Morgunblaðið - 27.10.2001, Side 60

Morgunblaðið - 27.10.2001, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. TVÆR konur á þrítugsaldri létust og tveir til viðbótar eru alvarlega slas- aðir eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa á Nesjavallavegi í gær. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi var talið líklegt að konurnar tvær, sem voru farþegar í aftursæti fólksbílsins, hafi látist samstundis. Ökumaður og farþegi í framsæti voru fluttir alvarlega slas- aðir á slysadeild og þaðan á gjör- gæsludeild. Þeir voru þó ekki taldir í lífshættu. Ökumaður jeppans hlaut sár í and- liti og kvartaði undan eymslum í baki og brjósti. Hann var lagður inn til frekara eftirlits. Bílarnir rákust saman á Nesja- vallavegi, skammt frá vegamótum Hafravatnsvegar og Nesjavallavegar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík virðist sem slys- ið hafi orðið með þeim hætti að öku- maður fólksbílsins hafi misst stjórn á bílnum. Bíllinn hafi snúist á veginum og í veg fyrir jeppann sem ekið var í átt til Reykjavíkur. Báðir bílarnir höfnuðu utan vegar. Tilkynning um slysið barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins klukkan 12.38. Tækjabíll slökkviliðsins var sendur á staðinn auk neyðarbíls með lækni og fjögurra annarra sjúkrabíla. Morgunblaðið/Júlíus Áreksturinn var gríðarlega harður og bera bifreiðarnar þess merki, þar sem þær liggja utan vegar við Nesjavallaveg. Tvær ungar konur létust í árekstri á Nesjavallavegi   ;+ E   <?:>66@,   ' *  !   ) ( E          SJÚKRALIÐAR hafa samþykkt að boða til frekari verkfallsað- gerða og mun verkfallið nú taka til allra sjúkraliða í Sjúkraliðafélagi Íslands, um 1.200 talsins. Um er að ræða þrjú þriggja daga verk- föll, með tveggja vikna millibili. Hið fyrsta hefst 12. nóvember og það síðasta 10. desember. Sjúkraliðar minntu á kjarabar- áttu sína í gær, fjölmenntu í fjár- málaráðuneytið og afhentu Ragn- heiði Árnadóttur, aðstoðarkonu ráðherra, niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar, en 94% starfsmanna ríkisins sem greiddu atkvæði sam- þykktu verkfallsboðun. Þá var haldið áfram í Ráðhús Reykjavíkur þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tók á móti niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar meðal starfsmanna borgar- innar, þar sem 87% samþykktu verkfallsboðun. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, léði borgarstjóra bak sitt svo hún gæti kvittað fyrir móttöku skjals- ins og minnti hún þá á að sjúkra- liðar hefðu breitt bak. Bæði við fjármálaráðuneytið og ráðhúsið sagði Kristín að samningar sjúkra- liða hefðu verið lausir í eitt ár og að Sjúkraliðafélagið ætti tíu ára afmæli í næsta mánuði. Kristín sagði að félagið hefði vænst þess að fá eitthvað annað en mínus í af- mælisgjöf. Sjúkraliðar sem starfa hjá rík- inu hafa lagt niður störf þrjá daga í senn með tveggja vikna millibili frá 1. október. Þriðja verkfallið sem áður hafði verið boðað til á ríkisstofnunum hefst á miðnætti annað kvöld. Verkfallið er farið að hafa víðtæk áhrif á sjúkrahúsun- um þar sem langan tíma tekur að undirbúa hvert verkfall og svo aft- ur að koma starfseminni í gang eftir verkfall. Aðgerðum hefur verið fækkað um tvo þriðju og eru einungis bráðaaðgerðir gerðar. Hætt er við að valaðgerðir breyt- ist í bráðaaðgerðir þurfi ákveðnir sjúklingar að bíða lengi eftir að- gerð. Morgunblaðið/Kristinn „Sjúkraliðar hafa breitt bak,“ sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, þegar Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fékk að nota bak Kristínar til að undirrita móttöku skjals um aðgerðir. Sjúkraliðar boða frek- ari verkfallsaðgerðir  Boða allsherjarverkfall/30 Alvarlegt ástand/30 SJÖ óbindandi verðtilboð bárust frá þeim sem lýst höfðu yfir áhuga á að gerast kjölfestufjárfestar í Lands- síma Íslands hf. með því að kaupa 25% hlutafjár í honum. Í fréttatilkynningu frá einka- væðingarnefnd segir að á meðal bjóðenda séu sum af öflugustu síma- og fjarskipta- fyrirtækjum Evrópu. Gert er ráð fyrir að ljúka sölu til kjölfestufjárfestis fyr- ir árslok, en leggja þarf fram lokatilboð fyrir lok nóvember. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra segir að sú niðurstaða sem orðið hafi úr þessum hluta sé nokkurn veg- inn í takt við það sem búist hafi verið við. Hann sé því mjög sáttur og áhuginn sem fyrirtækin sýni á Landssím- anum sé ánægjulegur. Sjö verð- tilboð bárust  2–4 af 7/22 Kjölfestuhluti Landssímans ÖKUMAÐUR slasaðist er bifreið fór útaf veginum skammt frá Laugar- vatni og valt ofan í skurð í gær. Að sögn lögreglunnar á Selfossi barst tilkynning til hennar um óhappið um tíuleytið í gærmorgun. Óljóst hefði hins vegar verið hve- nær óhappið átti sér stað og var allt eins talið að það hefði átt sér stað um nóttina. Ökumaðurinn var fluttur undir læknishendur á Heilbrigðisstofn- unina á Selfossi. Bifreiðin er mikið skemmd eftir veltuna. Valt við Laugarvatn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.