Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 53 BRÚIN yfir Vesturlandsveg–Víkur- veg verður steypt í dag, laugardag- inn 24. nóvember. Vegna þess verður Vesturlands- vegur lokaður frá klukkan 4.30 um morguninn og til 14. Á þeim tíma verður allri umferð beint um Þúsöld við Reynisvatnsveg. Í dag, laugardaginn 24. nóvem- ber, verður brúin yfir Vestur- landsveg–Víkurveg steypt. Vesturlandsvegur lokaður frá kl. 4.30–14 HIN árlega fatahönnunarkeppni grunnskólanema verður haldin í Laugardalshöll sunnudaginn 9. des- ember. Allir 8., 9. og 10. bekkingar hvaðanæva af landinu hafa rétt til þátttöku. Skilafrestur teikninga er til 27. nóvember nk. og skulu teikn- ingar sendast til Íslenskra fyr- irsæta, Bergstaðastræti 48, 101 Reykjavík. Að keppninni standa Tóbaksvarnarnefnd, íþrótta- og tómstundaráð, menntamálaráðu- neytið og Síminn, frelsi. Fjöldi skemmtiatriða verður og unglingar sem hafa tilbúin skemmtiatriði mega tilkynna þátt- töku. Tískusýningar verða og aðrar uppákomur. Keppnin er reyklaus. Dómnefnd dæmir bestu hönnun fyrir 8., 9. og 10. bekk, 1., 2. og 3. sæti og velur síðan sigurvegara sig- urvegaranna. Keppnin hefur verið vel sótt. „Allir velkomnir að sjá list- sköpun íslenskra unglinga í fata- hönnun og/eða fatabreytingum. ekki síst afar, ömmur, pabbar og mömmur,“ segir í fréttatilkynningu. Fatahönnunar- keppni grunn- skólanema KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands heldur málþing laugardaginn 24. nóvember kl. 13-17.30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um konur og sveitarstjórnarkosningar undir yfir- skriftinni „Konur til áhrifa“. Um- fjöllunarefni málþingsins er þátttaka kvenna í framboðum í sveitarstjórn- arkosningum og er markmið mál- þingsins að hvetja konur til að gefa kost á sér til framboðs. Erindi flytja Þorgerður K. Gunn- arsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Margrét Sverrisdóttir, Kristín Sig- fúsdóttir og Steinunn V. Óskarsdótt- ir. Sigríður Lillý Baldursdóttir stýr- ir málþinginu. Málþinginu lýkur með pallborðs- umræðum og hefur forystumönnum stjórnmálaflokkanna verið boðið að taka þátt í pallborðsumræðum, en málþingið er haldið í samvinnu við nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Aðgangseyrir er kr. 1.200. Í tilefni af komandi sveitarstjórn- arkosningum og málþingi félagsins hefur KRFÍ sent öllum sveitar- stjórnarkonum á landinu bókina Gegnum glerþakið, valdahandbók fyrir konur, segir í fréttatilkynningu. Málþing Kven- réttindafélagsins Í FRÉTT í Morgunblaðinu í fyrra- dag um kjörnefnd Sjálfstæðisflokks- ins fyrir borgarstjórnarkosningar 2002 var rangt farið með nafn Stef- aníu Óskarsdóttur. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Rangt farið með nafn þinggests Í frásögn af málþingi um framtíð Íslensku óperunnar í gær var rangt farið með nafn Hauks F. Hannesson- ar, sem tók þátt í umræðum að dag- skrá lokinni. Beðist er velvirðingar á misnefninu. LEIÐRÉTT Í dag verða jólaljósin tendruð í miðbænum og af því tilefni verður mikið um að vera í bænum. Jólaganga fer niður Laugaveginn að Ingólfstorgi í fylgd listamanna, kyndlar verða tendraðir og jólalög sungin. Komdu í miðbæinn og upplifðu alvöru jólastemmningu. Jólaganga: Kl. 16.30 Safnast saman við Hlemm þar sem margir listamenn koma fram ásamt fjölskyldunni Grýlu, Leppalúða og jólasveinunum. Lalli Laugavegur stjórnar dagskránni. Kl. 17.00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, tendrar jólaljósin. Gengið verður niður Laugaveginn frá Hlemmi að Ingólfstorgi með kyndlum og jólalög sungin. Verslanir við Laugaveg komnar í jólaskap og í dag er opið til kl. 18 Jólavörurnar eru komnar og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í yfir 130 verslunum við Laugaveg og notið góðrar þjón- ustu. Ekki má gleyma kaffi- og veitingahúsunum við Laugaveginn. Hvað er betra en að setjast niður og njóta góðra veitinga og komast í jólaskap. Uppákomur í miðbænum í dag: Kl. 11.00 Mál og menning - Sögustund fyrir börnin. Kl. 14.00 Skífan - Á móti sól spila og árita. Kl. 15.00 Skífan - XXX Rottweilerhundar spila og árita. Kl. 15.00 Listasafn Reykjavíkur - Lífríkið í borgarlandinu. Ný mynd Páls Steingrímssonar sýnd í Listasafni Reykjavíkur. Kl. 16.00 Skífan - Tvíhöfði áritar. Nánari uppl‡singar áwww.frikort.is fiú gætir unni› vöruúttekt fyrir 10.000 krónur! fiú safnar hjá okkur... FERÐAFÉLAG Íslands efnir til ferðar að Kleifarvatni á Reykjanesi sunnudaginn 25. nóvember. Gengið verður með austanverðu vatninu og er leiðin 6–7 km og áætl- aður göngutími er um 2–3 klst. Allir fá afhentan leiðarvísi í upphafi ferð- ar. Fararstjóri Haukur Jóhannesson jarðfræðingur. Verð 1.800/1.500 kr. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Gengið með Kleifarvatni MARÍA Marteinsdóttir, löggiltur fótaaðgerða- og snyrtifræðingur, hefur opnað fótaaðgerðastofu í fé- lagsmiðstöðinni í Bólstaðarhlíð 43, Reykjavík. Opið er alla virka daga frá kl. 9–17. Allir aldurshópar eru velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Ný fóta- aðgerðastofa Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.