Morgunblaðið - 23.11.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 23.11.2001, Síða 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kossinn vinargjöf sími 462 2900 Blómin í bænum TÍMAMÓT urðu í rekstri harðfiskverk- unarinnar Darra ehf. á Grenivík á dögun- um. Fimm ár eru liðin frá því fyrst var fram- leiddur harðfiskur undir heitinu Eyjabiti á Grenivík. Frá því að Darri tók til starfa í nóv- ember 1996 hefur starfsemin aukist og framleiðslan m.a. tvö- faldast á síðustu tveimur árum. Í dag starfa 7 manns við harðfisk- vinslunna á Grenivík. Um 70% af framleiðslu Darra hafa farið á innanlandsmarkað, mest á suðvesturhorn landsins en 30% framleiðslunnar fara til Færeyja og Noregs. Hráefnis til vinnslunnar aflar Darri einungis af fiskmörkuðum. Að sögn Heimis Ásgeirssonar framkvæmdastjóra Darra er sífellt erfiðara að verða sér út um hrá- efni til vinnslunnar en mun minna framboð hefur verið af smærri fiski undanfarið en hann hentar best til vinnslunnar. Í tilefni tíma- mótanna var boðið til samkvæmis í húsakynnum fyrirtækisins. Tímamót í rekstri harðfisk- verkunarinnar Darra á Grenivík Grýtubakkahreppur Starfsfólki og eigendum Darra voru færðar gjafir í tilefni tímamótanna. Framleiðslan tvöfald- ast á tveimur árum Morgunblaðið/Jónas Baldursson GUNNAR Gunnarsson organisti og Sigurður Flosason saxófón- leikari halda tvenna útgáfu- tónleika í tilefni af útkomu geislaplötu sinnar „Sálmar jólanna“. Tónleikarnir verða á sunnudag, 25. nóvember, og verða þeir fyrri í Akureyr- arkirkju kl. 17 en þeir síðari í Dalvíkurkirkju kl. 20.30. Á tónleikunum leika Gunnar og Sigurður lög sem tengjast að- ventu, jólum og áramótum. Lögin eru frá ýmsum tímum, þau elstu frá miðöldum, en hið yngsta var samið árið 1995 af Atla Heimi Sveinssyni við nýfundið ljóð Hall- dórs Laxness. Marga af þekkt- ustu jólasálmum heimsbyggð- arinnar er að finna á efnisskránni, svo sem „Það aldin út er sprungið“ og „Heims um ból“, en einnig verða flutt gömul íslensk jólalög, misvel þekkt með- al þjóðarinnar. Gunnar og Sig- urður leika lögin í eigin útsetn- ingum en í þeim er áhersla annars vegar á spuna, en hins vegar fjölbreytilega nálgun við viðfangsefnin. Forsíðu disksins prýðir einelsta kirkjuklukka sem varðveist hefur hér á landi, en hún er frá Hálsi í Fnjóskadal og er talin vera frá miðri 12. öld. Ómi, tónlistarútgáfa Eddu – miðl- unar og útgáfu gefur, diskinn út. Útgáfutónleikar Sálma jólanna í Reykjavík fóru fram fyrir fullri Hallgrímskirkju síðastliðinn laug- ardag. Fleiri tónleikar eru ráð- gerðir víða um land eftir tón- leikana á Akureyri og Dalvík. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson hafa áður sent frá sér geisladiskinn „Sálma lífsins“ árið 2000. Sá diskur hlaut góðar viðtökur og jákvæða dóma. Útgáfutónleikar vegna „Sálma jólanna“ Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason. Akureyrarkirkja og Dalvíkurkirkja Í TILEFNI af útkomu bókarinnar Álftagerðisbræður – skagfirskir söngvasveinar eftir Björn Jóhann Björnsson munu Álftagerðisbræður halda upp á atburðinn í verslun Bók- vals á Akureyri klukkan 17 í dag, föstudaginn 23. nóvember. Þar bregða þeir á leik, syngja og skemmta, árita bækur og spjalla við fólk. Álftagerðis- bræður skemmta AKUREYRINGAR eru að komast í jólaskap og þá ekki síst kaupmenn bæjarins sem eru búnir að setja upp jólaskraut af myndarskap í verslunum sínum á síðustu dögum. Þá eru bæjarbúar einnig farnir að huga að því að