Morgunblaðið - 27.10.2001, Side 50
DAGBÓK
50 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Fréttablaðið
sér um blaðburð
ÞEGAR Fréttablaðið hóf
göngu sína var gerður
samningur við undirverk-
taka um dreifingu á
blaðinu. Það fyrirtæki lenti
í miklum rekstrarerfiðleik-
um sem leiddu til þess að
það dróst úr hömlu að
greiða blaðberum laun.
Þetta var óviðunandi fyrir
Fréttablaðið. Því hefur
samningum við þetta fyrir-
tæki verið rift og Frétta-
blaðið hefur nú greitt upp
vangoldin laun blaðbera og
sér sjálft um dreifingu á
blaðinu.
Blaðberar sem bera út
Fréttablaðið eru um 550
talsins og hafa flestir þeirra
borið blaðið út frá því það
hóf göngu sína fyrir sex
mánuðum. Þeir hafa, sam-
kvæmt nýrri könnun sem
gerð var í september af
PricewaterhouseCoopers,
borið blaðið út á 95% heim-
ila á höfuðborgarsvæðinu. Í
einhverjum tilfellum kunna
þó upplýsingar um blað-
bera að hafa verið ófull-
nægjandi í gögnum undir-
verktakans.
Ef einhverjir fyrrum
starfsmenn þess fyrirtækis
telja sig eiga inni ógreidd
laun vegna útburðar á
Fréttablaðinu hvetjum við
þá til að hafa samband án
tafar í síma 595 6500.
Vígdís Jóhannsdóttir,
dreifingarstjóri
Fréttablaðsins.
Launin ekki greidd
ÉG vil taka undir það sem
Ingibjörg skrifar í Velvak-
anda sl. miðvikudag um að
blaðburðarfólk Frétta-
blaðsins fái ekki greidd
launin sín og vil ég vara
aðra við því að bera Frétta-
blaðið út.
María Halldórsdóttir.
Dýrahald
Berta er týnd
ÞESSI fallega kisa heitir
Berta. Hún á heima í Lauf-
engi 84 í Grafarvoginum og
hefur ekki komið heim síð-
an föstudaginn 12. október.
Hún er ákaflega mannelsk
og ljúf og hennar er sárt
saknað. Hún er eyrna-
merkt í vinstra eyra,
R-0217. Þeir sem vita hvar
Berta er niðurkomin eða
eitthvað um afdrif hennar
eru vinsamlegast beðnir
um að hafa samband í síma
567 8697 eða 695 1619. Eig-
endur Bertu hafa miklar
áhyggjur af henni og yrðu
allar upplýsingar vel þegn-
ar.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
MATREIÐSLUÞÆTTIR hafalöngum verið eitt eftirlætis-
sjónvarpsefni Víkverja. Það er eitt-
hvað óskaplega heillandi við það að
horfa á meistarakokka leika listir
sínar, hvort sem þeir eru að töfra
fram rétti í þeim tilgangi að sýna
áhorfendum fagmannleg vinnu-
brögð, kenna þeim eða einfaldlega
að skemmta. Mætti leiða líkur að
því að þessi takmarkalausa aðdáun
hafi eitthvað með minnimáttar-
kennd Víkverja að gera á vígvelli
eldhússins.
Í gegnum árin hefur verið heldur
fátt um fína drætti í íslensku sjón-
varpi hvað matreiðsluþætti varðar
að undanskildum þáttum Sigga
Hall. Eins ágætur og hann er, full-
nægðu þættir hans ekki þörfum
Víkverja sem hefur því leitað á náð-
ir Fjölvarpsins, nánar tiltekið BBC
Prime, en sú stöð býður upp á úrval
af bestu matreiðsluþáttum sem
breska ríkisstöðin framleiðir.
x x x
UNDANFARIÐ hafa íslenskustöðvarnar loksins verið að
átta sig á ágæti þessa sjónvarpsefn-
is og tveir prýðisþættir verið í boði,
hvor öðrum frumlegri og flottari.
Nakti kokkurinn hefur unnið hug og
hjörtu fólks með látlausu fasi sínu
og jarðbundinni, næsta ruddalegri
eldamennsku og Nigella töfrar fram
hvern réttinn á fætur öðrum á skot-
stundu, eins og ekkert væri auð-
veldara. Verst hvað Víkverji getur
látið það angra sig hvernig hún
sveiflar slegnu hárinu fram og aftur
yfir pottunum. Undarlega ólystugt
athæfi hjá öðrum eins matgæðingi.
x x x
Í VIKUNNI hófst síðan enn einnnýi matreiðsluþátturinn og það
íslenskur í ofanálag, eða réttara
sagt íslensk framleiðsla. Þetta er
Einn, tveir og elda sem Stöð 2 sýnir.
