Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ höfum átt sjö góð ár ogfriðsæl hér á Sólheimumog er það einn lengstisamfelldi friðartíminn frá upphafi starfsins en öðru hverju hafa komið upp deilur um starfsemina sem oftast nær stafa af þeim mis- skilningi að menn hafa ekki gert sér grein fyrir hvað hér fer fram og eftir hvaða hugmyndafræði er hér starf- að,“ segir Pétur Sveinbjarnarson, formaður framkvæmdastjórnar Sól- heima, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hann til umræðna sem verið hafa undanfarnar vikur um uppsögn framkvæmdastjóra Sólheima og rök- ræðna um fjármál og starfsemina í framhaldi af henni. Áður en vikið er nánar að því rifjar Pétur upp að starf Sólheima hafi mætt tortryggni og andúð strax á fyrstu árunum. Yfirvöld hafi ekki viljað að samtímis væru fötluð og ófötluð börn á staðnum, slíkt gæti verið skaðlegt ófötluðu börnunum, og árið 1946 segir hann að sett hafi verið bráðabirgðalög um að taka Sól- heima eignarnámi til að koma Sess- elju H. Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima, af staðnum og að ríkið yf- irtæki reksturinn. Lögin hafi ekki hlotið staðfestingu vegna falls ríkis- stjórnarinnar skömmu síðar. Erfiðleikar við lagasetningar Þá nefnir Pétur að við hverja nýja lagasetningu um málefni fatlaðra og þroskaheftra hafi Sólheimar lent í erfiðleikum varðandi rekstur og starfsumhverfi og þannig hafi æ ofan í æ verið þrengt að rekstrinum. En aftur að núverandi umræðum: „Upphaf deilunnar nú má rekja til þess að fyrir nokkrum mánuðum sendu tveir íbúar Sólheima stjórn- sýslukærur á hendur Grímsness- og Grafningshreppi til félagsmálaráðu- neytisins. Þeim hafði verið neitað um akstursþjónustu fatlaðra sem sveit- arfélaginu ber að sjá um lögum sam- kvæmt, en í fjárveitingum til Sól- heima er að sjálfsögðu ekki gert ráð fyrir slíkum kostnaði. Í öðru tilvikinu var um að ræða akstur á heilsu- gæslustöð í Laugarási og í hinu til að sækja fullorðinsfræðslu á Selfossi. Ráðuneytið úrskurðaði kærendum í vil og var litið svo á að það væri lagaskylda sveitarfélags að annast ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Einstaka sveitarstjórnarmenn voru ósáttir við þennan úrskurð og komu því áliti sínu á framfæri við fjölmiðla að Sól- heimar fengju það mikið fjármagn frá ríkinu að greiða mætti þessa þjónustu með því. Í greinargerð sveitarfélagsins voru fjármál Sól- heima gerð á allan hátt totryggileg.“ Pétur segir að einnig hafi verið gagnrýnt að Sólheimar skuli ekki hafa gert þjónustusamning við fé- lagsmálaráðuneytið og eftir að upp- sögn framkvæmdastjórans hafi kom- ið til hafi umræðan færst frá kjarna málsins og upphaf þess gleymst. Tal- ið væri að Sólheimar ættu hús á Spáni, of mikið fjármagn kæmi í reksturinn frá ríkinu og að það væri illa notað, gagnrýnt að starfsmaður skuli fá námsleyfi á launum, sagt að ekkert eftirlit væri með rekstrinum af hálfu hins opinbera og að húsa- leiga og annar kostnaður sem Sól- heimar tækju af hinum fötluðu væri allt að 60 þúsund krónur. Húsaleiga miðuð við reglur um félagslega íbúðakerfið Pétur segir að húsaleiga einstak- linga á Sólheimum sé 13 til 20 þús- und krónur á mánuði og í síðara til- vikinu er miðað við