Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 28
HEILSA 28 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ H E I L B R I G Ð S K Y N S E M I LÝSI&LIÐAMÍN Allra liða bót án A og D vítamína Hvað er Liðamín? Liðamín inniheldur amínósýruna glúkósamín, sem er hráefni til viðgerðar á brjóski, og kondróítín sem er eitt algengasta byggingarefnið í liðbrjóski. Hvers vegna lýsi? Lýsið í Lýsi & Liðamíni inniheldur a.m.k. 30% af omega-3 fitusýrum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðagigt benda til þess að við reglubundna neyslu á omega-3 fitusýrum dragi úr einkennum eins og stirðleika á morgnana, verkjum og þreytu. www.lysi.is Y D D A / S ÍA fiú safnar hjá okkur... Nánari uppl‡singar áwww.frikort.is Utanlandsfer› fyrir a› safna punktum. Eitthva› fyrir mig. Vandamál mitt er að konan mín eyðir ótrúlega mikl- um tíma á Netinu. Hún er fyrir framan tölvuna marga tíma á dag og oft situr hún langt fram á nótt. Hún er farin að vanrækja ýmislegt sem hún áður sinnti mjög vel. Til dæmis hefur hún gleymt að sækja lítið barn okkar til dagmömmu, og kemur með alls- konar afsakanir til að losna við að gera hluti á heim- ilinu. Ég veit lítið sem ekkert um hvað hún er að gera á Netinu, nema að allur tíminn fer í svokallaðar spjallrásir. Hún talar sífellt um „netvini“ sína, sem hún virðist setja í forgang framyfir fjölskyldu og vini. Ég veit ekki hversu náin tengsl hennar eru við „net- vinina“, en hef áhyggjur af því að hún sé að stunda einhverskonar „cybersex“ á bak við mig. Þetta er alls ekki líkt henni og ég tel mig vita að hún elski mig og barnið okkar. Er þetta einhvers konar netfíkn, og get ég gert þá kröfu til hennar að hún minnki netnotk- unina og geri eitthvað í þessu eða er ég að gera úlf- alda úr mýflugu? Netekkill SVAR Fyrst vil ég nefna við þig að þú ertalls ekki að gera mikið úr þessu og það er greinilegt að hér er um raunverulegt vanda- mál að ræða. Fræðimenn eru hinsvegar enn að koma sér saman um hvað eigi að kalla þessa gerð vandamála – Net-fíkn, Net-áráttu eða eitthvað annað. Einnig eru menn ekki sammála um hvort um einangrað vandamál sé að ræða, þá einungis tengt netnotkuninni, eða hvort um er að ræða vandamál sem tengist öðrum erfiðleikum eins og t.d. þunglyndi, lélegu sjálfstrausti, kvíða og per- sónuleikavandamálum. Reynslan í dag virðist vera sú að algengt er að önnur vandamál liggi að baki „Net-fíkninni“, frekar en að um einangrað vanda- mál sé að ræða. Hver sem orsökin er, er greinilegt að töluvert mikið af fólki virðist eiga í erfiðleikum með að stjórna netnotkun sinni og stofnar þar með oft framtíð fjölskyldu sinnar, vinnu og námi í mikla hættu. Fólk á í erfiðleikum með að stýra nettíma sínum, lýgur til um netnotkunina og er oft mjög pirrað þegar það getur ekki verið á Netinu. Rann- sókn í grunnskólum í Danmörku sýndi að um 10% unglinga ættu við vandamál að stríða sem tengd- ust of mikilli netnotkun. Oftast tengist ofnotkun Netsins einhverju einu ákveðnu „áhugasviði“ eða „svæði“ og þar eru spjallrásir, kynferðislegt efni, og þátttaka í nettölvuleikjum mjög ofarlega á blaði, en hinsvegar virðist ekki vera að þeir, sem leita sér upplýsinga á Netinu, eigi við nein sérstök vandamál, tengd mikilli ofnotkun, að stríða. Fólk sem sækir mikið í að eiga í samböndum á Netinu, á kostnað „alvöru“ sambanda, er oft á tíð- um fólk sem finnur fyrir óöryggi eða skorti í raun- verulegum samböndum og sækir þar af leiðandi í þessi „gervisambönd“, þar sem það gerir sér jafn- vel upp nýjan „persónuleika“. Í sambandi við spurningu þína um hvort þú getir gert kröfu til konu þinnar, er engin spurning um að þú eigir rétt á að gera kröfu til maka þíns um að hún og þið finnið lausn á þessum vanda, þar sem