Fyrirmyndin er einhver allra vin-
sælasti matreiðsluþáttur í heimin-
um, breski þátturinn Ready,
Steady, Cook. Vel heppnaður þáttur
þar sem tekist hefur að sameina
tvennt sem sjónvarpsáhorfendur
eru sólgnir í, hagsýna og óheflaða
matargerð og skemmtilegan leik.
Þátturinn gengur út á að tveir færir
matreiðslumenn keppa sín á milli
um hvor stendur sig betur í að mat-
reiða á tuttugu mínútum. Hráefnið
kemur úr pokum tveggja útvalinna
þátttakenda sem fá ákveðna upp-
hæð til innkaupanna. Allt leggst á
eitt um að þátturinn reynist hin
besta afþreying. Léttur og hlédræg-
ur stjórnandi, framúrskarandi
kokkar, hressir og skemmtilegir,
sem leika sér að því að matreiða
kóngafæðu úr hræbillegu hráefni á
skottíma, einungis með því að nota
hugmyndaflugið og góða skapið.
Auðvitað er það sjónvarpskokkur
númer eitt, Siggi Hall, sem stjórnar
íslensku útgáfunni. Fyrsti þátturinn
var á miðvikudaginn og fyrir mann
sem vanist hefur ensku fyrirmynd-
inni var ekki hægt annað en að finn-
ast íslenska eftirlíkingin svolítið
hallærisleg. Svona a.m.k. fyrst um
sinn. Allir að rembast of mikið við
að vera hressir og hver brandarinn
af öðrum missti marks og vel það.
Þátturinn á þó eflaust eftir að
braggast og njóta vinsælda.
Að lokum er eitt atriði í íslensku
útgáfunni sem slær mann en það
tengist upphæðinni sem þátttak-
endur fá til innkaupanna. Í Eng-
landi er miðað við 5 pund eða 750
krónur en hér má kaupa inn fyrir
allt að tvö þúsund krónur. Svipað
magn virðist þó koma upp úr pok-
unum hér og í Englandi. Athyglis-
vert, ekki satt?
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 sköpulag, 8 biskups-
húfa, 9 blunda, 10 magur,
11 safna saman, 13 fram
á leið, 15 næðis, 18
óbreyttur, 21 frístund, 22
skil eftir, 23 styrkjum, 24
svalur.
LÓÐRÉTT:
2 þráttar, 3 hressa við, 4
örskotsstund, 5 kvendýr,
6 skömm, 7 ræfil, 12 hóp-
ur, 14 rotskemmdar, 15
menn, 16 duglegur, 17
blaðlegg, 18 hvell, 19
moluðu, 20 vítt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 ópera, 4 sægur, 7 ólgan, 8 kurfs, 9 auk, 11 iðan,
13 barð, 14 eitla, 15 fans, 17 krás, 20 enn, 22 nálin, 23 æf-
ing, 24 Ingvi, 25 totta.
Lóðrétt: 1 ósómi, 2 ergja, 3 arna, 4 sekk, 5 garfa, 6 ræs-
ið, 10 urtin, 12 nes, 13 bak, 15 fangi, 16 nálæg, 18 reist,
19 sigla, 20 enni, 21 næmt.
K r o s s g á t a
UNDIRRITAÐUR þekkir
mann í Stykkishólmi sem
undanfarin ár hefir róið á
lítilli trillu í sóknar-
dagakerfinu. Þetta er lítil
trilla sem aðeins er róið á í
bestu veðrum og hann er
einn um borð með hand-
snúna rúllu.
Á þessari bátskel hefir
hann verið að fiska um 20
tonn á ári sem er varla
meira en þarf til lágmarks
framfærslu heimilis. Nú
bregður svo við að við
kvótasetningu krókabáta
eru honum úthlutuð fjögur
tonn af þorski og þau síðan
skert um 15% þannig að á
þessu fiskveiðiári má þessi
maður aðeins fiska 3,4 tonn
af þorski. Þetta er um 85%
skerðing og getur hver litið
í eigin barm sem þarf að
taka á sig þannig nið-
urskurð á tekjum sínum.
Kannski er það skoðun
þeirra sem stjórna fisk-
veiðimálum þjóðarinnar að
þessir einyrkjar séu að
rústa fiskistofnunum, en
eitthvað heyrðist í LÍÚ ef
stóru útgerðirnar væru
skertar um 85% í aflamarki.
Hver er hagur þjóð-
arinnar af þessu verklagi?
