Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AFSTAÐA FRAMSÓKNARFLOKKS TIL SJÁVARÚTVEGSMÁLA Sjávarútvegsmálin eru til um-ræðu á miðstjórnarfundiFramsóknarflokksins, sem hófst síðdegis í gær og heldur áfram í dag. Í ræðu sinni við upphaf mið- stjórnarfundarins í gær sagði Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, m.a.: „Ég hef oft látið í ljós þá skoðun mína, sem formaður Framsóknar- flokksins, að okkur beri skylda til að ná eins almennri samstöðu um þessi mál og frekast er unnt. Ég hef oft- sinnis tekið fram, að ég get séð fyrir mér mismunandi leiðir að sameigin- legu marki í þessum málum. Ég hef ekki viljað útiloka neinar meginleið- ir, hvorki veiðigjaldsleið né fyrning- arleið, en lagt áherzlu á að ekki verði gengið svo nærri atvinnuveginum að fyrirtækin lendi í rekstrarvandræð- um af þessum sökum. Það hefur einnig komið fram af hálfu framsóknarmanna, að eðlilegt sé að líta á innheimtu auðlindagjalda almennt í framtíðinni, en ekki aðeins á slíka gjaldtöku af einni atvinnu- grein umfram aðrar. Miðað við umræðurnar í Fram- sóknarflokknum, á flokksþingi, á kjördæmisþingum og í opna umræðu- hópnum, sem hér hefur verið lýst nokkrum orðum, virðist mér það liggja ljóst fyrir, að samstaða næst aðeins með málamiðlun þannig, að menn sættist á skynsamlegt veiði- gjald. Ég sé þessa einu leið til að sameina þá, sem helzt vilja enga sér- staka gjaldtöku yfirleitt og hina, sem frekast myndu kjósa fyrningarleið- ina. Þessi leið er einnig í samræmi við þær upplýsingar, sem ég hef í starfi mínu og samskiptum fengið um af- stöðu og vilja flokksmanna í Fram- sóknarflokknum.“ Á miðstjórnarfundinum var dreift skýrslu sérstakrar sjávarútvegs- nefndar Framsóknarflokksins, sem falið var á flokksþingi í marz sl. að fjalla um fiskveiðistjórnarkerfið og leggja þá úttekt fyrir miðstjórnar- fundinn nú. Þótt formleg samþykkt miðstjórn- ar liggi ekki fyrir, þegar þessi for- ystugrein Morgunblaðsins er skrif- uð, verður að teljast líklegt, að formleg samþykkt flokksins taki mið af ofangreindum orðum Halldórs Ás- grímssonar. Eins og Morgunblaðið hefur áður minnt á, er gjaldtaka fyrir nýtingu auðlinda í sameign þjóðarinnar grundvallaratriðið. Hitt er spurning um útfærslu hvort farin er leið veiði- gjalds, fyrningarleið eða aðrar leiðir. Flest bendir til þess, að Halldór Ásgrímsson hafi rétt fyrir sér, þegar hann segir, að veiðigjaldið sé leiðin til þess að ná málamiðlun á milli þeirra, sem vilja ekkert gjald og hinna, sem telja það grundvallarmál. Þetta blas- ir við m.a. af þeirri ástæðu, að út- gerðarmenn geta sætt sig við veiði- gjald en ekki fyrningarleið og það verður ekkert viðunandi samkomu- lag um þetta mál, nema útgerðar- menn eigi aðild að því samkomulagi. Morgunblaðið getur heldur ekki gert athugasemdir við þetta mat for- manns Framsóknarflokksins vegna þess, að frá því blaðið hóf umræður um þessi mál hefur það lagt áherzlu á að leið veiðigjalds yrði farin. Ekki vegna þess að fyrningarleiðin sé efn- islega óviðunandi heldur af sömu ástæðu og Halldór Ásgrímsson nefn- ir, að veiðigjaldið sé leiðin til víðtæks samkomulags. Ef orð utanríkisráðherra verða í meginefnum niðurstaða miðstjórnar- fundar Framsóknarflokksins er ljóst, að allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa fallizt á grundvallaratriðið um gjaldtöku fyrir nýtingu auðlinda hafsins, sem eru í sameign íslenzku þjóðarinnar. Hvað sem líður flokkadráttum um þetta mál á liðnum árum er ljóst að hér er á ferðinni stórmerk stefnu- mörkun af hálfu íslenzku stjórnmála- flokkanna, sem getur haft víðtæk áhrif um allan heim. Þegar við Ís- lendingar höfum hrint þessum hug- myndum í framkvæmd munu þær vekja athygli og verða öðrum til eft- irbreytni. Það er því rík ástæða til að fagna ummælum Halldórs Ásgrímssonar í setningarræðu hans á miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins og hvetja til þess, að þau sjónarmið sem hann lýsti verði að formlegri stefnu Fram- sóknarflokksins í sjávarútvegsmál- um. Í ræðu sinni á miðstjórnarfundin- um í gær lagði Halldór Ásgrímsson réttilega áherzlu á, að líta