Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 27 Ármúla 8, sími 581 2275 Sértilboð Sófasett 3+1+1 alklætt leðri aðeins kr. 169.000 Litir: Svart, ferskju, drapp og kremað l l l i i . . OLÍUVERÐ lækkaði í gær eftir að skýrt var frá því að Rússar hygðust aðeins minnka olíufram- leiðslu sína um 50.000 föt á dag fyrir lok ársins. Talsmaður OPEC, samtaka ellefu olíuútflutn- ingsríkja, sagði þetta langt frá því að vera nóg og kvað samtökin hafa vonast til þess að Rússar myndu minnka framleiðsluna um að minnsta kosti 150.000 föt á dag. OPEC-ríkin og olíuútflutnings- ríki utan samtakanna, þeirra á meðal Noregur og Mexíkó, hafa lagt að Rússum að draga úr fram- leiðslunni til að stuðla að hærra ol- íuverði. Rússar höfðu áður fallist á að minnka framleiðslu sína um 30.000 föt fyrir lok ársins og sögð- ust í gær aðeins ætla að minnka hana um 20.000 föt til viðbótar. Ráðgjafarnefnd rússnesku stjórn- arinnar á að koma saman í desem- ber til að ræða hvort draga eigi frekar úr framleiðslunni á næsta ári. Stjórnin hefur verið treg til að minnka framleiðsluna þar sem hún hefur átt stóran þátt í efna- hagsbatanum í Rússlandi. OPEC-ríkin hafa samþykkt að minnka olíuframleiðslu sína um 1,5 milljónir fata á dag í byrjun næsta árs gegn því skilyrði að olíuútflutningsríki utan samtak- anna dragi hlutfallslega jafnmikið úr framleiðslu sinni, eða um 500.000 föt á dag. Norðmenn hafa fallist á að minnka framleiðslu sína um allt að 200.000 föt og Mexíkó um 100.000. Verð Brent-hráolíu í London lækkaði í gær um 76 sent á fatið í 19,14 dollara. Áður hafði verðið hækkað frá því á mánudag þegar það var 16,65 dollarar og hafði þá lækkað um nær 30% á tveimur mánuðum. Olíuverð lækkar á ný Rússar boða lítinn samdrátt Moskvu. AP, AFP. ÓTTAST er, að allt að 100 manns hafi farist er gullnámu- göng hrundu saman í Kólombíu í fyrradag. Meira en 30 slösuð- ust. Í gær var búið að finna lík 28 manna. Námagröfturinn, sem var við lítinn bæ, Fila- delfia, var ólöglegur og frá- gangur í göngunum óviðun- andi. Höfðu gullgrafararnir verið varaðir við vegna hættu á, að göngin legðust saman, en þeir sinntu því í engu. Mikil úr- koma hefur verið á þessum slóðum og það voru tvær aur- skriður, sem slysinu ollu. Féllu göngin saman er sú fyrri lenti á námunni og grófust þá margir undir henni og hrundum göng- unum. Sú seinni féll síðan á þá, sem voru að reyna að hjálpa vinum sínum og félögum. „Viltu vinna milljón“ með prettum? BRESKA lögreglan hefur handtekið og sleppt gegn tryggingu þremur mann- eskjum, sem grunaðar eru um að hafa haft rangt við í spurn- ingaþættinum „Viltu vinna milljón“. Er um að ræða Charles Ingram, majór í hern- um, og Díönu, konu hans, og háskólafyrirlesarann Tecwen Whittock. Diana og bróðir hennar hafa unnið tæplega fimm millj. ísl. kr. hvort í spurningaþættinum en Charles bætti um betur þegar hann vann milljón pund, 155 millj. ísl. kr. Þær hefur hann að vísu ekki fengið enn vegna þess, að grun- semdir vöknuðu fljótlega um að ekki væri allt með felldu um fróðleikinn í fjölskyldunni. Hafa sumir getið sér til, að ein- hver í áhorfendahópnum hafi komið réttum svörum á fram- færi við þau á merkjamáli, t.d. léttum hósta. Whittock var við- staddur þegar Charles fékk stóra vinninginn og hann hefur viðurkennt að hafa hóstað nokkuð oft. Það hafi hann þó gert vegna þess, að það hafi verið svo kalt í salnum. STUTT Tugir manna fórust í námaslysi MIKIL spenna ríkir nú í Japan vegna vænt- anlegs barnsburðar Masako krónprinsessu en talið er að barnið komi í heiminn næstu daga. Masako er 37 ára og hefur ekki áður fætt barn. Faðirinn, Naruhito krónprins, er 41 árs. Barnið ófædda hefur orðið til- efni mikilla viðskipta, ekki síst í heimahéraði prinsessunnar. Fram- leiddar eru brúður af mörgum gerðum, súkkulaðikökur, skreyttar gulli, ávaxtakörfur og ann- að góðgæti. Einnig er hægt að fá sérstaka gerð af saki-víni sem kennt er við rugosa- rósina, einkennisblóm Masako. Hér sést starfsmaður leik- fangaverksmiðju í Tókýó með eina brúð- una sem getur hlegið, grátið og ropað eftir að hafa fengið mjólk að drekka. AP Eftirvænting í Japan SLOBODAN Milosevic, fyrr- verandi forseti Júgóslavíu, hefur verið formlega ákærður af Stríðsglæpadóm- stóli Sameinuðu þjóðanna fyrir þjóðarmorð í Bosníustríðinu 1992 til 1995. Áð- ur hefur hann verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi í Kosovo og Kró- atíu. Ákæran um þjóðarmorð er í 29 liðum, meðal annars, að hann hafi tekið þátt í að reka burt frá Bosníu alla, sem ekki voru Serbar, aðallega múslíma og Króata. Eitt mesta hryðjuverkið í Bosníu- stríðinu voru morðin á um 7.000 múslímum í Srebrenica en þau voru þjóðarmorð að mati Stríðs- glæpadómstólsins. Milosevic ákærður fyrir þjóð- armorð Milosevic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.