Morgunblaðið - 27.10.2001, Page 37
MESSUR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 37
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30
æfing hjá eldri hóp Lítilla lærisveina með
Barnakór Álftanesskóla sem kemur í
heimsókn um helgina. Æfingin er í Barna-
skólanum. Kvöldvakan er svo í framhaldi
af æfingunni fyrir alla Litla lærisveina.
Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11.
Safnaðarstarf
Á ÞESSU ári eru 350 ár liðin síð-
an sr. Hallgrímur Pétursson kom
að embætti sóknarprests í
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og
verður þess minnst við messu-
gjörð sem hefst kl. 14 á sunnu-
daginn kemur í Hallgrímskirkju í
Saurbæ.
Það var 8. apríl árið 1651 að sr.
Hallgrímur fékk veitingu fyrir
sóknarprestsembættinu í Saurbæ,
þar sem hann átti eftir að þjóna í
um 16 ár, eða til ársins 1667. Á
þessum árum orti hann Pass-
íusálmana, sem er einhver dýr-
mætasti bókmenntaarfur sem ís-
lenskri kristni hefur hlotnast.
Áður hafði hann þjónað um 7 ára
skeið sem sóknarprestur á Hvals-
nesi.
Í messunni á sunnudaginn mun
sr. Þorbjörn Hlynur Árnason,
prófastur í Borgarfjarð-
arprófastsdæmi, prédika, en sr.
Kristinn Jens Sigurþórsson, sókn-
arprestur í Saurbæ, mun þjóna
fyrir altari. Einsöng í messunni
flytur Ólöf Sigríður Valsdóttir og
kirkjukór Saurbæjarprestakalls
mun syngja sálma sr. Hallgríms
undir stjórn Zsuzsönnu Budai,
organista.
Að lokinni messu mun Kven-
félagið Lilja standa fyrir kaffi-
veitingum á Hlöðum og þar mun
einnig fara fram stutt dagskrá
þar sem sr. Þórir Stephensen,
fyrrverandi Dómkirkjuprestur og
staðarhaldari í Viðey, mun flytja
erindi um sr. Hallgrím og þá
munu nokkrir félagar úr Kvæða-
mannafélaginu Iðunni syngja
rímur eftir sr. Hallgrím. Allir eru
hjartanlega velkomnir og unn-
endur sr. Hallgríms og kveð-
skapar hans eru hvattir til að láta
þetta ekki framhjá sér fara.
Fjölmenning-
arsamfélag –
kristið samfélag
Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall-
grímskirkju nk. sunnudag 28.
okt. kl 10 mun Haraldur Ólafsson,
fv. prófessor í mannfræði, ræða
efnið „Fjölmenningarsamfélag –
kristið samfélag“.
Orðið „fjölmenningarsam-
félag“ heyrist æ oftar í um-
ræðunni um samfélagsmál, bæði
hér á landi og erlendis og til-
raunir eru í gangi með fjölmenn-
ingarlega kennslu. Ýmsar spurn-
ingar vakna þessu samfara. Hvað
er fjölmenning? Er það eitthvað
nýtt? Til skamms tíma hefur ver-
ið talað um kristin þjóðfélög Evr-
ópu. Er það liðin tíð? Er hægt að
skilgreina fjölmenningarsam-
félög sem kristin samfélög? Að
loknu erindi Haraldar verður
tækifæri til fyrirspurna og sam-
ræðna áður en guðsþjónusta
hefst kl. 11, en hún er helguð
minningu Hallgríms Péturssonar
og 15 ára vígsluafmæli Hall-
grímskirkju. Séra Sigurður Páls-
son prédikar við guðsþjónustuna.
Fimmtán ára
vígsluafmæli
Hallgrímskirkju
SUNNUDAGINN 28. okt. verður
hátíð í Hallgrímskirkju, en þá eru
liðin 15 ár frá vígslu kirkjunnar.
Kl. 11 f.h. verður sungin Hall-
grímsmessa, eins og gert hefur
verið á ártíð séra Hallgríms Pét-
urssonar, 27. október, frá því
söfnuðurinn var stofnaður. Þar
sem þann dag ber nú upp á laug-
ardag var ákveðið að slá þessum
minningarhátíðum saman.
Við guðsþjónustuna prédikar
séra Sigurður Pálsson, sókn-
arprestur og þjónar fyrir altari
ásamt formanni Listvinafélags
Hallgrímskirkju, séra Kristjáni
Val Ingólfssyni. Mótettukór Hall-
grímskirkju syngur undir stjórn
Harðar Áskelssonar og Ásgeir H.
