Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ L ENGI vel hefur haustið verið sá tími þegar sagt er að menningarlífið taki við sér og fari í gang eftir sumarhvíld. Tónleikahald á Íslandi hefur hins vegar verið að taka örum breytingum síðustu misserin, og varla er hægt að tala leng- ur um sumarlægðir. Tónlistarhátíðir og tón- leikaraðir hafa sprottið upp víða um land, og svo virðist vera að hópur fólks sé farinn að taka mið af tónleikahaldi þegar sumarferðir eru skipulagðar. En nú í haustbyrjum er engu að síður tími til að staldra við og líta yfir landslag tónlistarinnar, skoða hvert fortíðin hefur borið okkur í tónleikahaldi, og líta á þróun síðustu ára. Eitt afl í umsýslu tónleika stendur uppúr þegar horft er til liðins tíma, Tónlistarfélagið í Reykjavík. Á vegum þess voru haldnir tón- leikar þar sem fram- úrskarandi einleikarar og söngvarar komu fram. Þetta voru jafnan bestu tónlistarmenn Íslendinga, en einnig margir af bestu tónlistarmönnum heims. Með þessu tónleika- haldi hófust fyrst kynni Íslendinga af því besta sem gert var í tónlist í löndum sem stóðu okkur þá miklu framar í tónlistarmenn- ingu. Tónleikar Tónlistarfélagsins voru oftast recital tónleikar, þar sem einsöngvari eða ein- leikari var í sviðsljósi, þótt oftast væri með- leikari með í för. Eftir að Tónlistarfélagið hætti tónleikahaldi hefur þessi tegund tón- leika verið vanrækt hér á landi, að und- anskildum söngtónleikum. Sárasti missirinn að tónleikum Tónlistarfélagsins er að hafa glatað vísum kynnum af því sem hæst bar er- lendis. Standardinn á tónleikum Tónlistar- félagsins var mjög hár og mikill metnaður lagður í að fá hingað úrvals tónlistarfólk. Þann eldmóð sem Tónlistarfélagið í Reykja- vík hafði, er komin brýn þörf á að endurvekja. Kammermúsíkklúbburinn hefur um ára- tugaskeið boðið upp á kammertónlist – fyrr á árum oft með leik erlendra kammerhópa, en nú í seinni tíð nær eingöngu með íslensku tónlistarfólki. Saga Kammermúsíkklúbbsins er löng og merkileg. Það hefur ekki alltaf blásið byrlega og um tíma, fyrir tæpum ára- tug eða svo, var aðsókn á tónleika klúbbsins farin að dala. Með því að nú eru það nær ein- göngu íslenskir tónlistarhópar sem koma fram á tónleikum klúbbsins, hefur aðsókn aukist til muna og fullt hús er á flesta tón- leika klúbbsins. Tónleikar þar hafa síðustu ár- in jafnan verið mjög góðir og hlotið góða dóma. Hins vegar hefur þessi þróun enn dregið úr komum erlendra tónlistarmanna hingað. Mesta breytingin sem orðið hefur álandslagi tónleikahalds á síðustuárum er mikill fjöldi skipulagðratónleikaraða, þar sem fagmenn á sviði tónlistar raða saman prógrammi fyrir lengri eða skemmri tíma. Þar hafa komið til hvort tveggja sumartónleikaraðir og tónleika- raðir í þeim tónlistarhúsum sem risið hafa á allra síðustu árum. Sumartónleikar í Skálholti voru fyrirmynd um skipulagða tónleikaröð. Strax í upphafi varð þar til sá rammi sem enn lifir – í Skál- holti heyrum við gamla tónlist og svo glæ- nýja. Allt annað er látið öðrum eftir. Skál- holtstónleikarnir hafa verið miðaðir við tónskáld og verk þeirra, tónskáld eru valin á hátíðina, en flytjendur eru oftast sami kjarn- inn, Hljómeyki og það tónlistarfólk sem skip- ar Bachsveitina í Skálholti. Erlendir tónlist- armenn hafa verið aufúsugestir í Skálholti og stendur fiðluleikarinn Jaap Schröder þar fremstur á síðustu árum. Sumartónleikar í Skálholti hafa öðlast fastan sess í tónleika- haldi og eru viðurkenndir sem sérstaklega áhugaverður tónlistarviðburður í júlí og ágúst ár hvert. Í kjölfar Skálholts hafa fleiri sum- artónleikaraðir litið dagsins