Morgunblaðið - 27.10.2001, Síða 53

Morgunblaðið - 27.10.2001, Síða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 53 Vesturgötu 2, sími 551 8900 Sixties í kvöld VARÚÐ!! Klikkuð kærasta! Frá framleiðendum Big Daddy kemur drepfyndin gamanmynd um klikkaðar kærustur og vitlausa vini! Hvað gera bestu vinir Silvermans þegar kærastan er að eyðileggja ævilangan vinskap... þeir ræna henni að sjálfsögðu!!! Þú deyrð úr hlátri! Bíómiðar í boði! Með hverri máltíð á Grillhúsinu fylgir bíómiði á Evil Woman!* *á meðan birgðir endast LONE Scherfig hefur þegar leikstýrt tveimur kvikmyndum, Kaj́s Fødsels- dag og Når mor kommer hjem, auk þess að starfa við leikhús, útvarp og sjónvarp. Núna seinast tók hún boði Zentr- opa-félaganna um að gera fimmtu dogmamyndina. Ítalska fyrir byrj- endur hefur tekið inn flesta áhorfend- ur í heimalandinu, eða helmingi fleiri en hin rómaða kvikmynd Festen. Handrit fyrir leikarana „Þegar mér var boðið að gera dogmamynd, tók ég minn tíma til að hugsa málið. Það höfðu þegar verið gerðar fjórar myndir sem allar urðu vinsælar, en Danir voru orðnir nokkuð þreyttir á þeim. Ég vildi vera viss um að geta gert mynd sem yrði ekki „lélega“ dogmamyndin. Þá ákvað ég að gera mynd sem væri létt- ari og fyndnari en hinar og kannski lítil- látari. Ég vildi finna lausnina rétt fyrir framan nefið á mér, og myndin er því tekin í út- hverfi Kaupmannahafnar þar sem kvikmyndaverið er til húsa. Ítölsku- tímarnir fara einmitt fram í húsinu hinum megin við götuna frá skrifstof- unni minni.“ – Var það ekki sami salur og Selma og félagar æfa söngleikinn sinn í Dancer in the Dark? „Jú, einmitt. Ég gat gengið þaðan á alla hina tökustaðina. Þannig valdi ég enga tökustaði vegna útlitsins, heldur vegna nálægðarinnar. Ég vildi að allt yrði mjög einfalt. Leikararnir eru allt fólk sem ég hef unnið með áður, og ég skrifaði hlut- verkin fyrir þau. Eins og Lars Kaa- lund, sem leikur Halv-Finn, talaði mjög góða ítölsku fyrir. Peter Gantz- ler, sem leikur Jørgen Mortensen, hefur tvisvar verið kosinn kynþokka- fyllsti karlmaður Danmerkur. Ég vissi að hann gæti verið mjög fyndinn svo ég skrifaði kómískt hlutverk handa honum. Hlutverkin eru því að- allega skrifuð fyrir leikarana. Reynd- ar í fyrri myndum mínum líka, og núna er ég að skrifa annað handrit handa sama leikarahópi.“ Atvinnumennskan lönd og leið – Og handritið byggist ekki á gam- alli hugmynd? „Nei, alls ekki. Margt í myndinni gerist bara af því að þetta er dogma- mynd. Það eru engin sviðsmynd né sviðsmunir, svo við settum bara það sem var til staðar inn í handritið.“ – Hjálpaði leikhópurinn mikið til við að skapa persónurnar? „Já, þau spinna þó nokkuð. Þau lásu handritið snemma og lögðu mikla vinnu í hlut- verkin. Þau eru í eigin fötum og ákváðu því hvernig þau vildu líta út. Ég hafði ekki hug- mynd um það fyrr en þau birtust á töku- stað. En stundum þegar fólk heldur að þau séu að spinna, einsog þegar Halv- Finn stendur á öskrinu, þá skrifaði ég það. Þau spunnu meira í mildu atriðunum.“ – Fannst þér að lokum gaman að vinna eftir dogmareglunum? „Já, það er svo gaman að láta lönd og leið alla atvinnumennsku um leið og maður mætir á vinnustaðinn,“ seg- ir Lone og hlær. „Þannig verður allt auðveldara. Það besta er að þurfa aldrei að vera fullkomnunarsinni. Þetta er einsog að skrifa og hafa aldr- ei nein lýsingarorð, eða bara nokkur sem maður getur valið úr. Eins og ef skyndilega byrjar að rigna, þá tökum við í rigningunni og atriðið sem upp- haflega átti að gerast í sól verður rigningaratriði. Þannig er þetta mun meiri heimildamyndagerð en venju- leg kvikmyndagerð. Það einkennir víst dogmaleikstjóra að þegar þeir fara aftur í hefðbundna kvikmynda- gerð þá vilja þeir geta haldið þessum möguleika að hlutirnir séu sjálf- sprottnir, en ekki vera svona háður öllum þessum tækjum og tólum. Að koma aftur og vita að tækin hjálpa en eru ekki tilgangur myndarinnar.