Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 23
is færðist sífellt nær. Hugmyndir hans að framtíðinni voru ekki lengur rómantísk framtíðarmúsík heldur raunsæ mynd af vestrænum heimi. Allt í einu hafði það gerst að mikil þörf vaknaði fyrir skapandi störf, eins og Morris spáði fyrir um. Í dag byggj- um við ekki aðeins á framleiðni heldur hugviti. Tæknin er orðin að örtækni og að vissu leyti óefniskennd. Samfélagið er ekki ósvipað því sem Morris lýsti. Fólk er þó ekki að raka hey eða sinna öðru handverki í eins ríkum mæli og hann taldi en það er samt sem áður að skapa eins og hug- myndir hans gengu út á. Það sem hef- ur breyst er að nú vinnur maðurinn ekki lengur á forsendum tækninnar eins og á tímum hugmynda Bellamys, heldur skapar hann tækni sem er á forsendum mannsins. Tæknin er orð- in notendavænni en áður, hún er lög- uð að heimi mannsins,“ segir Örn. Byggingar og skipulag stórborga hefur jafnframt breyst í takti við þessar breytingar. „Ýmis hverfi í heimaborgum Bellamys og Morris, Boston og London, eru að nálgast sýn þess síðarnefnda æ meir, og blokka- hverfin, steinsteypugettóin í fyrrver- andi sósíalísku löndunum, sýna okkur hversu skammsýn mynd Bellamys var,“ segir Örn. Hann segir að þótt hinn vestræni heimur hafi breyst að þessu leyti sé heimur byggður á hugmyndum Bell- amys ekki horfinn: „Það sem hefur gerst er að fjölda- framleiðslan og verksmiðjustörfin hafa færst í aðra heimshluta. Asíu- löndin sjá okkur nú fyrir fjöldafram- leiddum vörum og það er því spurning hvort við höfum flutt skipulag Bell- amys þangað.“ Sveit í borg og lífsgæði nútímans Það er merkilegt að sjá hve margt af hugmyndum manna sem voru uppi í lok nítjándu aldar hefur ræst. Þó er að sjálfsögðu margt sem þeir sáu ekki fyrir eins og komið hefur fram. Ef lit- ið er á Ísland sérstaklega hefur sumt af því sem Morris benti á átt sér stað. „Morris taldi að maðurinn árið 2000 myndi búa í nokkurs konar sveit í borg, eins og ég kom inn á áðan. Ef við lítum á Suðurlandið þá má sjá að þar búa milli 17 og 18 þúsund manns allt árið, en þar býr annar eins fjöldi aðeins hluta úr árinu, sumarhúsa- byggðin er orðin svo fjölmenn. Það er dæmi um fólk sem hefur sameinað gæði nútímans og frelsi sveitarinnar. Við Íslendingar höfum jafnframt verið frekar heppnir. Við fórum til dæmis ekki í gegnum mannlægingar- hluta verksmiðjuvæðingarinnar sem gekk yfir önnur vestræn lönd. Vöruna sem við reiðum okkur á, fiskinn, þarf ekki að vinna á færibandi í jafnmiklu magni og ýmsa aðra vöru sem framleidd var annars staðar í heim- inum. En það segir kannski sína sögu um sannleiksgildi hugmynda Morris að við Íslendingar höfum lítinn áhuga á að vinna í vinnslusölum fiskiðnaðar- ins og neyðumst til að reiða okkur á erlent vinnuafl þegar kemur að því. Við viljum miklu frekar skapa en leggja áherslu á fjöldaframleiðslu og þá hugmynd að allir vinni eitthvað í fjöldaframleiddum heimi. Og ef við vinnum ekki skapandi vinnu þá brýst sköpunarþörfin út á annan hátt, til dæmis í matargerð, jeppadellu og fé- lags- eða stjórnmálastarfi af ýmsum toga. Annað sem einkennir samfélagið í dag og stenst hugmyndir Morris er hugmyndin um lífsgæði. Að geta farið út í búð og valið úr fimmtán tegund- um af kaffi eða ostum, vafrað á Net- inu og notið lífsins á annan hátt sam- svarar hugmyndum Morris. Mér sýnist við vera að fara inn í samfélag sem byggist í auknum mæli á lífsgæð- um. Samfélag þar sem við erum rík af þörfum en ekki aðeins rík af hlutum,“ segir Örn. „Bellamy var upptekinn af hlutum sem voru í hans samtíma stórmál og hann hafði hugann allan við að leysa þau. Þessir hlutir, rennandi vatn, heit og hreinleg hús eru núna orðnir það sjálfagðir að við tökum varla eftir þeim. Nýja tæknin, eins og tölvu-, efnis- og líftækni er hins vegar farin að þjóna okkur mönnunum mun betur en þá tvo óraði fyrir. Þess vegna verð- ur framtíðarsýn Morris meira í takt við veruleika síðstu aldamóta heldur en steinsteypu- og stórborgardraum- ur Bellamys. Við erum þó fjarri því búin að leysa öll vandamálin sem þeir höfðu áhyggjur af fyrir hundrað ár- um. Þau hafa að minnsta kosti tekið á sig aðra mynd og það er trúlegt að við getum tekist á við þau af þekkingu. Þekking er mun stórbrotnara afl en nokkurn óraði fyrir,“ segir Örn að lokum. Morgunblaðið/Ásdís Eitt af einkennum samfélags okkar í dag eru lífsgæði. „Að geta farið út í búð og valið úr fimmtán tegundum af kaffi eða ostum, vafrað á Netinu og notið lífsins á annan hátt,“ segir Örn. Þetta benti Morris m.a. á fyrir rúmum 100 árum. Iðnvæðingin var bjargvættur mann- kyns, að mati Bellamys. Hann hafði ofurtrú á tækni og fjöldaframleiðslu- menningu sem síðan varð raunin á sjötta áratugnum. Áhersla var lögð á framleiðni, afköst og einsleitni. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 23 www.yogastudio.is Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560 og 864 1445 Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarnaolíur o.fl. Anna Yoga – breyttur lífsstíll með Önnu Hermannsdóttur hefst 23. október – Þri. og fim. kl. 19.00 4ra vikna grunnnámskeið fyrir fólk á öllum aldri sem vill læra eitthvað nýtt. Anna mun leggja áherslu á jógastöður (asana) og öndunaræfingar sem hjálpa að losa um spennu auk slökunar. Reynsla af jóga ekki nauðsynleg. Sjá stundaskrá opinna jógatíma á www.yogastudio.is HAGSMUNAFÉLAG UM EFLINGU VERK- OG TÆKNIMENNTUNAR Á HÁSKÓLASTIGI Á ÍSLANDI Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi á Íslandi boðar til opins félagsfundar miðvikudaginn 24. október um: Tilgangur reiknilíkans Áhrif reiknilíkans á tækninám Áhrif reiknilíkans á tækninám Reiknilíkan og breytt rekstrarform tækniháskóla Fyrirspurnir og umræður....... Bergþór Þormóðsson, formaður Hagsmunafélagsins stýrir fundi ........................................ Gísli Þór Magnússon, menntamálaráðuneyti ............ Guðbrandur Steinþórsson, rektor Tækniskóla Íslands ....... Sigurður Brynjólfsson, deildarforseti verkfræðideildar HÍ ................................... Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins Dagskrá: Versalir - veislusalur, Hallveigarstíg 1, miðvikudaginn 24. október, kl. 8:30 til 10:00. Staður og tími: ÁHRIF REIKNILÍKANS Á VERK- OG TÆKNIMENNTUN Á HÁSKÓLASTIGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.