ljós. Sum- artónleikar á Kirkjubæjarklaustri, í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar, í Hveragerði, í Reykholti, í Hallgrímskirkju, í Stykkishólmi, í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði, í Mývatnssveit og Akureyri og jafnvel enn víðar. Það má skipta þessum tónleikaröðum í þrennt. Í fyrsta lagi eru það þær sem bjóða upp á staka tónleika í tónleikaröð sem er að öðru leyti óskilgreind. Algengt er orðið að sami hópur tónlistarmanna sé með sömu dagskrá á nokkrum þessara staða. Í Hallgrímskirkju er dæmi um annars konar röð, þar sem ein- göngu er um orgeltónleika að ræða eða með nokkrum undantekningum orgel og fleiri tón- listarmenn. Þar hefur röðin þó oft verið skil- greind nánar, eins og í sumar, þegar lögð var áhersla á að kynna unga orgelsnillinga. Þessi rammi virðist hafa gefist vel, og tónleikar þar í sumar voru venju fremur vel sóttir og í nokkur skipti fullt út úr dyrum. Þriðja gerð tónleikaraða sker sig úr sérstaklega fyrir það, að þar eru það listrænir stjórnendur sem skipuleggja bæði umgjörð, verkefnaval og flytjendaval tónleikanna. Þessar tónleikaraðir hafa líka skorið sig úr að því leyti að þær hafa notið mjög mikilla vinsælda og afburða góðra dóma bæði tónleikagesta og gagnrýnenda. Þarna hafa hátíðirnar á Kirkjubæjarklaustri og í Reykholti staðið uppúr. Þar hefur verið lögð mikil vinna í undirbúning og skipulag, og það má ætla að vinsældir þessara hátíða megi einmitt rekja til þeirrar alúðar sem lögð er í finna tónleikunum form og efni sem laðar að. Þannig verður upplifun þess sem hlustar líka meiri og dýpri. Sá hugsunarháttur að tónleika þurfi aðskipuleggja og hanna er tiltöluleganýr af nálinni hér á landi. Mikilvægigóðra kúratora, eða sýningarstjóra er löngu viðurkennt í myndlistinni, en ein- hverra hluta vegna hefur þessi skipulags- og hönnunarhugsun verið lengur að ná eyrum tónlistarmanna. Söngtónleikar Bjarna Thors Kristinssonar í Salnum fyrir skemmstu voru gott dæmi um tónleika þar sem umgjörðin; skipulag efnisskrárinnar – lagavalið og kynn- ingar voru sniðin á þann hátt að upplifunin var margföld á við það sem hefði orðið ef því hefði verið sleppt. Þarna lá hugsun að baki – stefnan var tekin á að sýna söngröddina í ljósi andstæðna í karakter bassahlutverka og verk valin út frá því. Sumartónleikarnir í Skálholti, Hallgrímskirkju, í Reykholti og á Kirkjubæj- arklaustri eru einnig dæmi um að velgengni tónleikaraðanna felast ekki síst í vönduðum og fagmannlegum undirbúningi. Með tilkomu Salarins í Kópavogi og seinna Ýmis, karlakórshússins í Skógarhlíð, hefur tónleikahald tekið miklum stakkaskiptum. Með þessum tónleikasölum, sem teknir voru í notkun í fyrra og hitteðfyrra, urðu straum- hvörf í tónleikahaldi á höfuðborgarsvæðinu. Salurinn hefur sannað gildi sitt, og fáir hefðu trúað því fyrir nokkrum árum að þar yrði hægt að halda úti jafnmiklu og fjölbreyttu tónleikahaldi. Smám saman hefur festa verið að komast á tónleikahald í Salnum og nú eru þar skipulagðar tónleikaraðir, þar sem vand- að er til undirbúnings á allan hátt. Með til- komu Kammerhóps salarins, sem hóf starf- semi sína nú í haust, hefur Salnum lagst til ómetanlegur liðsauki, sem hefur vakið mikla hrifningu á þeim tvennum tónleikum sem hann hefur haldið þar. Þótt mun fleiri tón- leikar séu haldnir í Salnum en tilheyra hinum skipulögðu tónleikaröðum, eru það óneit- anlega þær sem standa uppúr að gæðum. Ýmir hefur nú einnig eignast sinn listræna stjórnanda, píanóleikarann Gerrit Schuil. Tónleikaröð sú sem hann skipuleggur í Ými og hófst í haustbyrjun hefur farið ótrúlega vel af stað, og