Morgunblaðið - 21.10.2001, Page 2

Morgunblaðið - 21.10.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Geðhjálp, „Okkar mál“. Blaðinu verður dreift um allt land. UM síðustu áramót áttu 25 lífeyris- sjóðir meira en 10% af eignum sínum í óskráðum verðbréfum. Um mitt þetta ár hafði þeim sjóðum sem fara upp fyrir þetta mark fjölgað í 28 að því er fram kemur í skýrslu Fjár- málaeftirlitsins um starfsemi lífeyr- issjóða á síðasta ári. Samkvæmt lög- um um starfsemi lífeyrissjóða er sjóðunum ekki heimilt að eiga meira en 10% af hreinni eign í óskráðum bréfum. Þegar ný lög voru sett um starf- semi lífeyrissjóða árið 1997 var ákvæðum um fjárfestingar sjóðanna breytt. Þeim hafði t.d. verið óheimilt að eiga í óskráðum erlendum verð- bréfum. Þessu var breytt en jafn- framt sett sú regla að hlutfall óskráðra verðbréfa, innlendra eða erlendra, mætti ekki vera hærra en 10% af hreinni eign þeirra. Jafnframt var sett bráðabirgða- ákvæði í lögin þar sem kveðið er á um að sjóðum sem eiga meira en 10% var ekki skylt að selja eignir sínar í þeim tilgangi að fullnægja fjárfestingartakmörkum laganna. Þeim er hins vegar óheimilt að kaupa verðbréf meðan þeir eru yfir lögbundnu hámarki. Hafi þeir verið undir lögbundnu hámarki við gild- istöku laganna ber þeim að virða mörkin. Sumir fjárfesta þrátt fyrir að vera yfir mörkum Um síðustu áramót voru óskráð verðbréf 10% af hreinni eign lífeyr- issjóðanna. 25 lífeyrissjóðir af 56 voru yfir mörkunum. Hinn 30. júní sl. hafði þeim fjölgað í 28 og heildar- hlutfallið var að nálgast 11%. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að þróun- in að undanförnu hefði ekki verið í þá átt sem Fjármálaeftirlitið hefði vilj- að sjá. Það yrði hins vegar að hafa í huga að þegar ávöxtun lífeyrissjóða versnaði og einn þáttur fjárfestinga sjóðanna þróaðist með öðrum hætti en annar gætu einstakir sjóðir farið út fyrir mörkin án þess að þeir hefðu fjárfest í óskráðum bréfum. „Síðan eru líka dæmi um að menn hafi fjárfest í óskráðum bréfum upp fyrir heimildirnar. Þá gerum við at- hugasemdir við það og krefjumst úr- bóta. Lögin um lífeyrissjóðina eru ný og eftirlitið með starfsemi þeirra hefur verið í mótun fram á þetta ár. Það er talsvert mikið verk að koma lagi á upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna og flokkun þeirra á verðbréfaeign sjóð- anna. Þetta er tiltölulega flókin flokkun. Til dæmis þurfa menn að sundurliða það sem sjóðirnir eiga í verðbréfasjóðum í óskráð bréf og skráð bréf. Það má kannski segja að eftirlit okkar sé fyrst að fara að bíta alvarlega á þessu ári. Við höfum ver- ið að gera athugasemdir við marga lífeyrissjóði.“ Páll Gunnar sagði að Fjármálaeft- irlitið ætlaðist til þess að lífeyrissjóð- irnir gerðu breytingar á eignasafni sínu og kæmu sér niður fyrir 10% mörkin. En með hliðsjón af hags- munum sjóðsfélaga teldi eftirlitið nauðsynlegt að veita sjóðunum ákveðið svigrúm til að gera það. „Ef bréf hafa lækkað mikið í verði kann það að vera í andstöðu við hagsmuni sjóðsfélaga að selja bréfin strax.“ 58 milljarðar í óskráðum bréfum Um síðustu áramót áttu lífeyris- sjóðirnir 58 milljarða í óskráðum verðbréfum, þar af tæplega 7,4 millj- arða í óskráðum hlutabréfum. Sjóðir sem eiga mest í óskráðum hlutabréf- um eru Samvinnulífeyrissjóðurinn (1,5 milljarða) og Lífeyrissjóður Austurlands (1,1 milljarð). Sam- kvæmt árskýrslu Samvinnulífeyris- sjóðsins eru stærstu eignarhlutar sjóðsins í Vátryggingafélagi Íslands, Samskipum og Traustfangi. Lífeyrissjóður Austurlands sker sig nokkuð úr öðrum sjóðum að því leyti að 30% af öllum eignum sjóðs- ins eru í óskráðum bréfum, þ.e. óskráðum skuldabréfum og hluta- bréfum. Kaupþing sér um ávöxtun sjóðsins. Hafliði Kristinsson sjóðs- stjóri sagði að stjórnendur Lífeyr- issjóðs Austurlands ynnu eftir áætl- un, í samráði við Fjármálaeftirlitið, að því að lækka eign sjóðsins í óskráðum bréfum. Hlutfallið væri enn of hátt. Óskráð bréf sjóðsins skiptust að meginhluta til í þrennt. Í fyrsta lagi væru óskráð skuldabréf sem er safn sem var til þegar lögin tóku gildi. Þetta væru m.a. skulda- bréf fjármálastofnana og fyrirtækja. Í öðru lagi væru óskráð innlend hlutabréf. Þar væru allmargar smá- ar fjárfestingar í fyrirtækjum á Austurlandi. Í þriðja lagi væru fjár- festingar í erlendum óskráðum bréf- um sem væru nánast eingöngu í sjóðum. Unnið væri að skráningu á þessum sjóðum. Stærsta einstaka eignin