Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 41
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 41 OD DI H F H 74 73 Í STARFI mínu sem samgönguráðherra hef ég lagt ríka áherslu á öryggismál á öllum sviðum samgangna. Vil ég sérstaklega nefna langtímaáætlun um ör- yggismál sjómanna og nýja löggjöf um rann- sóknir sjóslysa. Í fyrsta sinn er nú unnið að úr- bótum í öryggismálum sjómanna eftir sér- stakri áætlun, sem Al- þingi samþykkti sem þingsályktun á síðast- liðnu vori. Samkvæmt þeirri áætlun er ráðgert að verja úr ríkissjóði til þessa verk- efnis 15 m.kr. á ári, auk þess sem ýmsir hagsmunaaðilar leggja til bæði vinnu og fjármagn. Siglingastofnun Íslands hefur verið falin framkvæmd áætlunarinnar. Það eru hins vegar úr- bætur í flugöryggismálum sem ég vil gera grein fyrir að þessu sinni. Að undanförnu hafa verið miklar umræður um flugöryggismál. Sumt í þeirri umræðu hefur verið málefnaleg og eðlileg gagnrýni. Annað flokkast því miður sem sleggjudómar, sem ekki eru svara verðir, líkt og tíðkast hjá sumum pistlahöfundum fjöl- miðlanna. Ég hef látið fara vandlega yfir þá gagnrýni sem fram hefur kom- ið á framkvæmd flugöryggismála og rannsókn flugslysa hér á landi, í þeim tilgangi að draga lærdóm af og standa fyrir aðgerðum sem leitt geta til auk- ins öryggis, fækkun slysa og aukins trausts almennings á flugi. Af þessu tilefni er nauðsynlegt að upplýsa les- endur Morgunblaðsins um þær fjöl- þættu aðgerðir sem ég hef sem sam- gönguráðherra beitt mér fyrir og væntanlegar eru til að treysta sem mest og best framkvæmd flugörygg- ismála á Íslandi. Stjórn og eftirlit með flugrekstri Flugmálastjórn fer, í umboði sam- gönguráðherra, með framkvæmd flugöryggismála. Jafnframt er flug- rekstraraðilum lagðar á herðar skyld- ur sem varðar öryggi í fluginu undir eftirliti Flugmálastjórnar. Til að und- irstrika þær miklu kröfur, sem ráðu- neytið gerir til flugrekstraraðila, var leitað samkomulags við Leiguflug Ísleifs Otte- sen um að binda enda á flutninga félagsins fyrir ríkið vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem fé- lagið varð fyrir í kjölfar flugslyssins í Skerja- firði. Til að tryggja sem best öryggi í flugi gilda flóknar reglur um heim- ildir til handa einstak- lingum og fyrirtækjum til að reka flugstarf- semi. Hinn 1. október sl. tóku gildi hér á landi samevrópskar reglur, svokallaðar JAR-OPS reglur, fyrir minni flugrekendur. Er Ísland þar með eitt fyrsta ríkið í Evrópu til að lögfesta þessar reglur fyrir svo litlar vélar. Ísland er aðili að Alþjóðaflugmála- stofnuninni, ICAO, sem gerir form- lega úttekt á stjórnun flugöryggis- mála hér á landi og hvernig Ísland uppfyllir ákvæði stofnsáttmála ICAO um flugmál. Með eftirliti frá ICAO njótum við reynslu og þekkingar sér- fræðinga sem starfa á vettvangi ICAO, sem er ein af stofnunum Sam- einuðu þjóðanna. Meðal athugasemda stofnunarinnar í nýjustu úttekt henn- ar á Flugmálastjórn Íslands má nefna að eftirlitsmenn Flugmálastjórnar eru of fáir, að nokkuð skortir á örugg- an aðgang Flugmálastjórnar að allri starfsemi sem varðar flugöryggi og að skoðun flugvéla á að vera meira áberandi þáttur í útgáfu lofthæfis- skírteina. Á þessu hefur nú verið ráð- in nokkur bót með 10 m.kr. viðbótar fjárveitingu á þessu ári og 30 m.kr. á því næsta til flugöryggismála. Ákvæði um aðgang Flugmálastjórnar og að- stöðu til eftirlits eru í frumvarpi til breytinga á loftferðalögum sem ég mælti fyrir á Alþingi í síðustu viku. Frumvarpið hefur það að markmiði að efla flugöryggi og flugvernd á Ís- landi. Helstu nýmæli eru: 1. Stóraukið eftirlitsvald og úrræði Flugmálastjórnar. 