Morgunblaðið - 27.10.2001, Page 31

Morgunblaðið - 27.10.2001, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 31 rt, þar sem ekki væri hægt að stóla á að ægur mannskapur kæmi til starfa eftir helgi r sem þá ætti þriðja boðaða verkfallið að fjast. Áhrif verkfallsins ekki mikil á Grund og Ási Þriðja þriggja daga verkfallinu á Elli- og úkrunarheimilinu Grund og dvalarheimilinu si í Hveragerði lauk á miðnætti og segir Guð- n Gísladóttir forstjóri heimilanna að vel hafi ngið að halda starfseminni gangandi í verk- llinu. 20 sjúkraliðar í um 15 stöðugildum arfa á Grund og um 10 á Ási. Guðrún segir ekki hafi verið beðið um undanþágur fyrir an það sem tilgreint er á neyðarlista. Hún gir að á fimmta hundrað starfi á heimilunum eimur og því hafi verkfallið ekki haft mikil rif á starfsemina þó vissulega leggist meira þá starfsmenn sem eru fyrir. Guðrún segir sjálfseignarstofnanir geti ekki samið á und- ríkinu, því verði að bíða samninga launa- fndar ríkisins og sjúkraliða áður en hægt rði að setjast að samningaborðinu. ahúsum óti skjali i Kristín hún gæti aliðar eru ristín og gnuð við- nnig við ri ekki af- iðar hafi samstöðu dranær í ðvitað að ar kemur ð ná sam- g ég veit rinnar og verið að hittast. Við skulum vona það besta, að það takist að ná saman þannig að verkfall komi ekki til framkvæmda á öldrunarstofnunum okkar eða í heimilishjálpinni,“ sagði Ingibjörg. Um 60 sjúkraliðar starfa hjá borg- inni, flestir vinna þeir á öldrunar- stofnunum borgarinnar, eins og á Droplaugarstöðum og Seljahlíð. Samstaða sjúkraliða órjúfandi Sjúkraliðar komu síðan saman á Austurvelli þar sem Kristín stapp- aði stáli í sitt fólk. Hún sagði óhætt að segja að samstaða sjúkraliða væri órjúfandi, eins og stóð á borð- anum sem sjúkraliðar báru. Hún tilkynnti niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar eftir mismunandi stofnunum og var alls staðar sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta að boða til verkfalls. Kristín sagðist ekki eiga von á neinu stórkostlegu á fundi hjá sáttasemjara ríkisins, en hún fór beint á sáttafund eftir uppá- komuna. Fundinum lauk án þess að samningar næðust og verður næsti fundur í deilunni eftir helgi, enn hefur ekki verið ákveðið hvenær hann verður. Kristín segir að sjúkraliðar noti þessa verkfallsaðferð, þ.e. að boða til þriggja daga verkfalla með tveggja vikna millibili, þar sem á þann hátt nái sjúkraliðar að lama starfsemi sjúkrahúsanna með sem minnstum tilkostnaði. rkfallsaðgerðir Kristinn eitt ár. r félags- - ða a til m mun fallið ra- verk- m unum. f  Bjarg, vistheimili, 100%  Dvalarheimilið Ás, 100%  Dvalarheimilið Fell, 100%  Dvalarheimilið Holtsbúð, 100%  Fjármálaráðuneytið, 94%.  Heilbrigðisstofnun Suð- austurlands á Höfn, 100%  Heilsustofnun Nátt- úrulækningafélagsins í Hveragerði, 100%  Hjúkrunarheimilið Eir, 94%  Hjúkrunarheimilið Grund, 88%  Hjúkrunarheimilið Skjól, 100%  Hjúkrunarheimilið Skóga- bær, 100%  Hlíðabær, 100%  Hrafnista í Reykjavík, 92%  Hrafnista í Hafnarfirði, 97%  Kumbaravogur, 100%  Launanefnd sveitarfélag- anna, 100%  Múlabær,100%  Reykjalundur, 92%  Reykjavíkurborg, 87%  SÁÁ, 88%  Sjálfsbjargarheimilið, 100%  St. Fransiskusspítalinn, 100%  Styrktarfélag vangefinna, 100%  Sunnuhlíð í Kópavogi, 100% Niðurstaða at- kvæðagreiðslu HÁSKÓLARÁÐ HáskólaÍslands boðaði til mál-þings í gærdag um fjár-mögnun háskóla þar sem rædd voru ýmis mál er varða breytt umhverfi háskóla í