Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 21 KIRKJUKÓR Ólafsvíkur stóð ný- lega fyrir miklum kleinubakstri þar sem alls voru bökuð um 200 kíló af kleinum. Forsvarsmenn fyrirtækja í bænum jafnt sem ein- staklingar voru fljótir að renna á lyktina og gripu með sér einn eða fleiri poka af glóðvolgum klein- um. Má því búast við að kleinur verði víða á boðstólum næstu vik- urnar, bæði í heimahúsum og á kaffistofum út um bæinn. Allir kórfélagar tóku þátt í bakstrinum sem stóð frá morgni til kvölds og eins og nærri má geta var mikið sungið yfir steik- arpottunum. Kleinubaksturinn er liður í fjáröflun kirkjukórsins sem stefnir á tónleikaferð til Færeyja næsta vor. Tæplega 200 kíló af klein- um hjá kirkjukórnum Morgunblaðið/Elín Vala Afköstin voru mikil í kleinubakstri kirkjukórs Ólafsvíkur um síðustu helgi. Ólafsvík FIMM menn sem fóru í eftirleit á Hrunamannaafrétt um síðustu helgi fundu á með lambi í Kisu- gljúfri sem er í suðaustanverðum Kerlingarfjöllum. Ærin varðist vel á syllu í gljúfrinu er hún varð vör mannaferða. Varð að klifra upp kaðal til að koma henni niður á jafnsléttu þar sem þessi öræfagála náðist með hundi. Betur gekk að ná lambinu enda ekki alveg hjá móður sinni. Þessi fríska kind reyndist vera frá Sigtryggi Vagnssyni bónda á Hriflu í S.-Þingeyjarsýlu. Var henni ekið á afrétt, þá tvílembdri, upp með vestanverðu Skjálfandafljóti fyrripart sumars. Það eru því ófá sporin sem hún hefur gengið en erf- iðust hefur henni þó sennilega reynst Þjórsá. Ekki átti hún aft- urkvæmt heim vegna sauð- fjárveikivarnanna. Minnist fréttaritari þess ekki að fé úr Þingeyjarsýslu hafi fundist fyrr á Hrunamannaafrétti. Hins- vegar er fjárstofn okkar ættaður þaðan þar sem lömb voru keypt úr Mývatnssveit í fjárskiptunum 1952. Alls fundust fimm kindur í þess- ari eftirleit en sextán helgina áður þegar farið var í afréttinn. Vitað er að lömb sem sáust fyrir nokkru úr bíl eru eftir innfrá, sennilega sunn- an í Kerlingarfjöllum. Það er venja hér í sveit að leita af sér allan grun um fé og verður svo gert nú. Töluverð umferð er um hálendið, einkum af rjúpnaskyttum, í þeirri góðu veðráttu sem verið hefur að undanförnu enda færð sem á sum- ardegi. Er ætlast til að menn láti vita af sauðfé sem þeir verða varir við á hálendinu. Það verður aldrei of vel smalað. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Eiríkur Kristófersson á Grafar- bakka og Stefán Jónsson í Hrepphólum með Móru hina þingeysku og lamb hennar sem þeir gómuðu í Kisugljúfri. Kindur að norðan í Kerlingar- fjöllum Hrunamannahreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.