Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HARALDUR Örn Ólafsson lagði af stað í gær frá Jakarta í Indónesíu áleiðis til Carstensz Pyramid, hæsta fjalls Eyjaálfu. Með aðstoð Ís- lendinganna Páls Gústafssonar og Sigurðar Gísla- sonar, sem búa í Indónesíu, og Halldórs Ás- grímssonar utan- ríkisráðherra tókst að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem settu leið- angurinn í uppnám í vikunni. Á heimasíðu sjö tinda leiðangurs- ins kemur fram, að eftir að þyrla indónesíska hersins varð óflugfær gat her Indónesíu ekki staðið við skuldbindingar um að veita leið- angrinum vernd og fljúga í grunn- búðir. Haraldur Örn komst þá í sam- band við Íslendingana í Jakarta og þeir brettu upp ermar og reyndu að fá leyfi til að fara með kláfum Free Port námunnar, sem er stærsta kop- arnáma í heimi. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lagði einnig sitt lóð á vogarskálarnar og í gærmorg- un fékkst leyfi til þess að fara um landsvæði Free Port. Áætlað er að leiðangursmenn komi til Timika í dag, laugardag. Þar tekur fulltrúi námafyrirtækisins á móti leiðangursmönnunum sex og þeir fara í kláfum í 3.500 metra hæð. Lagður af stað áleiðis til Carstensz UNDIRRITAÐUR hefur verið stofnanasamningur milli Lands- sambands lögreglumanna annars vegar og ríkislögreglustjóra, Lög- regluskóla ríkisins, lögreglustjór- ans í Reykjavík og allra sýslu- manna hins vegar. Á grundvelli samningsins geta lögreglumenn nú fengið launahækkanir út á per- sónubundið mat, í stað fastmótaðs mats áður, sem þýðir að lögreglu- maður fær betur notið reynslu sinnar, menntunar eða sérþekk- ingar. 14% meðaltalslaunahækkun rúmast innan samningsins, sem er útfærsla á kjarasamningi sem lög- reglumenn gerðu við ríkið í sumar. Í samningnum segir m.a. að markmið hans sé að færa útfærslu tiltekinna þátta kjarasamnings ríkis og Landssambands lögreglu- manna í hendur embætta og stétt- arfélags lögreglumanna, til að styrkja starfsemi embættanna þegar til lengri tíma er litið og skapa þannig forsendur fyrir betri starfsskilyrðum og skilvirkara launakerfi. Önnur markmið eru að færa ákvörðun um launasamsetningu starfa nær starfsvettvangi þar sem hægt er að bregðast hraðar við breytingum sem eiga sér stað á störfum og skipulagi embætta. Þá verði lögreglumönnum gefið tækifæri til að þróast og bæta sig í starfi, m.a. með aukinni sérmennt- un og framhaldsmenntun og þar með að auka gæði opinberrar þjónustu. Lögreglumenn undirrita stofnanasamning Markmiðið að styrkja starfsemi embættanna GEFINN verður út nýr flokkur óverðtryggðra ríkisbréfa í byrjun næsta árs. Flokkurinn verður til 11 ára með lokagjalddaga 2013. Þetta kom m.a. fram á kynningarfundi Lánasýslu ríkisins í gær. Þar kom einnig fram að ríkissjóður myndi á næsta ári greiða upp innlend lán á um tíu milljarða kr. Í máli forstjóra Lánasýslu ríkis- ins, Þórðar Jónassonar, á kynning- arfundi Lánasýslunnar í gær kom m.a. fram að útgáfa þessa nýja rík- isbréfaflokks myndi styrkja innlend- an skuldabréfamarkað, en með til- komu hans verða útistandandi flokkar ríkisbréfa til tveggja, fimm og ellefu ára. „Flokkarnir munu mynda vaxtaviðmiðun fyrir aðra út- gefendur óverðtryggðra skulda- bréfa,“ segir einnig í tilkynningu frá Lánasýslunni. Útgáfa ríkisbréfa- flokksins er sú