Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Steinar Gunnlaugsson, verj- andi Samtaka um kvennaathvarf, segir að erfingjar Einars Sigurðs- sonar, útgerðarmanns í Vestmanna- eyjum, hafi verið krafðir um greiðslu á þeim mun sem er á verði húss sem Samtök um kvennaathvarf keyptu undir starfsemi sína og markaðs- verði hússins, en munurinn er 4,5 milljónir samkvæmt mati dóm- kvaddra matsmanna. Málið verði sótt fyrir dómi ef þess þurfi. Erfingjarnir hafa krafist þess fyr- ir Héraðsdómi Reykjavíkur að Sam- tök um kvennaathvarf verði borin út úr húsinu, en erfingjarnir fengu í haust forkaupsrétt sinn að húsinu viðurkenndan í Hæstarétti. Jón Steinar sagði að þetta mál snerist um hvað fælist í loforði erf- ingjanna um sanngjarnan frest til handa Samtökum um kvennaathvarf til þess að rýma húsið. Í dómsmálinu hefði m.a. verið tekist á um það fyrir hvorn aðilann væri bagalegra að þurfa að víkja vegna þess að það væri eitt af skilyrðunum í lögunum. Fram hefði m.a. komið að Samtök um kvennaathvarf hefðu lengi verið að leita að hentugu húsnæði og að það tæki samtökin mikinn tíma að finna nýtt húsnæði sem hentaði ef þau yrðu að fara úr húsnæðinu vegna þess að þarfir samtakanna væru sérstakar. Deilt um „sanngjarnan frest“ „Við þessar kringumstæður var loforðið gefið um sanngjarnan frest. Það á svo að „efna“ það loforð með því að veita tveggja mánaða frest frá uppsögu dómsins. Auðvitað hlýtur sanngjarn frestur að teljast sá frest- ur sem ætla má að það taki Samtök um kvennaathvarf í fyrsta lagi að finna húsnæði sem uppfyllir þessar kröfur og í öðru lagi eðlilegur tími sem það tekur að fá slíkt húsnæði af- hent. Núna liggur fyrir að það er búið að gera kaupsamning um húsnæði sem tókst að finna á tiltölulega skömmum tíma. Samtökin komast inn í það á tíma sem telja má venju- legur og eðlilegur. Þetta fólk vill hins vegar samtökin út.“ Í Morgunblaðinu í gær er birt yf- irlýsing frá Auði Einarsdóttur og Árna B. Erlingssyni sem segjast áforma að búa í húsinu. Jón Steinar sagði að í þessari yf- irlýsingu væru Auður og Árni að ræða efnislega um málið sem dæmt var í Hæstarétti 20. september sl. og blanda efnisatriðum málsins við ágreining um afhendingu hússins. „Þau eru í þessari yfirlýsingu að gefa í skyn að Samtök um kvenna- athvarf hafi vitað um forkaupsrétt- inn þegar þau festu kaup á eigninni. Þetta er algjör fjarstæða og það liggur fyrir að dómurinn í málinu er byggður á því að samtökin vissu ekki um þetta. M.a. er það þannig að í samþykktu kauptilboði er reitur fyr- ir skjöl sem lágu frammi og þar er ekkert svona skjal nefnt. Fasteigna- salan vissi ekkert um forkaupsrétt- inn heldur,“ sagði Jón Steinar. „Dómsmálið snerist ekki bara um það hvor réttindin stæðu framar vegna ákvæðis 18. gr. þinglýsingar- laga, heldur snerist dómsmálið líka um það hvort forkaupsréttur hefði yfirleitt orðið virkur vegna þess að um örlætisgerning væri að ræða þegar St. Jósefssystur seldu sam- tökunum eignina á lægra verði en markaðsvirði. Sú regla gildir í lög- fræði að þegar um gjöf er að ræða verður forkaupsréttur ekki virkur og það er álitamál hvenær örlætið er orðið það mikið að það valdi því að enginn forkaupsréttur verði virkur. Málið snerist ekki síður um þetta og þetta nefna þau ekki í yfirlýsingu sinni. Það er kannski vegna þess að þeim finnst eitthvað óþægilegt að upplýsa það, að það er ekki nóg með að þau hafi fengið að kaupa eignina heldur hafa