Morgunblaðið - 27.10.2001, Qupperneq 44
FRÉTTIR
44 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
PETER Heine Nielsen hefur
tekið forystuna á minningarmótinu
um Jóhann Þóri Jónsson eftir
öruggan sigur gegn Jonny Hector í
þriðju umferð mótsins. Hector
tefldi byrjunina helst til rólega
gegn Sikileyjarvörn Heine Nielsen.
Það er ekki beint dæmigert fyrir
Hector sem er þekktur fyrir frum-
lega og hvassa taflmennsku. Það
var eins og hann bæri fullmikla
virðingu fyrir andstæðingnum að
þessu sinni og þegar hann skipti
yfir í sóknarstílinn í miðtaflinu var
það orðið of seint, veikleikar sköp-
ust í stöðu hans og Heine Nielsen
nýtti sér þá af öryggi til sigurs.
Hannes Hlífar Stefánsson hafði
hvítt gegn Ivan Sokolov, stiga-
hæsta manni mótsins. Hannes virð-
ist hafa ótrúlega gott tak á Sokolov
og hefur yfirleitt sigrað hann í inn-
byrðis viðureignum þeirra. Að
þessu sinni náði Sokolov þó að
jafna taflið og jafntefli var samið.
Einna mesta athygli íslensku
áhorfendanna vöktu ungu skák-
mennirnir, Jón Viktor Gunnarsson
og Stefán Kristjánsson. Jón Viktor
hafði svart gegn Jan Timman.
Þrátt fyrir að hafa hvítu mennina
komst Timman ekkert áfram gegn
öruggum vörnum Jóns Viktors og
lauk skákinni með jafntefli. Stefán
Kristjánsson hafði svart gegn
danska stórmeistaranum Lars
Schandorff, sem náði betri stöðu og
margir voru búnir að afskrifa Stef-
án þegar út í endataflið var komið.
Stefán sýndi hins vegar að hann
kann ýmislegt fyrir sér í endatöfl-
um og virtist vera á góðri leið með
að tryggja sér jafnteflið þegar
hann lék fljótfærnislegum afleik
sem Schandorff gat strax nýtt sér
til sigurs. Stefán er hins vegar
skákmaður sem lætur svona tap
ekki hafa áhrif á sig heldur mætir
tvíefldur til leiks í næstu skák.
Aldursforsetar mótsins, Friðrik
Ólafsson og Guðmundur Pálmason,
hafa sótt í sig veðrið og eru eitt
helsta aðdráttarafl mótsins fyrir ís-
lenska skákáhugamenn. Friðrik
sigraði Lenku Ptacnikova í þriðju
umferð og er kominn með tvo vinn-
inga. Guðmundur Pálmason tapaði
í fyrstu umferð, en hefur gert tvö
jafntefli eftir það. Í þriðju umferð
gerði hann jafntefli við Gylfa Þór-
hallsson.
Það er einnig rétt fyrir áhorf-
endur að taka vel eftir Degi Arn-
grímssyni sem hefur náð frábærum
árangri í fyrstu umferðunum og nú
er þessi 15 ára skákmaður um-
kringdur stórmeisturum í stöðu-
töflunni með tvo vinninga, þrátt
fyrir að hafa mætt mjög sterkum
andstæðingum. Staðan á mótinu
eftir þrjár umferðir:
1. Peter Heine Nielsen 3 v.
2.–7. Ivan Sokolov, Murray G. Chandl-
er, Lars Schandorff, Tomi Ny-
back, Hannes H. Stefánsson,
Henrik Danielsen 2½ v.
8.–16. Jón Viktor Gunnarsson, Jonny
Hector, Jaan Ehlvest, Jan H.
Timman, Dagur Arngrímsson,
Þröstur Þórhallsson, Helgi
Ólafsson, Friðrik Ólafsson,
Björn Þorfinnsson 2 v.
17.–26. Ingvar Ásmundsson, Arnar
Gunnarsson, Halldór Hall-
dórsson, Leif Erlend Johann-
essen, Róbert Harðarson, Stef-
án Kristjánsson, Ingvar Þór
Jóhannesson, Jón Árni Hall-
dórsson, Bragi Þorfinnsson,
Guðmundur Gíslason 1½ v.