lægi í alþjóðasamlögum Eign- arhaldsfélags Alþýðubankans sem væri verið að skrá. Eiga 182 milljarða í hlutabréfum Um síðustu áramót áttu lífeyris- sjóðirnir 182 milljarða í hlutabréfum sem eru 32% af hreinni eign sjóð- anna. Í árslok 1999 nam hlutabréfa- eign sjóðanna 142 milljörðum. Sam- kvæmt lögum mega lífeyrissjóðir ekki eiga meira en 50% af eignum sínum í hlutabréfum. Um síðustu áramót var einn sjóður yfir þessu marki, en það var séreignardeild Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Sjóðurinn er nýr og átti um síðustu áramót 227 milljónir í hlutabréfum sem eru 53% af heildareign. Gengisbundnar eignir lífeyrissjóð- anna fóru úr 20% í árslok 1999 í 23% í árslok 2000. Samkvæmt lögum mega 50% af eignum lífeyrissjóð- anna vera í erlendum gjaldmiðlum. Átta lífeyrissjóðir voru með yfir 30% eigna sinna í erlendri mynt um síð- ustu áramót og var hæsta hlutfallið 45% Um síðustu áramót voru allir líf- eyrissjóðir án bakábyrgðar reknir í jafnvægi með tilliti til skilyrða lag- anna samkvæmt tryggingafræðileg- um úttektum. Sé tekið mið af heild- arskuldbindingum eru sjóðirnir að meðaltali reknir með 1,6% afgangi eða allt á bilinu 7,1% halla til 16,9% afgangs. 28 lífeyrissjóðir eiga of mikið í óskráðum bréfum INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði í gær Kvosina á ný eftir verulegar endurbætur. At- höfnin fór fram á gatnamótum Aust- urstrætis og Pósthússtrætis þar sem borgarstjóri afhjúpaði listaverkið ,,Einn staður – einn tími – og ann- ar ...“ Á þessu horni mætast gjarnan menn á förnum vegi og ráða ráðum sínum. Skiptir þá engu hvort um er að ræða skáld, pólitíkusa, sjómenn, bankamenn, prakkara eða bændur. Listaverkið, sem er eftir Kristin E. Hrafnsson, tekur mið af þessu. Þeg- ar hulunni hafði verið svift af lista- verkinu var borgarbúum boðið í rjúkandi heitt súkkulaði með rjóma og samlokur sem þjónar veitinga- staðanna í Kvosinni báru fram. Fjöl- breytt skemmtiatriði voru síðan í miðborginni fram eftir degi. Morgunblaðið/Ásdís Kvosin formlega opnuð á ný AÐALBÓKARI Flugleiða hef- ur verið leystur frá störfum vegna gruns um misferli. „Ég get staðfest að Flug- leiðir hafa leyst aðalbókara fé- lagsins undan starfsskyldum vegna gruns um misferli. Unn- ið er að rannsókn málsins í samvinnu við efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra. For- stöðumaður bókhaldsdeildar Flugleiða mun tímabundið taka að sér störf aðalbókara,“ sagði Guðjón Arngrímsson, blaðafulltrúi Flugleiða, í sam- tali við Morgunblaðið. Guðjón sagðist ekki geta greint frá því um hve stórfellt misferli væri að ræða eða hvað það hefði staðið lengi enda væri rannsókn málsins ekki lokið. Meint misferli hjá Flug- leiðum í rannsókn TÍMAMÓT urðu í sögu Heilsustofn- unar Náttúrulækningafélags Ís- lands, NLFÍ, í gærmorgun þegar Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra, bæjarstjórinn í Hveragerði og forseti NLFÍ, skrifuðu undir samn- ing um styrk ríkisins til byggingar nýs baðhúss og nýrrar íbúðarálmu við heilsustofnunina. Heilbrigðisráðherra sagði að með þessum samningi styrkti ríkið stofn- unina um 65 milljónir á 3 árum og væri samningurinn gerður í fullu samráði við fjármálaráðherra. Einn- ig sagði ráðherra að brátt myndi ljúka endurskoðun á þjónustusamn- ingi ríkisins og NLFÍ, sem hann vonaðist til að allir yrðu sáttir við. Bæjarstjórinn í Hveragerði, Hálf- dán Kristjánsson, sagði m.a. í ávarpi sínu að undanfarin ár hefði ríkt óvissa um framtíð NLFÍ, en nú yrðu þáttaskil í starfseminni. Þessar nýju framkvæmdir mundu sýna að mikil efling og þróun væri í starfseminni hér. Að lokum óskaði Hálfdán starfs- mönnum og dvalargestum til ham- ingju með áfangann. Forseti NLFÍ, Gunnlaugur K. Jónsson, sagði frá því að fram- kvæmdir við byggingu nýs baðhúss og nýrrar íbúðarálmu myndu kosta 360–400 milljónir króna og væri framlag ríkisins því mikils virði. Fram til ársins 1982 var heilsustofn- unIN á daggjaldakerfi en eftir það á fjárlögum og hefði þurft að sækja til ríkisins um fjárframlög. Gunnlaugur þakkaði samstarfið við ráðuneytið og undir það tók Árni Gunnarson fram- kvæmdastjóri, og færði heilbrigðis- ráðherra að gjöf körfu sem innihélt lífrænt ræktað grænmeti, sem rækt- að er í gróðurhúsum stofnunarinnar og te sem þar er framleitt og blandað úr íslenskum jurtum. Styrkir Heilsu- stofnun um 65 milljónir Hveragerði. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.