2. Hert eftirlit með starfsemi flug- valla og flugstöðva. 3. Aukin áhersla á flugverndarmál, t.d. með gerð flugverndaráætlunar. 4. Aukin áhersla á forvarnir með innra gæðastarfi flugrekenda. 5. Aukin úrræði vegna „óláta“ um borð í flugvélum. Rannsókn flugslysa Rannsóknarnefnd flugslysa, sem er sjálfstæð rannsóknarnefnd, sinnir rannsóknum vegna flugslysa, kannar orsakir þeirra og gerir tillögur til úr- bóta. Á síðastliðnu vori vann lagapró- fessor fyrir ráðuneytið greinargerð um heimildir ráðherra til afskipta af störfum nefndarinnar. Niðurstaðan var sú að samkvæmt gildandi lögum hef ég, sem samgönguráðherra, enga heimild að gefa nefndinni fyrirmæli, til dæmis um endurupptöku mála. Ég tel hins vegar, meðal annars í ljósi ábendingu ICAO, bæði rétt og skylt að samgönguráðherra hafi rýmri heimildir gagnvart rannsóknarnefnd flugslysa og hef skipað nefnd til að gera tillögur þar að lútandi eins og fram kemur síðar. Aðgerðir í kjölfar Skerjafjarðarslyss Vegna hins hörmulega flugslyss sem varð í Skerjafirði 7. ágúst í fyrra var, eins og vænta mátti, hert mjög á eftirliti með fluginu. Til fróðleiks er hér gerð grein fyrir helstu aðgerðum ráðuneytisins eftir að skýrsla rann- sóknarnefndar flugslysa kom fram: 23.03.2001: Skýrsla Rannsóknar- nefndar flugslysa um flugslysið í Skerjafirði berst ráðuneytinu. Þegar í stað hófst vinna í ráðuneytinu á grundvelli athugasemda, ábendinga og tillagna nefndarinnar. 28.03.2001: Skipaður er starfshóp- ur til að endurskoða ákvæði loftferða- laga. 28.03.2001: Auglýsing um að JAR OPS 1 reglur gagnvart flugrekendum minni flugvéla taki gildi 1. október 2001. Gildistöku þessara reglna hafði verið frestað. 05.04.2001: Ráðherra felur Flug- málastjórn að efla eftirlit með flug- rekendum minni flugvéla og láta þá sæta sérstöku eftirliti. Flugmálastjórn er einnig fyrirskip- að að tryggja að tímamörk, sem flug- rekendum eru sett með gildistöku auglýsingar um JAR-OPS 1, verði virt. Óskað er eftir áætlun Flugmála- stjórnar um það hvernig brugðist verði við tillögum RNF í öryggisátt. 18.04.2001: Óskað eftir úttekt Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) á frammistöðu Flugmálastjórnar samanborið við önnur lönd og svæði miðað við úttekt í september 2000. Óskað eftir úttekt ICAO á starfs- aðferðum Rannsóknarnefndar flug- slysa. 15.-19.05.2001: Tveir sérfræðingar ICAO koma til Íslands til að fram- kvæma úttekt á Rannsóknarnefnd flugslysa. Sérstaklega er farið fram á að skýrsla nefndarinnar vegna flug- slyssins í Skerjafirði verði skoðuð. 31.05.2001: Flugmálastjórn gerir grein fyrir áætlun stofnunarinnar um ráðstafanir í kjölfar flugslyssins í Skerjafirði samkvæmt beiðni ráðu- neytisins 5. apríl. Gerð er tillaga um að fleiri starfs- menn verði ráðnir til eftirlitsstarfa og að auknu fé verði varið til flugörygg- ismála. 