Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSKURÐARNEFND skipu- lags- og byggingarmála hefur hafnað kröfu tíu húseigenda við Austurgötu í Keflavík um ógild- ingu byggingarleyfis fyrir ný- byggingu á lóðunum nr. 51 til 55 við Hafnargötu. Byggingar- fulltrúi gaf umrætt leyfi út í júní árið 2000 og er húsið risið og fyr- ir löngu tekið í notkun. Húsanes ehf. byggði tveggja hæða verslunar- og skrifstofuhús á umræddum lóðum við Hafn- argötu en gömul og lágreist hús sem þar stóðu voru flutt í burtu eða rifin. Verslun 10-11 er nú á jarðhæð þessa nýja húss. Húseigendur við Austurgötu 17, 20, 22, 24 og 26 kærðu útgáfu byggingarleyfisins. Gerðu þeir meðal annars þá kröfu að skipu- lags- og byggingryfirvöldum í Reykjanesbæ yrði gert að vinna deiliskipulag fyrir lóðina og kynna hana með lögformlegum hætti. Bæjaryfirvöld héldu því fram að byggingarleyfið væri í fullu samræmi við gildandi að- alskipulag og að fullnægjandi grenndarkynning hefði farið fram. Framkvæmdir ekki stöðvaðar Úrskurðarnefndin hafnaði síð- astliðið sumar þeirri kröfu kær- enda að stöðva framkvæmdir á meðan fjallað væri um málið. Í niðurstöðu nefndarinnar sem nú liggur loksins fyrir, löngu eftir að húsið var byggt og tekið í notkun, kemur meðal annars fram að ekki sé hægt að fallast á það með kærendum að nauðsyn- legt hafi verið að vinna deili- skipulag fyrir umræddan bygg- ingarreit áður en þar yrðu leyfðar byggingaframkvæmdir og byggingaryfirvöldum í Reykjanesbæ því heimilt að veita leyfi fyrir byggingunni. Niður- staða nefndarinnar varð sú að hin kærða ákvörðun samræmist ákvæðum laga og sé ekki haldin neinum þeim annmörkum sem til ógildingar leiði. Kröfu um ógild- ingu byggingarleyfisins sé því hafnað. Hafna kröfu um ógild- ingu byggingarleyfis Keflavík BJÖRGUNARSVEITIN Sigurvon í Sandgerði var kölluð út í fyrrakvöld þegar hlutar af garðhýsi voru farnir að fjúka á hús við Norðurtún. Með snarræði tókst að koma í veg fyrir frekara tjón á garðhýsinu og nálægum mannvirkjum. Trollbútur var fenginn að láni hjá útgerð og settur yfir hýsið. Garðhýsi á ferð og flugi Sandgerði IFBB-bikarmeistarakeppnin í hreysti verður haldin í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík í dag. Lífs- stíll stendur fyrir mótinu. 34 karlar og níu konur eru skráð til leiks þar á meðal báðir bikar- meistararnir frá því í fyrra, Freyja Sigurðardóttir úr Keflavík og Arnar Grant frá Akureyri. Úrslitakeppnin hefst kl. 17. Ýmis skemmtiatriði verða á milli keppnisgreina. Bikarmeist- arakeppnin í hreysti í dag Keflavík UNGLINGARNIR í félagsmiðstöð Reykjanesbæjar, Fjörheimum í Njarðvík, hafa ásamt starfs- mönnum undirbúið útsendingar Fjörstöðvarinnar 99,4 sem hófust í fyrradag. Þau hafa meðal ann- ars farið á námskeið í dag- skrárgerð. Er þetta í fimmta skiptið sem Fjörstöðin er starfrækt en hún er að þessu sinni á nýrri senditíðni, 99,4. Útvarpað er daglega frá klukkan 16 til 22, í heila viku. Starfsmenn Fjörheima héldu námskeið í þáttagerð síðastliðinn mánudag þar sem farið var yfir það hvernig setja á upp handrit og fleira. 42 unglingar eru með þætti í útvarpinu, en auk þeirra mun fjöldi unglinga koma og lesa auglýsingar. Að sögn Nilsinu Larsen Ein- arsdóttur, starfsmanns Fjör- heima, hefur verið stanslaus vinna frá 12. nóvember við söfn- un auglýsinga og annan und- irbúning. „Við endum síðan alltaf á stærsta balli ársins, para- og vinaballinu. Þar veitum við verð- laun, meðal annars fyrir besta handritið, frumlegasta efnið og neyðarlegasta atvikið í beinni,“ segir Nilsina og bætir því við að einnig sé valið par ársins og vinir ársins á ballinu. Garnagaul Ásta Harðardóttir og Arnar Steinn Elísson voru með fyrstu útsendinguna þetta árið, ásamt Helga Reynissyni, en þátturinn þeirra heitir Garnasmellir. „Við erum með spjall um skólalífið, gátur þar sem fólk hringir með svör og við fjöllum einnig um tónlistarmenn og fleira,“ segir Ásta. Xxx.sex Eyrún Erla Sigurgeirsdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir og Lillý Guðlaug Sigurðardóttir sjá um þáttinn xxx.sex ásamt vin- konu sinni Bergrósu Gísladóttur: „Við verðum með spurningar, viðtal, spjall og slúður. Svo tölum