tónleikar hans með Sólrúnu Braga- dóttur og Elínu Ósk Óskarsdóttur fengu báð- ir firnagóða dóma. Gerrit Schuil var um tíma listrænn stjórnandi tónleikahalds í Garðabæ, og sýndi þar að kunnátta og færni í að skipu- leggja tónleikahald hefur mikið að segja um útkomuna. Schuberthátíð hans í Garðabæ ár- ið 1997 var gott dæmi um þetta og á meðal þess merkasta sem hér hefur verið gert á þessu sviði. Í Garðabæ er enn haldið uppi öfl- ugu tónleikahaldi, þótt svipmót þess sé ekki jafnskýrt og hnitmiðað og það var. Fyrr í haust söng þar þýska söngkonan Christiane Oelze, og voru þeir tónleikar listviðburður á heimsmælikvarða, og góð uppbót á því „út- lendingaleysi“ sem ríkt hefur í íslensku tón- listarlífi á síðustu árum. Sinfóníuhljómsveit Íslands er ein afelstu tónlistarstofnunum landsins.Tónleikahald þar er jafnan skipulagtlangt fram í tímann, en skipulag tón- leikaraða og verkefna hefur ekki verið sér- lega skýrt mótað, þótt raðirnar séu gul, rauð, græn og blá, og eigi að vera hver annarri ólík. Við hljómsveitina starfar verkefnavals- nefnd, sem hefur það verk með höndum að velja verk til flutnings á tónleikum sveit- arinnar, í samráði við hljómsveitarstjóra. Þetta fyrirkomulag virðist ekki hafa gefist vel og á því eru margir gallar. Sinfóníuhljómsveit Íslands er opinber hljómsveit, og ætti því öðr- um fremur að bera skylda til að leika íslenska tónlist. Íslensk tónlist heyrist allt of sjaldan á tónleikum hljómsveitarinnar. Lánleysi í stjórnendamálum hefur háð hljómsveitinni; Petri Sakari og Osmo Vänskä unnu hér afrek, en slæmt var að missa þann síðarnefnda frá sveitinni vegna samstarfsörðugleika. Rico Saccani er einnig farinn, en sennilega má telja á fingrum annarrar handar þau íslensku verk sem hann stjórnaði á ferli sínum hér. Sinfóníuhljómsveitin þarf að taka sig á í skipulagi tónleikahalds. Það er spurning hvort hljómsveitinni farnaðist ekki betur með listrænan stjórnanda innanborðs frekar en verkefnavalsnefnd; sá stjórnandi hefði tví- mælalaust betri yfirsýn yfir tónleika hljóm- sveitarinnar; auðveldara yrði að byggja upp markvissa stefnu í verkefnavali og móta tón- leikaraðir á áhugaverðan hátt. Þetta er brýnt, vegna þess að leikur hljómsveitarinnar og gæði eru komin langt framúr ómarkvissu verkefnavali og skipulagi tónleikaraða. Fjölmargir tónlistarhópar, kórar, hljóm- sveitir, kammersveitir, söngvarar og hljóð- færaleikarar standa sjálfir að sínu tónleika- haldi og skipuleggja það jafnframt á eigin spýtur. Hvað flutning á íslenskri tónlist varð- ar, standa Kammersveit Reykjavíkur, Blás- arakvintett Reykjavíkur, Caput, kórar og ein- söngvarar öðrum framar og leggja metnað sinn í að hafa íslensk verk á efnisskrá sinni. Það er mikil deigla í tónleikahaldi á Ís-landi. Margt hefur breyst, ekki allt tilgóðs, en þó flest. Hér hefur veriðstiklað á ýmsu; þörfinni á að fá hing- að fleiri útlendinga til tónleikahalds – því hvernig gæði tónleika og tónleikaraða hafa verið að breytast til batnaðar með tilkomu listrænna stjórnenda og faglegu skipulagi tónleika og tónleikaraða, og þörfinni á að við fáum oftar að heyra íslenska tónlist á tón- leikum. Það sem órætt er ennþá er það sem var ekki efni þessa pistils en óneitanlega þó það sem mestu skiptir í tónleikahaldi þjóð- arinnar. Þetta er sú staðreynd að aldrei hafa verið til jafnmargir góðir tónlistarmenn hér á landi sem nú, og það hljóta að vera bestu fyr- irheitin um góða tónleikaframtíð. Tónleikar í dúr og moll Morgunblaðið/KristinnLaugardalshöll. Klappað fyrir íslenskum tónlistarmönnum. AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.