Morgunblaðið - 21.10.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 21.10.2001, Síða 1
MORGUNBLAÐIÐ 21. OKTÓBER 2001 241. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 KONA heldur á lítilli eftirmynd af jörðinni þegar hernaði var mót- mælt í miðborg Ghent þar sem leið- togar Evrópusambandsríkja komu saman til fundar. Nokkur þúsund manns tóku þátt í mótmælunum og kröfðust þess að félagslega kerfið í Evrópu yrði bætt og herförinni í Afganistan yrði hætt. Reuters Hernaði mótmælt urinn braust út. Árás sérsveitanna fór fram í skjóli nætur og lauk henni fyrir dögun í gær. Meðal þeirra sem tóku þátt í henni voru um 100 liðs- menn sérsveita landhersins. Ráðist var á virki talibana við Kandahar og þegar árásinni var lokið sóttu þyrlur bandarísku sérsveitaliðana. Afganskur flóttamaður sem kom til Pakistans sagði að 25 hermenn talibana hefðu verið felldir, en bandaríska varnarmálaráðuneytið hafði ekkert sagt um átök. Talsmenn talibana sögðu að virkið hefði verið mannlaust. Engar fregnir bárust af mannfalli í liði bandarísku sérsveitanna, en bandarísk þyrla sem var til taks ef hefja þyrfti björgunaraðgerðir fórst BANDARÍSKAR hersveitir gerðu árásir á Afganistan á landi og úr lofti í gær, og hófu fyrstu árás sérsveita í baráttunni við hryðjuverkamenn. Var sprengjum varpað á skotmörk í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Bandarísk herþyrla, sem var til taks fyrir árásarliðið, fórst í nágranna- ríkinu Pakistan, og með henni tveir bandarískir hermenn. Þúsundir Afgana flúðu átök sem geisuðu í kringum borgina Kandah- ar, sem er á valdi talibana. Pakist- anar höfðu slakað á banni sínu við að flóttafólk færi yfir landamærin, en lokuðu þeim aftur í gær eftir að um 3.000 Afganir höfðu komið til Pakist- ans á föstudaginn – mesti fjöldi sem komið hefur á einum degi síðan ófrið- í gærmorgun í Pakistan og með henni tveir hermenn, samkvæmt upplýsingum frá bæði bandaríska og pakistanska hernum. Þyrlan hrapaði um 80 kílómetra frá landamærunum að Afganistan, og sögðu talibanar að hermenn sínir hefðu skotið hana niður. „Hún var skotin innan afgönsku landamær- anna og kom niður í Pakistan, rétt handan landamæranna,“ sagði Soha- il Shaeen, talsmaður sendiráðs talib- ana í Islamabad. „Bandaríkjamenn kalla þetta slys vegna þess að þeir vilja ekki draga kjarkinn úr her- mönnum sínum.“ Talsmaður Pakistana, Rashed Quereshi hershöfðingi, sagði að um slys hefði verið að ræða. Einn banda- rískur hermaður hafði áður látist í herförinni til Afganistans þegar slys varð á gaffallyftara þar sem verið var að koma fyrir flugbraut í Qatar. George W. Bush Bandaríkjafor- seti harmaði að bandarísku her- mennirnir skyldu farast, en sagði þá hafa látið lífið fyrir „réttlátan mál- stað“. Bush er á ráðstefnu leiðtoga Asíu- og Kyrrahafsríkja í Shanghai í Kína. Í gær var ákveðið að stytta dvöl hans þar um nokkra klukkutíma og mun hann halda heim til Banda- ríkjanna í kvöld eftir kvöldverð með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og öðrum leiðtogum sem sitja ráðstefn- una. Talsmaður forsetans sagði að Bush myndi ljúka öllum fyrirhuguð- um erindum sínum á ráðstefnunni. Bandaríkjamenn hefja landhernað í Afganistan Kabúl. AP. Bakterí- urnar af sömu rót Washington. AP. BANDARÍSK yfirvöld segja að komið hafi í ljós að bréf, sem innihéldu miltisbrands- bakteríur, hafi komið úr einum tilteknum póstflokkunarkassa á pósthúsi í New Jersey. Bréf- in voru send á fréttastofur í Flórída og New York og til þingmanns í Washington. Væru bakteríurnar „nákvæm- lega eins“ og kynnu því að vera af sömu rót. Í ljósi þess í hvaða kassa bréfin voru kunna rann- sakendur að geta komist að því hvaðan þau voru send. Tom Ridge, yfirmaður þjóð- aröryggismála í Bandaríkjun- um, benti á að efninu hefði ekki verið „breytt í vopn“, þ.e.a.s. það hefði ekki verið meðhöndlað sérstaklega til að auka líkur á að fólk andaði því að sér. Ekki væri því um að ræða sömu gerð efnisins og ætluð væri til notkunar í hern- aði. Ísraelar fella sex Jerúsalem. AP. ÍSRAELSKAR hersveitir fóru inn í tvo bæi á Vesturbakkanum aðfara- nótt gærdagsins og féllu sex Palest- ínumenn í skotbardögum. Svo virðist sem hernaðaraðgerðir Ísraela und- anfarið séu þær umfangsmestu sem þeir hafa gripið til í það rúma ár sem liðið er síðan síðasta uppreisn Pal- estínumanna hófst. Ísraelar hafa á þremur dögum sex sinnum haldið með her inn á palest- ínskt yfirráðasvæði í kjölfar þess að ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni var felldur í síðustu viku. Talsmenn ísraelska hersins sögðu að atlögurnar í bæjunum tveim hefðu verið til þess gerðar að vernda ísraelska borgara. Dómsmálaráð- herra Ísraels, Meir Sheetrit, sagði að Ísraelar hefðu alls ekki í hyggju að leggja undir sig palestínskt land- svæði til frambúðar. 10 Óttinn skekur frjálsa þjóð 16 20 Ein af strákunum? Nei, takk! Þetta handrit er skrifað á árunum 1800–1820. Það er úr sálma- og kvæðasafni sem skrifað er og sennilega skreytt af Vigfúsi Jónssyni Scheving. Handritið er heildstætt listaverk. Falinn fjársjóður Fyrir tilstuðlan Ásrúnar Kristjáns- dóttur myndlistarmanns er hafin skráning á myndefni í íslenskum handritum frá siðaskiptum með það að markmiði að vinna gagna- grunn, skrá og ljósmynda mynd- efnið og gera það aðgengilegt fyrir fræðimenn, listamenn, nemendur og almenning á Netinu. Kristín Gunnarsdóttir ræddi við Ásrúnu um hvað hefði vakið áhuga hennar á verkefninu og hvað skráningin hefði leitt í ljós. 2 ferðalögParadís ferðamannsins bílarÞýskur lúxusbíll börnKisustrákur bíóBjartar vonir Sælkerar á sunnudegi Slátur í góðum félagsskap Má ég biðja um læri en ekki hjarta Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 21. október 2001 B ♦ ♦ ♦ Miltis- bruni á Íslandi Páll A. Pálsson, fyrrverandi yfirdýralæknir, reifar sögu miltis- bruna á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.