við líka smá um jólin,“ segja stúlkurnar. „Við erum ekkert stressaðar yfir að tala í útvarpið, það er ekkert mál,“ bæta þær við. Aðspurðar hvaðan hugmynd- irnar að efninu koma segjast þær eiga flestar hugmyndirnar sjálf- ar, en herma samt smá eftir út- varpsstöðinni FM. Samdráttur Samdráttur heitir þáttur Jóns Aðalgeirs Ólafssonar og Ágústs Þórs Ágústssonar. „Við fjöllum um rokk, rapp og bíómyndina Double take. Svo erum við með spurningar sem fólk getur hringt og svarað,“ segja þeir félagar um þáttinn sinn. „Við fórum á nám- skeiðið á mánudaginn og lærðum hvernig við ættum að setja upp útvarpsþátt og um muninn á góðu og lélegu handriti.“ Yfir fjörutíu unglingar með þætti á Fjörstöðinni Reykjanesbær Ásta Harðardóttir og Arnar Steinn Elísson við lokaundirbúning. Jón Aðalgeir Ólafsson og Ágúst Þór Ágústsson riðu á vaðið. Eyrún Erla Sigurgeirsdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir og Lillý Guð- laug Sigurðardóttir eru með þáttinn xxx.sex. Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir SUÐURNES LOFTFÉLAGIÐ, áhugafólk um öndun, er samstarfsverkefni vinnu- hóps á vegum Landlæknisembættis- ins, Tóbaksvarnarnefndar, Glaxo- SmithKline og fleiri aðila. Eitt af markmiðum félagsins er að efla lungnamælingar og hefur fyrirtækið GlaxoSmithKline ákveðið að gefa 26 lungnamælitæki til heilsugæslu- stöðva víðs vegar um landið. Þetta tæki sem fyrirtækið gefur er valið með þarfir heilsugæslunnar í huga og kostar hvert tæki um 170 þús. kr. Heilsugæslustöðin í Hveragerði var ein þeirra stöðva sem fá tækið að gjöf og var elsti Hvergerðingurinn, Stefán Sigurðsson, sem varð 100 ára 14. mars sl., fenginn til að prófa tæk- ið fyrstur. Það var fulltrúi Glaxo- SmithKline, Pétur Magnússon, sem afhenti tækið, sem heitir Spiro2000. Fulltrúum heilsugæslustöðvanna er jafnframt boðið upp á námskeið í notkun tækisins. Heilsugæslan fær lungnamælitæki Hveragerði Ljósmynd/Margrét Ísaksdóttir Pétur Magnússon, fulltrúi GlaxoSmithKline, afhendir yfir- lækni heilsugæslustöðvarinnar, Marianne Brandsson Nielsen, lungnamælingartækið. BASAR var haldinn fyrir skemmstu á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi þar sem voru til sölu ýmsir handunnir munir af eldra fólkinu. Byrjað var á sýningu kl. 15.30 en salan hófst kl. 17. Margir munirnir voru einstakir og urðu menn að vera snarir í snúningum til að krækja í það sem þá langaði í. Á sama tíma var einnig selt veislukaffi á Dvalarheimilinu og rann allur ágóði í ferðasjóð fyrir eldra fólkið. Fjölmennt var og greinilegt á mörgum að þetta væri viðburður sem ekki mætti láta framhjá sér fara. Kaffisala og basar á dvalarheimili aldraðra Borgarnes ♦ ♦ ♦ FYRIRTÆKIÐ Vest Mennt á Pat- reksfirði opnaði nýlega tölvu- og þjónustuverslun fyrir símann, þar sem verða til sölu algengustu GSM- og heimilissímar. Einnig hefur Vest Mennt gert samning við bræðurna Ormsson um sölu á skrifstofuvélum og tölvum frá þeim. Þar verður jafn- framt útibú frá fasteignasölunni Hóli. Lögmannsstofa Jóhanns Halldórs- sonar kemur til með að verða þar með þjónustu sína einu sinni í mánuði. Vest Mennt er með umboð fyrir Vá- tryggingarfélag Íslands og er þjón- ustuaðili Símans í Vestur-Barða- strandarsýslu. Enn fremur mun fyrirtækið sinna þjónustu fyrir Snerpu á sunnanverðum Vestfjörð- um, í tengslum við loftnet og netteng- ingar. Jafnframt verður Vest Mennt með bókhaldsþjónustu í samstarfi við bókhaldsþjónustu Gunnars og umboð fyrir bókhaldssölukerfið D.K retis. Vest Mennt er í eigu hjónanna Hauks Más Sigurðssonar og Gunn- hildar Þórisdóttur. Vest Mennt opnar tölvu- og þjónustuverslun Patreksfjörður ÞÓ langt sé liðið á nóvember hefur tíð verið óvenjugóð töluvert um rign- ingar en nánast aldrei frost þangað til núna um miðja viku þegar kólnaði allverulega eins og sést á þessari mynd sem tekin var í blíð- skaparveðri og töluverðu frosti í Mýrdalnum enda létu grýlukertin ekki á sér standa. Myndin er tekin í gömlu sauðfjárbóli austan í Litlhöfða í Hafursárgili með Búrfell í baksýn og sólin orðin lágt á lofti enda stytt- ist dagurinn óðum núna. Kuldinn minnir á sig Fagridalur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.