Steingrímsson og Einar St. Jóns-
son leika á trompeta.
Að guðsþjónustu lokinni mun
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, afhjúpa listaverkið
Praesesn historicum eftir Kristin
E. Hrafnsson, með rithönd Sig-
urbjörns Einarssonar biskups.
Verkinu hefur verið komið fyrir í
nýgerðum safnaðargarði við suð-
urhlið kirkjunnar, sem þá verður
opnaður.
Að því loknu verður boðið upp
á léttar veitingar í safnaðarsal.
Að venju er barnastarf í kirkj-
unni á sama tíma og guðsþjón-
ustan.
Kórtónleikar í
Hjallakirkju
SJÖ kórar frá Kópavogi og
Reykjavík, koma fram, ásamt
söngstjórum sínum, í Hjallakirkju
laugardaginn 27. október kl. 17.
Kórarnir sem um ræðir eru kór
Árbæjarkirkju, kór Breiðholts-
kirkju, kór Digraneskirkju, kór
Fella- og Hólakirkju, kór Graf-
arvogskirkju, kór Hjallakirkju og
kór Seljakirkju. Samstarf kór-
anna hefur verið blómlegt und-
anfarinn áratug og er þetta í 5.
sinn sem þeir standa sameig-
inlega að tónleikum. M.a. hafa
verið frumflutt tvö stór íslensk
tónverk, samin sérstaklega fyrir
kórana. Að þessu sinni munu kór-
arnir syngja hver í sínu lagi, und-
ir stjórn síns söngstjóra og verð-
ur efnisskráin því fjölbreytt.
Miðaverð er 1.000 kr., en 500
kr. fyrir eldri borgara og börn.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Sr. Hallgríms
minnst
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00.
Guðsþjónusta kl. 14:00.
HRAFNISTA: Guðsþjónusta kl. 15:30. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl.
11:00. Foreldrar hvattir til þátttöku með
börnum sínum. Organisti Pálmi Sigurhjart-
arson. Guðsþjónusta kl. 14:00. Pálmi
Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00 á Tónlist-
ardögum Dómkirkjunnar. Prestur sr. Jakob
Ág. Hjálmarsson. Organisti Marteinn H.
Friðriksson. Dómkórinn syngur Litla org-
elmessa eftir J. Haydn. Útvarpað. Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 13:00 í umsjá
Bolla Péturs Bollasonar. Setning Tónlist-
ardaga kl. 17:00. Sjá heimasíðu: www.
domkirkjan.is
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00.
Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grens-
áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn-
arson. Ólafur Jóhannsson.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili:
Guðsþjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan
Ólafsson. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl.
10:00. Fjölmenningarsamfélag – kristið
samfélag: Haraldur Ólafsson, fv. prófess-
or. Siðbótardagurinn. Messa og barna-
starf kl. 11:00. Umsjón barnastarfs Magn-
ea Sverrisdóttir. Mótettukór Hallgríms-
kirkju syngur undir stjórn Harðar Áskels-
sonar. Sr. Sigurður Pálsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11:00. Umsjón sr. Helga Soffía Konráðs-
dóttir og Guðrún Helga Harðardóttir.
Messa kl. 14:00. Organisti Sigrún Magna
Þórsteinsdóttir. Sr. Helga Soffía Konráðs-
dóttir.
LANDSPÍTALI Hringbraut: Guðsþjónusta
kl. 10:30. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups.Messa og barnastarf kl. 11. Ást-
ríður Sigurðardóttir, guðfræðingur, predik-
ar. Fermdur verður Pálmi Pétursson, Vest-
urbergi 129. Kór Langholtskirkju syngur.
Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið
hefst í kirkjunni en síðan verður farið í
safnaðarheimilið þar sem Gunnar leiðir
stundina ásamt Bryndísi. Hressing í safn-
aðarheimilinu á eftir. Kl. 16 halda tíu kórar
kirkjunnar og sönghópar er tengjast kirkj-
unni söngskemmtun í Langholtskirkju og
verður dagskráin fjölbreytt og í léttum dúr.
Miðaverð er kr. 1.000.
LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirkju
leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars
Gunnarssonar. Sr. Bjarni Karlsson þjónar
fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskólinn
undir stjórn sr. Jónu Hrannar Bolladóttur
og hennar starfsmanna. Fulltrúar lesara-
hóps Laugarneskirkju flytja ritningarlestra.