nútíma- samfélagi og leiðir til að fjármagna sífellt mikilvægari starfsemi há- skólanna. Talsverð umræða hefur verið undanfarið um skólagjöld við Háskóla Íslands, sér í lagi í fram- haldi af því að stjórnvöld ákváðu að veita heimild til hækkunar inn- ritunargjalda við Háskóla Íslands. Nokkur umræða varð um skóla- gjöld á málþinginu, enda líta marg- ir til þess að slík gjöld geti orðið mikilvæg tekjulind háskóla í fram- tíðinni á meðan aðrir telja skóla- gjöld hamla jafnrétti til náms og hafa stúdentar við Háskóla Íslands alfarið lagst gegn því að skólagjöld verði tekin upp við skólann. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, flutti opnunarerindi mál- þingsins og sagði að háskólar yrðu eins og aðrar stofnanir og fyr- irtæki að hafa skýr markmið og vita hvert ætti að stefna. Háskóli Íslands yrði að þekkja sín mark- mið og hvernig ætti að stefna að þeim, hvaða leiðir ætti að fara. Ein af þeim mikilvægu leiðum væri að vita hvernig ætti að fjármagna starfsemina og hvað hún kostaði. Að sögn Páls hefur Háskóli Ís- lands á síðustu tveimur árum unn- ið að því að setja sér í meginatrið- um skýr markmið og í framhaldi af því hafi einstakar deildir og stofn- anir verið að horfa til þess hvernig fjármagn geti fengist til starfsem- innar. Páll sagðist vilja nefna atriði sem tengdust starfsemi Háskólans hvað fjármögnun varðar og stjórn- endur hafi unnið að síðustu tvö til þrjú árin. „Í fyrsta lagi er það meginverkefnið að ljúka gerð rannsóknasamnings við ríkið. Þetta er okkar stóra mál,“ sagði Páll. Þá sagði rektor það annað meg- inverkefnið að endurskoða kennslusamning HÍ við ríkið. „Ágallar hans hafa verið að koma í ljós og þá þarf að leiðrétta og lag- færa. Og um leið og ég nefni þessi tvö atriði, rannsóknarsamninginn og kennslusamninginn, þá vil ég minna á það sem var grundvall- aratriðið við gerð kennslusamn- ingsins, að hann var aðeins helm- ingurinn af þeim samningum sem Háskólinn og ríkið áttu að ljúka með rannsóknarsamningnum. Kennslusamningurinn er marklaus í meginatriðum nema gerður sé jafnframt rannsóknarsamingur. Þetta var undirstrikað á sínum tíma þegar kennslusamningurinn var undirritaður,“ sagði Páll, en ekki hefur ennþá tekist að ljúka gerð rannsóknarsamnings milli HÍ og ríkisins. Þá sagðist rektor vilja minnast á þær breytingar á aðstæðum Há- skólans sem fælust í nýrri og spennandi samkeppnisstöðu sem komin væri upp milli deilda og háskóla- greina sem gjör- breytti starfsaðstæð- um háskólakennslu á Íslandi. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, flutti erindi sem hann nefndi „vangaveltur um fjármögnun rík- isháskóla“ og sagðist ætla að ein- beita sér að umræðunni um skóla- gjöld. Sagðist Ólafur telja rétt að draga fram kenningar breska hag- fræðingsins Nicolas Barr, kennara við London School of Economics, sem hann hefði kynnst á ráðstefnu í Helsinki í ágúst um fjármögnun háskóla. Barr hefur um langt skeið rannsakað fjármögnun háskóla og komist að þeirri niðurstöðu að rík- isháskólar ættu að taka upp skóla- gjöld og að námslánakerfi þyrftu að standa undir sér. Ólafur segir stefnumörkun Barrs skýra og felast annars veg- ar í því að auðvelda aðgengi að há- skólamenntun, ekki síst fyrir minnihlutahópa, og hins vegar auka gæði háskólamenntunar þar sem gæði menntunar séu stór og vaxandi þáttur í efnahagslegri af- komu þjóða. „Markmið Barrs eru að opna betur aðgengi að háskóla- menntun, auka möguleika sem flestra til að ljúka háskólanámi og auka gæði háskólamenntunar, án þess að ríkisfjármálin fari úr böndunum, þ.e. að framlag ríkisins til háskólamenntunar miðist við ákveðinn ramma.