Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 56
DAGBÓK 56 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... ÞAÐ er kannski fullseint í rassinngripið að fara að tjá sig um Edduverðlaunahátíðina sem kætti landann með misjöfnum hætti fyrir tæpum hálfum mánuði en Víkverji má nú samt til með að nefna nokkur atriði er komið hafa upp í huga hans það varðandi. Þótt flestar útnefning- arnar hafi verið fjarska fyrirsjáan- legar og reyndar óhjákvæmilegar þá orkuðu nokkrar þeirra tvímælis – eins og gengur þegar önnur eins uppákoma er annars vegar. Ekki skal hér farið út í hverjir ekki áttu skilið Eddu enda væri það heldur ósmekklegt. Skulu nokkrir hins veg- ar nefndir sem hana áttu skilið. Fyrsta skal nefna aðstandendur menningarþáttarins Mósaík. Þótt þátturinn sé í alla staði fagmannlega unninn og hafi vafalítið hlotið útnefn- ingu að hluta fyrir það þá er lang- stærsti kostur hans fjölbreytt efnis- tök Jónatans og félaga. Þeim hefur nefnilega fyrstum tekist, leyfir Vík- verji sér að fullyrða, að brúa bilið milli „há-“ og „lágmenningar“ svo- kallaðrar – bil sem hingað til hefur verið alltof breitt í íslensku menning- arlífi. Það hlýtur að teljast stór kost- ur í fari stjórnanda menningarþáttar að hann þekki sín takmörk, fjalli sjálfur um það sem hann treystir sér til en kalli aðra sér færari til að gera öðrum sviðum menningarinnar skil. Kostur Jónatans er einmitt þessi. En samt er hann fjölhæfur mjög og virð- ist jafnfær um að gera leiklist, mynd- list, byggingarlist, sígildri tónlist sem og dægurtónlist skil. Kann að vera að hann sé ekki allra líflegasti sjónvarpsmaðurinn á skjánum en það bætir hann upp með fágun og vel upplýstri umfjöllun. Mesta athygli Víkverja hefur þó vakið hversu áreynslulítið honum hefur tekist að innlima dægurtónlistina í almenna menningarumfjöllun en alltof oft hef- ur sá vinsæli hluti hennar farið hall- oka, að sjálfsögðu vegna þess að hann hefur ekki þótt nægilega fínn, ekki nægilega merkilegur. Jónatan virðist og meðvitaður um þetta og gerir einmitt sérstaklega í því að reyna að leiða saman dægurtónlist þá sem er í náðinni og þá sem ut- angarðs er, oft á tíðum með stór- merkilegum árangri. x x x VÍKVERJI gladdist og yfir því aðaðstandendur Fóstbræðra- þáttanna stórskemmtilegu skuli enn og aftur hafa hlotið þá viðurkenningu sem þeir eiga skilda. Einkum var þó ánægjulegt að sjá Edduna falla í skaut Jóni Gnarr fyrir besta leik í að- alhlutverki því þrátt fyrir að hann sé ólærður leikari þá stendur enginn honum framar í dag, hvorki lærðir né leikir, þegar kemur að gamanleikn- um. Reyndar ber að hrósa þeim er sáu til þess að hann yrði tilnefndur yfir höfuð því leikarar í grínhlutverk- um hafa alltof oft verið sniðgengnir fyrir einhverra hluta sakir. Til sönnunar um yfirburði Jóns sem gamanleikara nægir að benda á nýútkominn safndisk með völdu efni þeirra Sigurjóns Kjartanssonar sem upphaflega var flutt í útvarpsþætt- inum Tvíhöfða. Þar rekur hvert meinfyndna atriðið annað og spuna- hæfileikar þeirra félaga njóta sín út í ystu æsar. Húmorinn er vissulega ekki allra, svolítið kvikindislegur og djarfur en aldrei er hann meiðandi og ósmekklegur, það mega þeir eiga. x x x NÆST fáum við víst að sjá Jón íaðalhlutverki í væntanlegri gamanmynd Róberts Douglas Mað- ur eins og ég, þar sem hann ku eiga að fara með heldur dramatískara hlutverk en maður á að venjast. Spennandi verður að sjá hversu fjöl- hæfur leikari Edduverðlaunahafinn er. