Morgunblaðið - 24.11.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 24.11.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ s e m s a m e i n a r f e g u r ð o g þ æ g i n d i h o rn Mán.– Fös. 10.00 –18.00 • Laugard. 11.00 –16.00 • Sunnud. 13.00 –16.00 OPIÐ: N O N N I O G M A N N I • N M 0 4 8 3 2 / si a. is só fa r hornsófi Úrval fallegra sófasetta á frábæru verði. 98.000kr. grár Stærð: 220x270 Vesuvius hornsófi ótrúlegt verð Kyrrðardagar á aðventu í Skálholti Dýpt sögunnar á eigin skinni Á TRÚAR-, mennta-og menningarsetr-inu í Skálholti er ævinlega mikið um að vera, ekki síst á veturna. Nýlega settist þar í rektorsstól Bernharður G. Guðmunds- son og Morgunblaðið ræddi við hann í vikunni og spurði tíðinda úr Biskupstungun- um. Hvernig hafa svo fyrstu vikurnar í nýju starfi verið, Bernharður? „Ánægjulegar og eftir- minnilegar. Starfið er spennandi og skemmtilegt. Haustið hefur líka verið svo einstaklega fagurt hér í Skálholti. Saga staðarins og helgi hefur djúp áhrif á alla sem hingað koma og gefa sér tóm til að njóta kyrrðarinnar. Það er mikil breyting frá erli og streitu borg- arlífsins. Kyrrð og lífsgæði sem gleymist oft í umræðunni um byggðamál.“ Hvert er umfang Skálholts- skóla? „Markmið Skálholtsskóla eru skilgreind í lögum; „að efla tengsl kirkju og þjóðlífs og stuðla að sem víðtækustum áhrifum kristinnar trúar og kristinnar menningar í ís- lensku þjóðlífi. Skólinn skal leitast við að efla þjóðkirkjuna, m.a. með fræðslu starfsmanna hennar“. Skálholtsskóli er ekki skóli í hefð- bundnum skilningi orðsins, heldur mennta- og fræðslusetur kirkjunn- ar þar sem boðið er til alls kyns námskeiða, málþinga, funda, list- iðkunar og annarra samfunda kirkju og þjóðlífs. Gestaþjónusta skólans styður dagskrá hans með því að bjóða upp á notalega gistingu og afbragðs mat, hollan og þjóðlegan! Þar er meðal annars boðið upp á miðalda- kvöldverð eftir uppskriftum frá biskupstíð Þorláks helga sem vígð- ist árið 1178. Eftir tíðagjörð að fornum sið í kirkjunni förum við um göngin frá miðöldum til kvöld- verðarins og þá skynja flestir dýpt sögunnar hér í Skálholti á eigin skinni! Sumt í dagskránni er að frum- kvæði okkar en meginhlutinn er á vegum samtaka og stofnana, bæði kirkjulegra og utan úr samfélag- inu. Hér er lítið ytra áreiti og mikil kyrrð, saga staðarins og helgi setja vandamál nútímans í ákveðið sam- hengi, menn segja að vinnan verði þess vegna mjög skilvirk og fólk komi endurnært til baka.“ Ætlar þú að gera einhverjar um- talsverðar breytingar á efnistök- um skólans? „Fyrst og fremst vil ég halda áfram því góða starfi sem forverar mínir hafa unnið í samvinnu við margvíslega aðila eins og sumar- tónleikana, söngkórana, stofnanir Háskólans eins og Guðfræðistofn- un og Siðfræðistofnun, svo ekki sé minnst á hina ýmsu kirkjulegu að- ila, svo sem söfnuðina, prófasts- dæmin, systradagana, Biskups- stofu o.s.frv. Ég hef líka lagt drög að auknu samstarfi við samtök launþega og at- vinnulífsins, mér sýnist og ég veit reyndar að fenginni reynslu að Skálholt er mjög hentugur staður fyrir t.d. starfslokanámskeið eða námskeið trúnaðarmanna. Þá bjóðum við upp á staðarskoðun og þátttöku í helgihaldi staðarins en það eru reglubundnar kvöld- og morgunbænir í kirkjunni. Við vilj- um lækka þröskuldana, ef svo má segja. Svo langar mig – ég er nú reyndar að komast í þann hóp – til að efla starf með eldri borgurum og það er gert í samvinnu við sam- tök þeirra. Við efnum til umræðu- daga, eða fræðslu- og orlofsdaga, og ræðum skipulega ýmis þau mál sem brenna á eldri borgurum und- ir forystu sérfræðinga. Þetta hafa verið afar skemmtilegar samverur, enda miðla þeir eldri af reynsluarfi sínum af fjöri og þekkingu. Loks vil ég nefna hjónanám- skeið sem Árnesprestar hafa gengist fyrir, eftirfylgd við brúð- kaupið sem felur í sér að aðstæður eru skapaðar til þess að hjónin ræði sín á milli um eigið samlíf, um sjálfsagða hluti sem oft gleymast. Þetta hefur gengið mjög vel og gerir sitt til að styðja við hjóna- bandið og fjölskylduna.