Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 14/10 – 20/10 ERLENT INNLENT  UM 100 börn af bág- stöddum heimilum þurftu vistun í Reykjavík á síð- asta ári. Aðallega er um að ræða börn fíkniefna- neytenda.  Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um stjórn fisk- veiða. Frumvarpið gerir ráð fyrir að krókaaflahá- marksbátar fái 3000 tonn af ýsu, 3.100 tonn af steinbít og 600 tonn af ufsa umfram það sem þeir fengu samkvæmt lög- unum sem tóku gildi 1. september sl.  EYÞÓR Arnalds, for- stjóri Íslandssíma, mun láta af því starfi um ára- mót. Við starfinu tekur Óskar Magnússon, lög- maður og fyrrum for- stjóri Hagkaups. Eyþór hefur áhuga á að hasla sér völl í borgarpólitík.  Alþingismennirnir Magnús Stefánsson og Tómas Ingi Olrich og Ein- ar Farestveit, starfs- maður Alþingis, voru í skrifstofubyggingu bandaríska þingsins í Washington þegar milt- isbrandur greindist í byggingunni. Ekki er tal- ið að þeir hafi komist í snertingu við sjúkdóminn.  LÝBÍUMAÐUR var handtekinn á Keflavík- urflugvelli með skartgripi og um eina milljón í pen- ingum. Hann er grunaður um peningaþvætti. Reikn- ingum á nafni mannsins var lokað í framhaldi af rannsókn málsins, en á þeim voru um 1,7 millj- ónir króna. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti veiðigjald LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokks- ins samþykkti ályktun þess efnis að áfram skuli byggt á aflamarkskerfinu en að útgerðin greiði hóflegt gjald fyr- ir afnot á aflaheimildum. Gjaldið á ann- ars vegar að taka mið af kostnaði hins opinbera vegna stjórnunar fiskveiða og hins vegar af afkomu sjávarútvegs- ins á hverjum tíma. Tillaga nokkurra fulltrúa á landsfundinum um að farin yrði svokölluð fyrningarleið var felld með 520 atkvæðum gegn 121 atkvæði. Ávöxtun lífeyrissjóð- anna neikvæð um 0,7% RAUNÁVÖXTUN lífeyrissjóðanna var neikvæð um 0,7% á síðasta ári. Þetta eru mikil umskipti frá því sem var árin þar á undan. Meðalávöxtun sjóðanna árið 1999 var 12%. Hreinar eignir lífeyrissjóðanna um síðustu ára- mót námu 566 milljörðum og jukust þær um 49 milljarða á árinu. Gjald- færður lífeyrir var 18,9 milljarðar í fyrra en var 16,3 milljarðar árið á und- an. Þrír sjóðir voru reknir með meira en 10% afgangi og þurftu því að huga að aukningu réttinda sjóðsfélaga. Ríkisábyrgð framlengd RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að framlengja ríkisábyrgð vegna stríðs- og hryðjuverkatrygginga íslensku flugfélaganna til áramóta. Ábyrgðin var veitt eftir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum 11. september og hljóðar upphæðin upp á 2.700 milljarða vegna alls flugflota Íslands. Upphaflega var ábyrgðin veitt til 25. október en var framlengd þar sem sýnt þótti að ekki næðist samkomulag fyrir þann tíma á milli alþjóðlegra tryggingafélaga og flugfélaganna. Flugvélum er óheimilt að fljúga nema að hafa tryggingar. Fulltrúadeildinni lokað FUNDUM í fulltrúadeild Bandaríkja- þings var frestað á miðvikudaginn, og allir starfsmenn deildarinnar voru sendir heim fram yfir helgi. Átti að nota tímann til að rannsaka hvort milt- isbrandsgró leyndust í húsakynnun- um. Skýrt hafði verið frá því að 33 starfsmenn á skrifstofum Toms Daschlers, forseta öldungadeildarinn- ar, hefðu greinst með miltisbrands- vírus, en duft, sem innihélt vírusinn, hafði borist í pósti til skrifstofu deild- arforsetans. Hófsamir talibanar kunna að verða með BANDARÍKJAMENN og Pakistanar eru sammála um að ekki beri að útiloka að „hófsamir“ liðsmenn talibanahreyf- ingarinnar í Afganistan verði með í nýrri ríkisstjórn í landinu. Kom þetta fram í viðræðum Colins Powells, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, við pak- istanska ráðamenn í Islamabad á þriðjudaginn. Þá lofaði Powell því, að Bandaríkjamenn myndu ekki styðja nýja stjórn í Afganistan nema hún yrði vinsamleg í garð „allra nágrannaríkja, þar á meðal Pakistans“. Forystumaður Fatah- hreyfingarinnar féll EINN af forystumönnum Fatah- hreyfingar Yassers Arafats, og tveir aðrir meðlimir hennar, féllu þegar Ísr- aelar beittu herþyrlum til sprengju- árása á Betlehem á fimmtudaginn. Sögðu palestínskir embættismenn að Fatah-mennirnir þrír hefðu fallið þeg- ar sprengja hefði lent á bíl þeirra. Ísr- aelar neituðu því að hafa orðið mönn- unum að bana, og kváðu líklegast að mennirnir hefðu verið með sprengju í fórum sínum og ætlað að nota hana á ísraelskt skotmark, en hún hefði sprungið í höndum þeirra.  ARIEL Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, lýsti á miðvikudaginn yf- ir „miskunnarlausu stríði gegn hryðjuverkamönn- um“ í kjölfar þess að Rehevam Zeevi, ferða- málaráðherra í rík- isstjórninni, var myrtur á miðvikudaginn. Sagði Sharon að Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, bæri í raun ábyrgð á morðinu. Alþýðufylking fyrir frels- un Palestínu hefur lýst morðinu á hendur sér.  