Fjórða umferð verður tefld í dag,
laugardag. Þá mætast á efstu borð-
um:
Peter Heine – Sokolov
Chandler – Hannes Hlífar
Henrik Danielsen – Schandorff
Tomi Nyback – Timman
Þröstur – Jaan Ehlvest
Dagur – Jonny Hector
Helgi – Björn Þorfinnsson
Jón Viktor – Friðrik Ólafsson
Jón Árni – Leif Erl. Johannessen
Það verða því margar spennandi
viðureignir sem gaman verður að
fylgjast með og á efstu borðum er
ágætis þversnið af íslensku skák-
lífi: okkar sterkustu skákmenn,
fulltrúar okkar efnilegustu skák-
manna og svo Friðrik Ólafsson sem
auðvitað er sérkapítuli í íslenskri
skáksögu.
Teflt er í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Áhorfendur eru velkomnir. Teflt er
daglega og umferðir hefjast klukk-
an 17.
Morgunblaðið/Golli
Guðmundur Pálmason er nú með á skákmóti í fyrsta skipti síðan 1966,
eða í 35 ár. Hann var áður í fremstu röð íslenskra skákmanna.
Jón Viktor
gerði jafntefli
við Timman
SKÁK
R á ð h ú s
R e y k j a v í k u r
19.–21.10. 2001
MINNINGARMÓT UM
JÓHANN ÞÓRI JÓNSSON
Daði Örn Jónsson
RUNÓLFUR Sigurðsson í
Lúxemborg heldur tryggð við
þáttinn og nú skrifar hann mér
svo:
„Kæri Gísli.
Heill og sæll. Enn færðu eitt
bréf frá mér. Hún Þórunn mín
sættir sig enn ekki við orðið „Au
pair“ í merkingunni vinnukona.
Ég skrifaði þér vegna orðsins
aðili fyrir nokkrum árum og
einnig aðildaraðili. Þó keyrði
um þverbak í Garðapósti nú ný-
lega, þegar innbrotsþjófar eru
nefndir innbrotsaðilar. Má vera
að ef þjófnum mistekst ætlun-
arverkið, nefnist hann innbrots-
aðili, en ef verkið heppnast, noti
hann starfsheitið innbrotsþjóf-
ur!“
Lítum fyrst á au pair. Það er
komið úr frönsku: être au pair
dans une maison, en það merkir
að vera „í húsi“ og fá aðeins
fæði og húsnæði. Því er það að
menn hafa stundum reynt að
setja fyrir þetta á íslensku hús-
hjálp, og Runólfur spyr: Er það
ekki betra en frönskuslettan?
Víst er það, og menn hafa einnig
notað orðið barnfóstra og
vinnukona. Svar umsjónar-
manns við spurningu Runólfs er
því jú.
Algengt var fyrrmeir orðið
matvinnungur, ef menn unnu
aðeins fyrir fæði og húsnæði, en
það myndi líklega ekki þykja
eins fínt og franskan. Ég held
við ættum að reyna orðið hús-
hjálp. „Au pair“ er svo gerólíkt
íslensku, að ekki er við það un-
andi.
Og svo er það aðiladellan.
Málspillendur láta stundum
undan drífast, ef hvasst og
drengilega er að þeim vegið, en
koma svo allt í einu tvíefldir
fram á sviðið, þegar minnst var-
ir. Þarf þá að efla gagnsóknina
enn meira en áður.
Þjóstólfur þaðan kvað:
Í Mókoti ekkert er mjúklegt
og margt sem er alls ekki
brúklegt;
fólkið á bænum
líkist hönum og hænum
og er sorglega sjúskað og
kúklegt.
Óskar Þór Kristinsson (Sail-
or) hefur beðið mig að skyggn-
ast í uppruna forsetningarliðar-
ins í bítið, en sumir orða-
bókarhöfundar hafa sniðgengið
þetta.
Zeit á þýsku er sama og tíð
hjá okkur, og ég man að meist-
ari minn, Halldór Halldórsson,
kenndi okkur að þetta væri
komið úr þýsku og ætti að skrif-
ast með einföldu í.
Þjóðverjar hafa beizeit og be-
zeiten í merkingunni í tæka tíð,
snemma. Þjóðverjar voru og
eru mjög forskeytaglaðir, sbr.
be, bí, aus, an, ge og oft rötuðu
þessi forskeyti til Dana og síðan
til okkar. En við höfum fækkað
forskeytunum mikið. Við notuð-
um áður fyrr nokkuð sagnirnar
að betala og bítala í merking-
unni að borga, og það var gagn-
legt að hafa bítala til að ríma á
móti spítala, sbr. gamankvæði
þeirra Björns M. Ólsens og
Hannesar Hafsteins um Þórð
malakoff:
Ég góða borgun bítala,
ef berðu líkið á spítala.
