Morgunblaðið - 27.10.2001, Side 24
ERLENT
24 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ENN loga eldar í rústum World
Trade Center-skýjakljúfanna í New
York en vel gengur að hreinsa til
þótt enn séu á staðnum hundruð þús-
unda tonna af braki. Enn hafa á hinn
bóginn ekki fundist líkamsleifar
nema 478 fórnarlamba árásarinnar
11. september. Er búið að bera
kennsl á 425 líkanna, oft með því að
bera saman erfðaefnissýni.
Vitað hefur verið frá upphafi að
erfitt myndi reynast að ganga úr
skugga um tölu látinna og mjög mis-
vísandi tölur eru birtar. Borgaryfir-
völd segja að saknað sé alls 4.817
manns og telja þá tölu mjög trausta
en viðurkenna að hún geti enn
breyst. Dagblaðið The New York
Times sagði á hinn bóginn í gær að
alls væru 2.950 taldir látnir eða
þeirra saknað. Að sögn blaðsins hafa
fréttastofa AP og dagblaðið USA
Today gefið upp tölur frá 2.600 til
2.950. Bandaríski Rauði krossinn
sem veitir aðstandendum fjárhags-
lega aðstoð segist reikna með að
heyra frá flestum fjölskyldum sem
eigi um sárt að binda. Segir stofn-
unin að hún hafi fjallað um mál 2.563
fórnarlamba.
Fullyrt er í grein blaðamanns The
New York Times að tölur um mörg
þúsund munaðarleysingja eftir
hryðjuverkin í september fái ekki
staðist. Fjöldi fólks víða um landið
hafi boðist til að taka að sér mun-
aðarlaus börn og jafnvel ættleiða
þau en ekki hafi enn verið hægt að
hafa uppi á neinu dæmi um slíkt
barn.
Birtir hafa verið leiðarar í helstu
blöðum, þar á meðal The New York
Times, þar sem nefndar hafa verið
tölur um allt að 15.000 munaðarlaus
börn. Embættismenn segja að töl-
urnar séu úr lausu lofti gripnar en
aðrir segja að ef orðið sé skilgreint
með þeim hætti að átt sé við barn
sem hafi misst annað foreldri sitt sé
ekki fjarri lagi að tala um hundruð
munaðarlausra barna. Einnig er
bent á að í fyrstu hafi verið talið að
fórnarlömb árásarinnar hafi verið
um 7.000.
Tölur eru misvísandi um
fjölda látinna í New York
AP
Beitt er stórum vinnuvélum við að ryðja burt braki í rústum World Trade Center. En jafnframt er reynt að fara
nógu varlega til að hægt sé að finna líkamsleifar þeirra sem fórust í árásunum 11. september.
Tölur um
munaðarlaus
börn ýktar
New York. AFP.
BORGIN Mazar-e Sharif í norður-
hluta Afganistans er ekki aðeins
hernaðarlega mikilvæg fyrir and-
stæðinga talibana heldur einnig mik-
ilvæg aðkomuleið fyrir hjálpargögn
handa milljónum Afgana sem sjá
fram á hungursneyð í vetur.
Norðurbandalagið, laustengt
bandalag afganskra andstæðinga
talibana, hefur reynt að ná Mazar-e
Sharif á sitt vald á síðustu vikum og
bandarískar herþotur hófu um síð-
ustu helgi árásir á varnarstöðvar tal-
ibana við borgina til að auðvelda
Norðurbandalaginu að hefja stór-
sókn. Talibanar sögðu í gær að
Norðurbandalagið hefði gert nokkr-
ar árásir í dal sunnan við Mazar-e
Sharif en að þeim hefði verið hrund-
ið.
Takist Norðurbandalaginu að
hrekja talibana frá Mazar-e Sharif
er líklegt að það nái mestum hluta
Norður-Afganistans á sitt vald.
