Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 18
18 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
hljóp í kinnina, dreifðist um höfuð
og háls, og dó maðurinn eftir fáa
daga.“
Páll rekur ýmsar fleiri frásagnir
um veikindi sem menn ætla að hafi
verið af völdum miltisbruna í grein
sinni. Snorri Jónsson dýralæknir
rakti þannig 25 miltisbrunatilfelli
sem urðu búfénaði aldurtila á Sel-
tjarnarnesi, Hafnarfirði, Laugar-
dal og Grafningi á áttunda áratug
19. aldar. Fleiri miltisbrunatilfella
er einnig getið öðru hverju í blöð-
um og skýrslum á níunda og tí-
unda áratug aldarinnar, en um
1930 töldu dýralæknar sjúkdóminn
horfinn að kalla. Miltisbruna skaut
þó upp í Hraunsholti við Hafn-
arfjörð 1942. Sjúkdómurinn skaut
einnig upp kollinum hvað eftir ann-
að á bænum Skáney (og Skán-
eyjarholti) í Reykholtsdal árunum
1873–1952, en síðasta tilfelli milt-
isbruna sem greinst hefur á Ís-
landi var á Þórustöðum í Ölfusi ár-
ið 1965.
Miltisbruni á
Þórustöðum í Ölfusi
„Þann 15. september 1965 veikt-
ist kýr á Þórustöðum og drapst
skyndilega, skömmu eftir að kýrn-
ar voru komnar út. Þessi kýr hafði
verið dauf og haft skitu enda ný-
lega farið að beita kúnum á fóð-
urkál. Jón Guðbrandsson héraðs-
dýralæknir fann við krufningu
bólgur í görnum og vinstur og
mjög meyrt milta. Síðan var kýrin
grafin nálægt þeim stað, þar sem
hún drapst.
Þrem dögum seinna veiktist
önnur kýr á bænum. Kýrin var
dauf, haltraði og drógst aftur úr,
þegar kýrnar voru reknar heim.
Hún komst þó inn á básinn, þar
sem hún drapst stuttu síðar.
Áður en dýralæknir kom á vett-
vang, hafði kýrin verið gerð til.
Þar sem nú virtist ýmislegt benda
til, að um miltisbruna væri að
ræða, voru sýni send til rannsókn-
ar, og var grunur héraðsdýralækn-
is staðfestur. Þriðja kýrin veiktist
tveim dögum seinna, með sótthita,
deyfð og mikilli bólgu í kverk.
Drapst hún eftir skammvinn veik-
indi, og var miltisbruni aftur stað-
festur við sýklarannsókn.
Næsta dag voru sex kýr orðnar
greinilega veikar, voru mjög dauf-
ar og slappar með háan hita. Ein
þeirra var drepin, en hinum var
gefið penicillin. Næsta dag drapst
ein þeirra. Voru þá dauðar fimm
kýr á rúmri viku (15.–22. sept.).
Nú voru allir gripir settir á
penicillinmeðferð. Virtust þær,
sem veikar voru, jafna sig furðu
fljótt, og líklegt er talið, að þessi
penicillinmeðferð hafi komið í veg
fyrir, að fleiri kýr veiktust.
Strax og bóluefni barst til lands-
ins (9. okt.), voru allir nautgripir
bólusettir og auk þess fáein hross
á bænum, en penicillingjöf var
jafnframt hætt að ráði framleið-
anda bóluefnisins.
Á meðan faraldurinn í nautgrip-
um stóð yfir, veiktust nokkur svín,
fengu ígerðir og bólgu í háls og
ganglimi. Sérstakur maður hirti
svínin, og kom hann ekki til verka
í fjósinu. Reynt var þrásinnis að
rækta miltisbrunasýkla úr sýnum,
sem tekin voru úr svínum, sem
drápust, en það tókst ekki. Svín-
unum var þó í öryggisskyni gefið
oxytetracyclin (terramycin).
Nokkrar aðkomukindur höfðu
komist inn á túnið á Þórustöðum.
hestur snögglega á þessum bæ.
Konan þvoði koddaver bónda síns,
sem látinn var, úr leysingarvatni í
dæld á túninu. Þangað var sótt
vatn handa kú á öðrum bæ, sam-
týnis. Kýrin, sem vatnið fékk,
snöggdrapst. Konan fékk drepbólu
á eyrað, en varð læknuð. Maður á
bænum fékk bólu á vör og dó.
Héraðslæknirinn á Eskifirði
greinir frá því, að árið 1897 hafi
maður á bæ í Fáskrúðsfirði veikst
af miltisbruna, eftir að hafa gert til
hest, sem drapst úr miltisbruna.
