Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ s e m s a m e i n a r f e g u r ð o g þ æ g i n d i h o rn Mán.– Fös. 10.00 –18.00 • Laugard. 11.00 –16.00 • Sunnud. 13.00 –16.00 OPIÐ: N O N N I O G M A N N I • N M 0 4 8 3 2 / si a. is só fa r hornsófi Úrval fallegra sófasetta á frábæru verði. 98.000kr. grár Stærð: 220x270 Vesuvius hornsófi ótrúlegt verð Kyrrðardagar á aðventu í Skálholti Dýpt sögunnar á eigin skinni Á TRÚAR-, mennta-og menningarsetr-inu í Skálholti er ævinlega mikið um að vera, ekki síst á veturna. Nýlega settist þar í rektorsstól Bernharður G. Guðmunds- son og Morgunblaðið ræddi við hann í vikunni og spurði tíðinda úr Biskupstungun- um. Hvernig hafa svo fyrstu vikurnar í nýju starfi verið, Bernharður? „Ánægjulegar og eftir- minnilegar. Starfið er spennandi og skemmtilegt. Haustið hefur líka verið svo einstaklega fagurt hér í Skálholti. Saga staðarins og helgi hefur djúp áhrif á alla sem hingað koma og gefa sér tóm til að njóta kyrrðarinnar. Það er mikil breyting frá erli og streitu borg- arlífsins. Kyrrð og lífsgæði sem gleymist oft í umræðunni um byggðamál.“ Hvert er umfang Skálholts- skóla? „Markmið Skálholtsskóla eru skilgreind í lögum; „að efla tengsl kirkju og þjóðlífs og stuðla að sem víðtækustum áhrifum kristinnar trúar og kristinnar menningar í ís- lensku þjóðlífi. Skólinn skal leitast við að efla þjóðkirkjuna, m.a. með fræðslu starfsmanna hennar“. Skálholtsskóli er ekki skóli í hefð- bundnum skilningi orðsins, heldur mennta- og fræðslusetur kirkjunn- ar þar sem boðið er til alls kyns námskeiða, málþinga, funda, list- iðkunar og annarra samfunda kirkju og þjóðlífs. Gestaþjónusta skólans styður dagskrá hans með því að bjóða upp á notalega gistingu og afbragðs mat, hollan og þjóðlegan! Þar er meðal annars boðið upp á miðalda- kvöldverð eftir uppskriftum frá biskupstíð Þorláks helga sem vígð- ist árið 1178. Eftir tíðagjörð að fornum sið í kirkjunni förum við um göngin frá miðöldum til kvöld- verðarins og þá skynja flestir dýpt sögunnar hér í Skálholti á eigin skinni! Sumt í dagskránni er að frum- kvæði okkar en meginhlutinn er á vegum samtaka og stofnana, bæði kirkjulegra og utan úr samfélag- inu. Hér er lítið ytra áreiti og mikil kyrrð, saga staðarins og helgi setja vandamál nútímans í ákveðið sam- hengi, menn segja að vinnan verði þess vegna mjög skilvirk og fólk komi endurnært til baka.“ Ætlar þú að gera einhverjar um- talsverðar breytingar á efnistök- um skólans? „Fyrst og fremst vil ég halda áfram því góða starfi sem forverar mínir hafa unnið í samvinnu við margvíslega aðila eins og sumar- tónleikana, söngkórana, stofnanir Háskólans eins og Guðfræðistofn- un og Siðfræðistofnun, svo ekki sé minnst á hina ýmsu kirkjulegu að- ila, svo sem söfnuðina, prófasts- dæmin, systradagana, Biskups- stofu o.s.frv. Ég hef líka lagt drög að auknu samstarfi við samtök launþega og at- vinnulífsins, mér sýnist og ég veit reyndar að fenginni reynslu að Skálholt er mjög hentugur staður fyrir t.d. starfslokanámskeið eða námskeið trúnaðarmanna. Þá bjóðum við upp á staðarskoðun og þátttöku í helgihaldi staðarins en það eru reglubundnar kvöld- og morgunbænir í kirkjunni. Við vilj- um lækka þröskuldana, ef svo má segja. Svo langar mig – ég er nú reyndar að komast í þann hóp – til að efla starf með eldri borgurum og það er gert í samvinnu við sam- tök þeirra. Við efnum til umræðu- daga, eða fræðslu- og orlofsdaga, og ræðum skipulega ýmis þau mál sem brenna á eldri borgurum und- ir forystu sérfræðinga. Þetta hafa verið afar skemmtilegar samverur, enda miðla þeir eldri af reynsluarfi sínum af fjöri og þekkingu. Loks vil ég nefna hjónanám- skeið sem Árnesprestar hafa gengist fyrir, eftirfylgd við brúð- kaupið sem felur í sér að aðstæður eru skapaðar til þess að hjónin ræði sín á milli um eigið samlíf, um sjálfsagða hluti sem oft gleymast. Þetta hefur gengið mjög vel og gerir sitt til að styðja við hjóna- bandið og fjölskylduna.