einstakling í 53 fermetra íbúð. Er það með gjaldi í hússjóð en að frádregnum húsa- leigubótum. Húsaleigan miðast við reglur hins opinbera um leigu í fé- lagslega íbúðakerfinu. Til viðbótar er fastur kostnaður, svo sem raf- magn og hiti sem er tvö til fjögur þúsund krónur á mánuði eftir hvort einn eða fleiri deila íbúð. Hægt er að fá heita máltíð í hádeginu fimm daga vikunnar á 400 kr. sem þýðir 8 þús- und kr. á mánuði og þeir sem þurfa matarþjónustu að kvöldinu geta fengið létta máltíð keypta. Fatlaðir njóta örorkubóta og eru bæturnar misjafnar en verða hæstar um 78 þúsund krónur. Að auki fá þeir þóknun fyrir vinnu sína og segir Pétur að yfir helmingur fatlaðra íbúa leggi fyrir og flestir fari í ferðalög í sumarfríi innanlands eða utan. Hann segir því kjör öryrkja á Sólheimum hvorki betri né verri en öryrkja sem búi annars staðar. Um húsið á Spáni segir Pétur að í ársbyrjun hafi orlofssjóður Sólheima greitt leigu fyrir sumarhús á Kanarí- eyjum í sex vikur. Sjóðurinn varð til með gjafafé sem ekki hefur verið sérstaklega eyrnamerkt í verkefni og var ákveðið að nota framlag úr sjóðnum í þessu skyni til að styrkja orlofsdvöl fatlaðra íbúa. Fjórir íbúar Sólheima í senn héldu þar til í tveggja vikna dvöl og fór aðstoðar- maður með í hverja ferð, auk þess sem starfsmaður var á Spáni þennan tíma til að sjá um umhirðu íbúðar- innar. Segir Pétur að það sé miður að verið sé að gera málið tortryggi- legt vegna þess að systir hans hafi tekið þetta verkefni að sér til þess að ekki þyrfti að launa starfsmann frá Sólheimum og kaupa afleysingar sem hefði orðið Sólheimum dýrt. Formaður framkvæmdastjórnar Sólheima segir deilur oft hafa risið um starfsemina Mönnum oft ekki ljós hug- myndafræðin Starfsemi Sólheima í Grímsnesi hefur verið til um- fjöllunar að undanförnu. Hefur komið fram gagn- rýni á húsaleigu, meðferð opinbers fjár og skort á eftirliti með starfinu. Jóhannes Tómasson heim- sótti Sólheima og fræddist um reksturinn. Morgunblaðið/Golli Pétur Sveinbjarnarson, formaður framkvæmdastjórnar Sólheima, og Jóhanna Þorsteinsdóttir, forstöðumaður heimilissviðs. SÓLHEIMAR í landi Hverakots í Grímsnesi eru vistvænt byggða- hverfi þar sem fatlaðir og ófatl- aðir búa og starfa saman. Þetta er kjarninn í hugmyndafræði og starfi Sólheima. Þannig eru Sól- heimar skilgreindir í síðustu árs- skýrslu og þar segir einnig að staðurinn sé fjölskylduvænt sam- félag sem viðurkenni mismunandi þarfir einstaklinganna og mæti þeim með því að skapa sveigj- anlegt samfélag barna, ungmenna og fullorðinna. Sólheimar voru settir á stofn 5. júlí 1930 þegar Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir safnaði þar til sín börnum sem áttu í erfiðleikum vegna foreldramissis eða veikinda þeirra. Vildi hún með því veita þeim öruggt skjól og menning- arlegt uppeldi. Sjálfseignarstofnun frá 1934 Sólheimar voru gerðir að sjálfs- eignarstofnun strax árið 1934. Í kjölfar nýrra laga um málefni þroskaheftra árið 1980 yfirtók ríkið Sólheima að miklu leyti árið 1983 þegar reksturinn var settur undir föst fjárlög. Launa- og kjaramál voru þá yfirtekin af fjármálaráðuneytinu og engin fjárveiting til viðhalds húsnæðis eða tækja árum saman, að sögn Péturs