Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 23 KAUPÞING hefur gefið út grein- ingu á Bakkavör Group vegna kaupa á Katsouris Fresh Foods. Í greiningunni er mælt með kaupum í Bakkavör Group og kemur fram að greiningardeild Kaupþings tel- ur að talsvert svigrúm sé til hækk- unar á gengi félagsins. Samkvæmt sjóðstreymisspá greiningardeildar er áætlað virði hlutafjár í Bakkavör 211 milljónir evra eða um 20,1 milljarður ís- lenskra króna. „Samkvæmt kenni- töluverðmati fæst eilítið hærra virði eða um 235 milljónir evra eða 22,3 milljarðar króna,“ að því er segir í greiningu Kaupþings. Fyrr í vikunni var greint frá kaupum Bakkavarar á Katsouris Fresh Foods á 15,6 milljarða króna. Áætluð velta sameinaðs fé- lags fyrir árið 2002 er um 20 millj- arðar króna og starfsmenn eru 1.900 talsins. Hagnaður eftir skatta er áætlaður 1,4 milljarðar króna. Í greiningu Kaupþings kemur fram að við þessi kaup sé Bakkavör Group orðið eitt áhuga- verðasta félagið á VÞÍ og er jafn- framt með þeim stærstu. „Þrír breskir bankar munu fjár- magna um helming kaupverðsins og og styrkir það félagið að mati greiningardeildar, enda félaginu tryggð lánsfjármögnun til 7 ára. Þá verður gefið út breytanlegt skuldabréf fyrir um 3 milljarða króna og um 277 milljónir króna í formi skuldabréfs til seljanda. Út- gefið hlutafé verður um 4,77 millj- arðar króna en þar af fara um 1,85 milljarðar króna til seljanda. Áformað er að selja tæplega 3 milljarða í almennu útboði á Ís- landi og á Norðurlöndunum.“ Á kynningarfundi um kaupin á Kasouris Fresh Foods fyrr í vik- unni kom fram að hlutafjárútboðið muni fara fram á tímabilinu 3.-12. desember nk. Nú stendur hins vegar yfir áhugakönnun og á grundvelli hennar verður verðbilið og stærð útboðsins ákveðin. Kaupþing umsjónaraðili útboðsins Kaupþing hefur yfirumsjón með hlutafjárútboðinu en auk þess eru Búnaðarbanki Íslands og sænska fjármálafyrirtækið Aragon Fond- kommission meðumsjónaraðilar. Að sögn Ármanns Þorvaldsson- ar, yfirmanns fyrirtækjasviðs Kaupþings, er það nýjung að Kaupþing birti greiningu á fyrir- tæki sem félagið hefur umsjón með hlutafjárútboði hjá. Þetta sé gert að erlendri fyrirmynd sem tíðkast mjög hjá evrópskum fjár- málafyrirtækjum. Hann segir að á útboðstímabilinu verði engar greiningar birtar um Bakkavör af útboðsaðilum né fyrst eftir að út- boðinu lýkur. Ármann segir að útboðið sé ólíkt öðrum sem Kaupþing hafi komið að og það sé unnið á svipaðan hátt og tíðkast erlendis. Þar megi nefna að útboðið verður með „book- building“ fyrirkomulagi, þ.e. fag- fjárfestar lýsa áhuga á að kaupa ákveðið magn bréfa á skilgreindu verði. Þetta verður skráð í bók hjá Kaupþingi á meðan útboðið stend- ur yfir og staðfestingum safnað á grundvelli úthlutunar eftir bók- inni. Verð hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 4,2%, úr 6 í 6,25, í gær í 144 milljóna króna viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands. Kaupþing mælir með Bakkavör FLEIRA fólk hefur ekki mælst í vinnu hér á landi en nú í nóvember- mánuði, samkvæmt vinnumarkaðs- rannsókn Hagstofu Íslands, sem birt var í gær. Á það jafnt við um karla sem konur. Í rannsókninni kemur jafnframt fram að meðalfjöldi vinnustunda hef- ur dregist saman, þegar á heildina er litið. Þó hefur orðið lítils háttar aukn- ing á meðalfjölda vinnustunda kvenna milli ára. Atvinnuleysi mældist 2,4% í nóv- ember 2001, bæði hjá körlum og kon- um, og einnig það sama á höfuðborg- arsvæðinu