lengsta til þessa eða til ellefu ára eins og áður segir en að sögn Þórðar er með henni stigið veigamikið skref í þá átt að gera ís- lenskan skuldabréfamarkað líkari því sem tíðkast erlendis. Þá kveðst Þórður í samtali við Morgunblaðið vonast til að hinn nýi flokkur muni hugnast erlendum fjárfestum. Erlend lán falla Á fundinum kom fram að á næsta ári koma til innlausnar erlend lang- tímalán fyrir um 20 milljarða króna. Í tilkynningu frá Lánasýslu ríkisins segir að ekki liggi fyrir hvort greiðslum þessara lána verði mætt með nýrri lántöku eða með söluand- virði einkavæðingar. „Ákvörðun um slíkt verður tekin með hliðsjón af að- stæðum á gjaldeyrismarkaði.“ Að lokum kom fram á fundinum að Lánasýslan hefur unnið að því að undanförnu að bæta upplýsingagjöf enn frekar og hefur hún m.a. í því skyni opnað vefinn www.bonds.is. Þar geta erlendir fjárfestar fengið helstu upplýsingar um íslenska skuldabréfamarkaðinn. Þá hefur Lánasýslan lokið gagngerri endur- skoðun á vefsíðu sinni www.lana- sysla.is. Nýr flokk- ur ríkis- bréfa á næsta ári á því hvort raunhæft væri að færa hlutaféð þetta mikið niður. Niður- staða bankans er sú að niðurfærsl- an sé of mikil.“ Valgerður vildi ekki gefa upp nánar hvert mat Landsbankans hefði verið en sagði það á allt öðr- um nótum þrátt fyrir nokkurt svig- rúm í matinu. Þá staðfesti hún að Búnaðarbankinn hefði einnig unnið mat á eigin vegum enda eru þeir hluthafar. Það mat hefði einnig leitt í ljós að niðurfærslan væri ekki raunhæf. Um fyrirætlanir Elkem segir Valgerður að fyrirtækið hafi verið að loka verksmiðjum í Noregi og hætt sé við að það geti einnig verið félagsins. Hlutur ríkisins yrði tæp- lega 5% ef það situr hjá í hlutafjár- útboðinu. Of mikil niðurfærsla Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir engan ágreining um það að fyrirtækið eigi í erfiðleikum og grípa þurfi til að- gerða. Hins vegar sé stórlegur ágreiningur um hversu mikil nið- urfærsla núverandi hlutafjár í fé- laginu eigi að vera. Elkem vilji færa nafnverð niður í 0,25 krónur á hlut en á það vilji aðrir hluthafar ekki fallast. „Við fórum fram á að Landsbank- inn framkvæmdi sjálfstæða skoðun MIKILL ágreiningur er á milli stærstu hluthafa í Íslenska járn- blendifélaginu hf. um niðurfærslu hlutafjár í félaginu. Meirihlutaeig- andinn Elkem vill að hlutafé verði fært niður um 75% en á það vilja aðrir hluthafar ekki fallast og er þar fyrst og fremst um íslenska ríkið að ræða. Íslenska járnblendifélagið til- kynnti í síðastliðinni viku um að hlutafé í félaginu yrði aukið um 650 milljónir króna með útgáfu nýs hlutafjár. Segir í tilkynningu að versnandi markaðsskilyrði undan- farið ár hafi haft slæm áhrif á af- komu félagsins og hætt sé við, af þeim sökum, að það geti ekki staðið við skilmála langtímalána um lág- marks eiginfjárhlutfall. Því sé farin sú leið að auka hlutaféð og verði ný hlutabréf boðin skráðum hluthöfum í félaginu. Þess má geta að stjórn- inni er heimilt með einföldum meirihluta að auka hlutaféð um allt að 650 milljónir króna í þessum til- gangi. Hlutafé fært niður um 75% Járnblendifélagið hefur boðað til hluthafafundar nk. þriðjudag þar sem sölugengi nýrra hlutabréfa verður kynnt. Þar verður ennfrem- ur lögð fram tillaga stjórnar um niðurfærslu hlutafjár í félaginu til að „undirbúa“ hlutafjáraukninguna. Lagt er til að núverandi hlutafé félagsins verði lækkað um 75%, nafnverð bréfanna færi við það úr 1.763 milljónum króna í 441 milljón. „Viðskipti að undanförnu með hlutabréf í félaginu hafa verið und- ir genginu 1,0. Þar sem hluta- félagalög kveða á um að greiðsla hlutar skuli ekki nema minna en nafnverði hans er ljóst, að til þess að hægt sé að selja nýtt hlutafé þarf fyrst að lækka skráð hlutafé félagsins,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Vitað er að Elkem í Noregi, sem er eigandi meirihluta félagsins með tæpan 56% eignarhlut, vill að hlutafé félagsins verði niðurfært um 75%, líkt og tillaga stjórnar hljóðar upp á. Ekki hefur verið gert ráð fyrir að íslenska ríkið, sem er annar stærsti hluthafi með 12% hlut, vilji auka sinn hlut né heldur sá þriðji stærsti, sem er japanska fyrirtækið Sumitomo með um 8,5% hlut. Því hafa verið uppi getgátur um það að Elkem hyggist yfirtaka Járnblendifélagið, nota til þess nið- urfærslu hlutafjárins og kaupa svo nýja hlutaféð. Elkem gæti með þessu eignast allt að 82% hlutafjár yfirvofandi í þessu tilviki. „Þetta er mikilvæg verksmiðja, bæði fyrir þjóðarbúskapinn og það starfsfólk sem þarna vinnur. Þess vegna er mikilvægt að ná samkomulagi í þessu máli.“ Hvað varðar hlutafjár- aukninguna segir hún vel koma til greina að ríkið auki sinn hlut til að tryggja áframhaldandi starfsemi verksmiðjunnar. Hluthafafundur Íslenska járn- blendifélagsins verður, sem fyrr segir, haldinn á þriðjudag. Valgerð- ur segir að fram til þess tíma verði reynt að leysa þennan ágreining. „Ég trúi ekki öðru en hægt sé að finna einhverja lausn á þessu máli á næstu sólarhringum.“ Ríkið og Elkem greinir á um niðurfærslu hlutafjár Eigendur Járnblendifélagsins á Grundartanga komnir í hár saman FJÁRHAGSLEGAR afleiðingar þess að ná ekki að hamla fram- gangi iktsýki og bæta líðan sjúk- linganna fer langt fram úr kostn- aði við meðferð á sjúkdómnum, þrátt fyrir að ný lyf sem notuð er í baráttunni við sjúkdóminn séu mjög dýr. Þetta kom m.a. fram í máli Kristjáns Steinssonar gigt- arlæknis á fræðslufundi sem fyr- irtækið Wyeth Lederle efndi til á Hótel Sögu í gær. Kristján nefndi sláandi tölur um starfshæfni sjúk- linga með iktsýki, sem er algengt form liðagigtar, en allt að helm- ingur þeirra verður að hætta störfum vegna sjúkdómsins. Mið- að við sænskar og bandarískar tölur má ætla að sjúkdómurinn kosti þjóðfélagið í það minnsta 1 milljarð króna á ári, en um 3.000 Íslendingar eru með iktsýki. Mest- ur hluti beins kostnaðar vegna sjúkdómsins felst í sjúkrahúslegu og lyfjakostnaði, en Kristján benti á að með einni tegund nýju lyfjanna geti sjúklingarnir sjálfir séð um lyfjagjöf sem dragi úr kostnaði vegna sjúkrahúslegu. Þá er óbeinn kostnaður vegna örorku og vinnutaps sjúklinganna veru- legur og er þá ótalinn ómetan- legur kostnaður vegna þjáninga sjúklinganna og fjölskyldna þeirra. „Með þennan bakgrunn ber að skoða kostnað og ávinning varðandi nýja og mikilvirka, en að sama skapi dýra, lyfjameðferð við iktsýki,“ sagði Kristján. Kostnaður af iktsýki um milljarður á ári Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fjöldi manns sótti fræðslufundinn sem heldur áfram í dag á Hótel Sögu. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.