Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LJÓÐ ungskálda fyrr og nú munu
hljóma á upplestrarkvöldi sem
ljóðvinafélagið Besti vinur ljóðsins
efnir til í Þjóðmenningarhúsinu kl.
20 í kvöld. Dagskráin er haldin í
tengslum við útkomu bókarinnar
Ljóð ungra skálda sem Mál og
menning gefur út og Sölvi Björn
Sigurðsson hefur valið saman ljóð
í. Hrafn Jökulsson, umsjón-
armaður upplestrarkvöldsins,
bendir á að við skipulagningu dag-
skrárinnar hafi verið gengið út frá
þeirri forsögu sem útgáfa ljóða-
safnsins eigi sér. „Bók með sama
nafni kom síðast út árið 1954, og
þá var það Magnús Ásgeirsson
sem valdi efnið, en hann er afi
Sölva Björns sem velur ljóð í bók-
ina sem kemur út nú, 47 árum síð-
ar. Hefur Besti vinur ljóðsins leit-
að til þeirra tíu skálda sem enn
eru meðal okkar og munu nokkur
þeirra heiðra samkomuna með því
að lesa upp úr ljóðum sínum,“ seg-
ir Hrafn en umrædd skáld eru
Einar Bragi, Gylfi Göndal, Arn-
fríður Jónatansdóttir, Þóra Elva
Björnsson, Elías Mar, Thor Vil-
hjálmsson, Hannes Pétursson, Jón-
as Svavár, Stefán Hörður Gríms-
son og Gunnar Dal. Kvaðst Hrafn
vonast til þess að fimm til sex úr
þessum hópi kæmu fram í Þjóð-
menningarhúsinu í kvöld.
Aðspurður segir Hrafn að um
býsna ólíkar kynslóðir skálda að
ræða sem erfitt sé að bera saman.
Þær eigi ef til vill fátt annað sam-
eiginlegt en að eiga ljóð í bókum
sem gefnar eru út í því augnamiði
að sýna fólki það besta sem ung-
skáld sinnar kynslóðar eru að
gera. „Þegar Magnús Ásgeirsson
tók sína bók saman hafði mjög öfl-
ug og umdeild skáldakynslóð verið
að ryðja sér til rúms, en þess má
geta að flest hinna svonefndu at-
ómskálda áttu ljóð í bókinni,“ seg-
ir Hrafn. „Sú skáldakynslóð sam-
tímans sem við fáum að kynnast í
kvöld er talsvert ólík, til dæmis
eru tiltölulega fá nöfn vel þekkt.
En nú sem fyrr eigum við mjög
efnilega kynslóð ungskálda sem
með útgáfunni og upplestrum
verður gerð nokkurs konar úttekt
á,“ segir Hrafn en
ungskáldin sem lesa í
kvöld eru Ása Marín
Hafsteinsdóttir, Ás-
grímur Ingi Arn-
grímsson, Bjarki Val-
týsson, Haukur
Ingvarsson, Iman
Rakel Yasim, Sig-
tryggur Magnason,
Ófeigur Sigurðsson,
Örvar Þóreyjarson
Smárason, Sveinn
Ólafur Gunnarsson,
Steinar Bragi og Sig-
urbjörg Þrast-
ardóttir.
Sérstakur heið-
ursgestur upplestr-
arkvöldins verður sænska skáldið
Goy Persson, en ljóð úr nýrri
ljóðabók hans verða lesin upp á
dagskránni í þýðingu Lindu Vil-
hjálmsdóttur.
Nokkur tímamót eiga sér stað
hjá Besta vini ljóðsins að loknu því
upplestrarkvöldi sem hér um ræð-
ir en þá mun Sölvi Björn Sigurðs-
son taka við af Hrafni Jökulssyni
sem umsjónarmaður félagsins.
Dagskrá kvöldsins er því sú síð-
asta sem Hrafn Jökulsson sér um í
nafni félagsins. Hann segist telja
þau fimmtán ár, sem hann hefur
annast félagið, nægilega langan
tíma til að gegna slíkri ábyrgð-
arstöðu og því upplagt að láta
verkið í hendur yngri kynslóðar.