eigi á inn- heimtu auðlindagjalda almennt í framtíðinni en ekki aðeins í tilviki einnar atvinnugreinar. Það er tíma- bært að hefja frekari umræður um þennan þátt málsins. Ein af forsendum þess, að víðtæk sátt geti tekizt meðal landsmanna um innheimtu auðlindagjalds er að gjald- ið nái til allra atvinnugreina, sem nýta auðlindir í sameign þjóðarinnar en ekki bara einnar. Vísir að slíkri afstöðu liggur nú þegar fyrir af hálfu Sjálfstæðis- flokksins með þeirri ákvörðun Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, að taka skuli gjald fyrir símarásir vegna þriðju kynslóðar farsíma. Þótt Morgunblaðið sé ekki sátt við aðferð- ina, sem samgönguráðherra ætlar að nota í því sambandi, fer ekki á milli mála, að þar er um grundvallar- stefnumörkun að ræða á þessu sviði atvinnulífsins. Afstaða Framsóknarflokksins er skýr í þessum efnum þegar tekið er mið af ræðu formanns flokksins í gær. Það fór ekki á milli mála, á landsfundi Samfylkingarinnar fyrir viku, að sá flokkur er í meginatriðum sömu skoðunar. Hér á Íslandi er því að skapazt víðtæk samstaða um grundvallaratriðin í innheimtu gjalds fyrir nýtingu sameiginlegra auð- linda, hverju nafni sem þær nefnast. Það á hins vegar eftir að ná sam- komulagi um aðferðir við innheimtu slíkra gjalda og er það augljóslega næsta viðfangsefnið, sem verður auð- veldara að ráða við en grundvallar- stefnuna sjálfa. Þ ÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, segir að nú sé þjóðarbúið í raun og veru að ganga í gegnum óhjákvæmilega aðlögun þjóðarút- gjalda að þjóðartekjum. Það hljóti að draga úr þjóðarútgjöldum um tíma til að dragi úr viðskiptahallanum. Þetta sé óhjákvæmileg aðlögun sem stafi af mjög miklum viðskiptahalla um nokkurra ára skeið. Í þessum efnum sé ekki til nein töfralausn og því í raun og veru engin leið að kom- ast hjá þessu aðlögunarferli. „Það sem skiptir einfaldlega mestu máli að mínu viti er það að menn missi ekki sjónar á því að kom- ið verði í veg fyrir að verðbólgan færist meira í aukana en orðið er og tryggi forsendur fyrir lækkun henn- ar í samræmi við þær spár og áætl- anir sem gerðar hafa verið,“ sagði Þórður. Hann sagði að í því efni skipti mestu máli, þar til komnar væru traustar og öruggar forsendur fyrir því að þessi markmið um hjöðnun verðbólgunnar næðust, að fylgja nægjanlega aðhaldssamri stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum. Eitt mikilvægasta verkefnið sem við stæðum frammi fyrir væri að tryggja nægjanlegt aðhald í ríkis- fjármálum því þjóðhagslegur sparn- aður væri lítill hér og ríkisfjármálin í raun og veru besta hagstjórnartækið að beita í því skyni að hér ríkti við- unandi jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. Þess vegna ættu ríkis- fjármálin að vera í brennidepli og sérstaklega aðhald að útgjöldum ríkisins. Þau hefðu aukist mikið á undanförnum árum. Þannig hefði hlutfall samneyslunnar af lands- framleiðslu farið úr 20% í 24,5% á nokkrum árum sem væri gríðarlega mikil hækkun og fæli auðvitað í sér að ríkið væri að gera auknar kröfur til verðmætasköpunar í landinu. „Það er mjög mikilvægt að menn íhugi það gaumgæfilega hversu langt menn vilja ganga í þeim efn- um,“ sagði Þórður. Hann sagði aðspurður að mjög mikilvægt væri að menn gerðu sér grein fyrir að samband væri á milli ríkisfjármála og peningamála. Þetta væru þau tæki sem menn hefðu helst til að hafa hemil á þjóðarútgjöldum og eftirspurnarþenslu og ef það væri slaki á öðru sviðinu þyrfti að herða að á hinu sviðinu. „Eftirgjöf í rík- isfjármálum þýðir að öðru óbreyttu hærri vextir og aðhaldssamari peningastefna ef menn ætla að ná þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér. Þetta eru einföld sannindi og þess vegna er einmitt mjög mikil- vægt að ríkisfjármálin séu höfð í fyr- irrúmi í þessu efni, því vextir hér á landi eru auðvitað mjög háir í sam- anburði við það sem gerist og geng- ur í nálægum löndum,“ sagði Þórður. Aðspurður um gengismálin sagði Þórður að gengisvísitala á bilinu 140–145 ætti að mati Þjóðhagsstofn- unar að tryggja á einhverju árabili teknum verðbólgumarkmi menn vildu