Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING Bjargar Örvar er hvorki stór né átakamikil en ber vott um að listakonan, sem fyrst kvaddi sér hljóðs á níunda áratugnum, er enn í örri mótun. Rúmur tugur verka lýsir gagnsæju, rauðleitu flæði sem minnir einna helst á stækkaðar myndir af blóðkornum, eða einhverju öðru flæði undir húðinni, eins og við þekkjum það af heimildarmyndum um innvort- is gangverk mannslíkamans. Málverkin eru fremur lítil og hvert öðru líkt. Með dauft blönduðum lit í vænum skammti af léttglansandi bindiefni lætur Björg tvö álíka stór mengi skarast. Með fljótandi blöndu af ljósrauðum, í átt að appelsínugul- um, leggur hún áherslur hér og hvar, eða leyfir grönnu vessaflæði að leka yfir flötinn og greinast í margar rásir eins og á sem greinist í ótal lænur á sandeyrum. Listakonan hefur rambað á sann- færandi tjáningarmáta með myndefni sem býður upp á ótal möguleika til frekari úrvinnslu. Það er þó langt í frá að Björg nýti sér alla þá miklu mögu- leika sem felast í myndmálinu, efni- viðnum og miðlinum. Raunar bregður hún hvergi út af endurteknum lausn- um, hvorki í lit, formi né áferð. Það er synd því að fyrir vikið skortir nokkuð á fyllingu verkanna og fjölbreytni. Það er vonandi að Björg skilji ekki við þetta viðfangsefni sitt áður en hún hefur náð út úr því öllum möguleik- unum sem í því býr. Augljósast er að benda á nauðsyn lengri dvalar við hverja mynd, sem mundi hleypa auk- inni margbreytni í útkomuna og rífa verkin upp úr einsleitri áferð og ein- hæfu litavali. Svo virðist sem Björg Örvar sé að byrja á nýjum ferli í list sinni og eigi langa vegferð framund- an. Það er spurning hvort hún hefði ekki átt að bíða eilítið lengur með sýn- ingu þar til þessi annars prýðilega lof- andi verk væru búin að safna í sig kjarnmeiri forða. Morgunblaðið/Þorkell Frá sýningu Bjargar Örvar í sýningarsal Álafossverslunarinnar. Fegurð vessanna MYNDLIST Á l a f o s s v e r s l u n , Á l a f o s s v e g i Til 27. október. Opið virka daga frá kl. 9–18, og laugardaga frá kl. 9–16. MÁLVERK BJÖRG ÖRVAR Halldór Björn Runólfsson ÞORFINNI Sigurgeirssyni er þó- nokkuð mikið niðri fyrir á sýningu sinni í Galleríi Fold. Í aðalsalnum eru 22 meðalstór olíumálverk og á vegg áður en gengið er inn í aðalsalinn eru nokkur minni verk sem ekki eru mál- uð eftir sömu forskrift. Titill sýning- arinnar er Mynd í mynd og vísar það í aðferð Þorfinns í verkunum að mála málverk af málverkum og ljósmynd- um auk þess sem hann leyfir öðrum og að því er virðist óskyldum hlutum einnig að fljóta með. Þannig er á hverri mynd einskonar samtíningur, líkt og hann hafi tæmt skúffur og dótakassa, raðað saman og málað. Á málverkunum eru myndir af lands- lagsmálverkum, eggjum og steinum, ljósmyndir, blaðaúrklippur, andlits- myndir af þekktum mönnum og barnsandlit. Þetta er einskonar klippimyndastíll sem maður kannast við úr skólaverkefnum grunnskóla- krakka þegar þau klippa búta úr tímaritum og raða saman. Þessi að- ferð var einnig notuð mikið í popp- listinni og frægar eru klippimyndir Errós sem hann notaði sem fyrir- myndir fyrir málverk sín. Endurtekin þemu í myndum Þor- finns og það sem kemst næst því að binda sýninguna saman í eina heild eru steinar og egg sem koma fyrir í mörgum myndum og barnsandlit sem birtist aftur og aftur í sömu stellingu og með sama svip. Ég skynjaði einhvern einmanaleika og trega í myndunum á sýningunni þrátt fyrir áberandi litagleði og fjöl- breytt myndefni. Það er ekkert nýtt við málverk Þorfinns. Samklippsaðferðin er gam- alkunn úr listasögunni og það að mála málverk af listaverki kom t.d. fyrir í verkum súrrealista eins og Magritte t.d. og íslenski málarinn Húbert Nói hefur gert nokkuð af því með mun stílhreinni hætti en Þorfinnur gerir hér. Miðað við eldri verk Þorfinns er eins og hann hafi vikið út af hófstilltri braut og sé á leiðinni inn á nýja, tákn- rænni og tjáningarríkari braut. Hann þarf þó að vanda sig á þeirri leið og velta alvarlega fyrir sér hvað hann hefur að segja við sýningargesti. Morgunblaðið/Þorkell Klippt og skorið eftir Þorfinn Sigurgeirsson. Samtíningur MYNDLIST G a l l e r í F o l d Opið daglega frá kl. 10–18, laug- ardaga frá kl. 10–17 og sunnudaga frá kl. 14–17. Til 28. október. MÁLVERK ÞORFINNUR SIGUR- GEIRSSON Þóroddur Bjarnason „GLÓÐARAUGA“ eftir Harald Jónsson verður afhjúpað á horni Suðurgötu og Hringbrautar í dag kl. 15. Glóðarauga er unnið í nánu sam- starfi við vegfarendur, gatna- málastjóra og lögregluna í Reykja- vík. Verkið er aðeins sýnilegt tímabundið á þessum stað en á eftir að birtast í öðrum myndum víðs veg- ar um höfuðborgina í framtíðinni. „Glóðarauga“ er hluti í sýn- ingaröðinni Listamaðurinn á horn- inu en aðstandendur hennar eru myndlistarmennirnir Gabríela Frið- riksdóttir og Ásmundur Ásmunds- son. Listamaðurinn vinnur út frá ákveðnum stað í borginni og býr til tímabundin verk sem breytt geta sýn staðarins án þess að byggja sjálf- um sér minnisvarða. Þannig geta listamennirnir ögrað viðteknum hugmyndum um almenningsverk. „Glóðar- auga“ á götuhorni Verk Haraldar Jónssonar, „Glóðarauga“. ÁSGEIR Lárusson opnar sýn- ingu á verkum sínum í Næsta galleríi, Ingólfsstræti 1A í dag, laugardag, kl. 17. Sýningu sína nefnir listamaðurinn Yfirgefn- ar borgir og stendur hún fram til 24. nóvember. Ásgeir hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Málverkasýn- ing Ásgeirs Lárussonar „VESTFIRSK áhrif “ er yfir- skrift sýningar Dýrfinnu Torfa- dóttur, gullsmiðs í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, sem opnuð verður í dag kl. 15. Þar sýnir hún skartgripi, lágmynd- ir og skúlptúra. Sýningunni lýkur 11. nóvem- ber. Listasetrið er opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 15–18. Skartgripir og skúlptúrar Gallerí Skuggi Sýningunni Hver með sínu nefi lýkur á morgun. Sýningin er opin um helgina frá kl. 13–17. Sýningu lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.