Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 42
MESSUR Á MORGUN 42 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á HVERN ÞINN FINGUR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. María Ágústs- dóttir, héraðsprestur, messar. Kór Ás- kirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Kaffi eftir messu. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnum sínum. Organisti Pálmi Sigurhjartarson. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Einnig syngur skagfirska söngsveitin undir stjórn Björgvins Þ. Valdimarssonar. Ein- söngvari Guðmundur Sigurðsson. Barna- messa kl. 13 í umsjá sr. Hjálmars Jóns- sonar og Þorvaldar Víðissonar. Bjartmar Guðlaugsson kemur í heimsókn og syngur og leikur á gítar. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Ólafur Jóhannsson. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10. Tilbeiðsla og trúarþroski: Sr. Kristján Valur Ingólfsson. Messa og barnastarf kl. 11. Umsjón barnastarfs Magnea Sverr- isdóttir. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt sr. Jóni Bjarman. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Frumflutt verður lag við Faðir vor eftir Hörð Áskelsson. Ensk messa kl. 14. Sr. Bjarni þór Bjarnason messar. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Guðrún Finn- bjarnardóttir syngur. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón Pétur Björgvin Þorsteinsson og Guðrún Helga Harðardóttir. Messa kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI HRINGBRAUT: Guðsþjón- usta kl. 10.30. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirs- dóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Gamlir kórfélagar syngja. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið og eiga þar stund. Hádegisrabb í safn- aðarheimilinu eftir messu. „Aftengjum jólavélina.“ Kristjana Eyjólfsdóttir ræðir um hvernig gott sé að haga undirbúningi jólahátíðarinnar, svo að aðventan verði tími gleði og tilhlökkunar en ekki aðeins annríkis. Kaffisopi eftir messu. Minnt er á sýningu, sem stendur yfir í kirkjunni á myndum eftir Leif Breiðfjörð. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Kór Laugarneskirkju leið- ir messusönginn undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sunnudagaskólinn heldur sínu striki undir handleiðslu sr. Jónu Hrannar Bolladóttur og hennar vaska liðs. Sr. Bjarni Karlsson þjónar fyrir altari. Fulltrúar lesarahóps Laugarneskirkju flytja ritningarlestra, Eygló Bjarnadóttir er með- hjálpari og Sigríður Finnbogadóttir annast messukaffið á eftir. Við messuna munu þrír nýir djáknar, sem ráðnir hafa verið sem fulltrúar safnaðarins að hinu nýja Sóltúnsheimili aldraðra, verða kynntir fyrir söfnuðinum. Minning látinna kl. 20. Hug- ljúf stund með fallegri tónlist þar sem nöfn þeirra sem sóknarprestur hefur jarð- sett umliðið ár eru lesin upp í bæn við alt- arið og syrgjendum gefst kostur á að kveikja á bænakertum. Að athöfninni lok- inni gefst fólki kostur á að hlýða á stuttan fyrirlestur í safnaðarheimilinu, þar sem sr. Bjarni Karlsson ræðir um sorg og sorg- arviðbrögð. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) NESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Organisti Reynir Jón- asson. Kirkjukór Neskirkju syngur. Mola- sopi eftir messu. Sunnudagaskólinn kl. 11. 8–9 ára starf á sama tíma. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Sig- urður Grétar Helgason. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Barn verður borið til skírn- ar og barnaþáttur í upphafi guðsþjónustu. Minnst verður 102 ára afmælis Fríkirkju- safnaðarins í tali og tónum. Fjölbreytt tón- list undir stjórn Önnu Sigríðar Helgadóttur og Carls Möller. Anna Sigríður syngur ein- söng. Andabrauðið verður í lok guðsþjón- ustu en auk þess verður heitt á könnunni í baðstofunni á þriðju hæð safnaðarheim- ilisins. Allir velunnarar Fríkirkjunnar eru hvattir til þátttöku. Allir hjartanlega vel- komnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þór Hauksson. Organisti: Pavel Manásek. Kirkjukórinn syngur. Barna- guðsþjónusta á sama tíma. Kaffi og djús eftir messu. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Nemendur í 5-D Breiðholts- skóla sýna leikþátt og trúðar úr TTT- starfinu koma í heimsókn. Boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu eftir guðs- þjónustuna. Tómasarmessa kl. 20 í sam- vinnu við félag guðfræðinema og kristi- legu skólahreyfinguna. Fyrirbænir, máltíð Drottins og fjölbreytt tónlist. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Bjarni Þ. Jónatansson. Kór Digraneskirkju, A hópur. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkj- unnar. Léttar veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjón Elínar Elísabetar Jó- hannsdóttur. