar. Í starfi sínu naut hann
ætíð mikillar virðingar fyrir sam-
viskusemi sína, fagmennsku og heið-
arleika, en ekki síst fyrir sína hátt-
vísu framkomu. Hann var afar
farsæll yfirmaður og vinsæll meðal
samstarfsmanna og viðskiptavina.
Mikael fékk líka að kynnast því að
ekkert fljót er án straums eða haf án
vatns og að til eru þeir kappar sem í
felum með illmælgi og af ágirnd
sækjast eftir vegtyllum annarra.
Síðustu starfsárin réðst hann til
starfa hjá Metró á Akureyri, nú
BYKO. Þar eins og í öðrum verkum
sínum gerði hann gott fyrirtæki
betra með hlutdeild sinni og dró að
ný viðskipti og viðskiptavini.
Það er ómetanlegt að eiga í huga
sér minningarnar sem nú hrannast
upp frá samferðinni um áratugina.
Það er mér einnig sérstakur gleði-
auki að hafa fengið hann að sam-
starfsmanni síðustu starfsárin hans,
eftir að hann hætti sem deildarstjóri
hjá KEA, og að hafa haft tækifæri til
að kynnast hans framúrskarandi
börnum og starfa með þeim Sigrúnu
og Sigurði um tíma, en þau hafa bæði
hafa fengið ríkulega af háttprýði og
dugnaði foreldra sinna.
Eiginkona Mikaels og hans mesti
gleðigjafi, Hrönn Björnsdóttir, veit
að gleði og himnaríki eru náskyld.
Drottinn hefur valið að kalla Mikael
heim á ný. Ég vil því þakka Guði
mínum fyrir að gefa mér að eignast
hann að vini, samferðamanni og sam-
starfsmanni.
Ég legg fjölskyldu hans í Guðs
hendur, eiginkonuna, börnin,
tengdabörnin og barnabörnin eitt og
sérhvert. Ég bið hann að blessa þau
og varðveita. Ég þakka fyrir það líf
sem hann hefur fyrirbúið Mikael í
Jesú nafni.
Seinna þar sem enginn telur árin
munum við Mikael hittast aftur og
taka upp þráðinn þar sem frá var
horfið.
Ómar Kristjánsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 29
✝ Friðrik Adolfs-son útvarpsvirki
fæddist í Aðalstræti
20 á Akureyri 23.
nóvember 1924.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 5.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Anna Friðrika Frið-
riksdóttir frá Há-
nefsstöðum í Svarf-
aðardal, f. 4. október
1882, d. 5. desember
1980, og Adolf Krist-
jánsson skipstjóri frá
Akureyri, f. 25. sept-
ember 1888, d. 8. mars 1944.
Systur Friðriks eru: 1) Marselía,
f. 19.8. 1913, d. 12.10. 1999, eftirlif-
andi eiginmaður hennar er Har-
aldur Þorvarðarson, fv. umsjónar-
maður Bréfaskóla SÍS, þau eign-
uðust þrjár dætur. 2) Guðrún Frið-
rika, húsmóðir á Akranesi, f. 14.3.
1919, ekkja Ásgríms G. Stefáns-
sonar, verksmiðjustjóra á Akur-
eyri, þau eignuðust þrjú börn. 3)
María Jónína, húsmóðir á Akur-
eyri, f. 14.8. 1921, ekkja Stefáns
Stefánssonar verslunarstjóra, þau
eignuðust tvo syni.
Hinn 31. maí 1953 kvæntist Frið-
rik Jenny Lind Valdemarsdóttur, f.
9.8. 1932. Þau bjuggu fyrst hjá
móður hans í Hafnarstræti 13,
hófu síðan búskap á Þingvallar-
eru Heiða, f. 28.6. 1998, og Ísar, f.
6.3. 2000.
