Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Björns-dóttir fæddist á Ísafirði 13. janúar 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 20. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Gyðríð- ur (Gyða) Þorvalds- dóttir Jónssonar læknis á Ísafirði, f. 21. ágúst 1872, d. 22. maí 1926, og dr. Björn Bjarnason Sveinssonar bónda í Viðfirði, f. 3. júlí 1873, d. 18. nóv. 1918. Sigríður var önnur í röð fjögurra barna þeirra hjóna en þau voru Högni, f. 1905, Sigríður, Þórunn, f. 1908, og Kristín, f. 1910, og eru þau öll látin. Sigríður ólst upp fyrstu árin á Ísafirði en fluttist til Reykjavíkur og síðan til Hafnarfjarðar. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Flens- borgarskóla árið 1921. Sigríður fluttist árið 1923 til frændfólks síns í Kaupmannahöfn þar sem hún stundaði ýmiss konar nám og vann síðan við íslenska sendiráðið þar í borg þar til hún fluttist heim árið 1930. Um tíma starfaði hún við danska sendiráðið í Reykjavík. Sigríður og Árni bjuggu frá árinu 1933 í Einarsnesi 21 (sem þá hét Hörpugata) í Skerjafirði. Um ára- bil starfaði hún við skráningu vörumerkja og einkaleyfa með eiginmanni sínum. Þau höfðu bæði mikinn áhuga á ræktun trjáa, berja og ýmissa matjurta og ber garðurinn í Einarsnesinu þess enn vitni. Jarðarberjauppskeran fór t.d. oft yfir 300 pund þegar vel ár- aði. Sigríður flutti árið 1995 að Hrafnistu í Reykjavík. Útför Sigríðar fór fram í kyrr- þey að hennar ósk í Fossvogskap- ellu hinn 30. október. Sigríður giftist 1. mars 1930 Árna Stef- áni Björnssyni trygg- ingastærðfræðingi, f. á Þverá í Hallárdal 14. apríl 1898, d. 31. mars 1978. Sigríður og Árni eignuðust tvo syni og þeir eru: 1) Björn, f. 10. apríl 1932, kvænt- ur Sigríði Sigurðar- dóttur. Þau eiga fjög- ur börn, Gyðu, Ólöfu, Brynju Sif og Árna Sigurð. 2) Ómar f. 9. apríl 1936, kvæntur Hrafnhildi Oddnýju Kristbjarnardóttur. Þau eiga þrjú börn, Kristínu, Guðrúnu og Árna Björn, og fimm barnabörn. Ómar á eldri dóttur, Huldu Sigríði, og tvö barnabörn. Ég átti ömmu sem gerði kartöflu- uppskeru að ævintýrafjársjóðsleit. Ef kartöflurnar voru ekki gullmolar þá voru þó rifsberin rauðir rúbín- steinar sem glitruðu í sólskininu og elskuðu að láta tína sig. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um mann- eskju sem maður hefur þekkt og gengið að sem vísri allt sitt líf. Amma Dæ í Hörpugötunni var slík manneskja í lífi okkar systkinanna. Þegar ég var leið og döpur sem unglingur þá fór ég til ömmu. Kvöldið fyrir óyfirstíganleg próf þá var leitað skjóls hjá ömmu. Þegar ég eignaðist kærasta þá var það mikilvægast að sýna hann ömmu til að sjá hvernig henni litist á hann. Þeim lynti og hann er maðurinn minn. Að koma á Hörpugötuna, eða Einarsnesið eins og það var seinna nefnt, var alltaf ævintýri. Þar var allt í röð og reglu, allt átti sinn vísa stað. Málverk Kristínar móðursystur Ömmu uppi um veggi og vegleg húsgögn í hverju rými. Útsýnið yfir Skerjafjörðinn út um gluggann og ævintýri flugvallarins við enda göt- unnar, þar sem það mest spennandi í heimi var að hlaupa yfir flugbraut- ina, því að það var svo stranglega bannað. Amma var flott og eldklár. Það sem betra var; hún deildi þekkingu sinni með öðrum. Hún var ævilang- ur andstæðingur endurtekninga og vana. Vildi ekki slúðra, frekar ræða hugmyndir, alltaf skýr í hugsun. Las Politiken og Berlingske Tid- ende. Morgunblaðið ekki hátt skrif- að; lítil umfjöllun, meira fréttatil- kynningar, sumar um ekki neitt, illa þýddar greinar svo oft mátti sjá úr hvaða máli þær væru ættaðar. Enskuslettur hér, dönskuslettur þar. Íslenska var henni hjartans mál eins og hæfði dóttur Björns Bjarna- sonar frá Viðfirði. Mælti hún þó á dönsku sem innfædd. Maður komst