Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN
44 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EF TAKA má
ákveðinn texta í Biblí-
unni bókstaflega hlýtur
Guðjón Guðmundsson
að vera með sælli
mönnum. Hann hefur
smíðað sér afar ein-
falda mynd sem hann
lagar tilveruna að.
Formúlan er svona:
„Ég veit hvað framfar-
ir eru og það sem ég vil
er rétt. Þeir sem eru
mér ósammála hafa
rangt fyrir sér og eru á
móti framförum.“
Reyndar virðist Guð-
jóni hafa brugðið illa
við umfjöllun um
byggðamál á landsfundi Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
Sem stjórnarmaður í Byggðastofnun
um árabil þekkir hann manna best
hvernig þessi mál hafa þróast í
valdatíð Davíðs Oddssonar. Um það
voru einmitt reiddar fram upplýs-
ingar á nefndum landsfundi. Talið
frá fyrsta heila valdaári hans 1992 til
og með haustsins í haust teljast
brottfluttir af landsbyggðinni um-
fram aðflutta nálægt tólf þúsund
manns.
Í reynd er málflutningur Guðjóns
svo barnalegur að ekki kallar í sjálfu
sér á svör. Svo mikið er víst að þjóðin
lætur sér í léttu rúmi liggja tilraunir
andstæðinga VG til þess að klekkja á
okkur á þennan hátt. Linnulaust í
a.m.k. tvö ár hefur Framsóknar-
flokkurinn, sjálfsagt samkvæmt
skipun að ofan eða tillögum frá aug-
lýsingastofu, þulið sömu tugguna um
flokkinn sem sé á móti öllu. Fram-
sóknarmönnum hefur nú bæst liðs-
maður í Guðjóni Guðmundssyni.
Ónákvæmni í meðferð
staðreynda
Guðjón Guðmundsson fer í grein
sinni svo frjálslega með staðreyndir
að ábyrgðarhluti væri að láta rang-
færslur hans, merkilega margar í
stuttri blaðagrein, standa athuga-
semdalaust.
1. Guðjón Guðmundsson fullyrðir,
og réttilega, að VG sé á móti Kára-
hnjúkavirkjun og Norðlingaöld-
umiðlun sem mundi spilla Þjórsár-
verum. Þetta er rétt. Við höfnum
þeim miklu umhverfisspjöllum sem
af þessum framkvæmdum myndu
hljótast. Við tökum afstöðu með
náttúrunni og varðveislu hennar.
Guðjón Guðmundsson tekur þar af-
stöðu á móti.
2. Guðjón fullyrðir að við tölum af
fyrirlitningu um störf við stóriðju og
hann hafi aldrei skilið hvers vegna.
Engin dæmi nefnd. Fullyrðingunni
er hafnað. Ég kannast ekki við að
talsmenn VG hafi talað af virðing-
arleysi, hvað þá fyrirlitningu, um
þessi störf. Hins vegar
höfum við aðrar
áherslur um atvinnu-
uppbyggingu á Íslandi
en þær einar að fjölga
hér álverum.
3. Guðjón fullyrðir að
VG sé á móti stórátaki í
fiskeldi sem nú eigi að
hefja á landsbyggðinni.
Fullyrðingin er röng.
Við erum ekki síður en
aðrir áhugasöm um
möguleika t.d. í lúðu-
eldi, áframeldi á þorski,
eldi sæeyrna, barra,
hlýra, beitarfisks,
sandhverfu eða kræk-
linga. Við tókum hins
vegar þá afstöðu að áform um um-
fangsmikið sjókvíaeldi á laxi af er-
lendum uppruna yrðu að sæta mati á
umhverfisáhrifum. Ekki síst ætti að
meta þá áhættu sem það gæti haft í
för með sér fyrir villta laxastofninn.
Við tökum afstöðu með hinni villtu,
íslensku náttúru og veiðihagsmun-
um átjánhundruð jarða. Guðjón Guð-
mundsson tekur afstöðu á móti.
4. Guðjón fullyrðir að við höfum
verið á móti Íslenskri erfðagrein-
ingu. Fullyrðingin er röng. Við buð-
um fyrirtækið velkomið í hóp ís-
lenskra fyrirtækja þegar það hóf hér
störf. Við lögðumst hins vegar gegn
miðlægum gagnagrunni á heilbrigð-
issviði. Við tókum afstöðu gegn
ónógri persónuvernd og einokun
eins fyrirtækis á heilbrigðisupplýs-
ingum þjóðarinnar. Við tökum af-
stöðu með persónuvernd og við-
skiptafrelsi. Guðjón Guðmundsson
tekur þar afstöðu á móti.