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Bólstaðarhlíð 43. Litlu jólin verða fimmtudag- inn 6. des. jólahlaðborð. Sr. Kristín Pálsdóttir flytur jólahugvekju, Björk Jónsdóttir syng- ur við undirleik Svönu Víkingsdóttur. Tvær ungar stúlkur leika á þverflautu, Bjarki Már Elísson 11 ára les jóla- sögu. Fagnaðurinn hefst kl. 18. Salurinn opnaður kl. 17.30. Skráning í síma 568- 5052 fyrir 5. des. Allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ á Hlaðhömrum, fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566-8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fimmtudag- ur 29. nóv. Spilað í Holtsbúð kl. 13.30. Föstudagur 30. nóv. Dansað í kjallaranum í Kirkjuhvoli kl. 11. Félag eldri borgara, Garðabæ. Jólahlaðborð verður í Kirkjuhvoli föstudaginn 7. des. Hús- ið opnað kl. 19. Tryggvi Þorsteinsson leikur á flygil, hugvekja sr. Hans Markús Haf- steinsson, Kór eldri borgara Garðabæjar syngur undir stjórn Kristínar Pétursdóttur, fjöldasöngur, Sighvatur Sveinsson, skemmtir og leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Miðapant- anai og upplýsingar í s. 565-7826 eða 895-7826, Arndís, og skrifstofu fé- lagsins, Kirkjuhvoli, s. 565-6627 fyrir þriðju- daginn 27. nóv. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á mánudag verður púttað í Bæjarútgerðinni kl. 10 og félagsvist kl. 13:30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga kl. 10– 13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Sunnu- dagur. Félagsvist spiluð kl. 13.30. Dansleikur kl. 20 – Capri Tríó leikur fyrir dansi. Jólafagn- aður í Ásgarði, Glæsibæ, miðvikudag- inn 5. desember. Fagn- aðurinn hefst kl. 20. Hugvekju flytur sr. Pét- ur Þorsteinsson, söngur undir stjórn Sigur- bjargar Hólmgríms- dóttur, ýmsir skemmti- kraftar, kaffi og meðlæti, dansað á eftir. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12 f.h. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. kl. 10– 16 í síma 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf, sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á veg- um ÍTR á mánu- og fimmtudögum kl. 19.30, umsjón Edda Bald- ursdóttir íþróttakenn- ari. Boccia á þriðjudög- um kl. 13 og föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Kristín Freysteinsdóttir. Myndlistasýning Bryn- dísar Björnsdóttur opin í dag og á morgun frá kl. 14–16 listamaðurinn á staðnum. Veitingar í veitingabúð. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Vesturgata 7. Mánu- daginn 26. nóvember verður farið í Há- skólabíó á íslenzku myndina Mávahlátur, lagt af stað frá Vest- urgötu kl. 13:30 (Sýn- ingin hefst kl. 14.) Upp- lýsingar og skráning í síma 562-7077. Jóla- fagnaður verður fimmtudaginn 6. des. Húsið opnað kl. 17:30. Ragnar Páll Einarsson leikur á hljómborð. Jólahlaðborð, kaffi og eftirréttur. Kór leik- skólans Núps syngur jólalög undir stjórn Kristínar Þórisdóttur. Kvartett spilar kamm- ertónlist. Gyða Valtýs- dóttir, Ingrid Karls- dóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Anna Hugadóttir. Dans- sýning frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Gospelsystur í Reykja- vík syngja undir stjórn Margrétar J. Pálma- dóttur. Undirleikari Agnar Már Magnússon. Fjöldasöngur. Hug- vekja, séra Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur Allir vel- komnir, upplýsingar og skráning í síma 562- 7077. Vitatorg. Aðventu- og jólafagnaður verður 6. desember. Jólahlað- borð, ýmislegt til skemmtunar. Skráning í síma 561-0300. Hríseyingafélagið. Jólabingó verður á morgun, sunnudaginn 25. nóvember, kl. 14. í Skipholti 70, 2. hæð. All- ir velkomnir. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Jólafundurinn verður þiðjudaginn 4. des. kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Tilkynna þarf þátttöku sem fyrst í s. 553-6697, Guðný, eða 588-8036, Margrét. Munum jólapakkana. Hrafnista Reykjavík. Basar verður laug- ardaginn 24. nóvember kl. 13–17 og mánud. 26. nóv. kl. 10–16. Til sölu og sýnis verður handa- vinna heimilisfólksins. Ættingjabandið, ætt- ingja og vinasamband heimilisfólks á Hrafn- istu í Reykjavík, stend- urfyrir sölu á súkkulaði og vöfflum á laugardag í samkomusalnum Helga- felli. Allir velkomnir. Kvenfélag Óháða safn- aðarins. Jólafundur verður haldinn í Kirkjubæ fimmtudag- inn 29. nóvember kl. 20. Konur beðnar að muna eftir höttum og pökk- um. Þátttaka tilkynnist fyrir 26. nóv., s. 557- 7409, Ester eða Ólöf, s. 897-7116. MG-félag Íslands held- ur fund í dag kl. 14 í kaffisal ÖBÍ, Hátúni 10. Guðrún K. Þórsdóttir djákni mætir á fundinn. Ólafur Stephensen og Vigdís Sif Hrafnkels- dóttir segja frá norræn- um fundi NRMG. Kynnt verður danska bókin Det myasteniske pusle- spil. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju, kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁA, Síðu- múla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Hríseyingafélagið. Jólabingó verður á morgun sunndaginn 25. nóvember kl. 14. í Skip- holti 70, 2. hæð. Allir velkomnir. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánud. kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastdæma, býður til fræðslu- og orlofs- daga í Skálholti 3.–5. desember með fjöl- breyttri dagskrá. M.a. fjallað um fjölmiðla og áhrif þeirra á líf eldri borgara. Skálholts- staður skoðaður. Skipu- lagðar verða kvöldgöng- ur og gönguferðir. Skráning fer fram á skrifstofu Ellimálaráðs í síma 557-1666 og í Skál- holtsskóla í síma 486- 8870 netfang: rektor- @skalholt.is. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Ak- ureyri. Í dag er laugardagur 24. nóv- ember, 328. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Sakir nafns þíns, Drottinn, fyrirgef mér sekt mína, því að hún er mikil. (Sálm. 25, 11.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 frumkvöðull, 8 ganga, 9 lítils skips, 10 mánuður, 11 aflaga, 13 hroki, 15 manns, 18 borða, 21 greip, 22 spjald, 23 styrk- ir, 24 ruslaralýðs. LÓÐRÉTT: 2 angist, 3 ákæra, 4 læsir, 5 afkvæmum, 6 hestur, 7 fjall, 12 háttur, 14 bók- stafur, 15 pest, 16 ham- ingju, 17 vínglas, 18 áfall, 19 haldið, 20 arga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skarf, 4 fákum, 7 jurta, 8 ákúra, 9 ger, 11 túða, 13 hana, 14 kamar, 15 þaka, 17 áköf, 20 orm, 22 alger, 23 jakar, 24 tíðni, 25 reiði. Lóðrétt: 1 skjót, 2 afræð, 3 flag, 4 fjár, 5 krúna, 6 móana, 10 eimur, 12 aka, 13 hrá, 15 þraut, 16 kúgað, 18 kekki, 19 forði, 20 orði, 21 mjór. K r o s s g á t a PERLAN er hluti af Hitaveitu Reykjavíkur og aðal djásn. Vert er að minna á fyrir hvað Perlan stendur. Hún minnir á framsýni og áræði þeirra manna sem stóðu að stofnun Hitaveitu Reykjavíkur á sínum tíma. Hún minnir á reyklausa borg og alla nærliggj- andi bæi þar sem öll hús eru hituð upp með heitu vatni úr iðrum jarðar fyrir tilstuðlan Hita- veitu Reykjavíkur. Það er ótrúlegt metn- aðarleysi ráðamanna Reykjavíkur að ætla nú