og utan þess. Fyrir ári var 2,7% atvinnuleysi, 2,5% hjá körlum en 2,9% hjá konum. Niðurstöður mælinga Hagstofunn- ar á atvinnuleysi koma greiningar- deild Kaupþings á óvart. Í tilkynn- ingu frá deildinni segir að niðurstöðurnar gangi á svig við allar fréttir sem hafi verið að birtast af vinnumarkaði að undanförnu. Atvinnuþátttaka hefur aukist Fram kemur í rannsókninni að fjöldi starfandi fólks í nóvember 2001 hafi verið 159.900, þar af voru 85.100 karlar og 74.800 konur. Í nóvember á síðasta ári var fjöldi þeirra sem voru starfandi 155.800 og af þeim voru 83.700 karlar og 72.100 konur. Starf- andi körlum fjölgaði því um 1.400 milli ára en konum nærri tvöfalt meira eða um 2.700. Atvinnuþátttaka jókst frá nóvem- ber í fyrra til sama mánaðar í ár úr 83,2% í 83,6%. Í byrjun apríl síðast- liðnum var atvinnuþátttakan þó 0,1% meiri en í nóvember, eða 83,7%. Atvinnuþátttaka karla dróst saman frá því í nóvember í fyrra til sama mánaðar í ár en þátttaka kvenna óx hins vegar á tímabilinu. Atvinnuþátt- taka karla var 88,3% í nóvember í fyrra en 88,0% í ár og þátttaka kvenna 78,0% í fyrra en 79,1% í ár. Meðalfjöldi vinnustunda hefur dregist saman frá fyrra ári þegar á heildina er litið, bæði á höfuðborgar- svæðinu og utan þess. Þannig var meðalfjöldi vinnustunda í viðmiðun- arvikunni í nóvember í ár 42,6 klukkustundir fyrir landið í heild en 43,3 klukkustundir í nóvember í fyrra. Meðalvinnustundir utan höfuð- borgarsvæðisins eru í nóvember í ár tæplega tveimur klukkustundum fleiri en á höfuðborgarsvæðinu, eða 43,8 klukkustundir utan höfuðborgar- svæðisins en 41,9 stundir á höfuð- borgarsvæðinu. Meðalfjöldi vinnustunda karla lækkaði úr 50,6 klukkustundum í nóv- ember í fyrra í 49,2 klukkustundir í nóvember í ár. Meðalfjöldi vinnu- stunda kvenna jókst hins vegar lít- illega á sama tíma úr 34,7 klukku- stundum í 35,0 stundir. Samkvæmt rannsókn Hagstofunn- ar voru 2,4% vinnuaflsins án vinnu og í atvinnuleit í nóvember á þessu ári. Þetta jafngildir því að um 3.900 ein- staklingar hafi verið atvinnulausir. Í samskonar rannsókn í nóvember 2000 var atvinnuleysið 2,7%, eða um 4.300 manns. Í byrjun apríl 2001 mældist atvinnuleysið 2,1%, eða um 3.500 manns. Í nóvember 2001 var atvinnuleysið jafnt hjá konum og körlum, þ.e. 2,4%. Atvinnuleysið var mest meðal yngstu aldurshópanna, eins og komið hefur fram í fyrri rannsóknum Hagstofunn- ar, eða 4,3% meðal 16–24 ára. Skekkjumörk á niðurstöðum um at- vinnuleysi eru ± 0,8%. Atvinnuleysi og skráð atvinnuleysi Þátttakendur í rannsókninni, yngri en 70 ára, voru spurðir hvort þeir væru skráðir atvinnulausir hjá opin- berri vinnumiðlun. Samkvæmt því voru 2.200 á atvinnuleysisskrá í nóv- ember. Um tveir þriðju þeirra voru atvinnulausir samkvæmt skilgrein- ingu Hagstofunnar, þ.e. án vinnu og tilbúnir að taka vinnu strax væri hún í boði. Aðrir gegndu einhverju starfi í viðmiðunarvikunni (500) eða voru ekki tilbúnir að ráða sig í vinnu strax (300) en það jafngildir því að vera ut- an vinnumarkaðar, samkvæmt skil- greiningu Hagstofunnar. Rannsókn Hagstofunnar fór fram dagana 10.–21. nóvember 2001 og tók til stöðu á vinnumarkaði 3.–16. nóv- ember. Aldursmörk þátttakenda og spurningar í rannsókninni miðast við sambærilegar kannanir sem gerðar eru innan Evrópska efnahagssvæðis- ins (EES). Atvinnuleysi 2,4% í nóvember Morgunblaðið/Kristján Atvinnuþátttaka jókst frá nóvember í fyrra úr 83,2 í 83,6%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.