5. Guðjón Guðmundsson fullyrðir
að VG hafi að sjálfsögðu verið á móti
þingsályktunartillögu sinni um hval-
veiðar þegar hún var samþykkt á Al-
þingi og að þeir tveir þingmenn
flokksins, sem þá sátu á þingi, hafi
greitt atkvæði á móti tillögunni.
Fullyrðingin er röng. Við Ögmundur
Jónasson sátum hjá þegar tillagan í
heild var afgreidd og vorum þar í
ágætum félagsskap nokkurra flokks-
systkina Guðjóns, s.s. Tómasar Inga
Olrich, Láru Margrétar Ragnars-
dóttur og Katrínar Fjeldsted.
Álnauðhyggja miðaldra karla
Guðjón reynir að gera sér mat úr
útúrsnúningum á yfirskrift lands-
fundar VG. Með hugtakinu fjöl-
breytni var verið að vísa m.a til fjöl-
breytni í atvinnulífi, menningu og
mannlífi, samfélagsgerð o.s.frv.
Þessari yfirskrift fundarins og lyk-
ilhugtakinu „fjölbreytni“ var ætlað
að kalla fram skoðanaskipti og reifa
möguleika sem of lítill gaumur er
gefinn. Það tókst afar vel.
Álnauðhyggja núverandi ríkis-
stjórnar er algjör andstæða þeirrar
fjölbreytnihugsunar sem við viljum
leggja til grundvallar framsækinni
atvinnustefnu. Við viljum tefla fram
sambærilegum áherslum og gefist
hafa vel hjá nágrannaþjóðum.
Það undirstrikar stöðu Guðjóns
Guðmundssonar að hann hefur uppi
fjallagrasa- og hreindýramosa-
brandara að hætti Framsóknar-
manna. Nær væri að segja að þar sé
talað af fyrirlitningu um verðmæti
og störf sem sækja má til íslenskra
jurta, jarðefna og annara náttúru-
auðlinda af því tagi. Guðjón sleppir
að vísu að nefna einkennisjurt Ísólfs
Gylfa og Framsóknarflokksins,
hundasúruna, og veit ég ekki hvers
hún á að gjalda í þessu tilviki.
Svo neyðarlega vill til að með
sama tölublaði Morgunblaðsins og
grein Guðjóns birtist í fylgdi frétta-
bréf Útflutningsráðs Íslands, Út-
herji. Á forsíðu er viðtal við konur
sem reka fyrirtækið SDS-smyrsl og
hyggjast nú sækja í auknum mæli á
erlendan markað. Og hvað skyldu
þessar konur nú nota í sín smyrsl
annað en fjallagrös sem þær tína
sjálfar! Staðreyndin er nefnilega sú
framleiðsla úr íslenskum jurtum og
jarðefnum er nú einn mesti vaxtar-
sproti í íslensku atvinnulífi. Gjarnan
er um að ræða fyrirtæki kvenna sem
með úsjónarsemi, dugnaði og bjart-
sýni hafa skapað störf og verðmæti
úr jurtum og jarðefnum með fram-
leiðslu heilsuvara, lyfja og snyrti-
vara. Í Hagtíðindum má sjá að vöxt-
ur útflutningstekna úr ýmsum
greinum af þessum toga er ör um
þessar mundir.
Það er því lítil ástæða til að tala af
fyrirlitningu um slíka vaxtarsprota
íslensks atvinnulífs. En auðvitað er
erfitt þeim, sem einu sinni hafa tekið
trúna á álið, að viðurkenna að nokk-
uð annað geti skipt máli í atvinnulífi
okkar. Sérstaklega virðist miðaldra
karlmönnum úr Framsóknarflokki
og Sjálfstæðisflokki reynast erfitt að
meðtaka þá staðreynd.
Guðjón Guðmundsson
– á móti veruleikanum
Steingrímur J.
Sigfússon
Höfundur er alþingismaður og
formaður vinstrigrænna.
Stjórnmál
Auðvitað er erfitt þeim,
sem einu sinni hafa tek-
ið trúna á álið, segir
Steingrímur J. Sigfús-
son, að viðurkenna að
nokkuð annað geti skipt
máli í atvinnulífi okkar.
FORDÓMAR finn-
ast víða, fordómar og
skilningsleysi á ís-
lenskri tónlist. Hún
hefur aldrei átt upp á
pallborðið hjá hinni
svokölluðu listaelítu og
unnendum klassískrar
tónlistar sem telur óp-
erur og klassík vera
það eina sem kalla má
tónlist.
