Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞETTA byrjaði fyrir tæpum 10 ár-
um. Ég eiginlega áttaði mig ekki á
hvað var í gangi. En seinna þegar
ég var beðinn um að hugsa hvert
upphafið hefði verið fannst mér lík-
legt að það hefði verið þegar ég fór
á svæði Skotfélagsins og skaut
mínu fyrsta byssuskoti eftir að
hafa ákveðið að verða rjúpna-
skytta. Aldrei varð nú samt úr því.
Það var eins og hann hefði læðst
inn í höfuðið á mér, þessi stöðugi
hávaði. Fljótlega fór hann í nokkuð
ákveðið ferli. Eftir 1–3 daga á lágu
þolanlegu róli reis hann síðan stöð-
ugt í 2–4 daga, náði ákveðnu há-
marki og féll svo aftur. Þegar ég
svo fór til heimilislæknisins míns til
að reyna að skýra frá þessum und-
arlegheitum sem voru farin að
valda mér óþægindum og var beð-
inn að lýsa hljóðinu svaraði ég:
„Það er eins og engisprettufarald-
ur sé í höfðinu á mér.“ Mér datt
ekkert betra í hug en að bera þetta
saman við hátíðniengisprettuhljóð-
in sem ég hafði heyrt á heitum
sumarnóttum í suðlægum löndum.
Suð-lægt fékk nú nýja merkingu.
Það var sama hvar ég var staddur,
eyrnasuðið eins og læknarnir
nefndu það var nú orðið órofa part-
ur af tilveru minni.
Lífstíðardómur
Upphófust nú tilraunir til að
finna út hvað hægt væri að gera.
Ég leitaði til háls-, nef- og eyrna-
lækna. Það kom í ljós að ég hafði
orðið fyrir talsverðri heyrnarskerð-
ingu, sem alltaf er fylgifiskur eyr-
nasuðsins. „Þetta er ekki sjúkdóm-
ur heldur einkenni (symptom á
læknamáli),“ sögðu sérfræðingarn-
ir. „Það er talið að þetta eigi upp-
tök sín í innra eyra, sem hefur að
geyma einhverja fíngerðustu sam-
setningu líffæra mannslíkamans.
Enn hefur ekki verið fundin sú
tækni sem réttlætir að við það sé
átt, sérstaklega ef ekki
er vitað að hverju er
verið að leita. Þú verð-
ur einfaldlega að læra
að lifa með þessu. Það
er von til þess að þetta
batni og jafnvel hverfi
með aldrinum.“ Niður-
staða var fengin eða
hvað?
Árin liðu hvert af
öðru. Stundum þegar
ég lá með dúndrandi
hávaðann andvaka og
nam verki sem stund-
um komu eins og í
bylgjum djúpt innan
úr höfðinu sótti að mér
efi um að sú greining
sem ég fékk hefði verið rétt. Eftir
því sem ég kannaði málið betur,
ræddi oftar við lækna og prufaði
lyf eða annað sem þeir mæltu með,
þess nær komst ég þeirri skoðun
að greiningin væri í raun ágiskun.
Örugglega eftir bestu vitund en
byggð á takmarkaðri þekkingu og
úrræðaleysi. Ég fór því að leita
leiða innan þess sem heitir óhefð-
bundnar lækningar, prufaði ýmis-
legt en allt kom fyrir ekki. Fyrir
rúmum þremur árum fannst mér
svo hverfa vonin um að „einkennið“
hyrfi með aldrinum. Þróunin tók þá
beygju til verri vegar. Kúrfa há-
vaðans reis, tíðnin hækkaði og
óþægindin jukust. Eftir því sem
„vondu“ dagarnir urðu fleiri og
„góðu“ dagarnir færri fann ég
hvernig af mér dró og orka mín var
gjörsamlega uppurin eftir nokk-
urra daga hávaðatímabil. Í mínu
lífsstarfi hafði ég borið gæfu til að
sameina það helsta áhugamáli
mínu, tónlistinni. Nú fann ég sífellt
fyrir því hvernig hlustun á tónlist
var meiri erfiðleikum bundin og oft
og tíðum kvöð sem erfitt var að
uppfylla. Þá var hryllileg sú til-
hugsun að sjá fram á að ekkert út-
lit væri fyrir að losna úr þessum
álögum það sem eftir væri lífsins.
Farið til Ísraels
Svo kviknaði ljós í myrkrinu. Ég
las viðtal við íslenskan mann sem
hafði farið til Ísraels
og fengið því sem
næst bót meina sinna,
sem voru af sama
toga og mín. Það varð
úr að ég fór líka til
Jerúsalem í febrúar
sl. Þar er stærsta
sjúkrahús í Mið-Aust-
urlöndum, Hadassha
Medical Orginisation
(www.hadas-
sah.org.il). Auk þess
að vera sjúkrahús er
þetta vísindastofnun
og læknaháskóli. For-
stöðumaður háls-,
nef- og eyrnadeildar
heitir Zecharya
Shemesh. Hann hefur sérhæft sig
og náð árangri í því að lækna fólk
sem er illa farið af þessum ein-
kennum. Langvarandi verða þau að
sjúkdómi sem kallaður er tinnitus
(sé þessu orði slegið inn í netleit-
arvélar opnast aðgangur að tug-
þúsundum heimasíðna). Dr. Shem-
esh hefur safnað að sér gríðarlega
mikilli þekkingu á þessu sviði.
Tinnitus ásækir fólk á mörgum
stigum, allt frá tímabundnu eyrna-
suði upp í vægan og óvægan són
sem á lengri tíma getur haft slæm-
ar afleiðingar líkamlega og and-
lega. Talið er að allt að 5–7% fólks
komist í snertingu við eitthvert stig
tinnitus. Flestir vægt og tímabund-
ið en sumir illvígt og langvarandi.
Á síðustu tveim áratugum hefur
meðferð hjá lækni þessum leitt til
bóta fyrir mikinn fjölda manns.
Þótt ekki sé vitað hver orsök
tinnitus er þá er það vitað að hún
getur verið víðar en í innra eyra,
t.d. heyrnartauginni og heilastöð-
inni sem henni tengist. Orsakirnar
geta jafnvel verið fleiri en ein hjá
sama sjúklingnum. Á meðan sú trú
var fyrir hendi að staðsetning væri
eingöngu í innra eyra tóku læknar
stundum til þess ráðs að skera á
heyrnartaugar langt leiddra sjúk-
linga. Slíkt leiddi til algjörs heyrn-
artaps á viðkomandi eyra. Því mið-
ur fyrir mjög marga sjúklingana
voru mjög margar slíkar aðgerðir
REGLURNAR GILDA
Steinar Berg
Ísleifsson
ENSKA ER OKKAR MÁL
Innritun
í fullum
gangi
Ensku talnámskeið
Einnig önnur
fjölbreytt enskunámskeið
Susan Taverner
Hringdu í síma
588 0303
FAXAFENI 8
www.enskuskolinn.is
enskuskolinn@isholf.is
Julie Ingham Sandra Eaton Edward Rickson Susannah Hand Joon Fong
Enskuskólinn nú einnig á Selfossi