Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 49 fiú safnar hjá okkur... Nánari uppl‡singar áwww.frikort.is fiú tvöfaldar vinnings- möguleikana me› flví a› fara á www.frikort.is LANDSBÓKASAFN Íslands – Há- skólabókasafn gefur út jólakort með teikningu Tryggva Magn- ússonar af Skyrjarmi. Þetta er níunda jólakortið af fimmtán í myndröð Tryggva sem gerð var við jólasveinavísur Jó- hannesar úr Kötlum í bókinni Jólin koma sem fyrst var gefin út 1932. Frummyndir Trygga eru varð- veittar í Landsbókasafni. Jólakortin eru með texta þar sem gerð er stuttlega grein fyrir lista- manninum og íslenskri jólasveina- hefð, bæði á íslensku og ensku. Kortin eru fáanleg í nokkrum bókaverlsunum og í afgreiðslu Landsbókasafns í Þjóðarbókhlöðu, segir í fréttatilkynningu. Jólakort Lands- bókasafns – Háskólabókasafns ERINDI um loftslagsbreytingar og náttúru á Suðurskautslandinu er fræðsluerindi Hins íslenska nátt- úrufræðifélags (HÍN), mánudag, 26. nóvember, kl. 20.30 í stofu 101 í Lögbergi, húsi Háskóla Íslands. Ólafur Ingólfsson prófessor í jöklajarðfræði flytur erindi um þró- un og breytingar síðustu árþúsund- in á nátttúrufari á Suðurskauts- landinu. Greint verður frá rannsóknum á veðurfari, jöklun og fjallað um rannsóknir á náttúru- sögu mörgæsa og annarra sjófugla á svæðinu. Ólafur er nýkominn til starfa sem prófessor í jarðfræði við HÍ, en gegnir jafnframt prófessors- stöðu í jöklajarðfræði og fornveð- urfræði við Gautaborgarháskóla og við Háskólastofnun Svalbarða (UNIS). Ólafur hefur um nokkurra ára skeið stundað rannsóknir á veður- fars- og jöklunarsögu heimskauta- svæðanna, m.a. á Grænlandi og Svalbarða, í Síberíu og á Suður- skautslandinu. Hann hefur tekið þátt í fimm alþjóðlegum leiðöngr- um til Suðurskautslandsins og heldur suður á bóginn í sjötta skipti um nk áramót. Eftir Ólaf liggur á fjórða tug vís- indagreina um jarðsögu heim- skautasvæðanna og hann hefur ver- ið sæmdur bandaríska heiðurs- merkinu „Antarctic Service Medal“ fyrir framlag sitt til rannsókna á Suðurskautslandinu. Fræðsluerindi HÍN eru einkum ætluð almenningi og er aðgangur ókeypis og öllum heimill, segir í fréttatilkynningu. Fræðsluerindi um loftslags- breytingar og náttúru ÍSLANDSMÓTIÐ í netskák 2001 sem fram fer sunnudaginn 25. nóv- ember er lokaáfanginn í Bikar- keppni Striksins. Tefldar verða níu umferðir á ICC-skákþjóninum. Um- hugsunartími er fjórar mínútur á skák auk þess sem tvær sekúndur bætast við eftir hvern leik. Íslandsmótið fer fram í tvennu lagi. Opinn flokkur, þar sem öllum er heimil þátttaka, hefst kl. 18:00. Þeir sem vilja taka þátt í mótinu þurfa að tengjast ICC fyrir klukkan 17:45 og slá inn: tell pear join. Þeir sem tefla eru jafnframt beðnir að senda skila- boð (með „message“-skipuninni) til Vandradur á ICC eða tölvupóst (hellir@simnet.is) þar sem tilgreint er notandaheiti á ICC, nafn og kennitala. Landsliðsflokkurinn hefst þegar keppni í opnum flokki er lokið og er áætlað að hann hefjist um kl. 20. Þar eru tuttugu þátttakendur, þeir átján sem bestum árangri náðu í Bikar- keppni Striksins auk tveggja boðs- gesta. Að mótshaldinu standa Taflfélagið Hellir, Strik.is, Íslandssími