Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ • Allar vörur með 25% afslætti ásamt fjölmörgum sértilboðum • Gildir aðeins 22.-24. nóv., eða á meðan birgðir endast. • Kynnum nýjan Ástundarhnakk 25% afmælisafsláttur. ÁSTUND 25 ÁRA Afmælisveisla í Ástund dagana 22.-24. nóv. Háaleitisbraut 68, sími 568 4240 Náttúrulegur lífsstíll 25% afsláttur af öllum vörum auk fjölmargra sértilboða • Einungis er 25% afsláttur af nýja Ástundarhnakknum en ekki af öðrum Ástundar- hnökkum • Kynnum dýrasta hnakk á Íslandi Afmælisútgáfa í örfáum eintökum Kaffiveitingar Verið velkomin RON ROSENBAUM er meðhelstu blaðamönnum vest-an hafs og hefur meðal annars skrifað fyrir Esquire, Van- ity Fair, New York Times Mag- azine og New York Observer sem hann skrifar víst fyrir í dag. Aðal hans er rannsókn- arblaðamennska ýmiskonar og góð dæmi eru um það í greinasafninu The Secret Parts of Fortune en í því er meðal annars að finna greinar um morðið á Kennedy, falskar krabba- meinslækningar, blaðamennsku, William Gates III., Kim Philby, leyni- félagið Skull and Bones við Yale- háskóla, kjarn- orkuvígbúnað Bandaríkjanna, Adolf Hitler og svo má telja, en þess má geta að Rosenbaum er einna þekktastur fyrir bók sína Explaining Hitler, þar sem hann veltir fyrir sér hvaða mynd ólíkir höfundar hafa dregið upp af Hitler. Bókin skiptist í kafla eftir áratug- um, áttunda, ní- unda og tíunda áratugnum, og valið í kaflana í tímaröð. Rosen- baum á ekkert við textann en bætir inn neðanmáls- greinum og/eða eftirmála við þær greinar þar sem nýjar upplýsingar hafa komið fram. Lesist í smá- skömmtum Ekki er gott að lesa of stóran hluta af bókinni í einu því sá stíll sem Rosenbaum hefur tileinkað sér, og er ráðandi í blaðamennsku vestan hafs, en frekar leiðinlegur í stórum skömmtum. Hann, líkt og margir aðrir þekktir blaðamenn vestan hafs, getur ekki sleppt frá sér staðreynd án þess að reyna að færa hana í skáldlegan búning og virðist halda að besta leiðin til að halda yfirvegaðri fjarlægð sé að sýna viðfangsefni sín í skoplegu ljósi. Víst getur verið skemmtilegt að lesa slíkar greinar, sjá til að mynda þegar William Gates III., aðaleigandi Microsoft, lendir í hakkavélinni fyrir hryllingshús sitt sem hann byggði á tíunda ára- tugnum en Rosenbaum segir að af lýsingunni að dæma hafi Gates ekki verið að byggja sér heimili; hann hafi verið að reisa há- tæknifangelsi. Fleiri fá svo háðu- lega meðferð en á stundum er Rosenbaum einfaldlega að sparka í liggjandi mann, eins og sjá má í „viðtali“ hans við Troy Donahue, sem hefði ekki átt að birta, enda vissu allir sem það vildu að Donahue var yfirborðskenndur einfeldningur. Kjarnorkuklám Sumt af því sem Rosenbaum tekur fyrir í bókinni er svo banda- rískt að erfitt er fyrir Evrópubúa að sýna því áhuga, eins og til að mynda Skull & Bones-leynifélagið, en flest annað hefur alþjóðlega skírskotun, eins og til að mynda frásögn Rosenbaums af því þegar hann heimsækir neðanjarðarbyrgi kjarnorkuskot- stjóra sem höfðu líf heimsbyggð- arinnar í hendi sér, geðheilustu menn Bandaríkj- anna, eins og Ros- enbaum kallar þá, enda fáir gengið í gegn um eins rækilega geðrann- sókn sem vonlegt er. Það er og sér- deilis gaman þegar hann tekur að velta fyrir sér