hins vegar no þess yrði að leyfa genginu a Már benti á að Seðlabank margtekið fram í aðdraga að bankinn hefði farið yfi bólgumarkmið að lítið la frjálsar fjármagnshreyfin mjög erfitt með að halda fastgengisstefnu. Þó það væ lega mögulegt sýndi reynsl væri á margan hátt mjö Skyndilegar sveiflur í fj hreyfingum gætu gert kröf mikilla vaxtabreytinga til gengið að það væri talið ful óviðunandi frá sjónarhóli in hagþróunar. Hann sagði að þegar ge eins og nú væri myndaði það jafnvægi sem markaðu aði á. Vextirnir miðuðust ákveðin markmið um verðb ar til lengdar léti. Ríkis ættu að styðja við markmið uð á viðskiptunum við útlön væri það tekjustefnan, þ.e.a ingar á vinnumarkaði, sem fela í sér að launamynd ræmdist því að atvinnuásta gott. Til þess að vel tækist hver og einn þessara þátta sínu hlutverki. Már sagði að í þessari m hann væri að draga upp, v bólgan innanlands, jöfnuður skiptunum við útlönd og atv ið meginmarkmið. Ef þe þættir væru í lagi væri ge áhyggjuefni. Hann benti á að verðból samsett úr tveimur þátt lendri verðbólgu og innflu bólgu og sú fyrrnefnda væg en sú síðarnefnda. Ef gengi lækka af einhverjum orsö innlenda verðbólgan að minni. Már sagði að við værum út úr miklu ójafnvægi í efna um sem hefði einkennst af a illi eftirspurn í hagkerfinu, s hefði drifið áfram viðskip og að lokum verðbólguna o yrði að horfa þegar ástan metið. Ef hins vegar ríkisfj um væri þannig hagað að v jöfnuður til lengdar sam sæmilega stöðugu gengi, v inu væri hagað þannig að ekki umframeftirspurn í ha nægjanlega aðlögun útgjalda að tekjum, þannig að jöfnuður kæmist á í viðskiptum við önnur lönd til lengri tíma litið. Það væri hins vegar alveg ljóst að um hríð gæti gengið vikið frá slíku jafnvægisgengi, ef svo mætti að orði komast, samanber það að nú um nokkurt árabil hefði gengið ljóslega verið töluvert hærra en samræmdist stöðugleika og jafnvægi í þjóðarbú- skapnum til lengri tíma. Eins gæti gengið auðvitað verið töluvert lægra en svona viðmiðanir segðu til um. Samsvarandi þróun hefði átt sér stað hjá öðrum þjóðum í niðursveiflu af þessu tagi til að mynda í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi og einnig mætti taka Bandaríkin sem dæmi á seinnihluta níunda áratugarins. Það væri ein- faldlega mjög erfitt að spá um geng- ið þegar litið væri til skamms tíma og skammur tími í þessu sambandi gæti verið nokkur misseri. Þess vegna væri auðvitað alveg hugsanlegt að frá svona viðmiðun, eins og Þjóð- hagsstofnun virtist vera nægjanleg til að koma á jafnvægi á einhverju árabili, gæti verið um frávik að ræða um tíma. Að sjálfsögðu væri þessi viðmiðun byggð á því að tækist að hemja verðbólguna því annars héldi gengið auðvitað áfram að síga til samræmis við muninn á verð- lagsþróun hér og í öðrum löndum. Erfitt að halda í fastgengi Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Íslands, sagði að það væru engar töfralausnir til í efnahagsmálum. Við værum að koma út úr miklu ójafnvægisástandi og menn yrðu að kosta því til sem til þyrfti til að ná hér stöð- ugleika á ný áður en birti aftur í efnahagsmálum. Már sagði að við þau skilyrði að fjármagns- hreyfingar væru frjálsar væri ekki lengur hægt að skilja á milli vaxtastefnunnar annars vegar og gengisstefnunnar hins vegar. Þar af leiðandi hefðu vextir hér á landi tilhneigingu til að aðlagast vöxtum erlendis að viðbættri væntri geng- isbreytingu og einhverju áhættu- álagi. Þess vegna skapaðist sú staða að ef menn vildu halda genginu föstu yrði að nota vextina til þess og þá væri ekki hægt að nota þá í þeim til- gangi að jafna sveiflur í hagkerfinu innanlands eða ná einhverjum til- Þjóðarbúið að ga óhjákvæmileg Sviptingarnar í efna- hagsmálum að und- anförnu má rekja til þess að þjóðin hefur lif- að um efni fram. Ef menn sýna hins vegar staðfestu og þreyja þorrann og góuna mun rofa til á ný að mati þriggja hagfræðinga sem Hjálmar Jónsson ræddi við. Ýmsar blikur hafa verið á lofti í efnahag Már Guðmundsson Þórður Friðjónsson Tryggvi Herberts Engar töfra- lausnir í efna- hagsmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.