Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 35 einstaklingar og fyrirtæki erlend lán sem síðan voru endurlánuð innan- lands og vaxtamunurinn hirtur, allt undir formerkjum þess að á Íslandi væri rekin fastgengisstefna sem ekki yrði hróflað við í bráð. Útlánin voru einnig notuð til að fjármagna innflutning þar sem innflutnings- verðlag var sérstaklega hagstætt og í kjölfarið fylgdi viðskiptahalli seinni hluta árs 1999 og á árinu 2000 sem drifinn var af erlendum lántökum. Kaflaskil urðu síðan í byrjun sumars á síðasta ári þegar gengið byrjaði að falla,“ sagði Tryggvi. Hann sagði að í desember 1999 hefði hann haldið erindi á morgun- verðarfundi Samtaka atvinnnulífsins þar sem hann hefði bent á að ef ekki yrði farið varlega og af fullri ábyrgð í þá kjarasamninga, sem þá stóðu fyr- ir dyrum og nú sæi fyrir endann á, mætti eiga von á verðbólgu og í kjöl- farið fjárflótta, miklum þrýstingi á krónuna og óstöðugleika í fjármála- kerfinu „Mér sýnist sem þessi spá hafi að miklu leyti gengið eftir og að hægt sé að rekja þróunina beint til kjara- samninga sem gerðir hafa verið und- anfarið. Ég er þeirrar skoðunar að kanna þurfi hvernig er hægt að koma í veg fyrir að verkfallsvopninu sé beitt í jafn ríkum mæli og gert er og hvort aðrar leiðir séu ekki væn- legri til árangurs. Launahækkanir hafa verið of miklar miðað við ástand á vinnumarkaði og gat sú þróun ekki endað með neinu öðru en verðbólgu og í kjölfarið auknum þrýstingi á gengið. Mér finnst það fremur ódýr lausn að kenna efnahagsstefnu stjórnvalda um þegar núverandi efnahagsástand er skoðað, þó e.t.v. hefði verið hægt að ná betri tökum á fjármálafyrirtækjunum með því að gefa Seðlabankanum frelsi fyrr en gert var og að Fjármálaeftirlitið mætti vera burðugra,“ sagði Tryggvi. Hann segir að hvað almenna hag- stjórn varði telji hann rétt að hanna fjármálastefnuna þannig að hún styðji peningamálastefnuna betur en nú sé. Miklar umbætur hafi átt sér stað í ríkisfjármálum og hafi kerf- isafgangur, þ.e. staða ríkissjóðs leið- rétt fyrir hagsveiflunni, aukist jafnt og þétt frá miðjum síðasta áratug „En betur má ef duga skal. Ég tel að athuga ætti vel kosti þess að reka hér fjármálastefnu sem byggðist á að ríkisútgjöld yxu sem nemur lang- tímahagvexti og að ef vikið yrði frá þeirri reglu þá þyrfti framkvæmda- valdið að útskýra fyrir Alþingi og al- menningi hvers vegna það væri gert, svipað og Seðlabankinn þarf nú að útskýra frávik frá verbólgumark- miði sínu. Þetta myndi hafa sveiflu- jafnandi áhrif og styðja peninga- málastefnuna mun betur en nú er. Jafnframt myndi reglan leiða til auk- ins gagnsæis og aga í ríkisfjármál- um. Ég tel að grunnur efnahagslífsins sé mjög traustur hér á landi og að bjart sé framundan í efnahagslífi þjóðarinnar. Skattalækkanir, sem boðaðar hafa verið á fyrirtæki, munu hjálpa til við að laða að erlent fjár- magn og halda því sem fyrir er í landinu. Þegar efnahagslíf heimsins fer aftur af stað mun það íslenska fylgja eftir af miklum krafti, en aðilar vinnu- markaðarins og fjár- málafyrirtækin verða að sýna ábyrgð í nýfengnu frelsi og láta af þeim pilsfaldakapítalisma sem enn ein- kennir Ísland. Það þýðir ekkert að hlaupa til og biðja hið opinbera um hjálp þegar eitthvað bjátar á, menn verða að líta sér nær. Hlutverk hins opinbera er að setja sanngjarnar leikreglur og skapa öryggisnet fyrir þá einstaklinga sem fara útaf spor- inu af einhverjum ástæðum en ekki að hjálpa einstökum fyrirtækjum vegna vanhugsaðra ákvarðana stjórnenda þeirra,“ sagði