Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 39 NÚ STENDUR yfir eitt það asnalegasta verkfall sem um getur í Íslandssögunni. Kennarar tónlistar- skóla hafa verið samn- ingslausir í meira en ár og þeir neyddust til þess að reyna að fá launanefnd sveitarfé- laganna til að hlusta á rök sín með sterkum aðgerðum, en það virð- ist heldur ekki ætla að duga til. Það eina sem farið er fram á er að það séu borguð sömu laun fyrir sömu eða hliðstæð störf og aðrir kennarar fá greidd. Árið 1990 var gerður samningur milli fjármálaráðuneytisins og sveit- arfélaganna um að þau yfirtækju greiðslu launakostnaðar kennara tónlistarskóla, en frá árinu 1974 höfðu þessir aðilar helmingaskipti með greiðslu launa. Á því tímabili hafði verið settur kennslutímakvóti á hvern skóla, en smátt og smátt á hverju ári tókst þó að fá rýmkun á honum eftir því sem þörf var á. Í þeim skóla sem ég þekkti best til fékkst t.d. aukning á tímafjölda um nær tvöföldun á árunum 1980 til 1990. Eftir 1990 hefur þessi kvóti ekki fengist hækkaður í þeim skóla um svo mikið sem einn klukkutíma, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um. Í öðr- um skóla sem ég þekki vel til er biðlisti upp á um 200 nemendur á hverju hausti og þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir forstöðumanna skólans hefur bæjar- félagið ekki fengist til þess að auka kennslu- tímakvóta skólans. Þegar sveitarfélögin yfirtóku launagreiðslur tónlistarskólakennara varð uppi mjög mikil andstaða kennaranna við þann samning. Þá var lofað í hástert að það yrði ekki gengið á hlut skól- anna; ef eitthvað væri yrði betur gert við kennarana en fyrr og reksturinn yrði betri en áður. Hinn napri sannleikur er sá að öll loforð hafa verið svikin, kennarar tónlist- arskóla voru með hærri laun en framhaldsskólakennarar til 1993 og frá 1997 erum við með verulega lægri laun en grunnskólakennarar. Okkar krafa er sú að við fáum a.m.k. sömu laun og aðrir kennarar, ekki hærri eins og var áður en sveitarfélögin tóku við launagreiðsl- unum. Margir kennarar kenna bæði við grunnskóla og tónlistarskóla og þeir fá verulega hærri laun fyrir að kenna á morgnana í grunnskólanum heldur en að kenna á eftirmiðdög- um og oft jafnvel langt fram á kvöldin í tónlistarskólanum, en launagreiðandinn er sá sami. Nú virðist aðalþröskuldurinn á því að þessi deila leysist vera sá að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóri í Reykjavík, vill koma allri kennslu á framhaldsstigi skólanna í Reykjavík (gamla 5.-7. stigið) yfir á ríkið aftur! Hvers eigum við að gjalda? Við báðum ekki um að sveit- arfélögin yfirtækju rekstur tónlist- arskólanna, því var neytt upp á okk- ur. Þeir sveitarsjórnamenn sem enn sitja í stólum sínum frá þeim tíma ættu að sjá að sér og hafa vit fyrir hinum sem ekki telja sig þurfa að standa við nein loforð eða gerða samninga og láta ekki deilur um keisarans skegg bitna á okkur. Miðað við yfirlýsingar sáttasemj- ara virðist hann því miður ekki hafa lagt mikla vinnu í málefni þessara aumu kennara, sem líklega eiga bara að hafa svo gaman af því að fá að kenna tónlist að þeir megi þakka fyrir að fá eitthvað greitt fyrir það. Ég vil benda honum á að læra að- eins betur reikningskúnstir og kynna sér betur