Eygló Bjarnadóttir er meðhjálpari. Sigríður
Finnbogadóttir annast messukaffið á eftir.
NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Prestur sr.
Örn Bárður Jónsson. Organisti Reynir Jón-
asson. Molasopi eftir messu. Sunnudaga-
skólinn kl. 11:00. 8–9 ára starf á sama
tíma.
SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11:00. Sunnudagaskólinn á sama
tíma. Bjóðum börnin sérstaklega velkomin
til skemmtilegrar samveru. Organisti Viera
Manasek. Prestur sr. Birgir Ásgeirsson.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl.
14:00. Barnastarf á sama tíma. Gídeon-
kynning. Bragi Bergsveinsson prédikar.
Maul eftir messu.
ÍSLENSKA KIRKJAN ERLENDIS: Gauta-
borg. Messa í Norsku sjómannakirkjunni
sunnudag kl. 14. Prestur sr. Skúli S. Ólafs-
son. Kórarnir syngja. Við hljóðfærið Tuula
Jóhannesson. Kirkjukaffi.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- og fjöl-
skyldumessa klukkan 11:00. Börn og ung-
lingar frá Chapel of light á Keflavíkurvelli
koma í heimsókn. Sameiginleg æskulýðs-
ferð á skauta eftir messu. Hreiðar Örn
Zoega-Stefánsson predikar. Tónlist mess-
unnar er í höndum tónlistarstjóranna okk-
ar þeirra Carls Möller og Önnu Sigríðar
Helgadóttur. Allir velkomnir. Sr. Hjörtur
Magni Jóhannsson
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur sr. Þór Hauksson. Organisti Pavel
Manések. Kirkjukórinn syngur. Barnaguðs-
þjónusta á sama tíma í safnaðarheimilinu.
Söngur, sögur og fræðsla. Kaffi, ávaxta-
safi og spjall eftir guðsþjónusturnar. Prest-
arnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Kirkjuprakkarar koma í heim-
sókn. Eldri barnakór syngur. Tómasar-
messa kl. 20 í samvinnu við félag
guðfræðinema og kristilegu skólahreyf-
inguna. Fyrirbænir, máltíð Drottins og fjöl-
breytt tónlist. Organisti Sigrún Þórsteins-
dóttir. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur
sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Kjart-
an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju A
hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kap-
ellu á neðri hæð kirkjunnar. Léttar veit-
ingar í safnaðarsal að messu lokinni. Aðal-
fundi verður framhaldið kl. 13.30.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11:00. Prestur Guðmundur Karl
Ágústsson.
Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjón-
usta á sama tíma í umsjón Elínar Elísabet-
ar Jóhannsdóttur.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs-
kirkju syngur. Organisti: Bjarni Þór Jónat-
ansson. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00.
Prestur: Sr. Vigfús Þór Árnason. Umsjón:
Ása Björk, Jóhanna Ýr, Hlín og Bryndís.
Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. Barna-
guðsþjónusta kl. 13:00 í Engjaskóla.
Prestur: Sr. Vigfús Þór Árnason. Umsjón:
Ása Björk, Jóhanna Ýr, Hlín og Bryndís.
Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. Prest-
arnir.
HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson
þjónar. Barnakór Hjallaskóla kemur í heim-
sókn. Stjórnandi Guðrún Magnúsdóttir. Fé-
lagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða
safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sig-
urðsson. Barnaguðsþjónusta í Lindaskóla
kl. 11 og í Hjallakirkju kl. 13. Við minnum á
bæna- og kyrrðarstundir á þriðjudögum kl.
18. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðar-
heimilinu Borgum kl. 11:00. Messa kl.
11:00. Kór Kópavogskirkju syngur og leið-
ir safnaðarsöng undir stjórn Julian Hewlett
organista. Kópamessa kl. 20:30 þar verð-
ur lögð áhersla á létta tónlist og almenna
þátttöku kirkjugesta í söng og öðrum þátt-
um helgihaldsins. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirs-
son.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11.00. Fræðsla fyrir börn, mikill söngur og
nýr límmiði. Guðsþjónusta kl. 14:00. Fé-
lagar í Rangæingafélaginu eru gestir í
guðsþjónustunni og hafa samveru í safn-
aðarheimilinu að messu lokinni. Bolli Pét-
ur Bollason guðfræðingur prédikar. Altaris-
ganga. Organisti er Gróa Hreinsdóttir.
Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16.00. Bolli
Pétur Bollason prédikar. Organisti er Gróa
Hreinsdóttir. Sóknarprestur.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgun-
guðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og
fullorðna. Samkoma kl. 20. Edda Matth-
íasdóttir Swan prédikar. Allir velkomnir.
FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldusam-
koma kl. 11. Léttur hádegisverður að
henni lokinni. Bænastund kl. 19.30. Sam-
koma kl. 20. Benedikt Jóhannsson prédik-
ar, lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega
velkomnir.
KLETTURINN: Almenn samkoma sunnu-
dag kl. 11 fyrir alla fjölskylduna. Fimmtud:
Alfa námskeið kl. 19. Allir velkomnir.
FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16:30,
lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Miriam
Óskarsdóttir syngur einsöng. Allir hjartan-
lega velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl.
19.30 bænastund, kl. 20 hjálpræðissam-
koma. Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir tal-
ar. Allir hjartanlega velkomnir.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma í
dag kl. 17. „Barátta og andspyrna utan
frá“. Upphafsorð: Tómas Torfason. Ræðu-
maður sr. Íris Kristjánsdóttir. Barnastarf á
sama tíma og matsala að samkomu lok-
inni. Vaka kl. 20:30. „Hjarta sem slær í
takt.“ Ragnhildur Ásgeirsdóttir talar. Mikil
lofgjörð og fyrirbæn. Allir velkomnir.
KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ. Samkoma
verður í Stykkishólmskirkju á morgun
sunnudag kl. 20:30. Ragnar Gunnarsson
kristniboði, sem er nýkominn frá Afríku,
segir frá starfinu í Kenýu og sýnir litmyndir.
Benedikt Arnkelsson flytur hugleiðingu.
Allir velkomnir. Ragnar mun einnig prédika
í guðsþjónustunni kl. 14.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík - Kristskirkja í Landakoti:
Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30: Messa á
ensku kl. 18.00. Laugardaga kl. 14.00:
Barnamessa. Alla virka daga: Messa kl.
18.00. Einnig messa kl. 8.00 suma virka
daga (sjá nánar á tilkynningablaði á
sunnudögum). 1. nóv.: Allraheilagra-
messa: Biskupsmessa kl. 18.00. Að
henni lokinni er skv. gömlum hefðum
blessun kirkjugarðsins (ef veður leyfir). 2.
nóv. Allrasálnamessa. Minning allra fram-
liðinna. Messur þann dag kl. 7, 7.30, 8 og
18. Að kvöldmessu lokinni er tilbeiðslu-
stund til kl. 19.15.
Reykjavík - Maríukirkja við Raufarsel:
Sunnudaga messa kl. 11. Laugardaga
messa á ensku kl. 18.30. Virka daga
messa kl. 18.30. 1. nóv. Allraheilaga-
messa: messa kl. 18.30. 2. nóv. Allra-
sálnamessa: messa kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi: Sunnudaga messa kl. 17.
Miðvikud: Messa kl. 20.
Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sun. 28. okt.
Biskupsmessa kl. 10.30. Miðvikudaga
skriftir kl. 17.30. Messa kl. 18.30. 1. nóv:
Allraheilagamessa: Helgistund kl. 17.30,
messa kl. 18.30. 2. nóv: Allrasálna-
messa: messa kl. 18.30.
Karmelklaustur: Sunnudaga messa kl.
8.30. Virka daga messa kl. 8. 1. nóv: Allra-
heilagamessa: Messa kl. 8.30. . 2. nóv:
Allrasálnamessa: Messur kl. 8, 8.30 og
17. Minning allra framliðinna.
Keflavík - Barbörukapella, Skólavegi 38:
Sunnud. 28. okt. Biskupsmessa kl. 14.
Fimmtudaga skriftir kl. 19.30. Bænastund
kl. 20. 1. nóv. allra heilagramessa, stórhá-
tíð. Messa kl. 20. 2. nóv: Allrasálna-
messa. Messa kl. 20.
Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnudaga
messa kl. 10. 1. nóv: Allraheilagamessa:
Messa kl. 18.30. 2. nóv. Allrasálna-
messa: messa kl. 7.
Suðureyri: Messa sunnudaga kl. 18. 2.
nóv: Allrasálnamessa: Messa kl. 18.
Bolungarvík: Messa sunnudaga kl. 16. 2.
nóv: Allrasálnamessa kl. 20.
Flateyri: Messa laugardaga kl. 18.