Starfsmenn hjálparstofnana vona að
það verði til þess að stjórn grannrík-
isins Úsbekistans fallist á að opna
mikilvægan veg frá bænum Termez í
suðurhluta landsins til að flytja það-
an hjálpargögn til Afganistans.
Embættismaður Matvælahjálpar
Sameinuðu þjóðanna (WFP) sagði að
hægt yrði að senda þúsundir tonna
af matvælum á dag frá Termez yrði
vegurinn opnaður.
Stjórn Úsbekistans hefur neitað
að opna veginn nema Norðurbanda-
lagið nái mestum hluta Norður-Afg-
anistans á sitt vald. Veginum var lok-
að árið 1997 þegar talibanar lögðu
landamærasvæðið undir sig, en hann
var helsta aðkomuleiðin fyrir sov-
éskar hersveitir á árunum 1979–89
þegar Sovétmenn hernámu Afgan-
istan. Úsbekar vilja ekki opna veg-
inn nema talibanar verði hraktir af
svæðinu og geti ekki notað hann sem
flóttaleið.
Mikilvæg að-
komuleið fyrir
hjálpargögn
(
Tashkent. AP.
Borgin Mazar-e Sharif í Afganistan
TALSMAÐUR Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) í Bosníu skýrði frá
því í á fimmtudag að félagar í al-
Qaeda-hryðjuverkasamtökunum
hefðu verið handteknir í landinu.
Lögreglan í Bosníu handtók fyrir
skemmstu sex menn vegna gruns um
að þeir tengdust alþjóðlegri hryðju-
verkastarfsemi. Naut lögreglan að-
stoðar NATO við handtökurnar.
Talsmaður bandalagsins, Daryl
Morell höfuðsmaður, sagði að komið
hefði í ljós að nokkrir sexmenning-
anna væru félagar í al-Qaeda-
hryðjuverkasamtökunum sem
Osama bin Laden starfrækir í fjöl-
mörgum ríkjum víða um heim. Mor-
eel bætti við að ekki væri unnt að
fullyrða að tekist hefði að uppræta
starfsemi al-Qaeda í Bosníu en hún
hefði að minnsta kosti verið trufluð.
Lögreglan í Bosníu hefur hand-
tekið fjölda manna frá því að fjölda-
morðin voru framin í Bandaríkjun-
um 11. fyrra mánaðar. Flestum
hefur verið sleppt en mennirnir sex
sem nú eru í haldi eru allir frá Alsír.
Einn þeirra er grunaður um að hafa
hringt í náinn aðstoðarmann bin
Ladens og á heimili hans fundust
óútfyllt vegabréf frá fjölmörgum
ríkjum.
Al-Qaeda-
liðar hand-
teknir
í Bosníu
Sarajevo. AP.
ENN berast fregnir af nýjum tilfellum milt-
isbrands í Bandaríkjunum, meðal annars í skrif-
stofum leyniþjónustunnar, CIA, og póststofu ut-
anríkisráðuneytisins í Washington. Að sögn The
Washington Post eru embættismenn og vís-
indamenn enn ráðvilltir og hafa ekki getað út-
skýrt hvernig sýkillinn breiðist út. Verið er að
kanna hvort hann geti hafa borist úr sendibréf-
um á önnur bréf í flokkunarvélum sem oft með-
höndla bréfin ómjúklega. Svo virðist sem þannig
geti nægilega mörg gró komist út um örlítil göt
á lokuðum umslögum, mengað önnur bréf og
sýkt nærstatt fólk. Bréfin geti ekki aðeins valdið
miltisbrandi í húð heldur einnig í lungum en þá
er sjúkdómurinn banvænn sé brugðist of seint
við. Áður höfðu tilraunir á öpum gefið til kynna
að sýking yrði ekki nema nokkur þúsund gró að
minnsta kosti bærust í lungun.