gríðarlegum áhuga manna á kjarn- orkuvopnum á þeim tíma sem greinin er skrifuð, á áttunda ára- tugnum, en hann kallar þann áhuga kjarnorkuklám og rökstyður vel í grein sinni. Fengur er einn- ig að grein hans um Dauðahafs- skjölin, leifar helgirita sem fundust í hellum við Dauðahafið fyrir hálfri öld, og þá togstreitu og glímu fræðimanna um að ráða yfir skjölunum og túlkunum þeirra, baráttu sem varð til þess að fleiri en einn fræðimað- ur gekk af göflunum, eins og Ros- enbaum rekur söguna. Það er líka fróðlegt að lesa grein Rosenbaums um Kim Philby, þar sem hann kemst að mjög ný- stárlegri niðurstöðu, um fjölda- morðingjann Henry sem dró lög- gæslumenn í Texas á asna- eyrunum og ætti að vera skyldu- lesning fyrir þá sem fylgjandi eru dauðarefsingu, og krassandi er út- tekt hans á kvikmyndum þeirra Charles Chaplins og Roberto Ben- ignis, Einræðisherrann mikli og Lífið er dásamlegt. Rosenbaum er sérstaklega í nöp við þá sem telja að mynd Chaplins sé merkilegt framlag til baráttunnar gegn nas- isma því hún sé hið versta klám og í stað þess að benda á hversu sví- virðileg stjórn Hitlers var gefi hún í skyn að í raun hafi allt verið gyðingunum sjálfum að kenna. Álíka útreið fær Benigni, sem hefði að mati Rosenbaums átt að láta kvikmynd sína heita „Ég er dásamlegur“ í stað „Lífið er dásamlegt“ og verst af öllu þykir honum að Benigni skuli leyfa sér að segjast innblásinn af Primo Levi, sem er reyndar hárrétt at- hugað; þeir sem gleypt hafa við því bulli hafa hvorki lesið Primo Levi né séð vemmilega kvikmynd Benignis. The Secret Parts of Fortune: Three Decades of Intense Investigations and Edgy Enth- usiasms eftir Ron Rosenbaum. Random House gefur út 2000. 576 síður innbundin með registri. Kostaði um 2.000 kr. á Amazon. Rannsóknar- blaðamaður- inn mikli Með þekktustu blaðamönnum vestan hafs er Ron Rosenbaum. Árni Matthíasson rýndi í nýlegt greinasafn Rosenbaums. Rosenbaum er líklega þekkt- astur fyrir bók sína um Adolf Hitler, Explaining Hitler. MÖRGUM kann að þykja það und- arlegt en það er hins vegar stað- reynd að í Banda- ríkjunum selur enginn meira af plötum en sveita- söngvarinn Garth Brooks. Nýja platan hans, sem er sú fyrsta í um fjögur ár, heitir Scare- crow og kom út í síðustu viku. Seld- ist hún í um hálfri milljón eintaka þessa fyrstu viku og ruddi sjálfri Britney Spears af toppi Billboard- listans. Brooks hefur sagt að þetta verði hans síðasta plata, þar sem hann ætli að einbeita sér að fjölskyldustörfum í framtíðinni. Garth Brooks Ný plata frá Garth Brooks SKIPTINEMASAMTÖKIN AFS héldu á dögunum landkynning- arkvöld í Gerðubergi í samvinnu við erlenda skiptinema á höfuð- borgarsvæðinu og Suðurlandi. Tíu skiptinemar frá ýmsum þjóð- löndum héldu stutta landkynningu á sínu heimalandi auk þess að bjóða upp á einn rétt frá sínu landi. Á kynninguna var fósturfjöl- skyldum skiptinemanna boðið auk trúnaðarmanna þeirra. Alls dvelja nú 36 skiptinemar hér á landi á vegum AFS og eru þau öll á aldrinum 15–18 ára. Morgunblaðið/Ásdís Skiptinemarnir buðu upp á rétti frá þjóðlöndum sínum. Brownyn frá Bandaríkjunum. Jarmila og Andrea frá Ekvador. Landkynningarkvöld í Gerðubergi Skiptinemar kynna lönd sín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.