Fimmtud. 1. nóv: Allraheilagamessa:
Messa kl. 20.
Ísafjörður: Messa sunnudaga kl. 11. 1.
nóv: Allraheilagamessa: Messa kl. 18.30.
Akureyri: Laugardaga messa kl. 18.
Sunnudaga messa kl. 11. 1. nóv: Allraheil-
agramessa: Messa kl. 18.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam-
koma á morgun kl. 16.
REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: Guðsþjónusta
kl. 14. Gunnar Kristjánsson, sóknarprest-
ur.
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi:
Barnaguðsþjónusta kl. 11 f.h. Gunnar
Kristjánsson, sóknarprestur.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl.
11:00. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta.
Litlir lærisveinar og gestir okkar, Barnakór
Álftanesskóla, syngja mikið og vel og leiða
stundina með stjórnendum sínum, Helgu
Loftsdóttur og Guðrúnu Helgu Bjarnadótt-
ur. Biblíufræðsla og brúðuleikrit. Allir vel-
komnir, líka þeir sem ekki geta komið í
fylgd með börnum eða barnabörnum.
Kaffisopi á eftir í Safnaðarheimilinu. Kl.
14:00. Guðsþjónusta á Hraunbúðum. Allir
velkomnir. Kór Landakirkju. Guðmundur
organisti og sr. Baldur Gautur Baldursson.
Kl. 18:00. Fermingarbörn safnaðarins
mæta á fund með góðum gesti frá Konsó í
Eþíópíu. Kl. 20:30. Kaffihúsamessa með
sama sniði og í fyrravetur. Tónsmíðafélag
Vestmannaeyja flytur vandaða tónlistar-
dagskrá. Sr. Kristján Björnsson, æsku-
lýðsleiðtogar og ýmsir aðrir flytja Guðs orð
og leiða bænir. Húsið opnað kl. 20:00 til
að fólk geti fengið sér kaffi áður en sest er
að borðum. Notaleg stund við kertaljós og
ljúfa tóna. Enginn aðgangseyrir. Kaffi, te
og djús í boði sóknarnefndar.
MOSFELLSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur
sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Kirkjukór Lága-
fellssóknar. Organisti Jónas Þórir. Barna-
guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 13 í
umsjá Þórdísar Ásgeirsdóttur, djákna,
Sylvíu Magnúsdóttur guðfræðinema og
Jens Guðjónssonar, menntaskólanema.
Jón Þorsteinsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11.
heimsókn frá Eyrarbakka og Stokkseyri.
Sr. Úlfur Guðmundsson, prófastur prédik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Gunnþóri
Þ. Ingasyni sóknarpresti. Kirkjukórar það-
an leiða söng ásamt Kór Hafnarfjarðar-
kirkju undir stjórn organista sinna. Sunnu-
dagaskólar á sama tíma í safnaðar-
heimilinu Strandbergi og Hvaleyrarskóla.
Síðdegis- og tónlistarmessa kl. 17. Prest-
ur sr. Kristín Þ. Tómasdóttir, héraðsprest-
ur. Organisti Natalía Chow. Kór: Félagar úr
Kór Hafnarfjarðarkirkju.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasam-
koma kl. 11:00 – Umsjón Sigríður Kristín,
Hera, Edda og Örn Arnarson gítarleikari.
Mikill söngur, fræðsla, leikir og brúður
koma í heimsókn. Starf fyrir alla fjölskyld-
una. Kvöldvaka kl. 20:00 – Þema kvöld-
vökunnar er trú – hverju eigum við að trúa?
– hver er tilgangurinn? Dagskrá í tali og
tónum. Örn Arnarson og hljómsveit flytja
söngdagskrá og leiða almennan söng
ásamt félögum úr kór kirkjunnar. Kaffihús
í safnaðarheimilinu að lokinni kvöldvöku.
Einar Eyjólfsson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11:00. Skemmtilegar stundir fyrir börn
á öllum aldri. Guðsþjónusta kl. 14:00.
Prestur: sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir.
Kirkjukór Víðistaðasóknar syngur undir
stjórn Úlriks Ólasonar.
VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11.00.
Kirkjukórinn leiðir sönginn undir stjórn Jó-
hanns Baldvinssonar, organista. Ferming-
arbörn lesa ritningartextana. Sr. Friðrik J.
Hjartar og Nanna Guðrún Zoëga, djákni,
þjóna. Sunnudagaskólinn er á sama tíma.