Kannað er hvort bréf með miltisbrandi, sem
sent var Tom Daschle, talsmanni meirihlutans í
öldungadeild þingsins, hafi þannig mengað önn-
ur bréf. Deborah Willhite, aðstoðarforstjóri
bandaríska póstfyrirtækisins, var spurð hvort
líklegt væri að hryðjuverkamenn hefðu sent
fleiri en eitt bréf. „Ég hef ekki hugmynd um
það,“ svaraði hún. Það sem veldur mestum
vanda í sambandi við tilfellið í utanríkisráðu-
neytinu er að umræddur starfsmaður hafði aldr-
ei komið í Brentwood Road-póststofuna sem vit-
að var að hafði mengast af sýklum. Tommy
Thompson heilbrigðismálaráðherra sagði að
þetta sýndi vel hve hættulegt afbrigði sýkilsins
væri á ferðinni, „hve hreint það er og hve auð-
velt er að dreifa því“.
Mörg bréf en magnið örlítið?
Ein skýringin sem varpað hefur verið fram á
útbreiðslunni er að send hafi verið fjölmörg bréf
með örlitlu magni af miltisbrandsgróum, ef til
vill af gerð sem getur verið banvæn fólki. Bréfin
valdi þá sjúkdómnum án þess að grunsemdir
vakni þegar það er opnað og erfiðara að rekja
upprunann, andstætt því sem gerist þegar magn-
ið er mikið.
Pósthús sem þjónar heilu hverfi getur þá verið
mengað. Sé svo gæti þurft að líta svo á að allir
íbúarnir séu í sýkingarhættu og þurfi því að
meðhöndla þá með kröftugum lyfjum. Hægt er
að ganga enn lengra og velta fyrir sér hvort all-
ar bandarískar póstsendingar yrðu einhvern
tíma taldar lífshættulegar.
„Ég hef ekki hugmynd um það“
Útbreiðsla miltis-
brands í Bandaríkj-
unum enn ráðgáta
SVEIN Ludvigsen, sjávarút-
vegsmálaráðherra Noregs, hef-
ur tilkynnt að hann muni segja
sig úr frímúrarareglunni, að því
er Aftenposten greinir frá.
Kveðst ráðherrann hafa ákveð-
ið þetta vegna þeirrar miklu at-
hygli sem aðild sín að reglunni
hafi vakið.
Ludvigsen hafði verið gagn-
rýndur harðlega fyrir að vera
frímúrari, og töldu margir
gagnrýnendur að hann myndi
af þeim sökum ekki geta gætt
fyllsta hlutleysis. Ludvigsen
kvaðst ekki hafa nein tengsl við
reglubræður sem störfuðu í
sjávarútvegi og því hefði hann
ekki talið ástæðu til að segja sig
úr reglunni.
Bondevik hrósar Ludvig-
sen fyrir úrsögnina
En þessi rök Ludvigsens
voru ekki nóg fyrir Ågot Valle,
þingmann Sósíalíska vinstri-
flokksins, sem á sæti í eftirlits-
og stjórnarskrárnefnd þings-
ins. Fór Valle fram á það við
Kjell Magne Bondevik for-
sætisráðherra að „fundin yrði
lausn“ á málinu eftir að í ljós
kom, fyrr í vikunni, að ýmsir
framámenn í fiskeldisiðnaðin-
um í Noregi hefðu verið í sömu
frímúraradeild og ráðherrann.
Jafnaðarmannaflokkurinn
hvatti Ludvigsen ennfremur til
að segja sig úr reglunni, en
stjórnarflokkarnir þrír lýstu
stuðningi við ráðherrann. Í gær
hrósaði Bondevik Ludvigsen
fyrir þá ákvörðun að segja sig
úr reglunni, og bætti við að ráð-
herrann hefði sjálfur tekið þá
ákvörðun. Hefði aldrei komið
til álita að reka hann úr ríkis-
stjórninni.
Hættir í
frímúr-
araregl-
unni
Norski sjávarút-
vegsráðherrann