Íslensk alþýðutón-
list, sú tónlist sem skil-
greind er sem popp
eða rokk, er ekki list í
þeirra huga, djassinn
og vísnatónlistin eru
svo á einskismanns-
landi. Þessir dýrkendur fagurtón-
listar eru oftar en ekki úr efri stig-
um þjóðfélagsins, og raunveru-
leikaskyn þeirra nær ekki niður í
neðstu tröppuna, enda gengur þetta
fólk víst aldrei stiga almúgans held-
ur tekur lyftu fagurfræðinnar inn í
tónleikasali lífs síns. Þetta fólk hefur
sambönd, tengist ríkjandi valdhöf-
um hverju sinni, í krafti auðs, ætt-
artengsla eða flokkstengsla, og telur
sig einhverskonar æðri tegund, ein-
hverskonar guðdómlegan silfrandi
bjartan dúr sem umgengst ekki
dökku mollin nema fyrir tilviljun ör-
laganna.
Stjórnendur Rásar 2 ættu að
prófa að hlusta eingöngu á keppi-
nautana í hálfan mánuð og heyra
hvað er verið að spila þar. Líklega
myndu þeir roðna af stolti yfir því
frábæra starfi sem unnið er á Rás 2.
Nú eru komin upp sú hugmynd að
flytja Rás 2 norður á Akureyri og
gera hana að miðstöð
svæðisútvarps og ein-
hverjum virðist líka sú
hugmynd vel. Ríkið
ætti að sjá sóma sinn í
að starfrækja svæðis-
útvarp á landsbyggð-
inni. Það er eðlileg og
sjálfsögð þjónusta við
fólk úti á landi. Þeir
peningar sem hafa
horfið í allskonar verk-
efni ríkisstjórnarinnar,
endurnýjun skrifstofu-
húsnæðis Alþingis, ál-
versframkvæmdir og
svo framvegis, væru
betur komnir í að
styrkja Ríkisútvarpið.
Ég segi fullum fetum að við þurf-
um á Ríkisútvarpinu að halda. Rás
tvö hefur síðustu árin verið helsti
vinur og verndari íslenskrar tónlist-
ar í landinu, sem og íslenskrar
tungu, meðan aðrar tónlistarstöðvar
afneita íslenskri tónlist, neita að
spila hana. Umræðan um Rás 2 hef-
ur hins vegar aðallega snúist um
peninga á yfirborðinu og á einn veg,
skera niður. Ef betur er að gáð er
einhver rotnunarlykt af málinu og ef
gengið er á hana finnur maður upp-
tök hennar, pólitík. Það er einhver
óþverra pólitísk lykt af málinu.
Aðrar stöðvar telja íslenska tón-
list ekki boðlega íslenskum hlust-
endum og velja að spila tónlist sem
aðallega er flutt á ensku og ef
heppni er með í spilinu þá fá kannski
vinir sem eru í hljómsveit að fljóta
með. Ég veit að vísu að Útvarp Saga
spilar íslenska tónlist en ansi ein-
hæfa. Samt hlusta ég bæði á Útvarp
Sögu og Rás 2.
Á hinum svokölluðu frjálsu stöðv-
um ráða línuritin ríkjum, gangandi
um í Armani-jakkafötum, kafandi
kúbanskan vindlareyk, eða þá mið-
aldra töffarar með X stimplað á enn-
ið, í rasssíðum gallabuxum heilsandi
„jó man“. Þeir vita hvað má spila og
hvað má ekki spila þar sem hroki,
heimska og ritskoðun ráða ríkjum
vegna þeirra eigin hæfileika sem eru
fólgnir í að geta ekki skapað eða
ímyndað sér eitt eða neitt. Allt er
Tónlistarútvarp
Bubbi
Morthens
Rás 2
Ef ykkur er annt um ís-
lenska tungu og tónlist,
segir Bubbi Morthens,
þá í guðanna bænum
látið Rás 2 í friði.
Á undanförnum
dögum hefur verið
umræða í fjölmiðlum
um Þingvallavatn og
m.a. hvort vatnið sé
mengað af áburðar-
efnum, aðallega köfn-
unarefni.
Hvað er mengun?
Samkvæmt skilgrein-
ingum í íslenskum
lögum (nr. 7/-1998 um
hollustuhætti og
mengunarvarnir) er
það mengun þegar ör-
verur, efni og efna-
sambönd og eðlis-
fræðilegir þættir
valda óæskilegum og
skaðlegum áhrifum á heilsufar al-
mennings, röskun lífríkis eða
óhreinkun lofts, láðs eða lagar.