hvernig launamálin hafa verið. Hann reiknar óskir tónlistar- skólakennara beint á grunnlaun, en í flestum sveitarfélögum nema Reykjavík hefur verið í gildi sér- kjarasamningar sem meta má sem 15-20% launaaukningu á laun tón- listarskólakennara. Þessir sérkjara- samningar voru gerðir eftir 1997 þegar í ljós koma að kennarar tón- listarskóla höfðu samið illilega af sér miðað við aðra kennara. Þeir eru ákveðin viðurkenning á því launamisrétti sem hafði skapast og þegar gefnar eru út yfirlýsingar upp á 80% kaupkröfu tónlistar- skólakennara gleymist að þessi samningur er í gildi í flestum tón- listarskólum, nema Reykjavík, og því ber að taka tillit til hans þegar settar eru fram tölur um hækkun á launum. Getur það verið að það setji sitt mark á lausn þessarar deilu að bæði formaður og varaformaður þeirrar launanefndar sem er að semja við tónlistarskólakennara koma frá sveitarfélögum sem ekki reka sjálf skóla? Er ekki kominn tími til að þau sveitarfélög sem sjálf reka tón- listarskóla kljúfi sig út úr því sam- starfi um launanefnd sem þau voru neydd til að skrifa undir og geri sína samninga beint við kennarana? Ingibjörg Sólrún og hennar lið í Reykjavík getur þá tekið afleiðing- unum í næstu kosningum, það er ekki svo langt í þær. Nokkur orð um kjara- baráttu tónlistarkennara Smári Ólason Tónlist Öll loforð, segir Smári Ólason, hafa verið svikin. Höfundur er tónlistarkennari. MARGAR umsagnir um skattatillögur ríkis- stjórnarinnar sem nú liggja fyrir efnahags- og viðskiptanefnd staðfesta að þær gagnast fyrst og fremst innlendum og er- lendum stórfyrirtækjum og stóreignamönnum. Tryggingagjald sem standa á undir veruleg- um hluta þessara skatta- lækkana lendir fyrst og fremst á landsbyggðinni og litlum og meðalstór- um fyrirtækjum sem eru með mikla launaveltu en lítinn hagnað. Sveitar- félögin tapa a.m.k. 1,5 milljörðum vegna þessara skatta- breytinga og láglaunafólk, fólk með meðaltekjur og lífeyrisþegar fá minnst í sinn hlut. 23% munur á skatthlutfalli launafólks og fyrirtækja Með skattatillögum ríkisstjórnar- innar er verið að færa skattbyrði í auknum mæli af fjármagni yfir á vinnuafl og launatekjur. Mesti mun- ur á skatthlutfalli einstaklinga og lögaðila nái skattatillögur ríkis- stjórninnar fram að ganga verður tæplega 23%. Mikil lækkun á tekju- skatti lögaðila eins og nú er fyrir- huguð mun hvetja einstaklinga í rekstri til að breyta rekstrinum í hlutafélag og færa með því hluta launa yfir á hagnað og arð og greiða þannig lægri skatta. Þetta er alvar- leg þróun sem m.a. embætti Ríkis- skattstjóra, Skattrannsóknarstjóri, Þjóðhagsstofnun, Seðlabanki og ASÍ vara við. Skattstjórinn í Reykjanes- umdæmi segir í sinni umsögn að oft sé megintilgangurinn með stofnun einkahlutafélags sá að takmarka ábyrgð og skapa betri skilyrði til að komast hjá réttum skattgreiðslum; koma einkaútgjöldum til frádráttar og skapa skattahagræði með ýmiss konar fjármálagerningum við hluta- félagið. Tekjutap sveitarfélaga 1,5 milljarðar Í svari sem ég hef fengið frá rík- isskattstjóra um áhrif þessa á tekjur ríkis og sveitarfélaga kemur ýmis- legt fróðlegt í ljós. Miðað við skatt- framtöl þessa árs munu útsvars- greiðslur til sveitarfé- laga lækka um rúm- lega 1 milljarð