Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 47 Elsku amma, nú ert þú farin frá okkur sem erfitt er að átta sig á en minningarnar um þig geymi ég ávallt í hjarta mínu. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Þú tókst alltaf á móti mér með opnum örmum og bros á vör, ég var varla komin inn til þín, þá vildir þú alltaf gefa mér eitthvað. Þú varst alltaf svo mikil hetja í mínum augum því þú þurftir að ganga í gegnum svo mikla erfiðleika í þínu lífi en þú tal- aðir nú ekki um það heldur slóst þú öllu upp í grín. Ég kveð þig með söknuði og Jó- hann bróðir minn líka sem oft kom til þín einn þó ungur sé. Bless, amma mín, ég bið Guð að vera með þér. Þín Sigríður Brynja Friðriksdóttir. Þegar leiðir skilja, verður það manni hvatning til að rifja upp góðar minningar um dvölina á „Hótel Jörð“. Þeir sem verða gamlir mæta þeirri raun að kveðja marga sam- ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR ✝ Ásdís Ásgeirs-dóttir fæddist í Reykjavík 6. nóvem- ber 1930. Hún lést 26. október síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Ísa- fjarðarkirkju 6. nóv- ember. ferðamenn sína hinstu kveðju. Öll mín systk- ini eru horfin yfir móð- una miklu og nú hefur Ásdís fóstursystir mín gengið sína leið til enda. Ég var barn að aldri þegar Hólmfríður Eyj- ólfsdóttir og litla dóttir hennar Dísa dvöldu sumarlangt hjá okkur á Nesi í Grunnavík. Oft heyrði ég fólk geta þess hvað Fríða væri dugleg og æðrulaus þótt margt gengi henni miður í lífinu. En það eitt man ég frá þessu sumri, hversu hún var tillits- söm og barngóð. Um haustið toguðu atvikin Hólmfríði aftur til Reykja- víkur, en Ásdís varð eftir á Nesi og ólst þar upp. Hún var aðeins fimm ára gömul þegar faðir minn dó eftir langa sjúk- dómslegu á Ísafirði og forsjá heim- ilisins færðist yfir á herðar móður minnar. Á næstu árum fluttust systkini mín öll í burtu, en við Dísa hokruðum áfram á Nesi með móður minni við lítil efni. Svo virtist sem Dísa hefði fengið dugnaðinn og æðruleysið í arf frá móður sinni. Hún var strax sem unglingur bæði kjarkmikil og sterk. Eitt sinn fékk móðir mín þau skilaboð að við ættum fjórar kindur í óskilum á Snæfjöllum sem eru í næsta hreppi við Grunnavíkurhrepp. Við Dísa brugðum skjótt við, fórum yfir Snæfjallaheiði að sækja féð. Fjármarkið var ekki það rétta og kindurnar ekki frá Nesi svo við snerum tómhent heim á leið. Veðrið breyttist snögglega í norðangarra svo við hættum við að fara Snæ- fjallaheiði til baka. Þess í stað völd- um við að ganga fjöruna fyrir Bjarn- arnúp sem er þverhnípt bjarg tæplega 400 m hátt. Á leiðinni var fyrst hellirigning, síðan slydda og loks frost og bylur beint í fangið. Brimið þrumaði við klettana og öðru hverju heyrðum við steina detta úr bjarginu. Við þessar aðstæður hefðu flestar unglingsstelpur gefist upp og farið að skæla en þannig var Dísa ekki. Hún gat hlegið á meðan við töl- uðum um góða veðrið og náttúrufeg- urðina undir Núpnum, þótt við skylfum bæði af kulda. Á Nesi vantaði allt sem teljast mátti til óþarfa, því mestur hluti tekna heimilisins fóru í að greiða niður skuldir á jörðinni og nýja íveruhúsinu. Kotið var því skuld- laust þegar það fór í eyði. Við Dísa lékum okkur mikið við dýrin, hundinn og hestana, kálfana, köttinn og heimalningana. Útvarpið vakti áhuga minn á handbolta og Dísa gerðist öflugur markaskorari en ég gerðist markvörður. Við eign- uðumst þó aldrei handbolta en í hans stað kom gömul járnfata. Þessi þjálfun