12.06.2001: Ráðherra fær sam- þykkt í ríkisstjórn að fjölga starfs- mönnum á flugöryggissviði Flug- málastjórnar og veita auknu fé af flugmálaáætlun til flugöryggismála. Ákveðið er að veita 10 milljónum af flugmálaáætlun árið 2001 og 30 millj- ónum árið 2002 til verkefnisins. 20.06.2001: Ráðuneytinu berst áætlun Flugmálastjórnar um viðbún- að og skipulag á starfsemi Flugmáls- tjórnar á Vestmannaeyjaflugvelli á Þjóðhátíð 2001 eins og ráðuneytið hafði óskað eftir. 25.06.2001: Ráðuneytinu berst skýrsla ICAO. Þar er staðfest að Flugmálastjórn stenst fyllilega sam- anburð við önnur lönd, en gerðar til- lögur til úrbóta eins og áður er komið fram. Niðurstaða ICAO vegna Rann- sóknarnefndar flugslysa er sú að ekki sé talin ástæða til frekari rannsóknar á slysinu í Skerjafirði 7. ágúst 2000 og skýrsla RNF hafi tekið á öllum þeim atriðum, sem nauðsynleg eru við flug- slysarannsóknir, auk þess sem viðeig- andi tillögur í öryggisátt hafi verið gerðar. 18.08.2001: Ráðherra beinir því áliti sínu til Rannsóknarnefndar flugslysa að rétt hljóti að vera að nefndin afli sér nýrra gagna og upplýsinga sem komið hafi í ljós um tilhögun björg- unar vegna Skerjafjarðarslyssins og meti hvort ástæða geti verið til endur- upptöku málsins hvað það varðar. Nefndin varð við þeirri ábendingu ráðherra. 20.08.2001: Skipaður er starfshóp- ur til að undirbúa tillögur um öryggi á flugvöllum landsins og semja drög að reglugerð um starfsemi flugvalla. 24.08.2001: Skipaður er starfshóp- ur til að endurskoða lög um rannsókn- ir flugslysa. 17.10.2001: Ráðherra óskar tafar- lausra skýringa Rannsóknarnefnar flugslysa á sérstökum vitnisburði kaf- ara. 19.10.2001: Ráðherra mælir fyrir frumvarpi til laga um breytingu á loft- ferðalögum. 30.10.2001: Rannsóknarnefnd flug- slysa hafnar vitnisburði kafara í greinargerð til ráðherra. 30.10.2001: Ráðuneytið sendir Lög- reglustjóranum í Reykjavík greinar- gerð Rannsóknarnefndar flugslysa með ósk um að hún verði tekin til meðferðar við rannsókn málsins hjá lögreglu. 01.- 06.11.2001: Ráðuneytið óskar eftir og móttekur skýringar Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins á fram- burði kafaranna. Flugþing og „flugöryggi í dögun nýrrar aldar“ Með vísan til þess sem að framan er rakið má sjá að ráðuneytið hefur lagt áherslu á að styrkja alla þætti flug- öryggismála. Það er von mín að les- endur þessarar greinar átti sig á að allt er gert af hálfu ráðuneytisins til að skapa öryggismálum í flugi trú- verðugt umhverfi. Eftir sem áður verður að gæta þess að sofna ekki á verðinum. Við eigum að gera strangar kröfur til ráðuneytis, Flugmála- stjórnar, Rannsóknarnefndar flug- slysa og ekki síður til flugmanna og flugrekenda. Í byrjun þessa mánaðar var efnt til flugþings undir yfirskrift- inni „Flugöryggi í dögun nýrrar ald- ar“. Þar fjölluðu sérfæðingar, inn- lendir og erlendir, um þróun og framkvæmd flugöryggismála. Það er von mín að með vandaðri og gagn- rýnni umræðu, líkt og þeirri sem fram fór á Flugþingi, hafi okkur auðnast að koma umfjöllun um flugöryggismál á það stig, sem gera verður kröfu til um svo mikilsverðan málaflokk. FLUGÖRYGGI Í DÖGUN NÝRRAR ALDAR Sturla Böðvarsson Ráðuneytið hefur lagt áherslu á það, segir Sturla Böðvarsson, að styrkja alla þætti flug- öryggismála. Höfundur er samgönguráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.