Tryggvi ennfremur. sem kynnti undir verðbólgu eða slaki sem skapaði verðhjöðnun og ákvarð- anir á vinnumarkaði væru þannig að launastigið væri ekki of hátt þannig að það skapaðist atvinnuleysi þá væri allt í sómanum. En til þess yrði hver og einn þessara þátta að sinna sínu hlutverki. „Ef menn tryggja að verðbólga fari ekki úr böndunum þá mun geng- ið auðvitað koma til baka af því að raungengið er komið miklu lægra heldur en stenst til lengdar. Það er bara spurning hvort það muni hækka með meiri verðbólgu eða hækkun nafngengis. Sé peninga- stefnan nógu aðhaldssöm getur hún tryggt það að lokum að verðbólgu sé haldið í skefjum. Það getur vel verið að það þurfi að kosta einhverju til tímabundið í samdrætti í hagkerfinu, en peningastefnan getur það að lok- um og þá kemur gengið til baka. Það er bara að þreyja þorrann og góuna og þá kemur vor, en ekki að ætla sér að kveikja í húsinu sínu til að fá sér einhvern stundaryl á meðan,“ sagði Már að lokum. Háir vextir styðja gengið Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands, segir að hann telji að lækkun gengisins undanfarna daga megi að miklu leyti rekja til nýaf- staðinnar vaxtalækkunar Seðla- bankans. Háir vextir styðji við geng- ið og sé vaxtaþrýstingur minnkaður haldist fjármagn ekki jafnvel innan- lands og gengið lækki til skamms tíma. „Ég tel að það hefði þurft að bíða mun órækari merkja þess að vinnu- markaðurinn væri að dragast saman og að verðbólga væri að hjaðna. Ég er reyndar einnig þeirrar skoðunar að gengið sé of lágt um þessar mund- ir og að illt umtal um krónuna og barlómur hvað varðar efnahags- ástandið eigi þar hlut að máli. En að öðru óbreyttu mun gengið halda áfram að lækka allt þar til verðbólg- an verður svipuð og í viðskiptalönd- unum. Jafnframt ber að hafa í huga að vaxtalækkanir erlendis ber á eng- an hátt að yfirfæra á Ísland. Þar berjast menn jafnvel við verðhjöðn- un á meðan við verðum að skoða vaxaákvarðanir okkar í ljósi verð- bólgu,“ sagði Tryggvi. Tryggvi bendir á að undanfarinn áratug hafi íslenska hag- kerfið færst mjög í frjáls- ræðisátt og frá 1995 hafi fjármagnsflutningar ver- ið frjálsir og gengið ákvarðað á markaði. Al- þjóðavæðing hafi orðið mikil, sér- staklega á fjármagnsmarkaði, og nú- verandi efnahagsástand megi að miklu leyti rekja til þessa aukna frjálsræðis. „Ríkið sleppti krumlunni af fjár- málastofnunum og fyrirtækjum og að vissu leyti má segja að þessir að- ilar, og þá sérstaklega fjármálafyr- irtækin, hafi ekki ráðið við þetta nýja frelsi. Lán voru veitt til hlutabréfa- kaupa og einkenndist verðlagning þeirra oft af glópagleði. Einnig tóku iðum. Ef ota þá til að fljóta. kinn hefði anda þess r á verð- and með ngar ætti a einhliða æri fræði- lan að það ög erfitt. ármagns- fur til það að verja llkomlega nnlendrar engið flyti það bara urinn kall- síðan við bólgu þeg- sfjármálin ð um jöfn- nd og loks a.s. samn- m þyrfti að dun sam- andið væri t til þyrfti a að sinna mynd, sem væri verð- rinn í við- vinnustig- essir þrír engið ekki lgan væri tum, inn- uttri verð- gi þyngra ið væri að kum yrði vera því m að koma ahagsmál- alltof mik- sem aftur ptahallann og til þess ndið væri jármálun- viðskipta- mræmdist vaxtastig- það væri agkerfinu anga í gegnum ga aðlögun Morgunblaðið/Kristinn smálum að undanförnu. Þór sson Launahækk- anir hafa verið of miklar FYRIR tveim árum fullyrti Samuel Huntingdon að átakalín- urnar í heimsmálunum að loknu kalda stríðinu væru aðallega menningarlegar – „árekstur menningarheima“ sem segja