En nú er útúrdúrinn orðinn
helst til langur og mál að snúa
sér aftur að í „bítið“. Þýskan be-
zeiten komst inn í öll skand-
ínavísku málin, lítið eitt breyti-
legt frá einu máli til annars.
Alexander Jóhannesson lagð-
ist ekki undir höfuð að skýra
þetta. Hann gefur tvenns konar
rithátt: í bítið (býtið) og þarna
er forskeytið horfið, og þýðir
svo í tæka tíð, snemma. Og þá
höfum við það.
Mann þekki ég sem hefur
óvenjulegt næmi fyrir íslensku
máli, leikni í meðferð þess, svo
og metnað þess vegna. Hann
sendi mér merkilegt bréf sem
hann tók saman eftir að hafa
lesið ritgerðir nemenda í einum
virtasta skóla landsins. Hann
vill síður láta nafns síns getið.
Ég birti meginhluta bréfsins í
tvennu lagi og sannast þar
næmi hans, smekkur og vand-
fýsni. Gefum honum svo orðið:
„Klisjur, stofnanamál og
klaufaleg orð:
ákvarðanatökur, þekkingar-
aukning, aðili, meðvitaður, að
mínu mati, það hefur sýnt sig,
kominn til að vera, mikið magn,
í stakk búinn, nútíma einstak-
lingur, fjölskyldumeðlimir;
komin upp sú staða; tímapunkt-
ur; meðvituð ákvörðun; þegar
upp er staðið; skila árangri;
þegar á heildina er litið; þannig
gengur lífið fyrir sig; velta upp
spurningu; vekja upp spurn-
ingu; eins og staðan er í dag
(það er ei að vita hvert fram
stefnir); nægt hráefnismagn;
það sýndi sig; þetta kallar á
nánari athugun; gera mistök,
nú er verið að ræða; til langs
tíma = til lengdar; þegar til
lengri tíma litið = þegar til
lengdar lætur; dreifingaraðilar;
Ofnotkun tiltekinna orða og
orðasambanda:
einstaklingar, tilfelli, gefa til
kynna, þessir hlutir; nú til dags;
ganga fyrir sig; grípa í taumana
(= taka í taumana); allavega; í
raun,
Vandræðaorð:
smá
Eitt eða tvö orð:
nútíma; jafn (oftast sjálfstætt
orð hjá nemendunum)
Tilgerð:
af hinu góða; berja augum;
hinir ýmsu; gekk nokkuð þýð-
lega fyrir sig;
Flatneskja:
vinna sér inn einhvern pen-
ing; veðurfar er eitthvað sem...;
möguleiki á; hinir ýmsu; kven-
mannslíkaminn; smá hiti; fyrir
það fyrsta; rita niður; þróunar-
lega séð; að vinna í rannsókn-
um, rosalega, finna einhverju
staðsetningu; grundvallarhvat-
ir; eitt af börnunum; nútímaein-
staklingar; sem nú er aðalmálið;
passa sig á; margt spilar inn í;
mikið fyrr (= miklu fyrr); sein-
asta vetri (= í vetur); nú til
dags; illa undirbúinn fyrir; sam-
félagsmeðlimur; kvenréttinda-
baráttumenn; kvenréttindabar-
áttufélag; gengur fyrir sig;
hann vill meina; allt of mikið af
göllum í neyslusamfélaginu;
lesendur eru í færri kantinum;
tækifæri á að; fullt af hlutum;
hinir ýmsu; reikna með;
Tautólógía:
boðaður boðskapur; búa elli
sinni áhyggjulaust ævikvöld;
aðlaga sig að; stunda trúariðk-
un; tilbúinn til að; dauðahljóð
þögn;
Beyging röng:
hundruðir; á veturnar; minn-
ast fæðingu Krists.“
Auk þess fá bæði Morgun-
blaðið og Ágústa Johnson plús
fyrir hreysti í stað „fitness“.
ÍSLENSKT MÁL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1.133. þáttur
Minningarmót Jóhanns Þóris.