„Besti vinur ljóðsins hefur frá
því að félagið fæddist á vordögum
árið 1986 efnt til upplestra næst-
um því alls staðar, allt frá Litla
Hrauni, ríkisstjórnarfundum,
kaffihúsum, börum, samkomu-
húsum, til ferja og flugvéla. Menn
hafa því hvergi verið óhultir fyrir
ljóðunum þennan tíma sem við
höfum verið starfandi. Ég held að
félagið sé ákaflega vel komið í
höndum Sölva og þeirrar ungu
skáldakynslóðar sem hann til-
heyrir. Hann hefur sýnt að hann
er skáld gott, en hefur auk þess
mikla þekkingu og yfirsýn á það
sem er að gerast í íslenskum bók-
menntum hjá unga fólkinu,“ segir
Hrafn að lokum.
Ungskáld lesa ljóð sín
Sölvi Björn
Sigurðsson
Hrafn
Jökulsson
BANDARÍSKA myndlist-arkonan Roni Horn ermörgum Íslendingum velkunn, en hún hefur haldið
fjölda sýninga á verkum sínum hér
á landi, jafnframt því sem hún hef-
ur unnið að bókverkaröðinni „To
Place“, sem byggist á huglægum
ljósmyndum frá hálendi og af-
skekktum svæðum Íslands.
Á sýningunni, sem verður opnuð
í i8 kl. 17 í dag, sýnir Roni innsetn-
inguna „Still Water (The River
Thames for Example)“ auk þess
sem hún mun formlega kynna átt-
unda bókverkið í To Place-röðinni,
en það ber titilinn „Becoming a
Landscape“. Verkin tvö sem Roni
miðlar Íslendingum með sýning-
unni sinni eru í senn skyld og ólík.
Roni vinnur þar áfram með mynd-
birtingu skynjaðrar náttúru, annar
vegar nokkurs konar menningar-
hlaðið borgarlandslag í ánni Tham-
es og hins vegar tæra og óharðnaða
náttúru í hveramyndum sem spegl-
ast í andliti ómótaðs unglings.
Á morgun, föstudag, mun Roni
jafnframt flytja fyrirlestur í
tengslum við sýninguna og er hann
haldinn í samvinnu við i8 og
Listaháskóla Íslands. Hefst fyrir-
lesturinn kl. 20 í stofu 24 í listahá-
skólanum.
Skýringar við
hugarflæði
Bókverkið Becoming Landscape
er unnið á vettvangi sem Roni seg-
ist reglulega leita ásjár til, þ.e.
eyðilendum Íslands. „Ég kem úr
umhverfi sem er algerlega mann-
gert, þar sem fólk hefur glatað allri
tilfinningu fyrir hinu upprunalega,
ósnortna, mikilvæga í náttúrunni.“
Sú náttúra sem Roni miðlar í Ís-
landsmyndum sínum, allt frá fyrsta
bókverki To Place-raðarinnar,
„Bluff Life“, til „Arctic Circles“ og
Becoming Landcape, er tjáning
innra landslags, þar sem mörk
skynjunar og hins skynjaða renna
saman.
Tengsl manneskjunnar við um-
hverfið eru mikilvægur þáttur
verkanna sem og tengsl tveggja vit-
unda í mótun merkingar, en Roni
segist tjá þá hugmynd í vinnu sinni
með tvenndir og pör.
Í innsetningunni Still Water má
greina sterk tengsl við bókverkið
„Another Water (The River Tham-
es, for Example)“ sem Roni gaf út á
síðasta ári. Myndrænt viðfangsefni
vekanna er áin Thames í Lundún-
um, og renna ljóðrænar myndbirt-
ingar árinnar í ólíkum lit- og birtu-
brigðum saman við hugleiðingar
tengdar ánni í formi neðanmáls-
greina. Í bókverkinu birtist þessi
samruni í samfelldu og óslitnu flæði
ljósmynda og texta, sem mynda
samfellu, milli blaðsíðna, yfir for-
síðu og baksíðu, sem endar hvergi
og byrjar hvergi, líkt og hringrás
vatns og efna í náttúrunni. Innsetn-
ingin er unnin úr fimmtán stökum
myndverkum, þar sem tilvísunar-
númer tengja neðanmálsgreinarnar
við ána. „Þessi framsetningarmáti
verksins er þó gjörólíkur bókverk-
inu, því innsetningin hefur fimmtán
upphöf og fimmtán enda,“ segir
Roni í upphafi samtals okkar um
Still Water-innsetninguna.
Þegar myndirnar eru skoðaðar
vaknar sterk tilfinning fyrir flæði.
Umfangsmiklar ljósmyndirnar,
sem eru gjörólíkar hver annarri
þótt um „sama“ myndefnið sé að
ræða, virka sterkt á áhorfandann.