að selja Perluna, þetta djásn Reykjavíkur, á þeirri forsendu að of kostnaðarsamt sé fyrir borgina að reka hana. Aðrar hvatir hljóta að liggja að baki. Ég hygg að flest það fólk sem kemur til Reykjavíkur utan af landi, snúi ekki aftur til síns heima án þess að heimsækja Perl- una. Tugþúsundir fólks frá öðrum þjóðum sem hingað kemur á hverju ári heimsækir Perluna. Það nýtur hins fagra út- sýnis yfir borgina, fló- ann og fjallahringinn. Það kaupir póstkort með mynd af Perlunni sem það sendir vinum og kunningjum út um allan heim með lýsingu á fyrir hvað Perlan stendur. Reykjavík fær varla betri kynningu. Eins og það þurfti þrek og áræði til að hefja framkvæmdir við Hita- veitu Reykjavíkur á sín- um tíma, þurfti einnig þrek og áræði til að reisa Perluna. Vit- anlega kostar svona mannvirki mikla fjár- muni. Í raun er Perlan lista- verk sem borið hefur hróður Reykjavíkur vítt um heiminn. Og nú vilja ráðamenn selja hana, fyrir eitthvað bara, kannski til brottflutn- ings? Kristinn Sæmunds- son, Safamýri 71, R. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Perlan verður ekki til sölu „EKKI fara á taugum þótt makker fari ekki beinu leið- ina í vörninni – kannski er hans leið jafn góð.“ Ein- hvern veginn þannig hljóðar heilræði Bobs Hammans. Í ýktri mynd á ráðlegging Hammans við eftirfarandi stöðu: Þú kemur út með ein- spil og makker tekur slaginn með ás. Þér er létt og nú bíð- ur þú bara eftir stungunni. En hún dregst eitthvað á langinn – makker er lagstur undir feld! Þetta er tauga- trekkjandi og þegar makker kemur loks undan feldinum með annan lit er hætt við að vörnin fari til andskotans í framhaldinu. Þegar öllu er lokið kemur svo kannski í ljós að vörn makkers var al- veg jafn góð, ef ekki betri. En í æsingnum yfir því að fá ekki stunguna tókst þér að klúðra framhaldinu. Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ 93 ♥ 2 ♦ KDG10 ♣1098763 Vestur Austur ♠ DG102 ♠ K8 ♥ DG853 ♥ K94 ♦ 942 ♦ Á875 ♣4 ♣ÁK52 Suður ♠ Á7654 ♥ Á1076 ♦ 63 ♣DG Vestur Norður Austur Suður – – 1 tígull 1 spaði Pass Pass 1 grand Pass 2 tíglar Pass Pass 2 hjörtu Dobl 2 spaðar Pass Pass Dobl Allir pass Spilið að ofan kom upp í undanúrslitum Íslandsmóts- ins í tvímenningi. Vissulega eru sagnir furðulegar, en svona gengu þær fyrir sig. Vestur vissi af spaðafyr- irstöðu hjá makker og kom út með spaðatvist. Austur lét kónginn, en sagnhafi drap á ásinn, tók hjartaás og trompaði hjarta. Spilaði svo tígulkóng úr borði. Austur drap og vestur sýndi þrílit. Austur lagði niður laufkóng og íhugaði málið þegar suð- ur kom með drottninguna. Eftir nokkra athugun spilaði austur svo smáu laufi! Vestur tók bakföll og í bræði sinni hætti hann að einbeita sér að spilinu og henti tígli. Sagnhafi spilaði tígli og aftur tígli og kastaði hjarta heima. Vestur tromp- aði það og tók spaðadrottn- ingu. Þannig fékk vörnin að- eins sex slagi: þrjá á spaða, einn á hjarta, einn á tígul og einn á lauf. Einn niður í staðinn fyrir þrjá. Aftur að Hamman: Ef austur tekur á laufásinn fer samningurinn alltaf þrjá niður. En niðurstaðan hefði orð- ið sú sama ef vestur hefði haldið ró sinni þegar austur spilaði óvænt litlu laufi. Vestur á að trompa og spila hjartadrottningu og aftur hjarta á kóng austurs. Nú kemur lauf, trompað og yf- irtrompað. Síðan hjarta, sem austur stingur með átt- unni! Þar með er laufslag- urinn kominn aftur og spilið fer þrjá niður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.