Og hvert er réttlætið gagn-
vart þeim mönnum sem eru
að reyna að framfleyta sér
og sínum á þennan hátt?
Kannski lætur fólk þetta yf-
ir sig ganga en mikið má
þanþol fólks vera ef eitt-
hvað brestur ekki og hrein-
lega verður uppreisn meðal
þessa fólks þar sem örugg-
lega er um mörg álíka
dæmi að ræða. Og þetta er
enn verra fyrir það að í
þessum tilfellum er um
menn að ræða sem eru
komnir á þann aldur að þeir
eiga mjög erfitt með að fá
aðra vinnu. Í þessu tilfelli
um hálfsjötugan mann að
ræða.
Ein spurning að lokum:
Koma þessir menn og fjöl-
skyldur þeirra til með að
kjósa þá sem standa að
þessum ólögum í næstu
kosningum?
Þórir Guðmundsson.
Lítil saga úr kvótakerfinu
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Haukur fer í dag.
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Mannamót
Bólstaðarhlíð 43.
Fimmtudaginn 1. nóv.
kl. 19–21 leiðbeinir
Ragnar Aðalsteinsson
um vísnagerð, dansað á
eftir. Allir velkomnir.
Vetrarfagnaður verður
fimmtudaginn 8. nóv-
ember. Hlaðborð, sal-
urinn opnaður kl. 16.30,
dagskráin hefst með
borðhaldi kl. 17. Kvöld-
vökukórinn syngur und-
ir stjórn Jónu Kristínar
Bjarnadóttur, happ-
drætti, Húnar (Ragnar
Leví) leika fyrir dansi.
Skráning fyrir miðviku-
daginn 7. nóvember s.
568-5052. Allir velkomn-
ir.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjudögum og fimmtu-
dögum kl. 13–16.30, spil
og föndur. Jóga á föstu-
dögum kl. 13.30. Kóræf-
ingar hjá Vorboðum, kór
eldri borgara í Mos-
fellsbæ á Hlaðhömrum
fimmtudaga kl. 17–19.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
5868014 kl. 13–16. Uppl.
um fót-, hand- og and-
litssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566-8060 kl. 8–16.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Ganga kl. 10, rúta frá
Miðbæ kl. 9:50. Á mánu-
dag verður púttað í Bæj-
arútgerðinni kl. 10 og fé-
lagsvist kl. 13:30.
Á þriðjudag tréút-
skurður í Lækjarskóla
kl. 13. Saumar og bridge
kl. 13:30.
Félagsstarf aldraðra
Lönguhlíð 3. Haustbas-
arinn verður laugardag-
inn 3. og sunnudaginn 4.
nóvember. Tekið á bas-
armunum frá mánudeg-
inum 29. október til
vikuloka.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
1013. Kaffi – blöðin og
matur í hádegi. Sunnu-
dagur: Félagsvist kl.
13.30 4ra daga keppni
annan hvern sunnudag.
Dansleikur kl. 20. Caprí-
tríó leikur. Mánudagur:
Brids kl. 13. Dans-
kennsla, framhald kl. 19
og byrjendur kl. 20.30.
Þriðjudagur: Skák kl. 13
og alkort kl. 13.30.
Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í göngu frá
Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10.
Landssamband eldri
borgara og Skálholts-
skóli bjóða til fræðslu-
daga í Skálholti 29.–31.
október. Fyrirlestrar,
almennar umræður,
kvöldvökur, gönguferð-
ir, staðarskoðun og boð-
ið til tíðasöngs, umsjón
Sr. Bernharður Guð-
mundsson rektor. Skoð-
unarferð um Krýsuvík
2. nóvember nk. – nýir
hverir og gömul gíga-
svæði við Grænavatn.
Kaffi og meðlæti hjá
Ís-hestum. Leið-
sögumaður: Sigurður
Kristinsson. Brottför
frá Ásgarði Glæsibæ kl.
13.30.
Heilsa og hamingja
laugardaginn 10. nóv-
ember nk. í Ásgarði,
Glæsibæ, hefst kl. 13.30,
Laufey Steingríms-
dóttir næringarfræð-
ingur ræðir um hollt
mataræði. Ásgeir Theó-
dórs læknir, sérfræð-
ingur í melting-
arsjúkdómum, ræðir
um krabbamein í ristli
og væntanlega hóprann-
sókn í leit að krabba-
meini. Umræður á eftir.
Upplýsingar og skrán-
ing á ofangreint á skrif-
stofu félagsins kl. 10–16
s. 588-2111. Silfurlínan
opin á mánudögum og
miðvikudögum frá kl.
10–12 f.h. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt að Faxa-
feni 12, sama síma-
númer og áður.
Félagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ.
Gerðuberg. Sund og
leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug á vegum ÍTR
á mánudögum og
fimmtudögum kl. 19.30,
umsjón Edda Bald-
ursdóttir íþróttakenn-
ari. Boccia á þriðjudög-
um kl. 13 og föstudögum
kl. 9.30, umsjón Óla
Kristín Freysteins-
dóttir. Myndlistarsýn-
ing Valgarðs Jörgensen
opin í dag og á morgun
frá kl. 13–16, listamað-
urinn á staðnum. Veit-
ingar í veitingabúð
Gerðubergs. Fimmtu-
daginn 1. nóvember kl.
13.15 félagsvist í sam-
starfi við Fellaskóla,
stjórnandi Eiríkur Sig-
fússon. Allir velkomnir.
Upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í
síma 575-7720.
Vesturgata 7. Flóa-
markaður verður hald-
inn fimmtudaginn 8.
nóvember og föstudag-
inn 9. nóvember frá kl.
13–16. Gott með kaffinu,
allir velkomnir. Helgi-
stund verður fimmtu-
daginn 1. nóvember kl.
10:30, í umsjón séra
Jakobs Ágústs Hjálm-
arssonar dóm-
kirkjuprests.
Tómstundastarf eldri
borgara í Reykjanesbæ
boðið verður upp á
spönskunámskeið,
skráning í s. 861-2085.
Kennari Guðrún Sveins-
dóttir, námskeiðið byrj-
ar þriðjudaginn 6. nóv.
ef næg þátttaka fæst.
Kirkjustarf aldraðra
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fleira.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Kl. 14 op-
ið hús.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Húnvetningafélagið í
Reykjavík. Vetrarfagn-
aðurinn sem halda átti í
Húnabúð laugardags-
kvöldið 27. okt. fellur
niður af óviðráðanlegum
ástæðum.
Félag Snæfellinga og
Hnappdæla í Reykjavík
árshátíð, laugardaginn
3. nóvember, í Breiðfirð-
ingabúð, Faxafeni 14.
Von er á gestum af Nes-
inu. Heiðursgestir verða
hjónin Stefán Jóhann
Sigurðsson og Guðrún
Alexandersdóttir frá
Ólafsvík. Sex í sveit, frá
Grundarfirði, skemmta á
meðan gestir snæða há-
tíðarkvöldverð. Að lok-
um verður stiginn dans.
Veislustjóri Jóhann Jón
Ísleifsson frá Stykk-
ishólmi. Snæfellingar og
velunnarar þeirra vel-
komnir á meðan húsrúm
leyfir. Upplýsingar gefa:
Ásthildur, s. 586-8311,
Guðbjörg, s. 587-7092,
Guðný, s. 567-9232,
Hrafnhildur, s. 554-5354.
Kristniboðssambandið
þiggur með þökkum alls
konar notuð frímerki,
innlend og útlend, ný og
gömul, klippt af með
spássíu í kring eða um-
slagið í heilu lagi (best
þannig). Útlend smá-
mynt kemur einnig að
notum. Móttaka í húsi
KFUM&K, Holtavegi
28, Rvík og hjá Jóni
Oddgeiri Guðmunds-
syni, Glerárgötu 1, Ak-
ureyri.
Breiðfirðingafélag-
iðVetrarfagnaður verð-
ur í Breiðfirðingabúð í
kvöld og hefst kl. 22,
Breiðbandið leikur
gömludansana. Félagar
mætið og takið með ykk-
ur gesti.
Vina- og líknarfélagið
Bergmál. Opið hús verð-
ur laugardaginn 3. nóv-
ember kl. 16 í húsi
Blindrafélagsins,
Hamrahlíð 17, 2. hæð.
Matur, kaffi, fjölda-
söngur, tónlist leyni-
gestir, Fjölmennum.
Þátttaka tilkynnist í
síma 552-1567, 864-4070
eða 891-9017.
Kvenfélag Hreyfils.
Vetrarstarfið hafið.
Fyrsti fundur verður
miðvikudaginn 31. okt.
kl. 20. ath. breyttan
fundardag.
Minningarkort
Minningarspjöld
Kristniboðssambands-
ins frást á skrifstofunni,
Holtavegi 28 (hús
KFUM og K gegnt
Langholtsskóla) sími
588-8899.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í síma
456-2700.
Í dag er laugardagur 27. október,
300. dagur ársins 2001. Fyrsti vetr-
ardagur. Orð dagsins: Sumir miðla
öðrum mildilega, og eignast æ
meira, aðrir halda í meira en rétt er,
og verða þó fátækari.
(Orðskv. 11, 24.)