“ Segðu okkur eitthvað um hvað er helst á döfinni... „Bandalag íslenskra listamanna er með ársfund sinn á morgun og fyrri hluta næstu viku er Biskups- stofa með vinnufundi, en um næstu helgi verða kyrrðardagar á að- ventu þar sem allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þeim lýkur á sunnudagskvöld og þá taka við umræðudagar eldri borgara 3.–5.desember sem ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæmis stend- ur fyrir. Þar verður rætt um fjöl- miðla og áhrif þeirra á líf eldri borgara, um Íslandssöguna og þátt Skálholts og um leiðir eldri borgara til að njóta efri áranna.“ Þú mælir væntanlega með kyrrðardögum á aðventu? „Já, heilshugar. Það eru eiginlega forréttindi að geta dregið sig út úr amstri daganna og farið í hvarf hér í Skálholti og und- irbúið sig þannig fyrir jólin með íhugun, tilbeiðslu, og að vera ein með sjálfum sér og Guði. Síðan verðum við með kyrrðardaga síð- ustu helgina í hverjum mánuði fram á sumar. Þið sem lesið þessar línur eruð hjartanlega velkomin.“ Bernharður Garðar Guðmundsson  Bernharður G. Guðmundsson er fæddur 28. janúar 1937 á Kirkjubóli í Önundarfirði. Stúd- ent frá MR 1956, guðfræðipróf 1962, meistarapróf í fjölmiðlun 1978, sóknarprestur í Ögurþing- um og Stóra-Núpaprestakalli, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, deildarstjóri við kristna útvarps- stöð í Eþíópíu, fréttafulltrúi og fræðslustjóri þjóðkirkjunnar. Hann hefur verið yfirmaður ráð- gjafarþjónustu Lúterska heims- sambandsins í Genf og verkefn- isstjóri kristnihátíða á Biskupsstofu. Hann er kvæntur Rannveigu Sigurbjörnsdóttur fé- lagshjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú uppkomin börn. ... eldri borg- arar miðla af reynslu- arfinum Þarf ég nokkuð að segja þinginu á hvaða skítaprís Ísólfur litli fékk kotið á, hr. Davíð? SKULDBINDINGAR Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands gagnvart samstarfslöndunum vegna áranna 2001 og 2002 námu um síðustu ára- mót um 8,2 milljónum bandaríkja- dala, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoð- un ríkisreiknings fyrir árið 2000. Upphæðin jafngilti um 690 milljón- um ísl. kr. ef miðað er við gengi krón- unnar gagnvart dollar um síðustu áramót en um 890 millj. kr. sam- kvæmt gengi krónunnar á gjaldeyr- ismarkaði nú. Ríkisendurskoðun bendir á í skýrslu sinni að á árinu 2001 gætu gjaldfallið liðlega 389 millj. kr. vegna þessara skuldbindinga Þróunarsam- vinnustofnunar. Alls nam framlag ríkissjóðs til Þróunarsamvinnustofn- unar 291 millj. kr. í fyrra en heild- argjöld umfram sértekjur námu 298 millj. kr. og var halli ársins um 7,6 millj. kr. „Miðað við fjárheimildir ársins 2001, að frádregnum áætluð- um kostnaði við aðalskrifstofu, vant- aði um sl. áramót 65,5 m.kr. til að standa undir þeim skuldbindingum sem stofnunin hefur gengist undir,“ segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun um Þróunarsamvinnustofnun Skuldbindingar við samstarfs- löndin 8,2 milljónir dala

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.