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Útvarpsguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Ása Björk, Jóhanna Ýr, Hlín og Bryndís. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í Engjaskóla. Prestur: Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Ása Björk, Jóhanna Ýr, Hlín og Bryndís. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. Prest- arnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Barnaguðsþjónusta í Lindaskóla kl. 11 og í Hjallakirkju kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstundir á þriðjudögum kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safn- aðarsöng. Organisti. Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sýnt verður leikritið Óskirnar tíu. Leikari er Eggert Kaaber. Guðsþjónusta kl. 14. Alt- arisganga. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Sókn- arprestur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgun- guðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram fjallar um bæn- ina. Samkoma kl 20. Efni: „Ég fékk hjálp og lækningu hjá Guði.“ Fólk vitnar um reynslu sína. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 11, léttur hádegisverður og samfélag á eftir. Bænastund kl 19. Sam- koma kl. 20, Högni Valsson predikar, mik- il lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir, KLETTURINN: Almenn samkoma fyrir alla fjölskylduna sunnudaga kl. 11. Mikil lof- gjörð og tilbeiðsla. Fimmtudagur: Kl. 19 Alfanámskeið. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30, lofgjörðarsveit Samhjálpar leiðir söng. Ræðumaður Heiðar Guðnason for- stöðumaður Samhjálpar. Niðurdýfing- arskírn. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hermannasam- koma sunnudag kl. 16.30 fyrir hermann og samherja. Kafteinn Trond Are Schel- ander talar. Kl. 19.30 bænastund, kl. 20 hjálpræðissamkoma. Majorene Reidun og Kåre Morken taka þátt í samkomunni. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Laugardaga: Barnamessa kl. 14. Alla virka daga: Messa kl. 18. Einn- ig messa kl. 8 suma virka daga (sjá nánar á tilkynningablaði á sunnudögum). Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 17. Miðvikudaga: Messa kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Skriftir kl. 17.30. Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtu- daga: skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnu- daga: Messa kl. 10. Skriftir eftir sam- komulagi. Ísafjörður: Sunnud: Messa kl. 11. Flateyri: Laugard: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnud: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma á morgun kl. 16. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 barnaguðsþjónusta með söng, leik og lof- gjörð sem barnafræðararnir leiða. Litlir lærisveinar, yngri hópur, kemur fram og syngur undir stjórn Guðrúnar Helgu Bjarnadóttur. Kl. 14 guðsþjónusta. Síð- asti sunnudagur kirkjuársins. Ferming- arbörn lesa úr Ritningunni. Kaffisopi á eft- ir í safnaðarheimilinu. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 15.15 guðsþjónusta á Hraunbúðum. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 20.30 æskulýðsfundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju/KFUM&K. Hulda Líney Magn- úsdóttir. MOSFELLSKIRKJA: Messa kl. 11. Gi- deonfélagar kynna starf sitt. Ræðumaður Eyvindur Pétursson. Kirkjukór Lágafells- sóknar. Organisti Jónas Þórir. Barnaguðs- þjónusta í Lágafellskirkju kl. 13 í umsjá Þórdísar Ásgeirsdóttur, djákna, Sylvíu Magnúsdóttur, guðfræðinema og Jens Guðjónssonar, menntaskólanema. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Natalía Chow. Kór Hafn- arfjarðarkirkju leiðir söng. Prestur sr. Þór- hallur Heimisson. sunnudagaskólar á sama tíma í Strandbergi og Hvaleyr- arskóla. Tónlistarmessa kl. 17. Kristján Helgason syngur einsöng. Organisti Nat- alía Chow. Prestur sr. Gunnþór Þ. Inga- son. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Skemmtileg stund fyrir alla fjöl- skylduna í umsjá Andra Úlrikssonar, Jó- hönnu Magnúsdóttur og Evu Lindu Jóns- dóttur. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Árni Sigurðsson. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón Sigríður Kristín, Edda, Örn og Hera. Kvöldvaka við kerta- ljós kl. 20. Yfirskrift kvöldvökunnar er: Vonin. Í hvaða von lifa kristnir menn? Við kvöldvökur sem haldnar eru í kirkjunni einu sinni í mánuði er leitast við að kynna nýja sálma sem og að færa gamla sálma í nýjan búning. Örn Arnarson og hljómsveit leiða tónlist og söng. Prestar: Einar og Sigríður Kristín. VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11 á síðasta sunnudegi kirkjuársins. Kór Vídalínskirkju leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Jó- hanns Baldvinssonar, organista. Ferming- arbörn lesa ritningarlestrana. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Sunnudagaskólinn er á sama tíma. Boðið er upp á léttan máls- verð í safnaðarheimilinu að messu lok- inni. Allir velkomnir að njóta samfélags safnaðarins! Prestarnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Bæna- og kyrrð- arstund í kirkjunni kl. 20.30. Prestar og djákni safnaðarins taka á móti bæn- arefnum. Kirkjan er mótsstaður Guðs og manns. Allir velkomnir! Sunnudagaskól- inn er kl. 13 í Álftanesskóla. Rúta ekur hringinn eins og venjulega. Prestarnir. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskólinn í dag, laugardag, kl. 11 í Stóru-Vogaskóla. Styðjið börnin til þátttöku í fjörugu og fræðandi starfi. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund í Kálfatjarnarkirkju fimmtu- daginn 29. nóv. kl. 20.30. Prestarnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Íbúar í Innri- og Ytri-Njarðvík hvattir til að mæta og kveðja saman kirkjuárið. Sókn- arprestur. NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta sunnudag kl. 11 í Ytri- Njarðvíkurkirkju fyrir báðar sóknir. Íbúar í Innri-Njarðvíkursókn eru hvattir til að mæta. Sóknarprestur. Hlévangur. Helgi- stund kl. 13. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar. KEFLAVÍKURKIRKJA: Aldursskiptur sunnudagaskóli kl. 11 árd. Undirleikari í sunnudagaskóla: Helgi Már Hannesson. Guðsþjónusta fyrir eldri borgara kl. 14. Ræðuefni: Einvera og einmanaleiki. Prest- ur: Ólafur Oddur Jónsson. Kór eldri borg- ara syngur undir stjórn Alexöndru Pita, ásamt kór Keflavíkurkirkju. Organisti og stjórnandi: Hákon Leifsson. Meðhjálpari: Björgvin Skarphéðinsson. Kaffiveitingar í Kirkjulundi eftir messu. Samverstund í Kirkjulundi fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra: Þóra Gísladóttir og hljómsveitin Zoe annast samverustund fyrir ferming- arbörn í Kirkjulundi kl. 20. Danssýning. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. SAFNAÐARHEIMILIÐ í Sandgerði: Kirkju- Guðspjall dagsins: Dýrð Krists. (Matt. 17). Morgunblaðið/Sigurður Jökull Fríkirkjan í Reykjavík. UNDANFARIN ár hefur Neskirkja haldið fræðslukvöld og boðið uppá erindi sem höfða sérstaklega til hjóna og sambýlisfólks. Kröfuhart nútímasamfélag tekur sinn toll af fjölskyldunni sem stendur stöðugt frammi fyrir nýjum og oft erfiðum úrlausnarefnum. Kirkjan vill með þessu starfi stuðla að góðu og heil- brigðu fjölskyldulífi. Nú tekur Nes- kirkja upp þráðinn að nýju og býð- ur til samveru í safnaðarheimili kirkjunnar. Sunnudaginn 25. nóvember kl. 20 mun Hafliði Kristinsson hjóna- og fjölskylduráðgjafi flytja erindi í Neskirkju sem hann kallar: „Lifðu í sátt við maka þinn“. Erindið fjallar um algeng ágrein- ingsefni á milli hjóna og sambýlis- fólks og leiðir til að leysa ágreining. Eftir að Hafliði hefur lokið erindi sínu sem tekur 30–45 mínútur verða umræður yfir kaffi og með- læti. Kvöldinu lýkur með stuttri helgistund. Örn Bárður Jónsson, prestur. Áfengisráðgjafi á Ömmukaffi Í DAG 24. nóvember kl.11 verður opið á Ömmukaffi í Austurstræti 20. Þangað mætir Guðbergur Auð- unsson áfengis-og fíkniefnaráðgjafi og flytur fyrirlestur sem ber yf- irskriftina „Hugræn atferlishyggja- leiðir til að stjórna tilfinningum sín- um“. Guðbergur hefur starfsaðstöðu í Austurstræti 20 (efri hæð) þar sem hann tekur meðferðarviðtöl. Einnig heldur hann námskeið og fyr- irlestra. Það eru allir velkomnir á þennan fyrirlestur meðan að hús- rúm leyfir og það er hægt að kaupa sér veitingar. Fræðslan er öllum að kostnaðarlausu. Ömmukaffi og Miðborgarstarf KFUM&K. Minning látinna í Laugarneskirkju SÚ HEFÐ hefur skapast í Laug- arneskirkju að síðasta sunnudag í nóvembermánuði er haldin sérstök athöfn að kveldi þar sem nöfn allra sem sóknarprestur hefur jarðsett umliðið ár eru lesin upp í bæn við altarið. Þá hlýðum við á fallegan þverflautuleik Magneu Árnadóttur, tendrum kerti í bæn og þökk og minnumst þeirra sem á undan nokkur eru gengin. Athöfnin hefst kl. 20 en að henni lokinni er fólki boðið að koma yfir í safnaðarheimili, þiggja kaffisopa við kertaljós og hlýða á stuttan fyr- irlestur þar sem sr. Bjarni Karlsson ræðir um sorg og sorgarviðbrögð og svarar fyrirspurnum. Þessi samvera er öllum syrgj- endum opin, og vilji fólk fá nöfn ást- vina lesin við altarið er sjálfsagt að koma stundarfjórðungi fyrir athöfn og fá nafnið skráð. Síðasti sunnudagur kirkjuársins í Hallgrímskirkju Á FRÆÐSLUMORGNI í Hallgríms- kirkju á síðasta sunnudegi kirkju- ársins, sunnudaginn 25. nóvember, kl. 10 verður fyrirlestur um efnið „Tilbeiðsla og trúarþroski“, sem sr. Kristján Valur Ingólfsson flytur. Kl. 11 verður messa og barnastarf. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Bjarman. Hörður Áskelsson kantor leikur á orgelið og stýrir Fjölskyldu- fræðsla Neskirkju Kirkjustarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.