Fékk hann slæma drepbólu á
handlegginn með mikilli bólgu upp
eftir handleggnum, hita og óráð.
Hann komst þó til heilsu eftir
tvo mánuði. Alls fórust 5 hross, 2
kýr og einn hundur, áður en veikin
var stöðvuð. Talið var, að veikin
hafi dreifst frá slæmu vatnsbóli.
Veikinnar hafði orðið vart á þess-
um stað 23 árum áður. Jón Hjalta-
lín landlæknir greinir frá því, að
sumarið 1871 hafi hross eitt drep-
ist snögglega á Grímstunguheiði.
Háin var hirt og flutt að Guð-
rúnarstöðum í Vatnsdal. Veturinn
eftir drápust tvær kýr mjög snögg-
lega á Guðrúnarstöðum og síðar
fimm hross, sem gengið höfðu í
landi Guðrúnarstaða. Bóndinn á
Marðarnúpi var kvaddur til og átti
að reyna að lækna eitt þeirra, en
hann taldi ráðlegast að fella það
þegar í stað. Blóð úr þessu hrossi
slettist á bónda, og um leið og
hann þurkaði af sér blóðið, reif
hann ofan af bólu á kinninni. Drep
Var þeim ásamt heimakindum, alls
19 fjár, slátrað og þær settar í
stóra gröf ásamt nautgripunum,
sem drepist höfðu. Bóndinn keypti
fljótlega kýr í stað þeirra, sem
höfðu drepist, og voru þær bólu-
settar þegar í stað. Þær bólgnuðu
nokkuð eftir bólusetninguna og
voru bólgnar í nokkra daga, en
ekki virtist bólgan há þeim að
neinu ráði.
Bóluefni það, sem notað var á
Þórustöðum, var „Wellcome avir-
ulent antrax spore vaccine (living)“
framleitt af Wellcome Research
Laboratories, Beckenham, Eng-
landi. Köttur var að snuðra í inn-
ýflum úr kú þeirri, sem drapst inni
í fjósinu. Hann var drepinn, sama
máli gegndi um hund, sem ekki var
hægt að hemja heima á bænum.
Héraðsdýralæknir gaf fyrirmæli
um, að fólk, sem sinnti skepnuhirð-
ingu, færi ekki milli bæja, að eða
frá Þórustöðum.
Strax og veikinnar varð vart, var
mjólkurtaka stöðvuð, og stóð svo í
nær heilan mánuð eða þar til
hreinsun og sótthreinsun var að
fullu lokið. Slátrun á svínum var
einnig stöðvuð um skeið, uns geng-
ið hafði verið úr skugga um, að
miltisbrunasýklar fyndust ekki í
svínum þeim, sem drápust, eftir að
miltisbruna varð vart í nautgripum
á Þórustöðum.
Bóndinn, sonur hans og vinnu-
maður fengu allir drepbólur á
handleggi eða hendur, enda höfðu
þeir allir unnið við að gera til
sjúka gripi og gengið fram í
hreinsun á fjósi og gripum og sótt-
hreinsun að því loknu. Allir munu
þeir hafa fengið fúkalyfjameðferð,
og einn þeirra fór skamma hríð á
spítala, en allir náðu þeir sér að
fullu.
Búið á Þórustöðum var á þess-
um tíma stórt, 50–60 nautgripir og
70–80 svín. Hreinsun og síðan sótt-
hreinsun tók því alllangan tíma,
ekki síst vegna þess, að erfitt
reyndist að fá hjálp til verksins
vegna ótta fólks við veikina.
Eftir á að hyggja telur héraðs-
dýralæknir ekki ólíklegt, að tvær
kýr, sem hann hafði til meðferðar
á Þórustöðum þann 19. og 27.
ágúst 1965, hefðu tekið smit, þó
ekki yrðu þær alvarlega veikar.
Allir gripir, sem drápust eða voru
felldir aðframkomnir, voru látnir í
eina stóra gröf, utan kýrin, sem
fyrst drapst, hún var dysjuð spöl-
korn þar frá.
Tveimur dögum áður en fyrsta
kýrin drapst, var farið að beita
kúnum á fóðurkál, en í nokkra
daga áður hafði fóðurkál verið
slegið í kýrnar af þeirri spildu. Var
hér að hluta til um að ræða gamalt
mógrafastykki, þar sem venja mun
hafa verið að losa sig við hræ með
því að kasta þeim í mógrafirnar.