“ Þýðingarmikið og áhrifaríkt – Þannig að dogma er góður skóli fyrir kvikmyndaleikstjóra? „Já, ef maður er á réttum tíma- punkti á ferlinum. Þessi mynd er mun persónulegri en fyrri verk mín, og seinna líka. Ég hef fundið röddina mína með þessari mynd. Ég er mun öruggari um hana núna.“ – En hvernig kom hugmyndin að þessari mynd sem gerist í þessu þrönga samfélagi? „Presturinn sem kemur á þennan stað til að vinna á stórri sorg, varð fyrstur til og er aðalsöguhetjan. Sumt kemur úr mínu lífi, öðru fundu leik- ararnir upp á. Einsog maðurinn sem vinnur á veitingastað fótboltavallar- ins er maður sem leikarinn þekkti sem krakki og vann á fótboltavelli. Einnig er satt að Juventus kom á þennan fótboltavöll. En saga systr- anna er til dæmis að hluta til um mig og systur mína. Þótt okkar æska hafi verið mun betri en þeirra! Ha ha.“ – Var ekkert flókið að skrifa hand- ritið þar sem sögur alls þessa fólks tengjast hver annarri? „Ég vann sem handritshöfundur fyrir sjónvarpsþætti, m.a Taxa og uppbyggingin í myndinni er svipuð og í sjónvarpsþætti, svo ég kunni að láta allar þessar sögur renna saman. En það erfiða er að gera handritið þýð- ingarmikið og áhrifaríkt, að gera þetta vel.“ Mynd um missi og ást – Í myndinni deyr mikið af fólki og loksins fara góðir hlutir að gerast. Er það ekki svolítið háðskt? „Ha, ha. Ein af dogmareglunum er sú að maður getur ekki notað venju- lega dramabyggingu. Í venjulegri mynd þyrfti fólk að berjast við óvini sína, en hér deyja þeir bara. Þetta er mynd um sorg á sinn hátt. Það er dauði prestsfrúarinnar sem skiptir miklu fyrir söguna. Fólk er að missa hvert annað. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta því í rauninni er þetta fyndið. Þetta er mynd um missi og ást. Það kemur betur út í kvikmynd en í orðum.“ – Af hverju heldurðu að þetta sé vinsælasta dogmamyndin? „Ég held að það sé létta og róm- antíska hliðin. Hún er aðgengilegri fyrir áhorfendur en þær fyrri. En ég hafði ekki minnsta grun um að hún myndi ganga svona vel. Svo er þetta spurning um tímasetningu frumsýn- ingarinnar. Ég held að 102 dalmatíu- hundar hafi verið frumsýnd um leið, þannig að samkeppnin var ekki mikil. En fólk fer á hana því hún er fyndin og rómantísk, en segir síðan að það sem því líki sé að þetta er ekki róm- antísk gamanmynd, og því líki meira sorglega hlið myndarinnar. Ég veit það ekki. Það eru margar persónur til að samsama sig við. Mann er ekki að dreyma um að vera Michelle Pfeiffer. Þetta er mynd sem fólk getur tengst á mun nánari hátt.“ Ég lifi góðu lífi – Og þú fékkst fullt af verðlaunum? „Já, myndin fékk Silfurbjörninn í Berlín og Gullhöfrunginn í Portúgal og nokkur áhorfendaverðlaun, í París, Þýskalandi og Póllandi. Hún er á mörgum hátíðum svo það er vonandi að hún fái fleiri verðlaun.“ – Þú hefur fengið verðlaun fyrir all- ar þínar myndir, ertu ekki hlaðin til- boðum? „Jú ... en mig langar að gera litla danska mynd næst. Og kannski seinna, kannski athuga ég hverjir möguleikararnir eru á að fara til út- landa. Ég lifi mjög góðu lífi hér, og það yrði að vera alveg dásamlegt handrit til að fá mig til að flytja. Svo verður kannski næsta myndin mín al- veg hræðileg og ég verð komin aftur í sjónvarpsgeirann aftur. Það er áhætta í hvert skipti sem maður gerir mynd. Kannski er myndin góð af því að ég var til í að taka framaáhættu.“ – Ertu að skrifa nýja handritið ein? „Nei, ég er að skrifa með Anders Thomas Jensen, hann skrifaði Blink- ende Lygter og fékk Óskarinn fyrir stuttmyndina sína Valgaften. Hann skrifaði líka tvær dogmamyndir, Mif- unes sidste sang og The King is Alive. Það er mjög gott að skrifa með hon- um því hann er mjög fyndinn og næmur. Hann er líka karlmaður og yngri en ég. Samstarfið gengur mjög vel. Við hlæjum svo mikið að ég trúi því ekki að ég sé á launum!“ Vinsælasta dogmamyndin: Hef fundið mína rödd Leikstjórinn Lone Scherfig sagði Hildi Loftsdóttur að myndin væri sú persónuleg- asta til þessa. Hún er fyndin og rómantísk en samt sorgleg. Vinsæld ir my ndarinn ar komu Lo ne í opn a skjöld u. Presturinn boðinn velkominn af Jørgen Mortensen. Ítalska fyrir byrjendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.