Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í GREIN í dagblaði seint í nóvember 1979 gat að líta þessa fyrirsögn: „Tón- listarsnillingar framtíðarinnar?“ Árið 1979 var tileinkað börnum, Ár barnsins var það kallað. Það var með- al annars haldið hátíðlegt með því að 22. nóvember sáu börn um alla dag- skrá Ríkisútvarpsins í heilan dag með eftirminnilegum hætti. Dagskráin var fjölbreytt og metnaðarfull og spann- aði alla þá þætti sem útvarp fullorð- inna bauð upp á, þar með talinn tón- listarflutningur af ýmsum toga. Það voru 8 stolt börn sem skund- uðu í Útvarpshúsið við Skúlagötu til að taka upp frumsamið tónverk sem flytja átti á degi barnsins í útvarpinu. Þessi hópur var tónfræðibekkur í Tónmenntaskóla Reykjavíkur sem varð þeirrar gæfu aðnjótandi að stunda nám í framsæknum tónlistar- skóla þar sem fagmennska og kröfur voru í hávegum hafðar. Áhugasamir og metnaðarfullir kennarar lögðu sig í líma við að miðla, hvetja og kenna mishæfum einstaklingum og lögðu þannig lóð á vogarskálar velferðar þeirra. Jafnframt því að stunda hljóð- færanám af kappi voru þau kynnt fyr- ir nýjungum í straumum og stefnum, hvött til sköpunar og sjálfstæðis auk þess sem þau frumfluttu oft verk eftir okkar dáðustu tónskáld sem skólinn hafði þá pantað frá tónskáldunum sjálfum. Mörg þessara verka lifa góðu lífi enn í dag. Það voru velviljaðir blaðamenn sem mættu í hljóðverið og fengu að hlusta á afrakstur sköpunar þessa tónfræðibekkjar. Það er í framhaldi af heimsókn þeirra sem fyrirsögnin hér að ofan er til komin; „tónlistar- snillingar framtíðiarinnar?“ og birtist í dagblaðinu með umfjöllun um tón- verk hópsins. Ekki er það ætlun mín að dæma um það hvort blaðamenn- irnir reyndust sannspáir eður ei, en til gamans getur að líta nöfn barnanna átta hér að neðan og er öllum frjálst að draga sínar ályktanir. Tónfræðibekkurinn: Björk Guð- mundsdóttir, söngkona með meiru. Bryndís Bragadóttir lágfiðluleikari. Dagrún Hjartardóttir, söngkennari, kórstjóri og stjórnandi hinnar árlegu sönghátíðar „Blómlegt sönglíf í Borg- arfirði“. Guðrún Hólmgeirsdóttir, stærðfræðingur og formaður Mót- ettukórs Hallgrímskirkju til margra ára. Hrafnhildur G. Hagalín, rithöf- undur, gítarleikari og tónlistargagn- rýnandi DV. Margrét Þorsteinsdótt- ir, tónlistarkennari og hljóðfæra- leikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tryggvi M. Baldvinsson, tónskáld og kennari við tónlistardeild Listahá- skóla Íslands. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir alþingismaður. Tónlistariðkun barna sem nú eru að alast upp er í bráðri hættu, tónlist- arkennarar eru í verkfalli og ekkert virðist geta hreyft við yfirvöldum til að koma til móts við annars sann- gjarnar og sjálfsagðar kröfur um að njóta sömu réttinda og kjara og aðrar kennarastéttir. Svo virðist sem tón- listarkennarar hafi það eitt á sam- viskunni að hafa gaman af vinnu sinni og því ekkert nauðsynlegt að greiða fyrir vinnuframlag þeirra, þetta er nú einu sinni hobbí! Samt sem áður er gildi listamenntunar barna að koma æ betur í ljós og sannreynt að tónlist- in er beitt vopn í baráttunni við les- blindu, skerta námsgetu, misþroska og ofvirkni. Og ekkert gleður móð- urhjartað meira en að sjá barn sitt fullt af stolti og sjálfstrausti stíga á svið og spila af öllum lífs og sálar kröftum og af hjartans einlægni. Ég skora á yfirvöld að taka höndum sam- an og leysa þessa deilu sem þegar hefur staðið allt of lengi. Aðventan nálgast og fyrir okkur flest leikur tón- listin stórt hlutverk í aðdraganda jólanna og skiptir sköpum um hátíð- leika þeirra. Getum við hugsað okkur jólin án hennar þá? DAGRÚN HJARTARDÓTTIR, tónlistarkennari og móðir barns í tónlistarnámi. „Tónlistarsnilling- ar framtíðarinnar?“ Frá Dagrúnu Hjartardóttur: ÉG VIL hér með senda kokkinum í Seljahlíð alúðarkveðjur og þakkir fyr- ir þær ágætu heitu máltíðir sem ég fæ þaðan á hverjum degi alla daga vik- unnar. Allir sem eru 67 ára og eldri geta fengið þessa matarbakka senda heim til sín. Við greiðum 400 kr. fyrir hráefnið en skammturinn er það ríf- lega útilátinn að hann nægir fyrir tvo. Í sambýlishúsi fyrir eldra fólk þar sem eldhús og aðstaða til sameigin- legs borðhalds er fyrir er hendi er maturinn sendur þangað í stórum ílátum og bætist þá við smávegis kostnaður ef skammtað er á matar- bakkana, eða lagt á borð. Ástæðan fyrir því að þessar línur eru settar á blað eru þó aðrar og meiri en þakkir til kokksins í Seljahlíð. Á undanförnum árum hefi ég þurft á því að halda að taka þennan mat en gafst þó alltaf öðru hvoru upp á því vegna þess hve hann var lélegur. Að sjálfsögðu er ekki hægt að ætlast til þess að fá lúxusmat á þessu verði, en þegar saltfiskurinn var t.d. svo saltur að hann var óætur, eða hrísgrjóna- grauturinn ókræsilegt ofsoðið mauk hringdi ég í eldhúsið í Seljahlíð og kvartaði. Svörin sem ég fékk voru þau að yf- irleitt væri fólk ánægt með matinn en þegar sendar væru út um 600 máltíðir á dag væri ekki alltaf auðvelt að gera öllum til hæfis. Síðast þegar ég hringdi og gerði boð fyrir yfirkokkinn tilkynnti ég honum að ég ætlaði ekki að gera mér að góðu að fá óætan mat tvo daga í röð. Mig furðaði á því að ég fékk jákvætt og kurteislegt svar en þá mun þessi ágæti kokkur hafa verið tekinn við eldamennskunni. Þeir sem eru svo heppnir að fá mat- inn frá Seljahlíð hlakka nú til í hvert skipti sem maturinn kemur til þeirra. GYÐA JÓHANNSDÓTTIR, Miðleiti 7, Reykjavík. Matur fyrir eldri borgara Frá Gyðu Jóhannsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.