TONY Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, og Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palest- ínumanna, áttu fund í London á mánudaginn. Voru þeir sammála um nauðsyn þess að end- urvekja friðarumleitanir fyrir botni Miðjarðarhafs. Kvaðst Blair ennfremur vera fylgjandi því að stofnað yrði sjálfstætt ríki Palestínumanna.  AL-QAEDA, hryðju- verkasamtök Osama bin Ladens, reyndu með hjálp rússnesku mafíunn- ar að koma höndum yfir efni sem nota mætti til að smíða kjarnorkuvopn, að því er greint var frá á mánudaginn.  Fjármálaráðherrar í Evrópusambandsríkj- unum samþykktu á þriðjudaginn víðtækar aðgerðir gegn pen- ingaþvætti og öðrum að- ferðum sem beitt er til að fjármagna hryðjuverk. PÁLL Pétursson félagsmála- ráðherra skýrði frá því á ráð- stefnu Þroskahjálpar um at- vinnumál í gær, að hann hefði ákveðið að leggja fram frum- varp til laga um breytingu á lög- um um vinnumarkaðsaðgerðir. Fæli það í sér að atvinnumál fatlaðra færu til Vinnumála- stofnunar og verður fólki með fötlun þar með veitt þjónusta á sama stað og aðrir fá hana. Kristján Valdimarsson for- stöðumaður Örva, starfsþjálfun- arstöðvar fatlaðra, fagnaði yfir- lýsingu ráðherra í erindi sínu, enda væru atvinnumál fatlaðra í Evrópu almennt staðsett í stjórnkerfinu á sama stað og at- vinnumál annarra þjóðfélags- þegna. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði að tilflutningur atvinnumála fatl- aðra til Vinnumálastofnunar kallaði á mikla undirbúnings- vinnu og endurskipulagningu málaflokksins, en sú vinna væri hafin með skipan sérstaks vinnuhóps undir stjórn Eggerts Jóhannessonar hjá félagsmála- ráðuneytinu. Gissur sagði að hópnum væri ætlað að fara yfir starfsemi verndaða vinnustaða og dagvistarstofnana fatlaðra. Sagði hann að vinnuhópurinn yrði að skoða launamál og stétt- arlega stöðu starfsfólksins. „Það, hversu mismunandi verk- lag hefur verið á launagreiðslum og hversu kjaraleg staða starfs- fólks á vernduðum vinnustöðum er óljós, er ólíðandi þó ekki væri nema fyrir þá ástæðu eina að málaflokkurinn heyrir undir áhrifasvið vinnumálaráðuneyt- isins og framkvæmdin ætti því að vera öðrum fyrirmynd en ekki öfugt,“ sagði Gissur. Hann sagði að fyrirhuguðum tilflutningi málaflokksins hefði verið mætt með nokkurri tor- tryggni hjá stjórn Vinnumála- stofnunar. Sú tortryggni byggð- ist þó ekki á því að framlag fatlaðra til vinnumarkaðarins væri vanmetið, heldur væri tor- tryggnin einkum fjárhagslegs eðlis. Atvinnumál fatlaðra fari undir Vinnumála- stofnun BÍLABÚÐ Benna hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum allt að einnar milljónar króna vaxta- laus lán til kaupa á Daewoo-bif- reiðum. Lánin eru óverðtryggð. Benedikt Eyjólfsson framkvæmda- stjóri segist ekki trúa öðru en að vextir á Íslandi verði lækkaðir mjög fljótlega enda séu þeir að fara illa með bæði fyrirtæki og ein- staklinga. „Mér er farið að ofbjóða þetta vaxtarugl sem viðgengst hér á landi,“ sagði Benedikt. Hann sagði að lánastofnanir væru búnar að fara illa með fólk. Lán sem fyrir nokkrum árum hefðu borið rúm- lega 6% vexti bæru í dag vexti sem væru eitthvað á annan tuginn og afborganir hefðu hækkað í sam- ræmi við það. Vaxtamunur milli Ís- lands og Ameríku væri yfir 10%. Þetta hefði þau áhrif að bæði fólk og fyrirtæki héldu að sér höndum við fjárfestingar og fyrirtæki væru farin að segja upp fólki. Benedikt sagðist hafa þá trú á þeim sem stjórnuðu efnahags- og peningamálum þjóðarinnar að þeir áttuðu sig fljótlega á þessu og að vextir yrðu lækkaðir. Auglýsingar Bílabúðarinnar í Morgunblaðinu í gær hefðu verið birtar í trausti þess að það gengi eftir. Bílgreinasambandið er að fara af stað með átak til að kynna kosti bílsins. Benedikt sagði að auglýs- ingar Bílabúðarinnar tengdust átakinu ekki á nokkurn hátt. Hann sagði að viðbrögð við auglýsing- unni hefðu verið góð. Stöðugt leitað nýrra leiða Erna Gísladóttir, formaður Bíl- greinasambandsins, sagði að bíla- umboðin væru stöðugt að finna nýjar leiðir til að örva sölu á bíl- um. Þessi leið Bílabúðar Benna væri ekki verri en hver önnur. Hún kvaðst vona að hún yrði til að skapa umræðu. Hún sagði að sér væri ekki kunnugt um að bílaum- boð hefðu áður boðið vaxtalaus lán á nýjum bílum en það hefði stund- um verið gert varðandi notaða bíla. Býður vaxtalaus lán til kaupa á nýjum bílum ÁRATUGIR eru síðan eins hlýtt hefur verið í veðri fram eftir októbermánuði og undanfarið. Þessi maður var einn þeirra fjölmörgu sem nýttu sér veðurblíðuna til útiverka í Reykjavík í vikunni. Morgunblaðið/Ásdís Viðrar vel til útiverka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.