Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 31 Skólavörðustíg 4a, sími 551 3069 og Laugavegi 53b, sími 551 4884 Lagersala á Skólavörðustíg Opið frá kl. 12-18 virka daga, laugardaga frá kl. 12-16. Norræna húsið Óperan Tannhäuser og söngvarakeppnin á Wartburg, eftir Richard Wagner, verður sýnd af myndbandi kl. 13. Steinn Jónsson læknir flytur inngangsorð. Upp- færslan er frá árinu 1978 eftir Götz Friedrich frá Festspielhaus í Bay- reuth. Hljómsveitarstjóri er Sir Col- in Davis. Gwyneth Jones fer með bæði hlutverk Elísabetar og Ven- usar. Tannhäuser er sunginn af Spas Wenkoff, Hermann landgreifi af Hans Sotin. Það er Richard Wagner-félagið á Ís- landi sem stendur að sýningunni. Aðgangur er ókeypis. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Fimm ungir listamenn opna sam- sýningu kl. 16. Listamennirnir eru Hafsteinn Michael Guðmundsson, Helgi Snær Sigurðsson, Karl Emil Guðmundsson, Sírnir H. Einarsson og Stella Sigurgeirsdóttir og sýna þau verk sem unnin eru í ólíka miðla. Sýningin stendur til 12. desember og er opin virka daga frá kl. 10–18 en einnig verður opið um helgar í des- embermánuði. Næsta gallerí, Ingólfsstræti 1a Ómar Stefánsson opnar sýningu á nýjum verkum kl. 17. Ómar hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýn- ingin stendur til áramóta. Gallerí Reykjavík Glerlistakonan Ebba Júlíana Lárusdóttir opnar stuttsýningu kl. 16. Ebba hefur lagt stund á glerlist frá 1988, verk henn- ar eru aðallega unnin úr flotgleri. Sýningin stendur til 1. des. og er op- in virka daga frá kl. 12–18, laug- ardaga kl. 11–16 og sunnud. 14–17. Gallerí Geysir Eyþór Árnason opn- ar ljósmyndasýningu sem hefur yf- irskriftina ,,Mynd í myrkri“. Á sýn- ingunni verða um 19 myndir og munu þær hanga uppi út desem- bermánuð. Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg Lesið verður úr nýjum barnabókum í barnabókadeildinni kl. 11. Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson lesa úr bókinni Algjört frelsi, Draumey Aradóttir les úr bókinni Þjófur og ekki þjófur og les- ið verður upp úr bók Josteins Gaard- er: Í spegli, í gátu. Lágafellsskóli Barnakór Lágafells- skóla heldur sína fyrstu tónleika í nýjum sal skólans kl. 17. Gestir kórsins verða Álafosskórinn og Ís- landsbankakórinn. Stjórnandi kór- anna er Helgi R. Einarsson. Borgarskjalasafns Reykjavíkur Sýning á skjölum og myndum tengdum ástinni, kærleikanum og vináttunni er opin kl. 13 til 17 og kl. 10–16 alla virka í nóv. og des. Þjóðarbókhlaða Vísindi á 18. öld er yfirskrift málþings sem hefst kl. 13.30. Erindi flytja Þorsteinn Vil- hjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu: Átjánda öldin í vís- indum: Öld efnafræðinnar? Páll Halldórsson jarðeðlisfræðingur: Hugmyndir manna um jarðskjálfta á 18. öld. Þór Jakobsson veðurfræð- ingur: Stakar sagnir af hafís á 18. öld og Sigurður Steinþórsson, pró- fessor í jarðfræði: Steinafræði Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Aratunga Lögreglukór Reykjavíkur og Karlakór Hreppamanna halda sameiginlega tónleika kl. 21. Systrakaffi, Kirkjubæjarklaustri Guitar Islancio leikur kl. 15 og kl. 20 á Halldórskaffi í Vík í Mýrdal. Tríóið skipa þeir Björn Thoroddsen, gítar, Gunnar Þórðarson, gítar, og Jón Rafnsson á kontrabassa. Í DAG 40 VIKUR er skáldsaga eftir Ragnheiði Gests- dóttur. Bókin fjallar um Sunnu. Hún er að ljúka 10. bekk og framundan er áhyggjulaust sum- ar og hin frjálsu menntaskólaár. En fyrst er venjan að gera sér dagamun. Þá hittir Sunna Bigga, sætasta strákinn í bekknum. Um nóttina eru þau saman heima hjá Sunnu. Þegar líður á haustið fær Sunna þann grun sinn staðfestan að nóttin með Bigga hafi dregið dilk á eftir sér. Ragnheiður fékk Íslensku barna- bókaverðlaunin árið 2000 fyrir bókina Leikur á borði en hefur auk þess skrif- að og myndskreytt fjölda bóka af ýmsu tagi. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 189 bls., prentuð í Odda hf. Erlingur Páll Ingvarsson hannaði kápuna. Verð: 2.490 kr. Skáldsaga BRÉF Vestur- Íslendinga hefur Böðvar Guð- mundsson valið og búið til prent- unar, auk þess að rita formála og skýringar. Á blómaskeiði íslenskrar bréfrit- unar, 19. öld og fram á þá tuttugustu, fluttu þúsundir landsmanna vestur um haf og námu land í Kanada og norðanverðum Bandaríkjunum. Bréfin sem landnemarnir skrifuðu heim skiptu hundruðum þúsunda og hluti þeirra er varðveittur á skjalasöfnum eða í einkaeign. Í kynningu segir m.a.: Í þessari bók eru bréf 65 Íslendinga sem fluttu vestur um haf á árunum 1873-1887. Sendibréf íslensku landnemanna í Kanada eru dýrmæt heimild um ís- lenskt alþýðumál á 19. öld og áhrifin sem kynnin við hinn enskumælandi heim höfðu á tungutak þeirra.“ Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 685 bls., prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Erlingur Páll Ingvars- son. Verð: 4.990 kr. Sendibréf STELPA stattu á þínu er eftir breska höfundinn Tricia Kreitman í þýðingu Ragn- heiðar Sigurð- ardóttur. Í kynningu segir m.a.: „Þetta er eins konar sjálfs- hjálparbók fyrir unglingsstúlkur og miðast að því að hvetja þær til að láta skoðanir sínar í ljós og segja nei ef þeim sýnist svo. Í bókinni eru heilræði um hvernig stelpur geta styrkt sjálfsímynd sína, staðið keikar gagnvart strákum og sagt hug sinn á hverju sem gengur. Bókin er einnig gagnleg fyrir foreldra og aðra sem vilja styðja við bakið á ungum stúlkum í lífsbaráttunni.“ Útgefandi er Salka. Bókin er 204 blaðsíður, prentuð í Danmörku. Verð: 2.180 kr. Unglingar HEIMUR þjóðtrúar og sagna er ótrúlega fjölbreyttur, heillandi skemmtilegur og hrollvekjandi, oft ljóðrænn, erótískur og stundum eins og besti krimmi. Sé að gáð blasa næstum við hvert fótmál einhverjar minjar þessarar merkilegu trúar. Óteljandi eru hólar, steinar og klett- ar þar sem huldufólk bjó og býr kannski enn, tjarnir og vötn með nykri eða skrímslum, hellar, sem hýst hafa tröll eða útilegumenn og svo eru allir draugarnir, sendingar, uppvakningar, útburðir, fylgjur og kannski fleiri sortir. Þá gegna galdramenn ekki litlu hlutverki í þessum heimi. Þetta er eins og sjá má heil fræði- grein og hún flókin og erfið viður- eignar. Nokkra fræðimenn höfum við Íslendingar vitaskuld átt í þess- ari grein. Er þar helst að minnast hinna þriggja stóru, Jóns Árnasonar, Ólafs Davíðssonar og Sigfúsar Sig- fússonar, auk fjölmargra minni spá- manna. En allir eru þessir löngu gengnir á vit feðra sinna. Og nýir tímar krefjast nýrra viðhorfa, nýrra aðferða og nýrrar framsetningar. Nú er upprisinn einn mikill þjóð- trúarfræðingur í nýjum stíl. Hann lætur sér ekki nægja að safna sög- um, heldur skoðar staðina, tekur af þeim myndir og færir inn á kort. Hið eina sem vantar er GPS-tækið. Þessi maður er Bjarni Harðarson og er vett- vangur hans Árnes- þing. Árangur vinnu hans liggur nú fyrir í glæsilegri bók á fjórða hundrað blaðsíður, barmafullri af mynd- um, kortum og að sjálfsögðu sögnum. Eftir fjóra yfirlits- kafla (Draugar í Ár- nessýslu; Álfar, álaga- blettir og dysjar; Tröll, risa- blendingar og firna stórir fornmenn; Jarðgöng og skrímsli) hefst yfirreið um sýsluna eftir hreppum og bæj- arfélögum. Byrjað er í Selvogi og endað í Skeiðahreppi. Alls verða þetta fimmtán kaflar. Í upphafi hvers kafla er kort af svæðinu, listi yfir þjóðtrúarstaði (númeraðir á korti) og táknmyndir um tegund fyr- irbæra á hverjum stað. Síðan hefjast frásagnir. Eru þær yfirleitt stytt endursögn úr rituðum heimildum. Talsvert er raunar einnig um áður óskráðar sögur eftir heimildamönn- um. Er í lok hverrar frásagnar ræki- leg vísun til heimilda. Getur því hver, sem vill, fundið söguna óstytta. Gríð- arlegur fjöldi mynda er í bókinni. Flestar teknar af höfundi, að því er mér sýnist. Má vera að sumum þyki myndir of margar. Auk sagnanna eru margar ritgerðir og smápistlar eftir ýmsa höfunda og erindi, sem aðalhöfund- ur hefur flutt við ýmis tækifæri innan héraðs. Eru erindin flest í gam- ansömum og glettnum