Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 22
MEIRA en aldargamall siður með Mývetningum er að efna til slægju- fundar í lok haustverka og helst fyrsta vetrardag. Fyrr á árum voru þessir fundir daglöng samkoma þar sem margar ræður voru fluttar, skáldin lásu ljóð og tekist var á í bændaglímu auk annars. Hin síðari ár hefur samkoman verið tvískipt þannig að um miðjan dag er kaffi- samsæti með slægjuræðu og öðrum skemmtiatriðum, en síðan dans- leikur um kvöldið. Sveitarsjóður kostar samkomuhald þetta, en kos- in er nefnd frá nokkrum bæjum til að sjá um framkvæmdir hverju sinni. Að þessu sinni fór samkoman fram í Reykjahlíðarskóla en dans- leikurinn í Skjólbrekku. Slægju- ræðuna flutti Anna V. Skarphéð- insdóttir frú í Vogum. Svo sem venja er á slægjufundi fór hún yfir tíðarfar liðins sumars, heyskapinn og afurðir búanna, en ræddi einnig hnignun dreifbýlisins og hefur áhyggjur af, svo sem er um fleiri. Þá fór hún með tvær gamlar vísur mývetnskar, alkunna vísu Illuga Einarssonar, f. 1768: Sumri hallar hausta fer heyri snjallir ítar hafa fjalla hnjúkarner húfur mjalla hvítar. Og aðra sem færri þekkja og er eftir Kristínu Andrésdóttur, en hún var samtímamaður Illuga: Fýkur mjöllin feikna stinn fegurð völlinn rænir. Hylja fjöllin sóma sinn silungshöllin skænir. Báðar vísurnar munu hafa verið ortar við sama tækifæri á kvæða- vöku mývetnskra hagyrðinga í Ytri Neslöndum fyrir um 200 árum. Mörg fleiri skemmtiatriði voru á slægjufundinum sem var ágætlega sóttur bæði af ungum og öldnum. Sama má segja um dansleikinn þar var fjölmenni og gólfið troðið af mikilli lipurð við undirleik dans- hljómsveitarinnar „Sweety“ frá Dalvík. Vogakonur fengu það verk- efni að undirbúa samkomuhaldið og stjórna að þessu sinni og fórst þeim það myndarlega að vonum. Vel sóttur slægjufundur Morgunblaðið/BFH Allir leggja með sér brauð á hlaðborðið sem þannig verður forvitnilegt. Heita mátti að „silungshöllin skænir“ ætti við þegar frostið var um 10°C og Mývatn var lagt þunnum ís. Mývatnssveit LANDIÐ 22 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NEMENDUR Grunnskólans á Djúpavogi stóðu nýverið fyrir söfn- un fyrir fátækt fólk í Namibíu. Hug- myndin kviknaði þegar Hrönn Bergþórsdóttir kom í heimsókn í skólann en hún er búsett í Namibíu. Þar er hún í sjálboðavinnu og kenn- ir við skóla í bænum Lüderitz sem Þróunarsjóður Íslands hafði for- göngu um að byggja. Á þessu svæði er mikil fátækt og ákváðu nemendur að leggja sitt af mörkum til að létta þessu fólki lífið. Nemendur söfnuðu öllu mögulegu, fatnaði, skóm, skóladóti o.fl. Hólma- tindur frá Eskifirði mun flytja dótið út en Landflutningar og Kassagerð- in styrktu einnig söfnunina. Vel þótti takast til og það var stór hópur nemenda sem stillti sér upp fyrir ut- an grunnskólann á Djúpavogi eftir að hafa flokkað, pakkað og merkt gjafirnar sem sendar verða til Namibíu. Ljósmynd/Sólný Pálsdóttir Ragnar, Rafn, Birgir og Ýmir tóku þátt söfnuninni. Grunnskólanemar standa fyrir söfnun Djúpavogur FYRIR skemmstu var haldinn hátíð- legur dagur velunnara dvalarheimil- isins Kirkjuhvols á Hvolsvelli. Til samsætisins var fulltrúum ýmissa gefenda muna og peninga til dvalar- heimilisins boðið og með því móti reynt að sýna þakklæti í orði og verki. Erfingjar Boga Péturs Guðjónssonar frá Brekkum í Fljótshlíð, sem þar var til heimilis í mörg ár, gáfu Kirkjuhvoli bækur hans í vönduðum bókaskáp og veglega peningagjöf sem var nýtt til