Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 41 O D D IH F H 63 81 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Ljós í miklu úrvali fyrir heimilið. Mannréttindavakt í Palestínu Hjálparstarf kirkjunnar leitar að fólki til þess að taka þátt í norrænni mannréttindavakt í Palestínu. Hlutverk hennar verður að fylgjast með mannréttindabrotum og taka þátt í starfi samstarfsaðila á svæðinu. Leitað er að fólki með menntun/reynslu á sviði heilsugæslu, mannréttinda- og félagsstarfa. Meðal almennra skilyrða fyrir þátttöku er 24 ára lágmarksaldur, góð heilsa, sjálfstæði í vinnubrögðum, færni í ensku og ferðareynsla en ýmsir fleiri þættir koma að notum. Fyrir lækna eða hjúkrunarfólk er reynsla af bráðamóttöku kostur. Dvalartími í Palestínu er 6 mánuðir, annars vegar frá febrúar 2002 og hins vegar frá ágúst 2002. 10 daga undirbúningsnámskeið er haldið í Danmörku. Nánari upplýsingar veittar í síma 562 4400. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu og á help.is. Umsóknarfrestur er til 12. desember og skal umsóknum skilað til Hjálparstarfs kirkjunnar, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. ÞAU voru brosandi og sæl, fermingarbörn næsta vors, þegar þau komu til baka með söfnunarbauka Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Spennt voru þau að vita hve mikið hefði safnast og vottuðu að yfirleitt hefði verið tekið vel á móti þeim – þótt í einstaka tilfell- um hefði fullorðið fólk hreytt í þau ónotum, jafnvel vísað þeim á dyr. Þetta söfnunarátak fór nú fram í þriðja sinn. Fermingarbörn í 33 prestaköllum víða um land gengu í hús mánudagseftirmiðdaginn 5. nóv. Samtals söfnuðust 3 milljónir króna. Það er umtalsvert meira en áður í slíkum herferðum, nærri tvö- földun frá síðustu söfnun. Þá söfn- uðust 1,6 milljónir í 27 prestaköllum en í fyrsta skiptið 1,1 milljón í 24 prestaköllum. Með þessu átaki eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Fermingarbörn- in leggja sitt af mörkum til að stuðla að betri heimi og eru minnt á að náungi okkar er sér- hvert mannsbarn, nær eða fjær, sem við get- um liðsinnt. Í aðdrag- anda söfnunarinnar fengu líka þau sjálf fræðslu um kjör fólks í fátækari löndum og verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Mósambík og Eþíópíu. Þangað rennur söfn- unarféð óskert. Á annað þúsund unglingar tóku þátt í þessu söfnunarátaki og tæpum hálfum mánuði áður unnu nokkur hundruð eldri unglingar dagsverk í þágu Hjálp- arstarfsins. Af þessu er ljóst að íslensk ung- menni vilja bæta hag þeirra verr settu í veröldinni, leggja sitt af mörkum til að bræður okkar og systur um víða veröld eignist betri lífsskilyrði og meiri von um framtíð. Nú nálgast aðventa og jól, tími birtu og gleði og friðar. Víða er þó myrkt í veröldinni þar sem sorg rík- ir og ófriður æðir. Við biðjum og vonum að ástandið batni, að kúgun linni og óréttlætið verði að hörfa fyrir kærleika, sáttfýsi og skilningi. Leggjum líka okkar af mörkum til að svo verði. Margt smátt gerir eitt stórt. Hver króna til Hjálparstarfs kirkjunnar – og annarra félaga sem stunda kristniboð og hjálparstarf – er áfangi á leiðinni til betri heims og auðugra lífs. Hvert framlag er blessun þeirra sem gefa og þeirra sem þiggja. Með því að gefa erum við nefnilega líka að þiggja og við gefum af því að við höfum sjálf þeg- ið. Ólafur Jóhannsson Söfnunarátak Íslensk ungmenni vilja leggja sitt af mörkum, segir Ólafur Jóhannsson, til að bræður okkar og systur um víða veröld eignist betri lífsskilyrði og meiri von um framtíð. Höfundur er sóknarprestur í Grensáskirkju. Er sælla að gefa en þiggja? LAUGARDAGINN 24. nóvember næst- komandi verður Lagnakerfamiðstöð Íslands formlega opn- uð til afnota fyrir þá sem þangað vilja sækja fróðleik og lær- dóm um lagnir og bún- að. Það er búið að bíða lengi eftir þessum áfanga í möguleikum lagnasviðsins til að bæta fagmennsku og til að geta gert til- raunir með efni og fyrirkomulag sem svo nýtist þegar út í raun- veruleikann er komið. Hér er átt við bæði frágang efnis í byggingum og hönnun lagna til þess að ná sem bestum árangri fyr- ir rekstur byggingar. Það er mikið hægt að læra af reynslu úti í mörkinni, enda hefur það verið eini verklegi skólinn sem fagmenn á lagnasviðum hafa haft til þessa og það hefur skilað mörgum góðum fagmönnum (bæði iðn- aðarmönnum og hönn- uðum) út í atvinnulíf- ið. En engin aðferð er einhlít og aðstæður valda því oft á tíðum að menn fá ef til vill ekki þann tíma eða þá tilsögn sem þeir þurfa. Oft er það vegna þess að vinna í verkþáttum lagnamanna þarf að fara fram þegar farið er að nálgast að við- komandi bygging verði tekin í notkun, allir eru óþolinmóðir, það er rekið á eftir og menn freistast til að hafa einhvers konar flýtimeðferð á frá- gangi. Oft og sennilega langoftast er þetta í lagi, en undantekning- arnar eru því miður til. Afleiðingar undantekninganna eru vel þekktar, það er leki. Lekar/vatnsskaðar kosta húseig- endur meira en einn milljarð á ári, og fer jafnvel hátt í tvo á þessu ári, eftir því sem kom fram hjá fulltrúa tryggingafélaga á fjölmennum fundi sem Lagnafélagið stóð fyrir sl vor. Með tilkomu Lagnakerfamið- stövarinnar er kominn möguleiki til þess að rannsaka hvað það er sem einkum er varasamt við frágang lagna almennt og þar með leið til þess að fækka undantekningunum. Það eru miklar vonir bundnar við tilkomu þessarar stöðvar og trú mín að þessar vonir rætist, en það er undir fagmönnunum (iðnaðar- mönnum, verk- og tæknifræðing- um) sjálfum komið hvernig til tekst, möguleikinn er til staðar nú er um að gera að nýta hann. Laugardaginn 24.11. nk. kl. 14 verður Lagnakerfamiðstöðin opnuð almenningi og einnig sunnudaginn 25.11. nk. kl. 13. Þrjátíu og fimm fyrirtæki og stofnanir kynna vörur sýnar og þjónustu á lagnasviði í stöðinni. Fólk er hvatt til þess að koma á sýninguna og fá svör sérfræðinga við spurningum sínum sér að kostnaðarlausu. Lagnakerfamiðstöð Íslands Egill Skúli Ingibergsson Lagnir Það eru miklar vonir bundnar við tilkomu þessarar stöðvar, segir Egill Skúli Ingibergs- son, og trú mín að þessar vonir rætist. Höfundur er formaður Gæðamats- ráðs, Lagnafélags Íslands. Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face FRÉTTIR mbl.is MORTÉL Eins og notað er í sjónvarpsþættinum kokkur án klæða Verð frá kr. 4.500 Klapparstíg 44 sími: 562 3614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.