ekkert upp með að nota orð eins og „æðislegt“ eða „rosalegt“ hjá ömmu, nema við ætti. „Hvað felst í orðanna hljóðan og hvað ætlarðu að segja ef eitt- hvað hendir þig sem er betra en æðislegt? átti hún til að spyrja. Klisjur og tvítekningar voru hennar óvinir, „hvaða bull er þetta orð valkostur, menn þurfa að ákveða hvort þeir ætla að nota orð- ið val eða orðið kostur. Og þegar Hermann Gunnarsson, sem hún hafði nú lúmskt gaman af, bauð gestum að gefa hinum og þessum gott klapp, þá vildi hún vita hvar á skrokkinn það klapp ætti að vera. En allt var þetta gert með leiftr- andi gamansemi og fjöri. Þegar Palli maðurinn minn fyrst kynntist ömmu var hún rúmega áttræð. Aldrei hafði hann séð eldri konu svo kvika. Og það var rétt, hún var snör í snúningum, setti með léttum leik lófa í gólf og stökk yfir kolla, full af lífi og áhuga á umhverfinu. Því að amma var svo lánsöm að vera glað- lynd og hamingjusöm. Engan hefði getað grunað það að snemma á ævinni varð hún fyrir miklu mótlæti, en hún missti ung alla nánustu fjölskyldu sína utan eins bróður. Hún þakkaði hamingju sína því að hafa við störf í Kaupmannahöfn kynnst Árna, manninum sínum. Hún amma sagði okkur systkinun- um oft sögur af afa. Það var ekki bara að hann væri bráðskemmti- legur í góðra vina hópi. Hann hélt líka ræður sem leiftruðu af tilfinn- ingu og næmi fyrir hinu óvænta. Hann leysti erfið heilabrot og skrellaði epli best af öllum. Já amma sá ekki sólina fyrir honum. Þegar afi veiktist um sextugt annaðist hún hann en eftir að hann féll frá missti hún ekki móðinn heldur hélt sínu striki, geislandi af hamingju og lífsgleði sem hafði áhrif á alla sem kynntust henni. Ég fór með henni til Lundúna áttræðri í janúar 1987. Það var fimbulkuldi í London, slíkur að elstu menn mundu ekki annað eins. En amma vafði bara pelsinum þéttar að sér og skálmaði um heimsborgina svo að ég átti fullt í fangi með að fylgja eftir. Þótt ég teldi mig orðna full- orðna og siglda, þá var svo fjarri því að ég væri orðin fullnuma í þeirri list að gera hverja stund og hvern atburð spennandi og eftir- minnilegan. Þar var maður alla tíð í læri hjá henni. Síðustu árin var amma veik og gat ekki lengur búið ein. Hún naut frábærrar umönnunar starfsfólks hjúkrunardeildar Hrafnistu í Reykjavík og fyrir það er fjölskyld- an mjög þakklát. Í sorg minni býr hamingja yfir að hafa fengið að njóta ástar og leiðsagnar þessarar góðu konu og bið ég góðan Guð að varðveita minningu hennar. Ólöf Björnsdóttir. Mig dreymir húsið hennar ömmu og ég flækist um það í ímyndun minni og hugsunum í hverri viku og bý til tjörn útí garðinum þarsem stóra jólatréð var og eitt sinn litla eplatréð. Í þessari tjörn fer ég í huganum í fótabað. Þar fljóta lilju- blöð, skoppa upp froskar og á botn- inum liggja gul og rauð leikföng. Ég sit og borða jarðarber uppúr skál eða rabarbaragrautinn hennar ömmu. Á bakkanum eru gular stult- ur sem amma gaf mér og þegar ég er búin í fótabaðinu þurrka ég ilj- arnar í gula handklæðinu hennar ömmu sem hvílir einmitt hér á bað- karsbrúninni í íbúðinni minni, en í huganum þurrka ég mér með því og stíg uppá stulturnar, og geng yfir rifsberjarunnana í garðinum henn- ar og yfir flugvöllinn. Ég get teygt mig uppí skýin, strokið flugvélarn- ar, pikkað í tunglið, á stultunum hennar ömmu en hvert ég er að fara, veit ég ekki. Einsog gildir um allt fólk: hvert erum við að fara? Hvert var amma að fara með lífi sínu? Hún lifði í stóru húsi umkringdu stórum garði við hliðina á flugvelli, rétt við sjóinn undir stórum himni mestan hluta lífs síns. Hún ræktaði garðinn sinn, vann á ritvélina, þýddi, leysti krossgátur, bjó til sult- ur og tíndi jarðarber, fór í bæinn með fínan hatt, í ljósum fötum á