“ Segðu okkur eitthvað um hvað er helst á döfinni... „Bandalag íslenskra listamanna er með ársfund sinn á morgun og fyrri hluta næstu viku er Biskups- stofa með vinnufundi, en um næstu helgi verða kyrrðardagar á að- ventu þar sem allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þeim lýkur á sunnudagskvöld og þá taka við umræðudagar eldri borgara 3.–5.desember sem ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæmis stend- ur fyrir. Þar verður rætt um fjöl- miðla og áhrif þeirra á líf eldri borgara, um Íslandssöguna og þátt Skálholts og um leiðir eldri borgara til að njóta efri áranna.“ Þú mælir væntanlega með kyrrðardögum á aðventu? „Já, heilshugar. Það eru eiginlega forréttindi að geta dregið sig út úr amstri daganna og farið í hvarf hér í Skálholti og und- irbúið sig þannig fyrir jólin með íhugun, tilbeiðslu, og að vera ein með sjálfum sér og Guði. Síðan verðum við með kyrrðardaga síð- ustu helgina í hverjum mánuði fram á sumar. Þið sem lesið þessar línur eruð hjartanlega velkomin.“ Bernharður Garðar Guðmundsson  Bernharður G. Guðmundsson er fæddur 28. janúar 1937 á Kirkjubóli í Önundarfirði. Stúd- ent frá MR 1956, guðfræðipróf 1962, meistarapróf í fjölmiðlun 1978, sóknarprestur í Ögurþing- um og Stóra-Núpaprestakalli, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, deildarstjóri við kristna útvarps- stöð í Eþíópíu, fréttafulltrúi og fræðslustjóri þjóðkirkjunnar. Hann hefur verið yfirmaður ráð- gjafarþjónustu Lúterska heims- sambandsins í Genf og verkefn- isstjóri kristnihátíða á Biskupsstofu. Hann er kvæntur Rannveigu Sigurbjörnsdóttur fé- lagshjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú uppkomin börn. ... eldri borg- arar miðla af reynslu- arfinum Þarf ég nokkuð að segja þinginu á hvaða skítaprís Ísólfur litli fékk kotið á, hr. Davíð? SKULDBINDINGAR Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands gagnvart samstarfslöndunum vegna áranna 2001 og 2002 námu um síðustu ára- mót um 8,2 milljónum bandaríkja- dala, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoð- un ríkisreiknings fyrir árið 2000. Upphæðin jafngilti um 690 milljón- um ísl. kr. ef miðað er við gengi krón- unnar gagnvart dollar um síðustu áramót en um 890 millj. kr. sam- kvæmt gengi krónunnar á gjaldeyr- ismarkaði nú. Ríkisendurskoðun bendir á í skýrslu sinni að á árinu 2001 gætu gjaldfallið liðlega 389 millj. kr. vegna þessara skuldbindinga Þróunarsam- vinnustofnunar. Alls nam framlag ríkissjóðs til Þróunarsamvinnustofn- unar 291 millj. kr. í fyrra en heild- argjöld umfram sértekjur námu 298 millj. kr. og var halli ársins um 7,6 millj. kr. „Miðað við fjárheimildir ársins 2001, að frádregnum áætluð- um kostnaði við aðalskrifstofu, vant- aði um sl. áramót 65,5 m.kr. til að standa undir þeim skuldbindingum sem stofnunin hefur gengist undir,“ segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun um Þróunarsamvinnustofnun Skuldbindingar við samstarfs- löndin 8,2 milljónir dala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.