Friðrik hóf ungur nám við út-
varpsvirkjun hjá Grími Sigurðs-
syni á Akureyri og fyrir hans til-
stilli fór hann í bóklegt nám í
Iðnskólann í Reykjavík árið 1941,
þá 17 ára gamall. Hann útskrifað-
ist sem útvarpsvirki og starfaði í
nokkur ár hjá Viðgerðarstofu Rík-
isútvarpsins undir verkstjórn Jóns
Alexanderssonar. Hann starfaði
vítt og breitt um landið og var m.a.
sumarlangt á endurvarpsstöðinni
að Eiðum á Héraði. Eftir að rík-
issjónvarpið tók til starfa bætti
hann við sig námi í sjónvarpsvirkj-
un. Um 1950 réð hann sig til
Prjónastofu Ásgríms Stefánssonar
sem samnefndur mágur hans kom
á laggirnar árið 1943. Hann ferð-
aðist til Englands og Þýskalands til
að læra á prjónavélar. Haustið
1963 fluttist fjölskyldan til Akra-
ness þar sem hann setti upp út-
varps- og sjónvarpsviðgerðar-
stofu. Jafnframt réð hann sig til
Prjónastofunnar Evu. Síðar
keyptu þau hjónin sokkavél og
stofnuðu fyrirtækið FADO. Árið
1968 stofnaði hann ásamt fimm
öðrum Akurnesingum Fatagerð-
ina h.f. sem framleiddi ýmiss konar
fatnað. Árið 1973 drógu þau hjónin
sig út úr þeim rekstri og stofnuðu
sokkaverksmiðjuna Jenny Lind.
Síðustu starfsárin starfaði hann
hjá Álafossi í Mosfellsbæ. Frá
árinu 1996 bjó Friðrik á dvalar-
heimilinu Höfða á Akranesi.
Útför Friðriks fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
stræti 22 en fluttu á
Akranes 1963. Þau
skildu 1987.
Friðrik og Jenny
eignuðust fimm börn:
1) Friðrik rafvirki, f.
26.12. 1952, kvæntur
Halldóru Hafdísi Arn-
ardóttur hjúkrunar-
fræðingi, f. 19.5. 1962.
Dætur þeirra eru
Heiðrún Arna, f. 23.7.
1987, og Svana María,
f. 18.4. 1990. 2) Elsa
verslunarmaður, f. 4.
janúar 1957, gift
Tryggva Gunnarssyni
rafvirkja, f. 9.3. 1956. Börn þeirra
eru Jenny Lind viðskiptafræðing-
ur, f. 9.1. 1979, Gunnar Aðils, f.
8.10. 1984, og Friðrik Árni, f. 10.6.
1992. 3) Jórunn læknaritari, f.
27.12. 1958, gift Ómari Sigurðs-
syni verkstjóra, f. 11.2. 1960. Synir
þeirra eru Sigurður Ari rafvirki, f.
20.2. 1979, og Jón Valur, f. 9.4.
1987. 4) Valdimar Leó, fram-
kvæmdastjóri og stuðningsfulltrúi,
f. 20.7. 1960. Börn hans eru Ása
Björk, f. 25.2. 1988, móðir hennar
er Dagrún St. Ólafsdóttir, f. 12.7.
1959, og Róbert Leó, f. 14.4. 1999,
móðir hans er Elísabet Frímanns-
dóttir, f. 2.11. 1958. 5) Adolf forn-
leifafræðingur, f. 30.10. 1963,
kvæntur Séverine Daucourt ljóð-
skáldi, f. 11.3. 1970. Börn þeirra
Faðir okkar, Friðrik Adolfsson, er
látinn 76 ára að aldri. Hann fékk
heilablæðingu aðfaranótt 4. ágúst og
lést rúmum sólarhring síðar. Um
árabil var hann með of háan blóð-
þrýsting og hafði fengið heilablæð-
ingu áður og því var við þessu að bú-
ast. Þrátt fyrir það er maður aldrei
undir það búinn að missa föður sinn
en ég verð þó að fagna því að hann
átti snöggan dauðadag en ekki lang-
varandi veikindi eins og hann kveið
svo fyrir.
Pabbi átti marga góða vini er hann
ólst upp í „innbænum“ á Akureyri.
Má þar nefna frænda hans, Jóhann
Franklín, og Eggert Steinsen. Þeir
Eggert brölluðu margt saman og
gerðu m.a. tilraun til að smíða við-
tæki (útvarp). Það virkaði ekki sem
slíkt en reyndist síðar vel sem vörtu-
eyðir.
Við feðgar áttum sameiginlegan
áhuga á félagsmálum, ræðumennsku
og leiklist. Við lékum saman í tveim-
ur uppfærslum hjá Skagaleikflokkn-
um á Akranesi og hann í fjórum öðr-
um að auki. Það leiddi síðan til
þátttöku í kvikmyndinni „Óðal feðr-
anna“ þar sem hann lék málglaða
þingmanninn. Hann starfaði mikið í
félagsmálum og var virkur í Rotary.