þau fram að þessu ekki þurft að borga markaðsverð fyrir hana. Þau munu hins vegar verða sótt fyrir dómi um það sem á milli ber en það er samkvæmt mati dóm- kvaddra matsmanna 4,5 milljónir. Samtök um kvennaathvarf voru þegar búin að selja eldri eign sína þegar þeim var kynntur forkaups- rétturinn og voru þess vegna búin að skuldbinda sig til að afhenda hina eignina þegar þeim var kunnugt um að forkaupsréttur var til staðar. Í þessari furðulegu yfirlýsingu er þetta fólk að dylgja um efni samtala minna við umbjóðendur mína um ráðgjöf mína til þeirra. Ég hvorki get né vil skýra frá því hvað okkur fór á milli. Ég tel það hins vegar vera smekklaust að vera með dylgj- ur af þessu tagi. Það er eins og þetta fólk vilji með þessum hætti gera mig að andstæðingi sínum í málinu frek- ar en mannúðarsamtökin Samtök um kvennaathvarf,“ sagði Jón Stein- ar. Morgunblaðið leitaði til Ágústs Einarssonar prófessors með spurn- ingu um hvers vegna erfingjar Ein- ars Sigurðssonar hefðu ekki gefið Samtökum um kvennaathvarf lengri frest til að rýma húsið. Hann vísaði öllum spurningum um málið til Auð- ar systur sinnar eða þess lögfræð- ings sem farið hefur með málið fyrir hönd erfingjanna. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Samtaka um kvennaathvarf, undirbýr málsókn Krefst þess að gjöf nunnanna sé viðurkennd ÞAÐ er óhætt að segja að menn hafi verið á valdi tilfinninganna um stund þegar skipverjar af varðskip- inu Óðni hittu Richard Moore í fyrsta skipti í 33 ár, en Moore er fyrrum sjómaður sem á líf sitt varð- skipsmönnum að þakka. Honum var bjargað ásamt fleir- um af togaranum Notts County í byrjun febrúar 1968 í Ísafjarð- ardjúpi í mannskaðaveðri. Íslenski vélbáturinn Hugrún II frá Bolung- arvík fórst með allri áhöfn og sömu- leiðis breski togarinn Ross Cleve- land, en einn skipverji, Harry Eddom, lifði slysið af. Hinn togarinn breski, Notts County var í hættu staddur, en allri áhöfn var bjargað að einum undanskildum. Alls fórust 25 sjómenn, íslenskir og breskir, en átján Bretum var bjargað. Um nótt- ina fór Richard Moore niður í klefa sinn til að biðjast fyrir. Sótti hann silfurhúðaðan Parker-penna sem móðir hans hafði eftirlátið honum áður en hún dó. Pennann hafði Moore með sér yfir í varðskipið Óð- in eftir að varðskipsmenn á gúmbát björguðu honum og félögum hans. Svo þakklátur var Moore þegar hann kom um borð í Óðin að hann gaf einum skipverja pennann. Frá þessu er sagt í nýjustu bók Óttars Sveinssonar, Útkall í Djúp- inu. Í tilefni af útkomu bókarinnar voru endurfundir í varðskipinu Óðni í Reykjavíkurhöfn í gær þar sem Moore hitti bjargvætti sína eft- ir 33 ár. Þar voru komnir saman þeir Pálmi Hlöðversson, Sigurður Árnason, Sigurjón Hannesson og Valdimar Jónsson. Eftir að Moore hafði þakkað lífgjöfina komu varð- skipsmenn honum á óvart og gáfu honum silfurhúðaðan Parker-penna til minningar um móður hans og björgunina 1968. „Þetta var mjög tilfinningaþrung- in stund,“ sagði Moore í samtali við Morgunblaðið um endurfundina. „Ég hef ekki komið til Íslands eftir að ég fór héðan 1968. En þegar ég kom hingað í gærkvöldi helltust minningarnar yfir mig frá þessari nótt. Eftir þessa atburði fékk ég slæmar martraðir í nokkur ár á eft- ir, enda fórust margir þessa nótt. Það var helkalt og ástandið var skelfilegt. Við héldum allir að þetta væri okkar síðasta. Við hírðumst um borð í strönduðu skipinu í 15 klukkustundir í myrkri.