Morgunblaðið - 01.11.2001, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 01.11.2001, Qupperneq 50
KIRKJUSTARF 50 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn organista. Biblíulestur og fræðsla í safnaðarheimili Áskirkju kl. 20 í umsjá sóknarprests. Orð postulans „allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrk- an gjörir“, höfð að leiðarljósi við íhugun orða ritningarinnar. Árni Bergur Sigur- björnsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheim- ilinu kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu verði. Ýmsar uppákomur. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björns- dóttir. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Ath. breyttan tíma. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn. Fræðsla: Slysavarnir. Herdís Stor- gaard, verkefnisstjóri Árvekni, upplestur, söngstund, kaffispjall. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunn- ar Gunnarsson leikur á orgel kirkjunnar kl. 12–12.10. Léttur málsverður í safn- aðarheimili að stundinni lokinni. Samvera eldri borgara kl. 14. Ólafur Mixa læknir kemur og ræðir um heilbrigði á efri árum. Þjónustuhópur Laugarneskirkju, kirkju- vörður og sóknarprestur annast stundina. (Sjá síðu 650 í textavarpi.) Neskirkja. Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur fyrir Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk. Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Umsjón Bolli og Sveinn. Félagsstarf aldraðra laug- ardaginn 3. nóvember. Óvissuferð. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 14. Eftir ferðina verður borinn fram léttur máls- verður. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að tilkynna þátttöku sína til skrif- stofu kirkjunnar í síma 511 1560. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Reykjavíkurprófastsdæmi og leikmanna- skóli kirkjunnar. Boðið verður upp á bibl- íulestra þar sem tekin verða fyrir ákveðin þemu í Biblíunni og þau sett í samhengi við prédikunartexta kirkjuársins. Sjö dagsverk. Fjallað verður um sköpun heimsins samkvæmt fyrstu Mósebók. Átta skipti í Breiðholtskirkju kl. 20–22. Kennari dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir og ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Æsku- lýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20–22. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarða. Léttar veitingar eftir stundina. Fella- og Hólakirkja. Helgistund og bibl- íulestur í Gerðubergi kl. 10.30–12 í um- sjón Lilju djákna. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 17. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldri borgur- um í dag kl. 14.30–16.30 í safnaðar- heimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. KFUM-fundur fyrir stráka á aldrinum 9–12 ára kl. 16.30. Vídalínskirkja. Umræðu- og leshópur starfar í safnaðarheimilinu kl. 20– 21.Biblíu- og trúfræðsla fyrir alla. Kyrrð- arstund í kirkjunni kl. 21. Ath. breyttan tíma. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og fyrirbænir. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimili eftir stundina. Allir vel- komnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17–18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn (TTT) í dag kl 17. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Var- márskóla á fimmtudögum frá kl. 13.15– 14.30. Landakirkja. Kl. 9 fermingarmót í Landa- kirkju allan daginn. Mótinu lýkur með kvöldvöku kl. 20 og helgistund sem ætl- uð er fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Mömmumorgunn fellur niður á fimmtudag en æfing hátíðarkórs Vest- mannaeyja verður í sal Tónlistarskólans á venjulegum tíma. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi kl. 14.30–15.10, 8. MK í Heiðarskóla. Kl. 15.15–15.55 8. SV í Heiðarskóla. Fundur fyrir þá sem misst hafa ástvini sína í sjálfsvígum verður haldinn í Kirkjulundi kl. 20. AD KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20. Sumarbúðirnar í Knattholmen og fréttir af starfi Skógarmanna. Ársæll Að- albergsson, Sigurður Pétursson og Ingi Erlingsson sjá um efni fundarins. Hugleið- ing: Ólafur Sverrisson. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf Á ALLRA heilagra messu fimmtudagskvöldið 1. nóv. kl. 20.30 verður kvöldsamkoma í Skálholtsdómkirkju á vegum Skálholtssóknar og Skálholts- staðar. Dr. Pétur Pétursson flytur er- indi sem hann nefnir „María Guðsmóðir í máli og mynd“. Auk þess mun Sigrún Reynisdóttir tala um sögu altaristöflunnar í Skálholtsdómkirkju. Fjölbreytt tónlistardagskrá verður á sam- verunni og munu m.a. Hilmar Örn Agnarsson, Jóhann Stef- ánsson, sr. Gunnar Björnsson, Kammerkór Biskupstungna og Sigríður Guðnadóttir flytja tón- list. Sunnudaginn 4. nóvember kl. 14 verður messa í Skálholts- dómkirkju og verður þá látinna sérstaklega minnst í tilefni af allra heilagra messu. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur mun prédika og þjóna fyrir altari en ungt fólk mun aðstoða við helgi- haldið. Skálholtskórinn og Barna- kór Biskupstungna munu syngja undir stjórn organistans Hilmars Arnar Agnarssonar. Auk þess mun kvennakórinn Vox Femine syngja. Hinn þekkti organisti Er- ich Piasetzki mun leika á orgel kirkjunnar ásamt organistanum. Frá Skálholtsdómkirkju. Gospel á Ömmukaffi UNGT fólk og lúxus eru fimmtu- dagskvöldin nefnd á Ömmukaffi, Austurstræti 20, Reykjavík. Í kvöld verður það hljómsveitin Trompet sem leikur gospel fyrir gesti og gangandi í miðborginni. Öllum 18 ára og eldri er velkom- ið að koma við og hlusta á frá- bæra tónlist á vinalegu kaffihúsi þar sem fæst heimsins besta kaffi og kakó. Húsið verður opnað kl. 20 og því er lokað kl. 23. Ömmukaffi og miðborgarstarf KFUM/K. Málþroski barna í Háteigskirkju Á FORELDRAMORGNI fimmtu- daginn 1. nóv. heldur Sigrún Gröndal, talmeinafræðingur og leikskólakennari, erindi um mál- þroska barna. Húsið er opnað klukkan tíu og hefst fræðslan klukkan hálfellefu. Foreldramorgnar í safnaðar- heimili Háteigskirkju eru öllum opnir. Opið hús er alla fimmtu- daga frá 10 til 11.30 en fyrsta fimmtudag í mánuði er fræðsla. Fjölmennum og tökum þátt í áhugaverðri dagskrá. Nánari upplýsingar um foreldramorgna í Háteigskirkju gefur Pétur Björg- vin Þorsteinsson, fræðslufulltrúi Háteigskirkju, í síma 551 2407. Nóvemberdagar í Skálholts- dómkirkju SkálholtskirkjaNORÐMENN og Bandaríkja- menn spila til úrslita í opnum flokki á heimsmeistaramótinu í brids, en und- anúrslitunum lauk í gær. Í kvenna- flokki keppa Frakkar og Þjóðverjar til úrslita. Mikil spenna var í undanúrslitaleik Norðmanna og Ítala í gær. Eftir fjór- ar lotur af sex höfðu Norðmenn náð rúmlega 40 stiga forskoti en Ítalir klóruðu í bakkann í fimmtu lotunni og munaði 24 stigum