“ Forsendur Barrs eru þær að í fortíðinni hafi háskólastigið verið einfalt með fáum afmörkuðum brautum og greinum sem hafi ver- ið smáar í sniðum fyrir lítinn hluta hvers árgangs. Þetta sé orðið breytt og muni breytast enn frek- ar í framtíðinni með sívaxandi nemendafjölda, margfalt fjöl- breyttari námstilboðum og sam- keppni milli háskóla, þ. á m. „einkaháskóla“ og „ríkisháskóla“. Sökum þessara breytinga sé orðið nauðsynlegt að leita fjöl- breyttari leiða til fjár- mögnunar skólanna. Kostnaður við velferð- arkerfið sé komið að þolmörkum skatt- heimtu og því nauð- synlegt að fjármagna hluta af kennslukostnaði við rík- isháskóla með skólagjöldum. Þá sé háskólastigið orðið of flókið til þess að unnt sé að miðstýra því, t.d. úr ráðuneytum, og því nauð- synlegt að finna aðrar leiðir. Segir jafnrétti til náms ekki felast í því að hafa engin skólagjöld Þær leiðir sem Barr leggur til eru í fyrsta lagi að tekin séu upp sveigjanleg skólagjöld, í öðru lagi vel skipulagt námslánakerfi og í þriðja lagi jákvæð mismunun til þess að ná til sem flestra nem- enda. Að mati Barrs er nauðsyn- legt að taka upp sveigjanleg skóla- gjöld sem taki tillit til kostnaðar við kennslu og viðkomandi greinar og afkomumöguleika kandídata að námi loknu. Þannig þurfi skóla- gjöld fyrir kennslu að vera mishá fyrir nemendur og með tilliti til af- komumöguleika sé eðlilegt að t.d. tannlæknanemar greiði hærri skólagjöld en sagnfræðinemar. Ólafur segir Barr líta þannig á að jafnrétti til náms felist ekki í því að hafa engin skólagjöld. Sam- kvæmt hans kenningum er há- skólanám án skólagjalda, þ.e. frítt nám, þjóðhagslega dýrt og þjóni þeim best sem hafi miðstéttargildi og þannig tapi samfélagið verð- mætum í fólki sem tilheyri öðrum hópum. Frítt háskólanám sé ómarkviss aðferð til að stuðla að jafnræði meðal allra samfélags- hópa til að stunda slíkt nám, en hins vegar sé það jákvætt að ein- staklingar „fjárfesti“ í eigin fram- tíð. Barr bendir á að í Bretlandi eru um 20% námslána ekki endur- greidd vegna misferlis, dauða, flutnings úr landi eða lágra tekna. Þá séu um 30% ekki endurgreidd vegna niðurgreiddra vaxta og þannig breytist þriðjungur námslána í styrki í núverandi kerfi. Sam- kvæmt kenningu Barrs er vel skipulagt námslánakerfi ekki með niður- greiddum vöxtum, heldur eigi þeir að vera lítið eitt hærri en þeir vextir sem ríkið greiðir af sínum lánum. Lána eigi fyrir skólagjöld- um og framfærslu og endur- greiðslur innheimtar með stað- greiðslu skatta. Þannig hækki afborgun lánanna um leið og laun- in hækka, auk þess sem hægt er að spara verulega í innheimtu- kostnaði. Að mati Barrs á ekki að vera hvetjandi að taka námslán og lánin eigi ekki að vera fyrir þá sem sjá sér hag af töku námslána til að ávaxta sitt pund. Að mati Barrs er nauðsynlegt að taka upp jákvæða mismunun gagn- vart háskólanemum og nota það fjármagn, sem fer í „afskriftir“ af námslánum í núverandi kerfi, á markvissari hátt, t.d. sem styrki til einstaklinga og/eða hópa sem að einhverju leyti standi tæpt fjár- hagslega eða eru á annan hátt sér- stakir. Þá eigi að nýta féð til rann- sóknarstyrkja og efla áhuga og möguleika nemenda í grunn- og framhaldsskólum á háskólanámi. Að sögn Ólafs koma oft upp vanda- mál