virtist þó duga mér vel þegar ég var markvörður í skólaliði Sam- vinnuskólans mörgum árum síðar. En barátta okkar við óblíða veðr- áttu, erfiði og knappan fjárhag skil- aði Ásdísi inn í samfélagið sem dugnaðarkonu, sem var glaðvær og æðrulaus hvernig sem vindar blésu. Blessuð sé minning Ásdísar Ásgeirs- dóttur. Sigfús Kristjánsson. Kveðja frá Iðnskólanum í Reykjavík Það má líta á það sem sérstök forrétt- indi að fá að umgang- ast og kenna ungu fólki. Aldrei hefur æskan verið jafn upplitsdjörf og efnileg. Einn úr þessum hópi var nemandi okkar Lárus Hjalti Ásmundsson, sem lést í hörmulegu slysi, þegar hann var við æfingar og undirbúning fyrir björgunarstörf. Lárus Hjalti var reglusamur og glaðvær með vítt áhugasvið. Fé- lagsmál, tækni og útivist voru með- al fjölmargra áhugamála hans. Með ljúfmennsku setti hann sterkan svip á hópinn. Við söknum Lárusar Hjalta og finnum djúpt til með hans nánustu. Megi almættið styrkja foreldra, unnustu og ættingja í þeirra miklu sorg. Kennarar, nemendur og starfsfólk. „Englar himins grétu í dag“, þessi hending úr ljóði K.K. kemur í huga mér þegar ég minnist frænda míns Lárusar Hjalta Ásmundsson- ar. Fyrir nokkrum árum tókum við upp þann sið, afkomendur Pálínu og Ásmundar í Hólakoti, að hittast í kringum afmælisdag afa míns 21. júní. Þá er safnast saman á eyr- unum við Stóru-Laxá og grillað saman. Þarna koma saman systk- inin frá Hólakoti, börn þeirra og barnabörn, engin skipulögð dag- skrá, bara spjallað, borðað, leikið og skemmt sér í hópi frændsystkina. LÁRUS HJALTI ÁSMUNDSSON ✝ Lárus Hjalti Ás-mundsson fædd- ist í Reykjavík 16. janúar 1981. Hann lést af slysförum 17. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Grafarvogs- kirkju 23. nóvember. Lárus Hjalti var þar á meðal, fyrsta lang- ömmu- og langafabarn ömmu og afa. Lárus Hjalti var glaðlegur strákur, hann hljóp um með Kviku og ærslað- ist í krökkunum. Það fyrsta sem dóttir mín 8 ára sagði þegar ég sagði henni frá láti frænda síns var: „En hann var alltaf svo góður að leika við okk- ur á ættarmótunum.“ Ég hitti Lárus Hjalta síðast nú síðla sumars niðri í miðbæ, hann var að ferja vörur inn í fyrirtæki og ég á leið í vinnu. Við tókum tal saman, spjölluðum um hitt og þetta, síðan var kvaðst með hlýjum kveðjum til foreldra hans og þessu hefðbundna „Sjáumst“ – alla vega á næsta ætt- armóti. Kveðjan rataði rétta leið, en við sjáumst ei meir en góðar minn- ingar lifa í hugum okkar og hjarta. Ég þakka fyrir þær stundir sem við fengum að njóta með þér. Ása, Dröfn og Hildi unnustu þinni votta ég mína dýpstu samúð, svo og öðr- um aðstandendum og vinum sem nú syrgja góðan dreng. Minning þín er ljós í lífi okkar, þín frænka, Brynja Hjálmtýsdóttir. Vertu sæll, við sjáumst aftur, seg þá kemur húm: Drottins undra elskukraftur öllum gefur rúm. Vinir, þér sem hér í heimi hafið dægur-bið, elskizt heitt, í æðra geimi opnast stærra svið. Þó að heljar hvíni bylur, hjartaprúður vert. Drottins börn ei Bani skilur, borgari Guðs þú ert! (Matthías Joch.) Þínir vinir, Þórður og Jóhannes Elías. Vinkona mín hún Jensína Óskarsdóttir er látin. Ég kynntist henni þegar ég hóf bú- skap með Þóri Þor- varðarsyni manni mínum, sem er bróðursonur Eggerts Eggertssonar heitins sem var eiginmaður Jens- ínu. Á Hellissandi hófst búskapur okkar Þóris, þar rétti hún mér oft hjálparhönd og var boðin og búin til aðstoðar við unga konu sem var að hefja búskap. M.a. hjálpaði hún mér að sauma gardínur fyrir stofuna, það vantaði ekki. Jensína var dugn- aðarkona, sívinnandi gegnum allt lífið. Kona með reisn. Þrátt fyrir mikinn aldursmun áttum við Jens- ína margar góðar stundir saman, sérstaklega þegar ég bjó í Suð- urhólum sem voru í nálægð við hennar heimili. Hún var mjög dug- JENSÍNA ÓSKARSDÓTTIR ✝ Jensína Óskars-dóttir fæddist á Hellissandi 17. júlí 1916. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hólakirkju 23. nóv- ember. leg að koma í heim- sókn til mín, rétt að koma við og þiggja kaffisopa og athuga hvernig mér og mínum liði. Rétt eins og gert var á Hellissandi þeg- ar hún kom við hjá mér, eða á Jaðri, heim- ili foreldra Þóris, á leið heim úr kaupfélaginu. Þegar ég flutti úr Suð- urhólunum fyrir þrem- ur árum fækkaði heim- sóknunum, en við töluðum engu að síður saman í síma og ég náði í hana í heimsókn eða fór yfir til hennar. Ég var líka búin að heimsækja hana í Lönguhlíðina þar sem hún dvaldist undir það síðasta. Jensína var mér mjög góð og ynd- isleg við börnin okkar. Þórir er henni þakklátur fyrir alla aðstoðina sem hún veitti foreldrum hans vest- ur á Hellissandi í erfiðum veikind- um móður hans. Blessuð sé minning þessarar glæsilegu vinkonu minnar. Bestu kveðjur og þakklæti frá Guðbjörgu Ágústsdóttur, tengda- móður minni. Ég, Þórir og börnin sendum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Hjördís Harðardóttir. Leiðir okkar Jóns lágu saman í Tjarnar- skóla. Þar tókst með okkur vinátta sem átti eftir að endast þótt leiðir lægju sitt í hvora áttina. Við áttum það sameiginlegt að taka námið ekkert of alvarlega og eydd- um mörgum kvöldum heima hjá Jóni yfir myndbandi eða tölvuleikjum í JÓN JÖRUNDSSON ✝ Jón Jörundssonfæddist í Reykja- vík 9. september 1973. Hann lést 29. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 7. nóvember. góðu yfirlæti hjá fjöl- skyldu hans. Þegar vel viðraði fórum við út í fótbolta en vorum fljót- ir að uppgötva að auð- veldara væri að fara í fótboltaleik í tölvunni. Jón var reyndar mikill áhugamaður um fót- bolta og Liverpool var okkar lið. Hins vegar vorum ekki jafn sam- mála um fótboltann hér heima því Jón var Frammari en ég stuðn- ingsmaður KR, en ágreiningurinn um þetta gerði vináttu okkar bara skemmtilegri. Vitaskuld slettist upp á vinskapinn af og til eins og gengur en það stóð stutt og við vorum fljótir að takast í hendur og sættast á ný. Jón var algjör reglumaður, bragð- aði ekki áfengi og hafði illan bifur á reykingum. Hann leyndi því ekki og mér er minnisstætt hvernig hann tók mig margoft í gegn fyrir reyk- ingarnar. Leiðir skildu eftir gagnfræðaskóla og samskiptin minnkuðu en í upp- hafi þessa árs hittumst við Jón á ný og spjölluðum lengi. Við rifjuðum upp gamla tíma og fórum síðan á gamlar slóðir heim til Jóns og horfð- um á myndband rétt eins og við gerðum í gaggó. Liðnu stundirnar lifnuðu á ný og við skemmtum okkur yfir hinu og þessu sem við áttum sameiginlegt, rétt eins og það hefði gerst í gær. Ég var ánægður og þakklátur fyrir þessa kvöldstund eins og allar aðrar sem ég átti í fé- lagsskap Jóns. Guð geymi þig, gamli félagi, því þú átt það svo sannarlega skilið. Jóhann Svavar Þorgeirsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina * +      : *  : *  *  " (   - (0()      6  )    8   % ( $  # () &  %( 5  )   )  /   3 ,/,   3 + +      +    $   *  *0 ! ? %" $()" +  @5 '#)( "0 ! $ " %(  3,     " # ' ( $ " # $ %! (   %( #) +, 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.