samband ykkar mun líklega eiga í erfiðleikum með að þróast á jákvæðan hátt með óbreyttu ástandi. Það er líka mikilvægt að þú ræðir þetta við hana alvarlega fyrr en seinna, sérstaklega ef kynni hennar á Netinu hafa enn ekki þróast frá því að vera einungis í tölvunni yfir í nánari samskipti. Það er nefnilega töluvert algengt að (ástar)sambönd í gegnum tölvu þróist með tímanum, það er úr tölv- unni yfir í símasamskipti og að lokum hittast ein- staklingarnir jafnvel. Ég tel að í vandamáli sem þessu séu nokkrir þættir sem sérstaklega þarf að vinna með. Það fyrsta er samband ykkar, þá meina ég bæði þau vandamál sem gætu verið í sambandi ykkar og þá mögulega þá vöntun sem kona þín gæti fundið fyr- ir í sambandinu, og einnig þau undirliggjandi vandamál sem mögulega gætu verið fyrir hendi hjá henni. Einnig þurfið þið að vinna úr því sem hefur gerst í samskiptum hennar við „netvinina“, hvort sem þar er einungis um (saklaust) spjall að ræða, nánara samband, „cybersex“, eða eitthvað ennþá alvarlegra. Auk þess þarf hún að nýta sér leiðir til að læra að stýra netnotkuninni, bæði þar sem þið komið ykkur saman um hversu mikil net- notkunin má vera og hverskonar netnotkun verður stunduð. eftir Björn Harðarson Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona- @persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Fólk á í erfiðleikum með að stýra nettíma sínum, lýgur til um netnotkunina og er oft mjög pirrað þegar það getur ekki verið á Netinu. Rannsókn í grunnskólum í Danmörku sýndi að um 10% unglinga ættu við vandamál að stríða sem tengdust of mikilli net- notkun. Höfundur er sálfræðingur. Er þetta einhvers konar netfíkn? ÞAÐ er mat bandarískra sérfræð- inga að árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin 15. september sl. hafi haft þau áhrif á bandarísku þjóð- ina að hún leitar í auknum mæli í skyndimat. Neytendur hafa meira að segja nýtt orð yfir mat af þessu tagi. Núna kallast hann huggunar- biti (e. comfort food). Um öll Bandaríkin hefur neysla aukist á slíkum mat, sem margir hafa alist upp við að borða. Dæmi um rétti sem þykja nú eftirsóknarverðari en áður er kartöflustappa, steikur, kjöthleifar, steiktur kjúklingur og pönnukökur á sunnudagsmorgn- um. Nýleg könnun á sölu matvöru í bandarískum matvöruverslunum sýnir að sala á skyndibitafæði jókst um 12,4% í september miðað við sama mánuð í fyrra. Sala á for- elduðum kartöflum jókst um 13%. Alan Hack, klínískur sálfræðing- ur í New York, segir að það sé ekki óþekkt að neysla á skyndi- bitafæði aukist á viðsjárverðum tímum. „Hryðjuverkaárásin hefur haft mikil áhrif á okkur. Það sem við setjum upp í okkur er ígildi þess að ná stjórn á hlutunum.“ Því miður vilja langtímaáhrif neyslu fituríks fæðis gleymast. „Hættan á krónískum sjúkdómum, hjartasjúkdómum og krabbameini, minnkar því miður ekki,“ segir Chris Rosenbloom, yfirmaður mat- vælafræðideildar ríkisháskólans í Georgíu. Hún gefur þau ráð til þeirra sem eiga erfitt með að standast huggunarbitann að elda frekar heima. Menn geti vissulega látið eftir sér að borða kartöflu- stöppu en í hana má nota mjólk í stað rjóma. Hún segir líka að mik- ilvægi líkamsræktar megi ekki gleymast. „Mér finnst best að æfa til þess að takast á við streitu og byggja sjálfa mig upp. Ég er ekki maraþonhlaupari eða þríþrautar- maður. En það jafnast ekkert á við gönguferð í góðu veðri, viðra hundinn eða fara með börnin í garðinn þegar hauststillurnar ríkja. Rannsóknir sýna að æfingar og útivera eru fyrirtaks lausnir gagnvart streitu.“ Skyndibitinn vinsælli í kjölfar hryðjuverkanna AP Beðið eftir pítsusneið. Þegar á bjátar vaknar tilhneiging til að fá sér skyndibitafæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.