á fyrri skólastigum með þeim afleiðingum að menntakerfið tapar hæfum einstaklingum úr námi. Ólafur segir umræðuna um skólagjöld einkennast af því að vera „tabú“ sem ekki megi ræða. Hann segir mikilvægt að hefja vit- ræna umræðu hér á landi um skólagjöld sem hluta af fjármögn- un ríkisháskóla, þótt hann segist ekki búinn að gera upp sinn hug varðandi skólagjöld. Ólafur segist þó gera ráð fyrir að menn séu sammála um þau meginmarkmið sem fram komi í kenningum Barrs. Að framsöguerindum loknum fóru fram umræður í nokkrum vinnuhópum. Þegar niðurstöður þeirra voru kynntar varpaði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði við HÍ, fram þeirri hug- mynd hvort Háskóli Íslands ætti yfirleitt að taka afstöðu til þess hvort taka eigi upp skólagjöld. „Auðvitað eru skólagjöld mjög mikilvæg og auðvitað er sjálfsagt að ræða það hvort hér séu skóla- gjöld eða ekki. Spurningin er hins vegar, á Háskóli Íslands að hafa einhverja sérstaka afstöðu til þess? Við getum haft ákveðin markmið eins og jafnrétti til náms en litið þannig á að spurningin um skóla- gjöld sé tæknileg útfærsla og hvort Háskólinn á að hafa ein- hverja sérstaka afstöðu til tækni- legrar útfærslu er ég ekki viss um,“ sagði Ólafur og bætti við að hugmynd hans hefði hlotið mis- jafnar undirtektir í vinnuhópnum. Að sögn Ólafs virðist sem lög- gjafarsamkundan og stjórnmála- flokkar í landinu skjóti sér undan því að taka á þessari spurningu með því að vísa henni á háskólann. „Sleppum ekki stjórnmálamönnum við að taka afstöðu til skólagjalda. Þeir eiga að gera það,“ sagði Ólaf- ur. Hann bætti við að þeir nem- endur sem í vinnuhópnum voru hafi talið mikilvægt að háskólinn lýsti sig á móti skólagjöldum og þeirri stefnu væri fylgt fast eftir. Jón Atli Benediktsson, prófessor við verkfræðideild HÍ, sagði frá niðurstöðum vinnuhóps sem fjallaði um öflun fjár og útdeilingu þess og sagði vinnuhópinn hafa verið sammála um að innlegg Ólafs Proppé um kenningar Nicolas Barr hafi verið áhugavert. Ef nem- endur þyrftu að greiða meira fyrir námið gæti það hugs- anlega leitt til auk- innar framleiðni og fólk gerði meiri kröf- ur til námsins ef það þyrfti að borga fyrir námið. Jón Atli sagði það sína persónulegu skoðun að skólagjöld gætu verið heppileg og væri hann því ekki sammála stúd- entum um það atriði. „Niðurstaða okkar var sú að þetta væri pólitísk spurning, eins og fram kom áðan, og þetta væri umræða á byrjunarreit og eitthvað sem stjórnmálamenn þyrftu að ræða betur um. En ég held að fólk hafi almennt verið sammála um það, að kenning Barrs hafi verið áhugaverð og það þyrfti að skoða hana betur,“ sagði Jón Atli. Málþing háskólaráðs Háskóla Íslands um fjármögnun háskóla Þörf á vitrænni um- ræðu um skólagjöld Þörf fyrir nýjar leiðir til að fjármagna starf háskóla verður sífellt meiri eftir því sem starfsemi þeirra verður umfangs- meiri og fjöldi nemenda fer vaxandi. Ekki hefur verið á dagskrá að taka upp skóla- gjöld við ríkisrekna háskóla en nýtt starfsumhverfi og aukin fjárþörf kalla nú á frekari umræðu um skólagjöld, eins og Eiríkur P. Jörundsson komst að í gær á málþingi um fjármögnun háskóla. Morgunblaðið/Þorkell Frá málþingi háskólaráðs HÍ um fjármögnun háskóla sem haldið var í hátíðarsal Háskóla Íslands. Nauðsynlegt er að leita fjöl- breyttra leiða til fjármögnunar Stúdentar vilja að háskólinn taki afstöðu gegn skólagjöldum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.