króna ef allir aðilar í ein- staklingsrekstri með tekjur ofan við skatt- leysismörk, sem hafa af tilfærslunni skatta- legt hagræði, flyttu reksturinn yfir í einkahlutafélag. Mið- að við sömu forsendur tapar ríkið um 500 milljónum króna, en tekjuskattar hefðu að óbreyttum reglum hækkað um 750 milljónir króna. Því til viðbótar áætlar Samband ís- lenskra sveitarfélaga að hækkun tryggingagjalds muni hafa áhrif á af- komu sveitarfélaga sem nemur 500– 550 m.kr. auk tekjutaps fyrir Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga. Skattbyrði láglaunafólks og lífeyrisþega Á þessum vettvangi hef ég áður lýst áhrifum þessara breytinga á skattlagningu á kvóta og byggði ég þar á á útreikningum Þjóðhagsstofn- unar og Ríkisskattstjóra. Þeir sýna að verið er að færa kvótaeigendum skattalækkun upp á 18–26 milljarða króna, miðað við markaðsvirði hans í dag og að hann yrði allur seldur á markaði. Þessa skattalækkun til kvótaeigenda er fróðlegt að bera saman við upplýsingar frá Þjóðhags- stofnun sem sýna að tekjuskattur og útsvar láglaunafólks og lífeyrisþega með tekjur undir 90 þúsund á mán- uði er um 1 milljarður króna á þessu ári. Þetta fólk fær nánast engar skattalækkanir, en verðlagsáhrifin sem verða um 0,3–0,4% að mati ÞHS vegna hækkunar tryggingargjalds munu rýra kjör þeirra. Þeir sem eru með 2 milljónir í tekjur fá 6.600 króna skattalækkun eða 0,33% lækk- un á skatthlutfalli, en sá sem er með 8 milljónir í tekjur fær 104 þúsund króna skattalækkun eða um 1,2% lækkun á skatthlutfalli. Hlutur launafólks í skatt- greiðslum 83% Sífellt stærri hluti heildarskatt- heimtu hefur verið fluttur yfir á tekjuskatt einstaklinga og hann er orðinn langtum stærri hluti af þjóð- arframleiðslu en hann var fyrir nokkrum árum. Fjármálaráðherra hefur sjálfur staðfest þetta í svari við fyrirspurn minni á Alþingi en þar kemur fram að skipting á skatt- greiðslum milli fyrirtækja og ein- staklinga er þannig að launafólk greiðir 83% af skatttekjum en fyr- irtæki 17%. Fjármálaráðherra stað- festi líka að skipting skatttekna inn- an OECD-ríkja sýni að tekjuskattur á lögaðila á Íslandi fyrir skattalækk- unina nú, svo og tryggingagjald og aðrir launaskattar eru með því lægsta sem þekkist, og skattur á hagnað er lægstur hér á landi. Tekjuskattur einstaklinga er aftur á móti með því hæsta sem þekkist inn- an OECD og skattar á vöru og þjón- ustu er hvergi hærri innan OECD landanna. Skattaparadís auðmanna Líklegt er að sú skattaparadís sem ríkisstjórnin er nú að búa innlendum og erlendum stórfyrirtækjum falli undir það sem í alþjóðlegu samhengi er nefnt skaðleg skattasamkeppni. Svona skattaskjól er talið brengla samkeppni um fjármagn og grafa undan eðlilegri skattheimtu ríkja, sem leiðir til þess að ríki sjái sig til- neydd til að færa skattbyrði í aukn- um mæli af fjármagni yfir á launa- tekjur og vinnuafl. Það er einmitt að gerast hér á landi, en slíka skatt- stefnu er ekki hægt að líða. Hún er bæði óréttlát og skaðleg. Skaðleg skattastefna Jóhanna Sigurðardóttir Skattar Sveitarfélögin tapa a.m.k. 1,5 milljörðum, segir Jóhanna Sigurð- ardóttir, og lágtekju- fólk, fólk með meðal- tekjur og lífeyrisþegar fá minnst í sinn hlut. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.