Sveinbjarnarsonar. Segir hann þetta hafa verið gert án samráðs og samþykkis stjórnar Sólheima og ekki hnekkt fyrr en áratug síðar þegar sjálfseign- arstofnunin fékk að nýju fullt sjálfstæði um reksturinn. Stjórn Sólheima er í höndum fulltrúaráðs, sem í situr 21 mað- ur. Á aðalfundi fulltrúaráðsins er kjörin fimm manna fram- kvæmdastjórn úr hópi full- trúaráðsmanna. Byggt á fjórum stoðum Starf Sólheima hvílir á fjórum meginstoðum. Þar er skírskotað til kenninga Rudolf Steiners um mannspeki og hugsjónar Sesselju um samskipti fatlaðra og ófatl- aðra, ástundun lífrænnar rækt- unar, vistmenningu og byggða- hverfi með skilgreind markmið þar sem átt er við að skapa sjálf- bært samfélag fólks sem leggur áherslu á ræktun manns og nátt- úru. „Sólheimar eru elsti staðurinn í veröldinni þar sem þjónusta við þroskahefta fer fram utan stofn- ana og fatlaðir sem ófatlaðir búa saman,“ segir Pétur Sveinbjarn- arson. „Hér hefur orðið til sjálf- bært samfélag áhugafólks um vel- ferð manns og náttúru sem mótast hefur á traustum grunni og hefðum. Samfélagið leitast við að vera opið fyrir nýjungum og skapa þjónustu og lífsskilyrði fyr- ir þá sem eiga undir högg að sækja hverju sinni. Forsendan fyrir samfélaginu hér er meðal annars að hér búi ekki færri ófatlaðir en fatlaðir en hlutfallið er orðið nokkuð jafnt. Við viljum að menn deili kjörum sínum sem nánast, það er hluti af þroskaferli fatlaðra og þessi sam- skipti verða hvergi nánari en í byggðahverfi sem þessu.“ Allir eigi kost á fjöl- breyttri atvinnu Pétur segir að stefnan sé sú að öllum fötluðum sé gefinn kostur á fullri atvinnu og fjölbreyttri og reynt sé að forðast að menn fest- ist í einhæfum störfum. Því hafi verið komið upp fyrirtækjum og verkstæðum og geta fatlaðir íbú- ar Sólheima valið um vinnu á 13 mismunandi stöðum. Íbúar Sólheima og þeir sem starfa þar daglega eru nú 90–100 og segir Pétur heimamenn aldrei flokka þá í fatlaða og ófatlaða. Samfélagið verði að vera nógu fjölmennt til að halda uppi fjöl- breyttri atvinnu og veita við- unandi þjónustu. Í byggðahverfinu Sólheimum eru fjölmörg hús. Heimili eru 49 og er búsetuformið með ýmsu móti. Flestir eru í sjálfstæðri bú- setu en fá jafnframt aðstoð teng- ils við fjármál og úrlausn per- sónulegra mála. Í einstaklings- bundinni þjónustu fá menn daglega handleiðslu til að feta sig í átt til sjálfstæðrar búsetu og síð- an er boðið uppá sambýli fyrir þá sem þurfa mikla þjónustu en þar er einnig markvisst unnið að því að hvetja íbúa þess til sjálfs- hjálpar. Inni í þessum fjölda heimila eru einnig heimili ófatl- aðra íbúa Sólheima. Þá eru allmörg hús fyrir verk- stæði og fyrirtæki, íþróttaleikhús, sundlaug, og handverkshús. Vist- menningarstöðin Sesseljuhús rís nú hratt af grunni og verður formlega tekin í notkun 5. júlí á næsta ári þegar minnst verður þess að 100 ár eru liðin frá fæð- ingu Sesselju. Pétur segir hins vegar að þessar erfiðu deilur að undanförnu hafi gert það að verkum að stöðva hafi þurft alla fjársöfnun vegna byggingarinnar en vonast til að þegar upp stytti Morgunblaðið/Golli Eitt verkstæðanna á Sólheimum er vefstofan. Byggðahverfi fatlaðra sem ófatlaðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.