Mengun tekur einnig til ólyktar,
hávaða, titrings, geislunar og
varmaflæðis og ýmissa óæskilegra
eðlisfræðilegra þátta.
Áburðarefni eru nauðsynleg fyr-
ir framleiðslu gróðurs í vötnum og
hafa áhrif á lífmagn og líffræðilega
fjölbreytni. Aukin áburðarefni
stuðla að auknum vexti gróðurs.
Þegar aukin framleiðsla af þeirra
völdum veldur röskun á búsvæðum
og jafnvægi í vistkerfinu er um
ofauðgun að ræða. Viðkvæmasta
búsvæðið fyrir slíkri röskun er
samkvæmt rannsóknum og tilraun-
um sennilega hið svokallaða krans-
þörungabelti á 10 til 20 m dýpi í
vatninu.
Stór, tær og næringarsnauð vötn
eru þekkt og njóta
vinsælda fyrir sín
„ósnortnu“ einkenni
og eru eftirsótt til
sumardvalar og úti-
vistar. Vötn af þessum
toga eru ekki mörg í
heiminum og vötnum
sem skilgreind eru
sem „ósnortin“ fer
fækkandi (samkvæmt
skýrslu frá Umhverf-
isstofnun Evrópu).
Ekki er ágreiningur
um að vernda eigi
þessi vötn sérstak-
lega. Fram hefur ver-
ið sett sú krafa að
Þingvallavatn eigi að
telja í hópi þessara vatna. Afleiðing
þess, ef ástæða þykir til að við-
halda vatninu ósnortnu, er að koma
þarf í veg fyrir að framleiðsla þör-
unga í vatninu aukist að því marki
sem breytt geti ásýnd þess og ein-
kennum.
Í Þingvallavatn skolast áburðar-
efni vegna ferðaþjónustu, sum-
arbústaða, áburðargjafar á ræktað
land og annarrar starfsemi. Einnig
fellur loftborið köfnunarefni á
vatnasvæði Þingvallavatns og er
talið að hluti þess berist frá öðrum
löndum. Sterkar vísbendingar eru
um að uppblástur á svæðinu hafi
aukið útskolun áburðarefna og
framleiðslu þörungagróðurs. Hægt
er að áætla magn áburðarefna sem
berst inn á vatnasvæðið vegna
starfsemi mannsins en ekki er unnt
að meta áhrif þeirra á lífríki vatns-
Er Þingvalla-
vatn mengað?
Gunnar Steinn
Jónsson
BORGARYFIRVÖLD!
TIL HAMINGJU MEÐ EINS ÁRS AFMÆLIÐ
Kjarasamningar sálfræðinga hjá Reykjavíkurborg hafa nú
verið lausir í eitt ár, frá 1. nóv. 2000 til 1. nóv. 2001.
Tuttugu og átta sálfræðingar sinna störfum sérfræðinga hjá Reykjavík-
urborg. Meðalheildarlaun annarra starfsstétta borgarinnar, eins og
verkfræðinga, lögfræðinga og viðskiptafræðinga, eru um það bil 40%
hærri en meðallaun sálfræðinga. Starfsstéttir þessar eru sambærilegar
hvað varðar lengd náms, ábyrgð og umfang starfs og kröfur um sjálf-
stæði í starfi. Sálfræðingar borgarinnar krefjast þess að höfð sé hlið-
sjón af launum ofangreindra stétta í samningum.
Fyrir nokkru var gengið frá samningum við sálfræðinga sem starfa hjá
ríki og sveitarfélögum. Eftir þá samninga eru kjör sálfræðinga borgar-
innar þau verstu meðal sálfræðinga landsins.
Launatilboð samninganefndar Reykjavíkurborgar eru ekki í neinu sam-
ræmi við þau laun sem borgin hefur þegar samið um við sambærilegar
starfsstéttir. Það launatap sem við höfum orðið fyrir við hina eins árs
löngu samningalotu er fullkomlega óviðunandi.
Við skorum á borgaryfirvöld að semja nú þegar við sálfræðinga
borgarinnar.
Sálfræðingar hjá Reykjavíkurborg
KVEN-
SÍÐBUXUR
3 SKÁLMALENGDIR
Bláu húsin við Fákafen.
Sími 553 0100.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga 10-16.
Ungbarnafatnaður
Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og
verðið. Allt fyrir mömmu.
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.
MEÐGÖNGUFATNAÐUR
fyrir mömmu
og allt fyrir litla krílið
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136