“ Moore, sem var 26 ára þegar at- burðirnir urðu, slapp með smákal á fingri og nefi. MARKMIÐ málþings um bætta lög- reglusamvinnu sem haldið var í Reykjavík í gær er að fara yfir stöðu lögreglusamvinnu í Evrópu í breyttu umhverfi og hvort náðst hafi mark- mið um hana. Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, setti málþingið og sagði hún í ávarpi sínu að margt hefði verið gert síðustu ár- in til að auka samvinnu lögreglu, bæði með tvíhliða samstarfi landa, með samstarfi ríkjahópa, t.d. innan Norðurlandanna og Schengen-sam- starfinu. „Smíðuð hafa verið mikilvæg tæki í þessu skyni, svo sem ýmiss konar upplýsingabúnaður og stofnað hefur verið til formlegs samstarfs fyrir slíka samvinnu,“ sagði ráðherra og sagði þetta bakgrunn umfjöllunar- efnis málþingsins. Ráðherra minnti á að málþingið væri haldið í skugga alvarlegustu hryðjuverka sem framin hefðu verið og ein leið til að berjast gegn hryðju- verkum væri að styrkja alþjóðasam- vinnu lögregluyfirvalda. Hún sagði hryðjuverk þó ekki einu ógnina, margs konar ofbeldi sem tengdist fjöldasamkomum, aukin fíkniefna- sala sem alþjóðleg glæpasamtök stæðu að og ofbeldi gegn konum og börnum undirstrikuðu einnig þörf á sterkri samvinnu. Sólveig Pétursdóttir kvaðst vona að hægt væri á málþinginu að meta árangur sem náðst hefði og spyrja um leið hvort meiri samvinnu væri þörf, hvort menn hefðu lært af reynslunni og hvort nema þyrfti ný lönd í þessum efnum. Kvaðst hún vonast til að í umræðum málþingsins yrðu til nýjar hugmyndir og betrum- bætur á núverandi starfsemi sem menn gætu hrint í framkvæmd heima fyrir. Dómsmálaráðherra á málþingi um aukna lögreglusamvinnu Síaukin samvinna lögregluyfirvalda Morgunblaðið/Golli Fyrirlesarar á málþingi um aukna samvinnu lögreglu voru bæði fræði- menn og embættismenn sem sinna alþjóðlegri lögreglusamvinnu. JAN Petersen, nýskipaður ut- anríkisráðherra Noregs, kemur í heimsókn hingað til lands í næstu viku og mun þá eiga fund með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra. Að sögn Halldórs verður þetta vinnu- fundur þar sem rædd verða ýmis mál sem snerta Evrópska efnahagssvæðið og Evrópu- sambandið. „Við munum einnig ræða stöðu alþjóðamála að öðru leyti, eins og hryðjuverkin og málefni NATO. Þetta verða helstu umræðuefnin fyrir utan tvíhliðamál,“ segir Halldór. Fjallað er um heimsókn Pet- ersen til Íslands á netútgáfu Aftenposten í Noregi. Þar seg- ir að Ísland og Noregur sækist bæði eftir að tilnefna forseta Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, en ekki tókst að útkljá það á fundi aðildarríkja EFTA í byrjun október. Í frétt Aften- posten segir að málið verði eftst á blaði á fundi ráð- herranna í Reykjavík. Að- spurður segist Halldór ekki vilja tjá sig meira um málefni forseta ESA á þessu stigi. „Við höfum rætt það og þurfum bara að finna niður- stöðu í því. Aðalatriðið er að hér er um dómstól að ræða sem þarf fyrst og fremst að vera trúverðugur gagnvart öll- um þeim sem þurfa að treysta á ákvarðanir hans, bæði innan landanna og gagnvart Evrópu- sambandinu,“ segir Halldór. Ræða málefni sem snerta EFTA og ESB „Ástandið var mjög skelfilegt“ Richard Moore rifjar upp björgun í ofviðri í Ísafjarðardjúpi 1968 Morgunblaðið/Golli Richard Moore með silfurpennann sem bjargvættir hans gáfu honum, þeir Sigurjón Hannesson, Valdimar Jóns- son, Sigurður Árnason og Pálmi Hlöðversson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.