mætti að væru fimm eða sex svæði og gætu stundum lifað hlið við hlið en aldrei náð saman vegna þess að þeir deildu ekki með sér sameiginlegum gildum. Mikilvæg ályktun af þessum rök- semdum er að líta beri á hryðju- verkin 11. september og við- brögð Bandaríkjamanna við þeim sem þætti í baráttu milli íslams og Vesturlanda. Önnur er sú að það sem við á Vesturlöndum álít- um vera algild mannréttindi séu einfaldlega ávextir evrópskrar menningar, þau séu ónothæf fyr- ir þá sem ekki deili þessum sér- stöku hefðum. Ég tel að Huntingdon hafi rangt fyrir sér í báðum efnum. V.S. Naipaul, sem nýlega hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels, rit- aði einu sinni grein sem bar heit- ið „Okkar algilda menning“. Mjög viðeigandi heiti. Þegar öllu er á botninn hvolft er Naipaul rithöfundur af indverskum upp- runa sem ólst upp á Trinidad. Hann hélt því ekki einvörðungu fram að vestræn gildi ættu við í öllum menningarheimum heldur gæti hann einmitt þakkað bók- menntaleg afrek sín þeirri al- gildu skírskotun sem gengur þvert á meint menningarlanda- mæri Huntingdons. Algild skírskotun er einnig hugsanleg í enn almennari skiln- ingi vegna þess að helsta drif- fjöðrin í sögu mannkynsins og heimsmálunum er ekki menning- arleg fjölbreytni heldur almenn sókn nútímavæðingarinnar og birtingarform hennar í stofnun- um samfélagsins eru lýðræði og markaðsskipulag. Átökin sem nú standa yfir eru ekki þáttur í menningarárekstri í þeim skiln- ingi að tvö jafn öflug svæði berj- ist, þau eru dæmi um andspyrnu af hálfu þeirra sem nútíminn ógnar og um leið siðferðislegur hluti hans, virðingin fyrir mann- réttindum. Nær öll réttindi sem haldið hefur verið á lofti í sögunni hafa byggst á því að menn hafa vísað til þriggja valdhafa: Guðs, mannsins eða náttúrunnar. Elstu uppsprettum réttinda, Guði eða trúarbrögðunum, hefur verið hafnað sem forsendum réttinda á Vesturlöndum frá því að Upplýs- ingin hóf að hasla sér völl. Rit John Locke, Ritgerð um ríkis- vald, hefst með löngum andmæl- um gegn Robert Filmer sem haldið hafði fram heilögum rétt- indum konunga. Afhelgun rétt- inda á Vesturlöndum var því með öðrum orðum hluti af hefðum frjálslyndisins frá upphafi. Þarna virðist núna sem helsti munurinn á löndum íslams og Vesturlöndum sé vegna þess að margir múslímar vísa á bug hug- myndinni um veraldlegt ríkis- vald. En áður en við föllumst á hugmyndina um óhjákvæmileg átök milli menningarheima skul- um við íhuga hvers vegna nú- tímalegt og veraldlegt frjálslyndi spratt yfirleitt fram á Vestur- löndum. Það er engin tilviljun að hug- myndir frjálslyndisins komu fram á sjónarsviðið á 16. og 17. öld en þá sýndu blóðugar deilur milli kristinna hópa um alla Evr- ópu fram á að ekki væri hægt að ná samstöðu um trúmál sem hægt væri að nota sem undir- náttúran. Orðfæri náttúruréttar- ins, sem einkum var þróað í Bandaríkjunum á 18. öld, hefur áfram mótað samræður okkar um siðferði. Þegar við segjum til dæmis að kynþáttur, þjóðerni, ríkidæmi eða kyn séu ekki þeir hópeiginleikar sem skipti öllu máli er ljóst að við gefum í skyn að til sé grundvöllur mannlegra eiginda sem við getum öll vísað til og því krafist verndar gagn- vart ákveðinni hegðun af hálfu annarra hópa eða ríkja. Þessi trú er úrslitaröksemdin fyrir því að hafna menningarlegum rök- stuðningi fyrir því að sumir hóp- ar – til dæmis konur – séu gerðir lægra settir en aðrir í samfélag- inu. Ennfremur bendir út- breiðsla lýðræðis til annarra þjóða en evrópskra síðustu ára- tugi 20. aldar til