Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 19 Íslandsfugl hafði áður gert kaup- tilboð í húseign bæjarins við Hafnar- braut 7. Þetta kemur fram á heima- síðu fyrirtækisins. Þar segir enn- fremur að í bókun bæjarráðs komi fram að Dalvíkurbyggð hafa átt þess kost að auka hlutafé sitt í Íslandsfugli í hlutafjárútboðinu um allt að fimm milljónir króna til að halda sínum hlut. Bæjarráð samþykkti að nýta ekki forkaupsrétt sinn en samþykkti að auka hlutafé sveitarfélagsins í fyr- irtækinu um 6 milljónir króna á geng- inu 1 og að greiðsla verði innt af hendi með sölu á Hafnarbraut 7 samkvæmt kauptilboði frá Íslandsfugli. Fullvinnsla sett upp í húsnæðinu Auðbjörn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsfugls, segist á heimasíðunni vera mjög sáttur við þessa afgreiðslu bæjaryfirvalda í Dal- víkurbyggð. Mikilvægt sé fyrir Ís- landsfugl, þegar til lengri tíma sé litið, að fá umrætt 595 fermetra húsnæði á jarðhæð Hafnarbrautar 7, enda sé bara einn veggur á milli þess og nú- verandi húsnæðis Íslandsfugls. Eim- skip hefur umrætt húsnæði á leigu til vors og þá fyrst fær Íslandsfugl það til ráðstöfunar. Auðbjörn segist fast- lega búast við að í þessu húsnæði verði sett upp fullvinnsla fyrirtækis- ins, en upphaflega var gert ráð fyrir að henni yrði komið upp á efri hæð nýbyggingar Íslandsfugls við Hafnar- braut. Dalvíkurbyggð eykur hlut sinn í Íslandsfugli Leggur hús- eign sína inn sem hlutafé BÆJARYFIRVÖLD í Dalvíkurbyggð hafa ákveðið að leggja húseign sína að Hafnarbraut 7 á Dalvík sem hlutafé inn í Íslandsfugl og þannig heldur sveit- arfélagið sínum hlut í hlutafjárútboði fyrirtækisins. Fyrir nokkru var sam- þykkt að auka hlutafé í Íslandsfugli um 100 milljónir króna. TÆPLEGA fertugur síbrotamaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í tveggja mán- aða fangelsi vegna þjófnaðar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stolið ýmsum munum, m.a. myndbandsupptökuvél, myndavél, ljósmyndabúnaði og fleiri úr íbúð í Kópavogi í maí á þessu ári, en verð- mæti þýfisins var áætlað um 236 þúsund krónur. Skömmu eftir þjófanaðinn hand- tók lögregla í Reykjavík manninn en hann hafði þá myndavél í fórum sín- um. Játaði maðurinn þjófnaðarbrot- ið við yfirheyrslur, en kvaðst hafa selt þýfið að frátalinni myndavélinni. Maðurinn hefur margoft hlotið refsidóma, einkum vegna auðgunar- brota, en einnig vegna ölvunarakst- urs, ráns og líkamsárásar. Tveggja mánaða fangelsi vegna þjófnaðar EINN gæsluvöllur er opinn á Ak- ureyri í vetur, Eyrarvöllur við Eiðs- völl, og er hann opinn alla virka daga frá kl. 13 til 16. Skólanefnd sam- þykkti á síðasta ári að rekinn yrði einn gæsluvöllur allt árið og annar einnig yfir sumarmánuðina, svo fremi að aðsókn væri viðunandi. Aðsóknin síðasta sumar var í slak- asta lagi, en að meðaltali voru skráð- ar 17 heimsóknir á dag á Eyrarvöll og 11 á Bugðuvöll. Síðan í haust hef- ur svo enn dregið úr aðsókninni, en í september voru skráðar alls 146 heimsóknir á Eyrarvöll eða tæplega 7 börn á dag að meðaltali. Í október fækkaði þeim enn fremar og urðu 85 talsins sem gerir tæpilega 4 börn á dag að meðaltali. Sömu mánuði í fyrra voru heimsóknir nokkru fleiri, eða 16 í september og 13 á dag í októ- ber. Alls hafa á þessu ári 2.360 heim- sóknir verið skráðar á Eyrarvöll, en voru 3.613 á liðnu ári. Heimsóknum fækkar á gæsluvelli ♦ ♦ ♦ Handmálaðir englar sími 462 2900 Blómin í bænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.