skreyta híbýli sín. Formleg opnunarhátíð jólabæj- arins Akureyri fer fram við tröpp- ur Akureyrarkirkju á morgun laugardag kl. 17.00. Þar verður kveikt á jólaljósum, jólasveinar verða á kreiki og söngfólk skemmtir. Þá munu jólasveinar verða á ferðinni allar helgar fram að jólum og skjóta upp kollinum í verslunum bæjarins. Laugardaginn 1. desember verð- ur svo kveikt á jólatrénu á Ráð- hústorgi kl. 15.30 en þar verður einnig fjölbreytt skemmtidagskrá. Akureyringar í jólaskap Morgunblaðið/Kristján Sædís skoðar jólasvein á hreindýrasleða í verslunarglugga í Hafnarstræti. ÓLAFUR Sveinsson myndlistamað- ur opnar málverkasýningu á Frið- rik V, Brasserie, Strandgötu 7 á Akureyri í dag, föstudaginn 23. nóvember. Á sýningunni eru olíu- og akrýl- málverk unnin á hör og striga og eru þau öll gerð á þessu ári. Mynd- efnið er allt sótt í leikföng barna listamannsins sem og þau leikföng sem hann lék sér sjálfur að sem barn. Myndefnið er þannig tilkall til barnsins í brjóstum manna og fylgir sú ósk að allir rækti og haldi lífi í sínu innra barni alla tíð. Sýningin er opin á afgreiðslutíma veitingastaðarins, frá kl. 18 á þriðjudögum til sunnudagskvölds. Gömul og ný leikföng Ólafur sýnir á Friðrik V BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að fela umhverf- isráði að leggja fram tillögur um á hvern hátt hægt sé að takmarka eða banna starfsemi næturklúbba í framtíðinni en slíkt er á stefnuskrá bæjarstjórnar. Bæjarráð fjallaði um tvö erindi frá sýslumanninum þar sem leitað var umsagnar um leyfi til reksturs tveggja næturklúbba í bænum, ann- ars vegar í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð og hins vegar að Ráðhús- torgi 7. Um er að ræða endurnýjun leyfa en á báðum stöðum hefur verið boðið upp á nektarsýningar. Bæjar- ráð lagðist ekki gegn framkomnum erindum en vekur athygli umsækj- enda og sýslumanns á áðurnefndri stefnumörkun. Vill takmarka eða banna starfsemi næturklúbba Bæjarráð Akureyrar LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Sval- barðskirkju kl. 11 á morgun, laugardag. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 21 á sunnu- dagskvöld. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á laugardag. Guðsþjónusta í Grenil- undi kl. 16 á sunnudag, 25. nóvember. Kirkjustarf SÝNINGIN Vetrarsport 2002 verð- ur haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina, dagana 24. og 25. nóv- ember. Eyfirskir sleðamenn hafa nú í vel á annan áratug staðið fyrir sýningu á vélsleðum og ýmsum búnaði sem þeim tengist og hafa þær með ár- unum sífellt orðið fjölbeyttari. Að jafnaði hafa um 30 sýnendur tekið þátt í Vetrarsporti, en Halldór Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, segir að nú sé útlit fyrir að þeir verði enn fleiri. Á sýn- ingunni mun sem fyrr margt bera fyrir augu. Má þar nefna gljábónaða vélsleða og hrikalega fjallajeppa, útivistar- fatnað og öryggis- og fjarskiptabún- að. Akureyrarbær kynnir þá góðu aðstöðu sem býðst til iðkunar vetr- aríþrótta í bænum, m.a. hina nýju stólalyftu sem senn verður tekin í notkun í Hlíðarfjalli. Vélsleðakeppn- ir vetrarins verða kynntar og þannig má áfram telja. Vonast er til að um 3.000 gestir komi í heimsókn þá tvo daga sem sýningin stendur. Góð færð og gott veður skiptir verulegu máli þar sem mikill fjöldi utanbæj- arfólks kemur jafnan á sýninguna. Sýningin Vetrar- sport í Íþróttahöll- inni um helgina Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.