Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 2
Njarðvík og Keflavík mætast í úrslitaleik/B3 Valsmenn komnir í topp- sæti 1. deildar/B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Á LAUGARDÖGUM FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sérblöð í dag www.mb l . i s Með Morgun- blaðinu í dag fylgir bæklingur frá Landssam- bandi slökkvi- liðs- og sjúkra- flutningamanna, Slökkviliðsmað- urinn. Blaðinu verður dreift um allt land. Með Morgun- blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Pennanum-Ey- mundssyni. Blaðinu verð- ur dreift um allt land. LETTINN sem handtekinn var á Dalvík á fimmtudagsmorgun, grun- aður um aðild að tveimur morðum í Lettlandi, var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Aðspurður um hvers vegna manni sem grunaður er um tvö morð var hleypt inn í landið bendir Smári Sig- urðsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, á að hann hafi ekki verið eftirlýstur þegar hann kom til landsins. Þá hafi hann komið inn á Scheng- en-svæðið í Svíþjóð. Við komuna þangað var leitað að upplýsingum um hann í svokölluðu SIS-kerfi, sem er sameiginlegt upplýsingakerfi Schengen-landanna, en engar upp- lýsingar var að finna um hann þar. Þar með var maðurinn kominn inn á Schengen-svæðið og því hefur vænt- anlega ekkert verið grennslast fyrir um hann þegar hann kom til Kefla- víkur fyrir skömmu. Smári bendir ennfremur á að lettnesk yfirvöld hefðu ekki verið búin að gefa út handtökuskipun fyrr en eftir að maðurinn var kominn til landsins. Jafnvel þó lettnesk yfirvöld hefðu verið búin að gefa út hand- tökuskipunina, væri ólíklegt að það hefði nokkru breytt, enda gætu að- eins Schengen-lönd sett upplýsingar inn í SIS-kerfið. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær barst beiðni frá Lettlandi um að handtaka mann- inn á miðvikudagskvöld. Átti eftir að ganga frá forms- atriðum varðandi atvinnuleyfi Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur m.a. aðgang að gagnagrunn- um Interpol, Europol og upplýsinga- kerfi Schengen. Aðspurður um hvort Útlendingaeftirlitið geti fengið að- gang að þessum gagnagrunnum seg- ir Smári að það sé ekki heimilt þar sem Útlendingaeftirlitið sé borgara- leg stofnun. Aðspurður um hvort til greina komi að lögregla fari yfir umsóknir um atvinnu- og dvalarleyfi og beri þær saman við þá gagnagrunna sem hún hefur aðgang að, segir Smári að sér sé ekki kunnugt um að sá mögu- leiki hafi verið ræddur. Aðspurður um hvort útlendinga- eftirlitið hafi ekki haft einhver gögn um feril mannsins í Lettlandi þegar mál hans kom til meðferðar þar, seg- ir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Út- lendingaeftirlitsins, að stofnunin hafi einungis takmarkaðan aðgang að SIS-kerfinu og þá einvörðungu að því er lýtur að þeim sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot inni á eða verið vísað brott af svæðinu. Upplýsingar um manninn hafi ekki verið að finna í kerfinu. Að öðrum kosti hefði hon- um verið neitað um að koma til landsins. Eins og fyrr segir er Útlendinga- eftirlitið borgaraleg stofnun og því hefur hún ekki aðgang að þeim gagnagrunnum sem standa lögreglu til boða en Georg telur nauðsynlegt að Útlendingaeftirlitið fái aðgang að þessum gagnabönkum. Aðspurður um hvort Útlendinga- eftirlitið fari fram á afrit af sakavott- orði segir Georg að sú vinnuregla hafi verið tekin upp í október. Í frétt Morgunblaðsins í gær var ranglega greint frá því að maðurinn hefði tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi. Samkvæmt upplýsingum frá Út- lendingaeftirlitinu hafði fiskvinnslu- fyrirtæki á Dalvík sótt um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir manninn og veitti Vinnumálastofnun samþykki sitt fyrir þeim 27. október sl. Enn átti þó eftir að ganga frá ýmsum formsatriðum sem vörðuðu umsókn hans og því hafði Útlendingaeftirlit- ið ekki afgreitt umsóknina. Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeild- ar ríkislögreglustjóra, staðfesti á hinn bóginn í gær að maðurinn hefði starfað hjá fiskvinnslufyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur lögregla haft til at- hugunar fleiri mál sem tengjast út- lendingum sem starfa hér á landi er grunur leikur á að hafi gerst sekir um alvarlega ofbeldisglæpi en slopp- ið undan réttvísinni í heimalandi sínu. Lettinn sem handtekinn var á Dalvík vegna gruns um aðild að tveimur morðum Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald SÍÐASTI malarkaflinn á leiðinni frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur var malbikaður í gær og er þar með lagningu bundins slitlags allrar leið- arinnar lokið. Í tilefni áfangans afhjúpaði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra koparskjöld og opnaði formlega veginn við athöfn í Suðursveit. Þetta er þriðji koparskjöldurinn sem sett- ur er upp við ný vegamannvirki á vegum Vegagerðarinnar, sá fyrsti var settur upp við Öxnadalsheiði þegar lagningu slitlags til Akureyr- ar lauk og annar var settur á Vatna- leiðinni og nú síðast við Höfn. Rögnvaldur Jónsson, forstöðu- maður tæknisviðs Vegagerðarinnar, segir lagningu vegarins marka tímamót þar sem þrjátíu ár eru liðin frá því verkið hófst. „Við fengum lán hjá Alþjóðabankanum 1971 og þá var lagður Suðurlandsvegurinn austur á Selfoss. Svo það var upp- hafið að lokahnykknum sem gerður var í gær, þrjátíu árum síðar, þegar síðustu þrír kílómetrarnir voru mal- bikaðir,“ sagði Rögnvaldur. Morgunblaðið/Guðrún Ingimundardóttir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhjúpaði koparskjöldinn við hátíðlega athöfn í Suðursveit í gær. Lagningu slitlags lokið ERFINGJAR Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafa verið krafðir um greiðslu á þeim mun sem er á verði húss sem Samtök um kvennaathvarf keyptu undir starfsemi sína og markaðsverði hússins, en munurinn er 4,5 milljónir að mati dómskvaddra matsmanna. Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður Samtaka um kvennaathvarf, segir að málið verði sótt fyrir dómi ef þess þurfi. Erfingjarnir hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Samtök um kvennaathvarf verði borin út úr húsinu, en erfingjarnir fengu í haust forkaupsrétt sinn að húsinu viðurkenndan í Hæstarétti. Krafðir um 4,5 milljónir  Krefst/6 ALÞJÓÐASAMTÖK fatlaðra harma í nýútgefinni yfirlýsingu reglu þá í flugrekstrarhandbók Flugleiða sem kveður á um að fatlaðir eða hreyfi- hamlaðir farþegar skuli nefna fylgd- armann eða ábyrgðarmann við kaup á farseðlum í millilandaflugi. Þá hef- ur Flugmálastjórn farið fram á að Flugleiðir skýri reglur félagsins um flutning fatlaðra. Alþjóðasamtökin telja að um brot á mannréttindum geti verið að ræða. Munu þessi mál verða sérstaklega rædd á næsta fundi samtakanna þar sem áskorun til Flugleiða um að draga til baka breytingar í handbók- inni er varða ferðalög fatlaðra verð- ur lögð fram. Í yfirlýsingunni kemur ennfremur fram að málið hafi verið tekið upp á fundi Evrópusambands flugumferð- arstjóra í vikunni, en Flugleiðir eiga aðild að sambandinu. Var þar ákveð- ið að rannsaka reglur sem koma fram í handbókinni í samráði við Samband evrópskra flugfélaga. Öryrkjabandalag Danmerkur tek- ur í sama streng, en innan banda- lagsins eru 350.000 meðlimir. Lýsir bandalagið furðu sinni á því að nor- rænt flugfélag geri með reglum þessum að engu þá jákvæðu þróun sem átt hafi sér stað í málefnum fatl- aðra um allan heim. Flugmálastjórn hefur komið ábendingum á framfæri við Flugleið- ir um að orðalag ákveðinna atriða reglunnar um flutning hreyfihaml- aðra verði gert skýrara. „Það voru ákveðnir hlutir sem okkar fólki fannst stangast á og að orða þyrfti betur,“ sagði Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórn- ar. Samtök fatlaðra í útlöndum Undrast regl- ur Flugleiða FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um bindandi álit í skattamálum. Samkvæmt gildandi lögum skal ríkisskattstjóri taka gjald fyrir út- gáfu bindandi álita. Með frumvarpi ráðherra er annars vegar lagt til að grunngjald fyrir hvert álit verði hækkað úr 10.000 kr. í 50.000 kr. og hins vegar að ákvæði laganna um hámarksgjald, 40.000 kr., verði afnumið. Að því er fram kemur í athuga- semdum með frumvarpinu, hefur komið í ljós við framkvæmd lag- anna að hvert álit er tímafrekara en gert var ráð fyrir í upphafi þar sem þau mál sem óskað er bind- andi álita um verða sífellt flóknari og umfangsmeiri. Lögð til hækkun á gjaldi ♦ ♦ ♦ ÖKUMAÐUR jeppabifreiðar slapp ómeiddur þegar bifreið hans fór út af veginum í Norðurárdal í Borg- arfjarðarsýslu rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld. Að sögn lögregl- unnar í Borgarnesi má að öllum líkindum rekja óhappið til hálku og hvassviðris. Bifreiðin var á suðurleið og fór út af veginum þar sem er snar- bratt niður. Ökumanninum tókst með snarræði að stýra bílnum nið- ur brekkuna þannig að hann slapp við veltu. Tvö hjól undir bílnum umfelguðust við útafaksturinn. Slæmt veður var á Holtavörðu- heiði, vindur um 18 m/s. og élja- gangur. Bifreið út af í Borgarfirði ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.