Þegar nánar er rýnt í vatnsyfir-
borðið má greina tilvísunarnúmer
neðanmálsgreinanna, stuttra eða
lengri textabrota sem sum hver
vísa hvert í annað. Þannig felur
samspil texta og myndar í sér vísun
til nokkurs konar hugsanaflæðis,
sem áhorfandinn tekur ósjálfrátt
þátt í við skynjun verksins. Íhug-
unin beinist að öllu frá vangavelt-
um um eðli vatnsins, tilrauna til að
orða í hugsun þá liti og þau form
sem við blasa, um þá vitundar-
breytingu sem vatnið veldur, um lík
sem fundist hafa í ánni, um bók-
menntir, ljóð, dægurlög sem fjalla
um ána eða vatnið. Roni segist ekki
vefa þennan vitundarvef myndanna
af ásettu ráði. „Textarnir spretta
fyrst og fremst af minni eigin upp-
lifun á ánni og því leitast ég við að
miðla í verkinu. Hins vegar verður
mín vitund og reynsla ekki að-
greind frá vitund annarra, það er
svo margt í sögu þessarar ár eða í
vangaveltum um vatnið sem aðrir
þekkja, muna eða skynja. Upplifun
áhorfandans er að sjálfsögðu mörk-
uð af hans reynslu og minni, en þó
svo að hann myndi engin tengsl við
tilteknar hugleiðingar getur hann
skilið vitundarreynsluna sem slíka.
Vatnið er í eðli sínu samsafn og í
myndum mínum er það tákngerv-
ingur þess sem ekki er sýnilegt en
skiptir öllu máli.“
Hið myrka og óræða
í ánni Thames
Í eða undir því breiða hugsana-
flæði sem myndirnar fela í sér er
hugurinn reglulega leiddur að
hættum árinnar, myrkri hennar og
óvissu. Í nokkrum neðanmálsgrein-
um reikar hugurinn til þeirra er
hafa fyrirfarið sér í ánni, og byggja
þau textabrot á frásögnum og lög-
regluskýrslum. „Þetta er ein af
hliðum Thames-árinnar, hún laðar
að sér fólk sem er í ójafnvægi.
Hlutfall sjálfsmorða í ánni er gríð-
arlega hátt, þar drekkja sér milli 50
og 100 manns á ári. Morð og sjálfs-
morð eru stór þáttur af veruleika
þeirra sem starfa við ána, t.d. deild-
ar lögreglunnar sem sér um svæð-
ið. Eitt af því sem gerir ána svo
banvæna er hversu straumþung
hún er, en steyptir bakkar hennar
þrengja að vatnsflaumnum. Þeir
sem horfa í ána geta verið vissir um
að hverfa stökkvi þeir út í. Áin er
óvenjuleg að þessu leyti og þetta
greinir hana frá stórborgarám á
borð við Hudson-fljótið.“
Á hinn bóginn segir Roni að
Thames-áin virki á sig sem einkar
þrúgandi, myrkur staður. „Vatn er
ekki beinlínis fyrirbæri í sjálfu sér,
það er fremur samsafn alls þess
sem það hefur komist í snertingu
við og alls sem er í kringum það.
Ég held að það sé engin tilviljun að
Thames er svo myrk og gruggug.
Hér er ekki mengun um að kenna
því engin iðnaðarstafsemi fer fram
á ánni eða við hana. Ef til vill eru
einhverjar aðrar ástæður fyrir
áferð hennar, en eigi að síður hefur
hún ákveðið seiðmagn sem kemur
frá umhverfinu sem speglast í
henni. Lundúnaborg hefur mjög
hlaðna sögu og menningu, jafnvel
veðrið er dumbungslegt á þessum
slóðum. Áin er jafn tilfinningaleg
og hún er þrúgandi,“ segir Roni
Horn að lokum og bíða verk hennar
frekari skynjunar gesta gallerís i8.
Sýning Roni stendur til 12. jan-
úar 2002.
Thames-áin laðar að sér
fólk sem er í ójafnvægi,
segir myndlistarmað-
urinn Roni Horn en
hún er komin hingað
til lands frá New York
til að halda sýningu í
galleríi i8. Hún sagði
Heiðu Jóhannsdóttur
frá samskiptum sínum
við Thames og
eyðilendur Íslands.
Um vatnið liggja
ótal vitundir
Hluti innsetningar Roni Horn, Still Water (The River Thames, for Example), í galleríi i8.
heida@mbl.is
Úr nýútkomnu bókverki Roni Horn, Becoming a Landscape.