kaupa á húsgögnum og öðrum mun- um í sameiginlegt rými heimilisins. Rauðakrossdeild Rangárvallasýslu hefur stutt Kirkjuhvol frá upphafi og gefið mörg góð og gagnleg tæki. Fyr- ir nokkru færðu Rauðakrossmenn heimilinu baðstól og í farvatninu er sjúkrarúm með borði. Einnig bauð deildin heimilisfólki Kirkjuhvols í ferð um Árnessýslu sl. sumar og hyggst deildin jafnvel gera ámóta ferð að ár- legum viðburði. Kvenfélögin í austanverðri Rang- árvallasýslu hafa sýnt heimilinu hlý- hug með gjöfum og aðstoð af ýmsum toga. Nú síðast færðu félögin heim- ilinu hársnyrtitæki þannig að nú þurfa hártæknar ekki lengur að hafa með sér öll tæki. Frá tveimur fyrrverandi heimilis- mönnum, þeim Reyni Ólafssyni frá Múlakoti í Fljótshlíð og Helga Jóns- syni frá Bollakoti í sömu sveit, fékk Kirkjuhvoll húsgögn og ýmsa aðra muni. Reynir og Helgi eru báðir látn- ir. Ýmsar aðrar góðar gjafir hafa heimilinu borist t.a.m. jólatré frá Fljótshlíðarhreppi, blómavasar frá Guðrúnu Ormsdóttur og basarmunir frá Prjónaveri. Einnig hafa góðir gestir lífgað upp á tilveruna með söng og hljóðfæraleik og Pálmi Eyjólfsson hefur ekki legið á liði sínu við að gleðja heimilisfólkið með ljóðalestri. Sóknarprestur og kór Stórólfs- hvolskirkju halda reglubundnar helgistundir á Kirkjuhvoli, ferming- arbörnin hafa heimsótt heimilisfólk reglulega og Kirkjuskólinn fer í heim- sókn mánaðarlega. Þær breytingar hafa orðið á stjórn Kirkjuhvols að Helga Þorsteinsdótt- ir, sem verið hefur formaður stjórnar heimilisins um árabil, hefur sagt af sér. Við formennsku tók Guðjón Ein- arsson, fyrrverandi lögreglumaður á Hvolsvelli. Glöddu heimilisfólk með góðum gjöfum Morgunblaðið/Önundur S. Björnsson Á myndinni eru gefendur og fulltrúar félagasamtaka sem styrkt hafa starfsemi Kirkjuhvols ásamt fráfarandi formanni, hjúkrunarforstjóra og fleira starfsfólki. Helga Þorsteinsdóttir (t.v.), fráfarandi formaður stjórnar Kirkjuhvols, og Sólveig Þórhallsdóttir hjúkrunarforstjóri af- henda gefendum viðurkenningarskjöl. Breiðabólstaður í Fljótshlíð Velunnaradagur dvalarheimilisins NÚ Í haust urðu hótelstjóraskipti á Hótel Flúðum. Svanhildur Davíðsdóttir og Karl Rafnsson sem stjórnað hafa rekstrinum síð- astlið ár tóku við hótelstjórn á Hótel Selfoss Icelander hotels en það eru sömu rekstrarað- ilar og reka Hótel Flúðir. Hótel Selfoss er nú lokað en mun verða opnað 1. júní á næsta ári eftir miklar breytingar og viðbyggingu, alls verða þar 100 herbergi og m.a. ráðstefnusalur og kvikmyndasalur. Þau Margrét Runólfsdóttir og Guðmundur Sigurhansson eru nú hótelstjórar á Flúðum. Áður stjórnuðu þau Hótel Höfn og hótelinu á Skógum síðastliðið sumar en þau hafa langa reynslu af hótelrekstri. Á hótelinu á Flúðum eru 32 tveggja manna herbergi með baði, síma og sjónvarpi og um 80 manns geta matast þar samtímis utan stærri veisluaðstöðu í félags- heimilinu. Þau hjón segja góða aðsókn að hót- elinu sem sé alltaf að aukast, skammt er að aka að náttúruperlum og sögustöðum í uppsveitum Árnessýslu og það kunni fólk að meta. Mikið er um fundi, smærri ráðstefnur og litlar árshá- tíðir og t.d. var húsfyllir á villibráðarkvöldi ný- lega. Þá verða jólahlaðborð fjórum sinnum í desember svo eitthvað sé nefnt. Nýir hótelstjórar taka við á Flúðum Hrunamannahreppur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hótelstjórar á Hótel Flúðum, Margrét Runólfsdóttir og Guðmundur Sigurhansson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.