sumrin, dekkri fötum á veturna, hjólaði, skíðaði, skautaði, en hélt sig alltaf í dálítilli fjarlægð frá mannlíf- inu og helgaði sig sínum nánustu. En skipti sér auðvitað af krökkun- um og unglingunum í strætó númer fimm ef henni fannst hún hafa eitt- hvað til málanna að leggja en ekki tilþess að skammast eða nöldra, ég held ég hafi aldrei heyrt hana nöldra í eitt einasta sinn. Hún skipti sér ekki að lífsstíl annarra, það var ekki hennar að dæma. Allir lifðu á sinn hátt og hún á sinn. Dá- lítið hafin yfir það sem gæti kallast íslenskur hversdagsleiki. Einsog hún byggi til ævintýraheim sem samanstóð af jarðarberjum og fal- legum hlutum. Hún fæddist með fullt af hæfi- leikum en tímarnir hennar leyfðu ekki ungum konum að blómstra og ég held hún hafi bara reynt að gera sem best úr því. Að færa lífsafstöðu sína áfram til sona, tengdadætra og barnabarna. Að gefa þeim bragð af heiminum handan sjóndeildar- hringsins, dönsk jarðarber í reyk- vískum garði, fallega leðurhanska og ótal gjafir uppúr töskunum sem hún kom með einsog sjóræningi úr ferðum sínum til útlanda. Meira en lítið hlaðin. Hún og afi fóru einmitt oft með Gullfossi út og þegar ég keyri Sæbrautina í vesturátt á kvöldin finn ég aftur þetta myrkur sem ég glápti inní sem barn þaðan sem afi og amma komu á skipi með alla pakkana. Í vinnuherberginu hérna er sjón- varpið hennar ömmu undir hvítum dúk. Ef það bilar einhvern tímann bið ég bara afa að koma og laga það. Á veggnum á móti er mynd af veggfóðrinu úr svefnherberginu þeirra en það setti hún upp svo afi sæi blóm og hefði glaða liti í kring- um sig þegar hann var orðinn veik- ur. Ég svaf í þessu herbergi um tíma en undir því var annað her- bergi þarsem ég sem krakki var oft að fikta í ritvélinni. Þegar við kom- um í heimsókn andaði ég djúpt að mér tóbaks- og pappírslyktinni af vinnudóti ömmu og afa en lyktin lét mig fá í magann af eftirvæntingu. Í forstofuherberginu eða kjallaraher- berginu sat ég og bjó til ljóð í leyni. Annað hvort á stóru ritvélina eða litlu fínu ritvélina þeirra. Líka lyktin af ritvélastrokleðr- inu… Lyktin af brúnsápu í eldhúsinu… Kjallaralyktin og lyktin í skrítna geymsluherberginu… Það sem amma kenndi mér og gaf er svo margt, bæði vísvitandi og það sem hún kenndi mér og gaf án þess að vita það. Takk, amma, millj- ónsinnumfalt allt. Þegar ég set hun- ang í teið á morgnana hugsa ég um það sem þú sagðir: „Ein skeið af hunangi og eitt epli á dag og þú verður 100 ára.“ Amma varð 94 ára. Einhverjir dagar án epla og hunangs liðu í lífi hennar en enginn dagur mun líða án þess að hún setji mark sitt á hann á einhvern hátt í mínu lífi. Takk, amma, alltaf ást. Þín Kristín. SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR 0.&) !"'$* @)'3(  " 1  AB ' +-   $& ,&  ' ##  #9 (,#$(*  & -  . '/   4 4 : &) # ' & '& #$ 2 ) & #'  $&  #$  & .$8 ## "   " 0 1  @ 0    C #$% & &   ' ) '.& ) $  '.&)''   '' /'&#*/!:%' D  E 2&). :3!'  ,,  F ' +-  1#$  #9$  (' &5& /($' & 8&( #& #4 $./ #   3  3    8  "   5    1   .  1 "   24      24 1   / 1   1      -   4 4   4 4 4   & 8&$&  # '#; (( #$3   & $$( & && &   $ '! 28* 6&* '! 28* )*&' + 0 ,G  ;  0  /  AH I G*-   6&2, #$   5  #   1   #$% & &   ' ) '.& ) $  '.&)''   '' %& !*"6&' :3!' " 1  ' +-  1#$   9$  (' ##  & 8&( & 4 $./ .J  6 2 ;  .-  3 .J   "   / " 0 1 1     " .J  1   2  /-   4 4   4 4 4  5"! &'5!* )*  J  /9  4   FB ' +-  1#$ 2 &'& &# (8&( & 4 $./ 2  2  1   !  5 5  1   ' 4    2  &  .  1   2 . +- ' 4  1   " #( &) #'!("5!' >'* /'3# )* -1  ?A =   ( #( &    <#&( (   & 4  . '/    - 2  1   "   /  1   '    1   " 4-  . 2   4-  5   @ 4- #4 1   "   " 0 1 1   @  #     511 " " 0 1 1   6;-90 "   .  1 2   0 1  - +1 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.