tón. Sumar þessara rit- gerða eru hinar prýði- legustu og góð bókar- bót, svo sem yfirlits- ritgerð Arnórs Karls- sonar um reimleikana í Hvítárnesskálanum. Í bókarlok eru miklar skrár yfir Prentaðar heimildir, Munnlegar heimildir (með ólíkind- um margar), Óprentað- ar heimildir (og hygg ég að örnefna- skrár vegi þar þungt) og loks eru skrár yfir Staði, Persónur og fyrir- bæri. Engum sem skoðar þesa bók get- ur dulist, að á bak við hana liggur margra ára vinna bæði til heimilda- öflunar, ferðalaga og frágangs. Til þess að vinna slíkt verk þarf vissu- lega þrotlausa elju og ódrepandi áhuga. Hér hefur líka hvergi verið kastað til höndum. Öll útgerð bók- arinnar er einstaklega vönduð. Einhvers staðar í bókinni kallaði höfundur hana „lexikon“ og má það til sanns vegar færa. Hún er lexikon yfir sagnir, en einnig um örnefni. Er það ekki lítils vert að gefa örnefnum þannig nýtt líf. Án sagna, sem þeim fylgja, er hætt við að þau gleymist og er þá miður farið. Þjóðtrú Árnesinga BÆKUR Þjóðfræði Kortlagðir álagablettir og byggðir trölla, álfa, drauga, skrímsla og útilegumanna í Árnesþingi skráð af Bjarna Harðarsyni. Sunnlenska bókaútgáfan, Selfossi, 2001, 313 bls. LANDIÐ, FÓLKIÐ OG ÞJÓÐTRÚIN Bjarni Harðarson Sigurjón Björnsson MARGRÉT Haraldsdóttir Blöndal myndlistarmaður hefur komið verkum sínum fyrir í Vesturbæ Reykjavíkur. Verkin eru staðsett hér og þar á húsum við Ægisgötu, Bárugötu, Ránargötu, Stýri- mannastíg og Öldugötu. Sýning Margrétar er sú áttunda í röð sýn- inga á vegum útilistaverkefnisins „Listamaðurinn á horninu“. „Ég hugsaði mér listamanninn á horninu og varð hann sjálfur, því tók ég hornið mitt og radíusinn frá því. Sýningin fjallar þá um ferð og tengsl húsanna. Skuggar af heim- ilishlutum eru málaðir með ólífu- olíu á bleik blöð, skuggarnir eru ekki þekkjanlegir, frekar eins og blettir, þó ekki smánar, heldur nær- ingarríks safa. Þetta er sérpressuð jómfrúarolía sem kemur ekki til með að sjást frá götunni en þegar fólk tekur eftir einu flöktandi blaði fylgir kannski annað í kjölfarið,“ segir listamaðurinn um sýninguna. Með hugmyndinni „listamað- urinn á horninu“ er ætlunin að hreyfa við viðteknum hugmyndum um samspil lista og samfélags og leita nýrra leiða til að virkja lista- menn til mótunar á sínu nánasta umhverfi. Einnig að gera tilraun til þess að hafa áhrif á hversdagsleika borgarsamfélagsins án þess að vera innan ákveðinna ramma eða af- markaðra svæða s.s listasafna, lystigarða. Menningarborgarsjóður styrkti vettvangsverkefnið. Umsjónar- menn þess eru þau Ásmundur Ás- mundsson og Gabríela Friðriks- dóttir myndlistarmenn. Vísbending Listamannsins á horninu. Hornið mitt og radíusinn frá því Réttarsálfræðing- urinn – saga Gísla H. Guðjónssonar er rituð af Önnu Hildi Hildibrands- dóttur. Nafn Gísla teng- ist mörgum umtöl- uðustu dóms- málum síðustu áratuga, s.s. máli fjórmenninganna frá Guildford, sexmenninganna frá Birmingham, Birgittumálinu í Noregi og nú síðast, morðinu á sjónvarps- stjörnunni Jill Dando. Gísli hefur sér- hæft sig í lygamælingum, fölskum og óáreiðanlegum játningum og sérþörf- um viðkvæmra einstaklinga innan refsivörslukerfisins. Hann starfar jöfnum höndum fyrir lögreglu, ákæru- valdið og verjendur. Auk þess vinnur hann að meðferð geðsjúkra, sinnir kennslu og skriftum. Anna Hildur Hildibrandsdóttir lauk BA-prófi í íslensku frá HÍ 1990 og meist- aranámi í útvarpsvinnslu frá Gold- smith’s College í London 1995. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 232 bls., prentuð í Odda hf. Ámundi Sigurðsson hannaði kápu. Verð: 4.490 kr. Endurminningar Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Sýningunni Lífræna – vél- ræna í lýkur á sunnudag. Þar eru til sýnis innsetningar eftir Einar Má Guðvarðarson og Bjarne Lönnroos. Frítt verður í Hafnarhúsið laugardaga fram að jólum og leiðsögn um sýningarn- ar alla sunnudaga kl. 16. Sýningarlok og leiðsögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.