og ICC. Taflfélagið Hellir býður allt að fimm þátttakendum að tefla í Hellisheim- ilinu, Álfabakka 14a. Áhugasamir hafi sem fyrst samband með tölvu- pósti (hellir@simnet.is). Íslandsmótið í netskák TOPSHOP Lækjargötu mun í dag og næstu laugardaga milli kl. 12-17 bjóða viðskiptavinum sínum upp á ókeypis naglaskreytingu, naglalökk- un og fantasy neglur. Að sögn Þóreyjar Erlu, verslunar- stjóra Topshop í Lækjargötu, verða einnig kynntar snyrtivörur frá Urb- an Decay Cosmetics og mun fólk frá Professionails verða þeim til aðstoð- ar, segir í fréttatilkynningu. Naglaskreyting í Topshop JÓN Egill Egilsson sendiherra af- henti í gær, föstudaginn 23. nóvem- ber 2001, Moritz Leuenberger, for- seta Sviss, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Sviss með að- setur í Berlín, segir í fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Afhenti trúnaðarbréf Bridsfélag Hveragerðis Vetrarstarf Bridsfélags Hvera- gerðis hófst með eins kvölds tví- menningi hinn 16. október. Úrslit urðu þessi: Valtýr Jónasson – Kjartan Kjartansson 98 Össur Friðgeirsson – Birgir Pálsson 94 Bjarni Þórarinsson – Grímur Magnúss. 92 Næst var spilaður þriggja kvölda VÍS tvímenningur. Úrslit urðu þessi: Valtýr Jónasson – Kjartan Kjartansson 284 Bjarni Þórarinsson – Grímur Magnúss. 264 Stefán Short – Örn Guðjónsson 259 Hörður Thorarens. – Guðm. Sæmundss. 248 Össur Friðgeirsson – Birgir Pálsson 248 Nú stendur yfir hraðsveitar- keppni félagsins. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá landsliðs- nefnd kvenna Spilakvöld landsliðsnefndar kvenna. Næsta spilakvöld nefndar- innar verður miðvikudaginn 28. nóv- ember í Hreyfilshúsinu við Grensás- veg kl. 19.30. Spilakvöldið verður með nokkuð hefðbundnu móti. Matthías Þorvaldsson mun ásamt nefndinni hafa umsjón með spila- kvöldinu. Matthías mun hefja spila- kvöldið með stuttum fyrirlestri um tiltekið efni, sem hann velur sjálfur. Að loknum fyrirlestri Matthíasar verða spiluð 16–20 spil sem síðan verður farið yfir á sýningartjaldi. Matthías Þorvaldsson þekkja bridsspilarar. Hann hefur verið í hópi fremstu spilara landsins um margra ára skeið, margfaldur Ís- landsmeistari og landsliðsmaður, og verður án efa fróðlegt og forvitnilegt að fylgjast með fyrirlestrinum. Bridsdeild félags eldri brogara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ fimmud. 15. nóv. 2001. 26 pör. Meðalskor 216. Árangur N-S: Þorst. Laufdal - Magnús Halldórss. 281 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 235 Sæmundur Björnss. - Oliver Kristóferss. 231 Árangur A-V: Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 285 Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 263 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnss. 250 Tvímenningskeppni spiluð mánud. 19. nóvember 24 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Magnús Oddson - Jón Stefánsson 249 Sæmundur Björnss. - Olíver Kristóferss. 246 Halla Ólafsdóttir - Jón Lárusson 241 Árangur A-V: Þorst. Laufdal - Magnús Halldórss. 274 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 258 Viggó Nordquist - Ragnar Björnss. 250 Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.