Morgunblaðið - 24.11.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 24.11.2001, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 27 Ármúla 8, sími 581 2275 Sértilboð Sófasett 3+1+1 alklætt leðri aðeins kr. 169.000 Litir: Svart, ferskju, drapp og kremað l l l i i . . OLÍUVERÐ lækkaði í gær eftir að skýrt var frá því að Rússar hygðust aðeins minnka olíufram- leiðslu sína um 50.000 föt á dag fyrir lok ársins. Talsmaður OPEC, samtaka ellefu olíuútflutn- ingsríkja, sagði þetta langt frá því að vera nóg og kvað samtökin hafa vonast til þess að Rússar myndu minnka framleiðsluna um að minnsta kosti 150.000 föt á dag. OPEC-ríkin og olíuútflutnings- ríki utan samtakanna, þeirra á meðal Noregur og Mexíkó, hafa lagt að Rússum að draga úr fram- leiðslunni til að stuðla að hærra ol- íuverði. Rússar höfðu áður fallist á að minnka framleiðslu sína um 30.000 föt fyrir lok ársins og sögð- ust í gær aðeins ætla að minnka hana um 20.000 föt til viðbótar. Ráðgjafarnefnd rússnesku stjórn- arinnar á að koma saman í desem- ber til að ræða hvort draga eigi frekar úr framleiðslunni á næsta ári. Stjórnin hefur verið treg til að minnka framleiðsluna þar sem hún hefur átt stóran þátt í efna- hagsbatanum í Rússlandi. OPEC-ríkin hafa samþykkt að minnka olíuframleiðslu sína um 1,5 milljónir fata á dag í byrjun næsta árs gegn því skilyrði að olíuútflutningsríki utan samtak- anna dragi hlutfallslega jafnmikið úr framleiðslu sinni, eða um 500.000 föt á dag. Norðmenn hafa fallist á að minnka framleiðslu sína um allt að 200.000 föt og Mexíkó um 100.000. Verð Brent-hráolíu í London lækkaði í gær um 76 sent á fatið í 19,14 dollara. Áður hafði verðið hækkað frá því á mánudag þegar það var 16,65 dollarar og hafði þá lækkað um nær 30% á tveimur mánuðum. Olíuverð lækkar á ný Rússar boða lítinn samdrátt Moskvu. AP, AFP. ÓTTAST er, að allt að 100 manns hafi farist er gullnámu- göng hrundu saman í Kólombíu í fyrradag. Meira en 30 slösuð- ust. Í gær var búið að finna lík 28 manna. Námagröfturinn, sem var við lítinn bæ, Fila- delfia, var ólöglegur og frá- gangur í göngunum óviðun- andi. Höfðu gullgrafararnir verið varaðir við vegna hættu á, að göngin legðust saman, en þeir sinntu því í engu. Mikil úr- koma hefur verið á þessum slóðum og það voru tvær aur- skriður, sem slysinu ollu. Féllu göngin saman er sú fyrri lenti á námunni og grófust þá margir undir henni og hrundum göng- unum. Sú seinni féll síðan á þá, sem voru að reyna að hjálpa vinum sínum og félögum. „Viltu vinna milljón“ með prettum? BRESKA lögreglan hefur handtekið og sleppt gegn tryggingu þremur mann- eskjum, sem grunaðar eru um að hafa haft rangt við í spurn- ingaþættinum „Viltu vinna milljón“. Er um að ræða Charles Ingram, majór í hern- um, og Díönu, konu hans, og háskólafyrirlesarann Tecwen Whittock. Diana og bróðir hennar hafa unnið tæplega fimm millj. ísl. kr. hvort í spurningaþættinum en Charles bætti um betur þegar hann vann milljón pund, 155 millj. ísl. kr. Þær hefur hann að vísu ekki fengið enn vegna þess, að grun- semdir vöknuðu fljótlega um að ekki væri allt með felldu um fróðleikinn í fjölskyldunni. Hafa sumir getið sér til, að ein- hver í áhorfendahópnum hafi komið réttum svörum á fram- færi við þau á merkjamáli, t.d. léttum hósta. Whittock var við- staddur þegar Charles fékk stóra vinninginn og hann hefur viðurkennt að hafa hóstað nokkuð oft. Það hafi hann þó gert vegna þess, að það hafi verið svo kalt í salnum. STUTT Tugir manna fórust í námaslysi MIKIL spenna ríkir nú í Japan vegna vænt- anlegs barnsburðar Masako krónprinsessu en talið er að barnið komi í heiminn næstu daga. Masako er 37 ára og hefur ekki áður fætt barn. Faðirinn, Naruhito krónprins, er 41 árs. Barnið ófædda hefur orðið til- efni mikilla viðskipta, ekki síst í heimahéraði prinsessunnar. Fram- leiddar eru brúður af mörgum gerðum, súkkulaðikökur, skreyttar gulli, ávaxtakörfur og ann- að góðgæti. Einnig er hægt að fá sérstaka gerð af saki-víni sem kennt er við rugosa- rósina, einkennisblóm Masako. Hér sést starfsmaður leik- fangaverksmiðju í Tókýó með eina brúð- una sem getur hlegið, grátið og ropað eftir að hafa fengið mjólk að drekka. AP Eftirvænting í Japan SLOBODAN Milosevic, fyrr- verandi forseti Júgóslavíu, hefur verið formlega ákærður af Stríðsglæpadóm- stóli Sameinuðu þjóðanna fyrir þjóðarmorð í Bosníustríðinu 1992 til 1995. Áð- ur hefur hann verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi í Kosovo og Kró- atíu. Ákæran um þjóðarmorð er í 29 liðum, meðal annars, að hann hafi tekið þátt í að reka burt frá Bosníu alla, sem ekki voru Serbar, aðallega múslíma og Króata. Eitt mesta hryðjuverkið í Bosníu- stríðinu voru morðin á um 7.000 múslímum í Srebrenica en þau voru þjóðarmorð að mati Stríðs- glæpadómstólsins. Milosevic ákærður fyrir þjóð- armorð Milosevic

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.