fyrir síðustu lot- una. Ítalirnir söxuðu síðan jafnt og þétt á forskot Norðmanna en spilin voru ekki nægilega mörg, lokastaðan var 194:189. Norska liðið er skipað kunnum spilurum: Geir Helgemo, Tor Hel- ness, Erik Sælensminde, Boye Brogeland, Glen Grötheim og Terje Å. Þeir hafa verið í góðu formi í París og því kæmi ekkert á óvart þótt þeir hömpuðu Bermúdaskálinni í mótslok. Í hinum undanúrslitaleiknum unnu Bandaríkjamenn Pólverja örugglega, 169:133. Í bandaríska liðinu spila Al- an Sontag, Peter Weichsel, Chip Martel, Lew Stansby, Kyle Larsen og Rose Meltzer. Í kvennaflokki unnu Frakkar Bandaríkjamenn, 261:148. Þá unnu Þjóðverjar Austurríki, 240:207. Eins og Norðmenn hafa frönsku konurnar verið í góðu formi það sem af er mótinu og munu líklega hampa Fen- eyjabikarnum í leikslok. Létt og leikandi Norðmennirnir spila léttan og leik- andi brids. Hér er slemma sem þeir græddu á í leiknum gegn Ítölum. Vestur gefur, enginn á hættu: Norður ♠ 43 ♥ K974 ♦ 86 ♣ÁKG102 Vestur Austur ♠ 87 ♠ KG109 ♥ D1086 ♥ G53 ♦ ÁG973 ♦ KD1042 ♣D5 ♣3 Suður ♠ ÁD652 ♥ Á2 ♦ 5 ♣98764 Við annað borðið sátu Helgemo og Helness AV og Alfredo Versace og Lorenzo Lauria NS en við hitt borðið sátu Sælensminde og Brogeland AV og Norberto Bocchi og Giorgio Dub- oin AV: Vestur Norður Austur Suður Helgemo Versace Helness Lauria Pass 1 lauf 1 tígull 1 hjarta 2 spaðar pass 3 tíglar 4 lauf 4 tíglar pass pass 5 lauf// Vestur Norður Austur Suður Duboin Boye Bocchi Erik Pass 1 lauf 1 tígull 1 spaði dobl 2 lauf 2 tíglar 4 tíglar 5 tíglar 6 lauf// Þegar spaðasvíningin gekk feng- ust 12 slagir og Norðmenn græddu 11 stig. Spil ársins Tilkynnt var í París í vikunni hvaða spil og spilarar þættu hafa skarað fram úr á síðasta ári. Spil ársins 2000 var valið þetta hér en það spiluðu Bandaríkjamennirnir Larry Cohen og David Berkowitz í móti í Banda- ríkjunum: Norður ♠ – ♥ K74 ♦ ÁK862 ♣KDG53 Vestur Austur ♠ 7 ♠ DG1065432 ♥ D109852 ♥ G ♦ 54 ♦ DG107 ♣9742 ♣-- Suður ♠ ÁK98 ♥ Á63 ♦ 93 ♣Á1086 Vestur Norður Austur Suður Cohen Berkow. 1 grand pass 2 spaðar* 4 spaðar 5 lauf pass 5 tíglar pass 5 hjörtu pass 7 lauf// 2 spaðar voru yfirfærsla í lauf og síðan runnu þeir félagar í al- slemmuna þrátt fyrir hindrun aust- urs. Út kom spaðasjöan og Berkowitz henti hjarta í borði og tók heima með kóng. Hann spilaði næst laufi á kóng; hann mátti ekki byrja á laufásnum heima því þá hefði spilið tapast. Þeg- ar legan kom í ljós tók sagnhafi ÁK í tígli og trompaði tígul með tíunni, vestur henti hjarta. Næst spilaði Berkowitz spaðaás en vestur féll ekki í þá freistni að trompa heldur henti hjarta. Sagnhafi henti þá tígli í borði og trompaði því næst spaða í borði og enn henti vestur hjarta. Sagnhafi tók nú hjartakóng í borði og trompaði síðasta tígulinn heim með ás og vestur henti fjórða hjartanu. Nú kom laufáttan. Vestur varð að leggja níuna á og Berkowitz drap í borði, fór heim á hjartaás og í tveggja spila endastöðu spilaði hann hjarta. Vestur átti eftir 74 í trompi og blind- ur G5 og því fengust tveir síðustu slagirnir á trompbragði. Norðmenn og Bandaríkjamenn spila til úrslita um Bermúdaskálina BRIDS Heimsmeistarakeppnin í brids er haldin í París dagana 21. október til 4. nóvember. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu og er slóðin www.bridge.gr Guðm. Sv. Hermannsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.