Gamlar beinaleifar fundust víða
um þessa spildu, og virtust þær
hafa komið upp á yfirborðið við
plægingu eða skurðgröft. Héraðs-
dýralækni virtist sem kalk hefði
verið látið með sumum þeirra. Get-
um var að því leitt, að þarna hefðu
verið dysjuð hræ af miltisbruna-
gripum endur fyrir löngu, sem nú
hefðu borist upp á yfirborðið við
jarðrask í sambandi við ræktun, en
þessi spilda er nú löngu gróið tún.
Það orð lá á, að miltisbruni hefði
fyrir löngu komið upp á Þórustöð-
um, en ekki hefur tekist að finna
heimildir um það. Að vísu er getið
um miltisbruna í Ölfusi árið 1896
eða 1897, en ákveðinn bær var ekki
tilgreindur. Þorvaldur Thoroddsen
getur um miltisbruna í Arnarbæli í
Ölfusi árið 1890. Þar drápust 10
nautgripir.
Oft er um það spurt, hversu
lengi sporar miltisbrunasýkla geti
lifað í jarðvegi hér á landi. Um það
verður ekkert sagt með vissu, en
dæmi þau, sem hér er drepið á,
benda til þess, að miltisbrunaspor-
ar geti lifað nokkra áratugi við að-
stæður hér á landi.
Á Nýja-Sjálandi, þar sem veðr-
átta er að vísu ólík því sem hér
gerist, telja menn sig hafa vissu
fyrir því, að miltisbrunasporar hafi
lifað 53 ár í jörðu.
Rétt er að geta þess, að í suð-
lægum löndum, þar sem hiti er
mikill, hefur verið sýnt fram á, að
miltisbrunasýklar geta fjölgað sér
utan skepnunnar, ef skilyrði eru
hagstæð. Þessu er þó vart til að
dreifa hér á landi vegna ónógs
hita. Eins og áður er bent á, eru
allmörg dæmi um það erlendis, að
miltisbruni hafi borist í skepnur
með kjarnfóðri (olíukökum og kjöt-
og beinamjöli). Því er fyllsta
ástæða til að girða fyrir innflutn-
ing á slíku fóðri.
Minni ógn en áður
Þó að nú séu þrír áratugir liðnir,
síðan miltisbruna varð síðast vart
hér á landi, er ekki útilokað, að
þessi veiki geti enn skotið upp
kollinum, ekki síst vegna þess, að
erfitt mun vera að forðast þá staði,
þar sem skepnur, sem fórust úr
miltisbruna, voru dysjaðar á sínum
tíma, því þeir munu nú flestir
horfnir úr minni manna.
Þau ráð, sem nú eru tiltæk til
varnar og lækningar miltisbruna,
hafa leitt til þess, að mönnum
stendur nú minni ógn af þessum
sjúkdómi heldur en áður var.
Fúkalyf, einkum penicillin, hafa
reynst vel til lækninga, ef þeim er
beitt í tíma og sjúkdómurinn fer
ekki alltof geyst. Þróað hefur verið
lifandi bóluefni til varnar gegn
miltisbruna í skepnum, og hefur
það yfirleitt gefið góða raun er-
lendis í héruðum, þar sem sjúk-
dómurinn er landlægur, og er þar
mikið notað.
Magnús Einarsson (1870–1927),
dýralæknir í Reykjavík, fór þess á leit
við Alþingi að bannaður yrði innflutn-
ingur á hertum, ósútuðum skinnum.
Þeir Þorvarður Kjerúlf (1848–1893), héraðslæknir og alþingismaður Norðmýl-
inga, og Þorlákur Guðmundsson (1834–1906), bóndi í Fífuhvammi og alþing-
ismaður Árnesinga, fluttu árið 1891 frumvarp á Alþingi til að sporna við hættu
af hertum, innfluttum húðum og skinnum.
Jón Hjaltalín (1807–1882) landlæknir
greinir frá því að sumarið 1871 hafi
hross eitt drepist snögglega á Gríms-
tunguheiði.
Snorri Jónsson (1844–1879), dýra-
læknir Suðuramts, lýsir miltisbruna í
ritgerðum sínum, tilfellum sem hann
rannsakaði og hafði fengið lýsingu á.
„Hinar erlendu húðir þurfti að leggja í
bleyti, svo að hægt væri að vinna úr
þeim. Ef skepnurnar komust í vatnið,
þar sem húðirnar voru bleyttar upp,
var voðinn vís, væru húðirnar meng-
aðar miltisbrunasýklum.“