Þriðja umferð
1 Hannes H. Stefánsson - Ivan Sokolov ½-½
2 Jonny Hector - Peter Heine Nielsen 0-1
3 Jaan Ehlvest - Henrik Danielsen ½-½
4 Jan H. Timman - Jón V. Gunnarsson ½-½
5 Lars Schandorff - Stefán Kristjánsson 1-0
6 Ingvar Ásm.s. - Murray G. Chandler 0-1
7 Halldór Halldórsson - Tomi Nyback 0-1
8 Helgi Ólafsson - Áskell Ö. Kárason 1-0
9 Friðrik Ólafsson - Lenka Ptacnikova 1-0
10 Þröstur Þórhallss. - Páll A. Þórarinss. 1-0
11 L.E. Johannessen - Ingvar Þ. Jóh.sson ½-½
12 Björn Þorfinnsson - Björn Þorsteinsson 1-0
13 Róbert Harðars. - Jón Á. Halldórss. ½-½
14 Sævar Bjarnason - Dagur Arngrímsson 0-1
15 Kristján Eðvarðsson - Bragi Þorf.son 0-1
16 Guðm. Gíslas. - Tómas Björnss. 1-0
17 Magnús Ö. Úlfarss. - Davíð Kjartanss. ½-½
18 Guðm. Kjartanss. - Arnar Gunnarss. 0-1
19 Gylfi Þórhallss. - Guðm. Pálmas. ½-½
20 Guðj H. Valgarðss. - Olavur Simonsen 0-1
21 Sig. P. Steind. - Hrannar Baldurss. 1-0
UM 1.700 nemendur á Suður- og
Austurlandi sjá á næstu dögum
leikrit Borgarleikhússins Mirad,
drengur frá Bosníu, í boði deilda
Rauða kross Íslands.
Leikritið fjallar um líf þrettán
ára stráks sem slapp með ótrúleg-
um hætti frá vígvellinum í Bosníu-
Hersegóvínu árið 1992. Eftir mikl-
ar hörmungar komst hann loks til
Hollands þar sem hann dvaldi um
tíma á heimili fyrir munaðarlaus
börn á flótta.
Mirad, drengur frá Bosníu er
eftir hollenska leikskáldið Ad de
Bont.
Jón Hjartarson frá Leikfélagi
Reykjavíkur þýddi leikritið og
leikstýrir því en Ari Matthíasson
og Rósa Þórsdóttir leika.
Tilgangur Rauða krossins með
því að bjóða unglingum í efstu
bekkjum grunnskóla á leikritið er
að gefa innsýn í veröld flótta-
mannsins og það sem hann kann
að hafa gengið í gegnum á flótta
sínum að heiman.
Á síðasta ári bauð Reykjavík-
urdeild RKÍ3.800 nemendum í höf-
uðborginni á Mirad.
Grunnskólanemar
sjá leikrit í boði
Rauða krossins
RÚMLEGA 4.000 forustu-
greinar Jónasar Kristjáns-
sonar á tímabilinu 1973-2001
hafa verið settar á Netið á
slóðina: www.jonas.is
Um er að ræða leiðara sem
Jónas Kristjánsson hefur
skrifað sem ritstjóri Vísis,
Dagblaðsins og DV.
„Leiðararnir eru í gagna-
grunni með þægilegum leit-
arskilyrðum. Í leiðarasafninu
birtist ákveðin sýn á nútíma-
sögu þjóðar og mannkyns síð-
ustu þriggja áratuga, sem
gæti verið fróðleg fyrir
áhugamenn um slík mál. Með-
al annars er þar röð nýrra
leiðara um þróun mála eftir
hryðjuverkin 11. september,“
segir í fréttatilkynningu.
Rúmlega 4.000
leiðarar
á Netinu
Í KAFFIHÚSINU Rive Guche,
Hamraborg 10 í Kópavogi, opnar
Þór Marteinsson áhugaljósmyndari
sína fyrstu einkasýningu, í dag, laug-
ardag. Ljósmyndirnar eru af norður-
ljósunum og voru teknar í nágrenni
Reykjavíkur á síðustu misserum.
Norðurljós
á ljósmyndum
FLUGLEIÐIR kynna nú um
helgina netflugstilboð þar sem fólki
býðst að panta ferðir sínar á Netinu
og fá 2.000–4.000 kr. afslátt frá al-
mennu fargjaldi.
Netflugstilboðið kemur í beinu
framhaldi af helgaferðatilboðum
Flugleiða og tilboðum frá vildar-
kúbbi Flugleiða, þar sem boðnar eru
ferðir til nokkurra áfangastaða. Með
þessum tilboðum eru Flugleiðir að
bregðast við breyttum aðstæðum í
flugrekstri og ferðaþjónustu, segir í
fréttatilkynningu.
Flugleiðir
kynna net-
flugstilboð