Morgunblaðið - 27.10.2001, Page 21

Morgunblaðið - 27.10.2001, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 21 KIRKJUKÓR Ólafsvíkur stóð ný- lega fyrir miklum kleinubakstri þar sem alls voru bökuð um 200 kíló af kleinum. Forsvarsmenn fyrirtækja í bænum jafnt sem ein- staklingar voru fljótir að renna á lyktina og gripu með sér einn eða fleiri poka af glóðvolgum klein- um. Má því búast við að kleinur verði víða á boðstólum næstu vik- urnar, bæði í heimahúsum og á kaffistofum út um bæinn. Allir kórfélagar tóku þátt í bakstrinum sem stóð frá morgni til kvölds og eins og nærri má geta var mikið sungið yfir steik- arpottunum. Kleinubaksturinn er liður í fjáröflun kirkjukórsins sem stefnir á tónleikaferð til Færeyja næsta vor. Tæplega 200 kíló af klein- um hjá kirkjukórnum Morgunblaðið/Elín Vala Afköstin voru mikil í kleinubakstri kirkjukórs Ólafsvíkur um síðustu helgi. Ólafsvík FIMM menn sem fóru í eftirleit á Hrunamannaafrétt um síðustu helgi fundu á með lambi í Kisu- gljúfri sem er í suðaustanverðum Kerlingarfjöllum. Ærin varðist vel á syllu í gljúfrinu er hún varð vör mannaferða. Varð að klifra upp kaðal til að koma henni niður á jafnsléttu þar sem þessi öræfagála náðist með hundi. Betur gekk að ná lambinu enda ekki alveg hjá móður sinni. Þessi fríska kind reyndist vera frá Sigtryggi Vagnssyni bónda á Hriflu í S.-Þingeyjarsýlu. Var henni ekið á afrétt, þá tvílembdri, upp með vestanverðu Skjálfandafljóti fyrripart sumars. Það eru því ófá sporin sem hún hefur gengið en erf- iðust hefur henni þó sennilega reynst Þjórsá. Ekki átti hún aft- urkvæmt heim vegna sauð- fjárveikivarnanna. Minnist fréttaritari þess ekki að fé úr Þingeyjarsýslu hafi fundist fyrr á Hrunamannaafrétti. Hins- vegar er fjárstofn okkar ættaður þaðan þar sem lömb voru keypt úr Mývatnssveit í fjárskiptunum 1952. Alls fundust fimm kindur í þess- ari eftirleit en sextán helgina áður þegar farið var í afréttinn. Vitað er að lömb sem sáust fyrir nokkru úr bíl eru eftir innfrá, sennilega sunn- an í Kerlingarfjöllum. Það er venja hér í sveit að leita af sér allan grun um fé og verður svo gert nú. Töluverð umferð er um hálendið, einkum af rjúpnaskyttum, í þeirri góðu veðráttu sem verið hefur að undanförnu enda færð sem á sum- ardegi. Er ætlast til að menn láti vita af sauðfé sem þeir verða varir við á hálendinu. Það verður aldrei of vel smalað. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Eiríkur Kristófersson á Grafar- bakka og Stefán Jónsson í Hrepphólum með Móru hina þingeysku og lamb hennar sem þeir gómuðu í Kisugljúfri. Kindur að norðan í Kerlingar- fjöllum Hrunamannahreppur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.