Boðið verður upp á léttan málsverð í safn-
aðarheimilinu að lokinni messu. Rútuferð
frá Hleinum kl. 10.40. Allir velkomnir.
Prestarnir.
BESSASTAÐAKIRKJA: Bæna- og kyrrðar-
stund í kirkjuni kl. 20.30. Bænarefnum
má koma til prestanna. Allir velkomnir.
Sunnudagaskólinn er í Álftanesskóla kl.
13.00. Rúta ekur hringinn á undan og eft-
ir. Minnt er á að á miðvikudaginn kl. 13.00
hefst starf fyrir aldraða á vegum safnaðar-
ins í Haukshúsum. Prestarnir.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskólinn í
dag, laugardag, kl. 11.00 í Stóru-Voga-
skóla. Styðjið börnin til þátttöku í fjörugu
og fræðandi starfi. Prestarnir.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Fjölbreytt og skemmtilegt barna-
efni. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr.
Hjörtur Hjartarson. Organisti Örn Falkner.
Kirkjukór Grindavíkurkirkju leiðir safnaðar-
söng. Væntanleg fermingarbörn lesa upp.
Foreldrar eru hvattir til að mæta með ferm-
ingarbörnunum í guðsþjónustuna. Sóknar-
nefndin.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagur: Kirkju-
skólinn kl. 14 í Samkomusalnum á Garð-
vangi. Heimsókn Kirkjuskólans í Garði á
Garðvang.
HVALSNESSÓKN: Laugardagur: Kirkju-
skólinn kl. 11 í Safnaðarheimilinu í Sand-
gerði.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 14. Sunnudagaskóli kl.
11. Foreldrar hvattir til að mæta með börn-
unum. Sóknarprestur.
NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11. Foreldrar hvattir til að mæta með börn-
unum. Sóknarprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Aldursskiptur
sunnudagaskóli kl. 11 árd. Undirleikari í
sunnudagaskóla: Helgi Már Hannesson.
Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Ólafur
Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syng-
ur. Organisti Hákon Leifsson. Meðhjálpari
Hrafnhildur Atladóttir. Samvera með ferm-
ingarbörnum og foreldrum þeirra kl. 20.
Systkinin Sigurður Bjarni Gíslason og Þóra
Gísladóttir aðstoða. Stutt kynning á ferm-
ingarstörfum fyrir foreldra fermingarbarna.
SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Súpa og brauð eftir messu.
Morguntíð sungin þriðjudaga til fösudaga
kl. 10. Kaffi og brauð að henni lokinni.
Krakkaklúbbur 1.–3. bekkur kl. 16.10–17
þriðjudaga. Foreldrasamvera miðvikudaga
kl. 11. Krakkaklúbbur 4. bekkur og eldri kl.
16.10 miðvikudaga. Sóknarprestur.
KOTSTRANDARKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Rútuferð frá Hveragerðiskirkju kl.
10.45. Jón Ragnarsson.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu-
dag kl. 11. Sóknarprestur.
TORFASTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta sunnudag kl. 14. Allir velkomnir jafnt
ungir sem aldnir. Sóknarprestur.
HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ: Messa
sunnudaginn 28. okt. kl. 14.00. Sr. Þor-
björn Hlynur Árnason. prófastur, prédikar.
Ólöf Sigríður Valsdóttir syngur einsöng.
Kaffiveitingar á Hlöðum að lokinni messu
og þar mun sr. Þórir Stephensen flytja er-
indi um sr. Hallgrím og félagar úr Kvæða-
mannafélaginu Iðunni fara með rímur. Allir
velkomnir. Sóknarprestur.
ÓLAFSVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11 með Sólveigu, Karli, Halla hanska og
öllum hinum. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Prédikunarstóll, ný altarisklæði og hökull
tekin í notkun. Prófasturinn sr. Ingiberg J.
Hannesson, prédikar. Messukaffi á eftir.
Allir velkomnir. Sóknarprestur.
MÖÐRUVALLAKIRKJA: Messa verður fyrir
allt prestakallið sunnudag kl. 14. Sr. Gylfi
Jónsson prédikar. Sóknarprestur þjónar
fyrir altari. Messukaffi á prestssetrinu eft-
ir messu. Verum öll velkomin. Sóknar-
prestur.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11. Messa kl. 14. 29. okt. mánud.: Kyrrð-
arstund kl. 18 og opinn 12 spora fundur.
Sóknarprestur.
Guðspjall dagsins:
Brúðkaupsklæðin.
( Matt. 22).