Hann lét plata sig í jólasveinabúning
af og til, bæði innan veggja heimilis-
ins og á opinberum vettvangi. Og þar
sem hann fór oft á námskeið erlendis
bar hann með sér ýmsa þekkingu
sem okkur var áður hulin.
Eitt af áhugamálunum var sjón-
hverfingar. Það leiddi til vinsælda á
mannamótum eins og t.d. barnaaf-
mælum og fáir veittu því eftirtekt
þótt hann laumaðist út bakdyrameg-
in og út í sjoppu rétt áður en kara-
mellum rigndi upp úr tómum galdra-
kössum.
Pabbi var einn af frumkvöðlum í
prjónaiðnaðinum á Íslandi en til að
ná endum saman starfaði hann við
sjónvarps- og útvarpsviðgerðir á
kvöldin og um helgar. Það var nán-
ast sama hvenær kallið kom, hann
var ávallt tilbúinn að fara í heimahús
til að líta á „sjúklingana“ sína. Þó
kom fyrir að við gátum sparað hon-
um ferðir með því að spyrja þann
sem pantaði viðgerð hvort sjónvarp-
ið væri örugglega í sambandi.
Umræður um pólitík voru oft fjör-
ugar á heimilinu og sitt sýndist
hverjum um hvernig ætti að bjarga
þjóðarskútunni. Hann þreyttist seint
á þessari umræðu og þeirri skoðun
sinni að ríkinu bæri að gera iðnaðin-
um hærra undir höfði. Trúlega hafa
samferðamenn hans á Höfða líka
fengið sinn skammt af skoðunum
hans.
Á síðustu árum var hann þekktur
fyrir að sinna Lottó-áhugamálinu
sínu. Þannig skemmti hann sjálfum
sér auk þess að leggja íþróttahreyf-
ingunni lið. Gárungarnir höfðu á orði
að hægt væri að stilla klukkuna eftir
honum. Á hverjum laugardegi kl.
13.00 mátti sjá hann rölta sem leið lá
frá Höfða niður í Skaganesti til að
„lotta“. Einhverra hluta vegna brá
hann út af vananum í síðustu viku og
flýtti ferðinni um einn dag...
Pabba leið vel á dvalarheimilinu
Höfða og færi ég starfsfólkinu bestu
þakkir frá fjölskyldunni.
Elsku pabbi, þegar maður tekur
sér penna í hönd og rifjar upp lífs-
hlaup þitt skjóta margar góðar minn-
ingar upp kollinum. Fyrir þær stund-
ir þökkum við þér og vonum að þér
líði vel í rökræðum við þann sem öllu
ræður.
Hvíl í friði.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og
barnabarna.
Valdimar Leó Friðriksson.
Elsku afi okkar, passaðu þig á líf-
inu, varstu vanur að segja, það er
fullt af freistingum. Maður verður að
vita hvenær á að segja nei og hvenær
já. En nú er þitt líf á enda og okkar
rétt að byrja. Við þökkum þér sam-
veruna og biðjum þess að þér líði nú
betur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því.
Þú laus er úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig,
Jenny Lind, Gunnar
Aðils og Friðrik Árni.
FRIÐRIK
ADOLFSSON
! "
# $%%
& #
#
'#
!
"#$$ %& ' $( !
$ ) "#$$ *# + , !
- ""#$$ ./$ 01' $( !
+ "#$$ %& !
! 2 + 3# "#$$
! 3#2 + $ "#$$
4 4& ! 4 4 4& 1
( % *56 -'-7 8'-5
)
* +!
!,
-. -/ /0
1
! % 1
+ -2
/$17 " "#$$ 7 ) *! " !
7 13!4"#$$
7 4& "#$$ 1
34
3
(+ $2 9
+*)4 +::
7) ) +
"
+ "#$$ 7 7 !
+9 " + !
7 "#$$ 7 9 +# !
+ 7 "#$$
' $( 7 ! $ ;# ' $( "#$$
* ( 7 ! 2 + 2 + "#$$
&) 7 "#$$ " / ' $( !
7 7 ! &) ' "#$$
4 4& ! 4 4 4& 1
34
% ,1%5 $2 9
(7( $ 4 $<=
! 4
5
6 '
7 ) +# "#$$
, + !
) + "#$$
+4& + "#$$ ) 8 4& !
' $ + "#$$
% + !
-, "#$$ 4 + !
+ >
4 "#$$ % ! 1