þess að Vest- urlandabúar séu ekki einir um þessa skoðun. En ef mannréttindi eru algild ættum við þá að krefjast þess að þeim sé komið á alls staðar og á öllum tímum? Aristóteles segir í Siðfræði Nikomakkosar að til séu reglur um náttúruréttindi en þeim verði að beita af miklum sveigjanleika og skynsemi. Þessi skoðun á enn við. Við verðum að greina á milli annars vegar fræðilegrar trúar á að mannrétt- indi séu algild og hins vegar hvernig við styðjum í reynd mannréttindi í heiminum öllum vegna þess að sameiginleg, mannleg eigindi okkar hafa orðið til við ólík, félagsleg skilyrði og skilningur okkar á réttindunum er því ólíkur. Vestræn sýn á réttindi, þar sem einstaklingurinn er í önd- vegi, veldur oft uppnámi í sam- félögum þar sem hefðir eru rót- grónar og lífið býður ekki upp á jafnmikið val. Ástæðan er sú að ekki er hægt að skilja sýn Vest- urlandabúa frá víðtækara ferli nútímavæðingarinnar. Ef menn halda að það sé hægt eru þeir að setja vagninn fyrir hestinn. Stuðningur okkar við það viðhorf að mannréttindi eigi alls staðar við eru aðeins hluti af flókinni heildarmynd algildrar heims- menningar og við getum ekki greint skilning á öðrum þáttum nútímasamfélags – efnahagslegt réttlæti og stjórnmálalegt lýð- ræði – frá henni. stöðu stjórnarfars. Hobbes, Locke og Montesquieu brugðust við hörmungum á borð við Þrjá- tíu ára stríðið með því að mæla með aðskilnaði trúarbragða og stjórnmála, fyrst og fremst til þess að tryggja frið milli borg- aranna. Íslam á nú við sams konar vanda að stríða. Tilraunir sem gerðar eru til að sameina stjórn- mál og trúarbrögð valda deilum meðal múslíma alveg eins og raunin varð hjá kristnum mönn- um í Evrópu. Ráðamenn okkar hafa rétt fyrir sér (og eru ekki bara að segja það sem kemur þeim vel) þegar þeir staðhæfa að stríðið sem nú er háð sé ekki við íslam – einstaklega margbrotin trúarbrögð þar sem ekki er við- urkennt að einhver ein túlkun á trúarsetningunum hafi meira vægi en allar aðrar. Skortur á umburðarlyndi og bókstafstrú er val sumra múslíma en íslam hef- ur ávallt þurft að takast á við spurninguna um veraldarhyggju og þörfina á umburðarlyndi í trú- málum eins og glöggt má sjá á ákefð umbótasinnanna í klerka- veldinu Íran. Önnur uppspretta réttindanna – viðhorf sem í eðli sínu er mjög í anda pósitífista og gengur út á að allt sem samfélagið álíti stjórnarskrárbundin réttindi verði það – tryggir heldur ekki viðleitni til frjálslyndis vegna þess að það veldur menningar- legri afstæðishyggju. Sé það rétt, sem Huntingdon gefur í skyn, að réttindin sem við Vest- urlandabúar hyllum hafi komið til við einstakar aðstæður í tengslum við stjórnmálavanda í kristnum Evrópulöndum, hvað getur þá hindrað önnur samfélög í að höfða til eigin aðstæðna til að mæla gegn sömu réttindum? Stjórnvöld í Kína hafa sýnt mikla hæfileika í að beita slíkum rök- semdum. Síðasta uppspretta réttinda er Átök íslams við nútímann Reuters Kona í Kabúl lyftir höfuðbúnaði á kufli sínum, daginn eftir að tal- ibanar fóru. Í tíð þeirra urðu konur að hylja allan líkama sinn á al- mannafæri en slíkir siðir tíðkast aðeins í sumum löndum múslíma. Höfundur ritaði bókina The End of History and the Last Man og er prófessor í alþjóðastjórn- málafræði og hagfræði við Johns Hopkins-háskóla. ©Project Syndicate Tilraunir sem gerðar eru til að sameina stjórnmál og trúar- brögð valda deilum meðal múslíma al- veg eins og raunin varð hjá kristnum mönnum í Evrópu. Francis Fukuyama
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.